Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 2

Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hláka oUi víða vatns- aga og vandræðum Færeyingar landa á markað í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LÍNUBÁTAR frá Færeyjum hafa ÚRKOMA og hláka olli víða vatns- aga á sunnan- og vestanverðu land- inu í gær. Klaki er í jörðu og því rennur yfirborðsvatn ekki greiðlega niður. Töluvert tjón varð í nokkrum húsum í Sandgerði í gær vegna vatns. Slökkviliðið í Sandgerði var kallað út laust fyrir hádegið í gær og var upptekið fram á kvöld við að dæla úr húsum og bægja vatni frá húsum. Auk þess voru allir bæjarstarfsmenn meira og minna uppteknir við að hemja vatnið. Að sögn Egils Ólafssonar slökkviliðs- stjóra man hann ekki annan eins vatnsflaum í bænum og í gær. Ástandið var verst við gatnamót Stafnesvegar og Suðurgötu. Þar rann yfírborðsvatn ofan af Miðnes- heiði og flæddi í íjórum kjöllurum. Reynt var að hemja vatnsflauminn með því að sturta í hann jarðvegs- hlössum, sem Egill sagði hafa borið árangur. Tjón var ekki kannað að fullu í gærkvöldi en ljóst er að tölu- verðar skemmdir urðu á búslóðum. Slökkvibíll sem dælir 4 tonnum af vatni á mínútu hafði ekki undan flaumnum þegar verst lét. Snjóflóð utan byggðar á Pat- reksfirði og áfram hættuástand í Keflavík var allt fastalið slökkviliðsins upptekið í gær við að dæla úr og frá húsum. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins þar barst hjálparbeiðni frá eigendum yfír 20 húsa. Slökkviliðið í Reykjavík sinnti tólf útköllum í gær vegna vatns- aga. Tjón voru yfírleitt minnihátt- ar, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins. Mikill vatnsagi var á norðanverðu Snæfellsnesi og víða flaut yfír vegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík varaði við umferð fyrir Búlandshöfða vegna klakahruns og hættu á skriðuföllum og snjóflóðum. Fróð- árheiði var lokuð og því eina land- leiðin til Ólafsvíkur fyrir höfðann. Snjóflóð á Patreksfirði Hættuástandi var lýst annan daginn í röð á Patreksfírði í gær vegna hættu á snjóflóðum í kjölfar rigninga og hláku. 137 íbúar úr 41 húsi á hættusvæðum gistu hjá vin- um og ættingjum í nótt. Um kl. 17 í gær féll snjóflóð innan við bæinn, við Stapa á Raknadalshlíð, og lok- aði þjóðveginum sem liggur meðal annars á flugvöllinn og inn á Barða- strönd. Vegagerðin á Patreksfírði reiknaði með að vegurinn yrði opn- aður í gærkvöldi. Á tíunda tímanum í gærkvöldi féll um 50 metra breitt snjóflóð á þekktu snjóflóðasvæði við byggðina það olli ekki tjóni því engin byggð er leyfð á svæðinu. Eins kom lítil spýja nokkru utar um klukkan 19.30 og náði niður í miðja fjalls- hlíðina. Norðar á Vestfjörðum var hæg- lætisveður og aflýsti almanna- varnanefndin á Flateyri hættu- ástandi vegna snjóflóðahættu í Önundafírði í gærkvöldi. ■ Vatn flæddi inn í 18 hús/4 á undanförnum dögum landað rúmum 300 tonnum í Eyjum sem seld hafa verið á Fiskmarkaði Vestmannaeyja. 1 gær lönduðu Færeyingar á markað- inn og er búist við áframhaldandi löndun- um Færeyinganna í Eyj- um. Páll Rúnar Pálsson, framkvæmdastjóri Fisk- markaðar Vestmanna- eyja, sagði að landanir Færeyinganna hefðu komið þannig til í upp- hafi að útgerðarmaður Klakks frá Færeyjum hefði haft samband við sig og spurst fyrir um verð á markaðnum. í framhaldi af því hafi hann sent bát sinn hingað og verið mjög ánægður með það verð sem hann fékk. Síðan hafi þetta spurst út meðal Færeyinganna og undið upp á sig í framhaldi af því. Páll sagði að meira en helming- ur aflans frá Færeyingunum hefði verið ýsa og hefði meðalverð á henni verið um og yfir 100 krón- ur. Páll sagði að þeir bátar sem landað hefðu væru allir á veiðum á íslandsmiðum. Hann hefði haft fregnir af því að einhveijir út- gerðarmenn sem ættu báta sem væru að fiska við Færeyjar væru að velta fyrir sér að senda þá til Eyja með aflann til að selja á Fisk- markaðnum. Heildaraflinn yfir 300 tonn Páll sagði að sjö færeyskir bát- ar hefðu þegar landað hjá þeim 8 löndunum og væri heildarafli þeirra kominn yfir 300 tonn. Hann sagðist bjartsýnn á að framhald yrði á sölu Færeyinganna hér og þetta væri kærkomin viðbót fyrir Fiskmarkaðinn. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Unnið við löndun á afla Færeyinganna í Vestmannaeyjum í gær. Kennarar óskuðu þess að viðræðum yrði slitið Sáttasemjari vill haldaáfram SAMNINGANEFND kennarafélag- anna óskaði þess í gær við ríkissátta- semjara að slíta viðræðum við samn- inganefnd ríkisins, en ríkissátta- semjari ákvað samt sem áður að fresta viðræðum deiluaðila þar til í dag. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að það væri mat kennara að þeir væru að senda röng skilaboð út í samfélagið með því að mæta á fundi dag eftir dag án þess að það skilaði neinum árangri. Eiríkur sagði að á meðan samn- ingsaðilar sætu saman hjá ríkis- sáttasemjara héldi fólk að eitthvað væri að gerast. Það væri misskiln- ingur, því nær engin hreyfíng hefði verið á viðræðum í heilan mánuð. Samninganefndir deiluaðila ræddu í gær um mat á sérkjörum annarra kjarasamninga. Ríkissátta- semjari hefur óskað eftir því við Þjóðhagsstofnun að hún leggi mat á þetta og er von á svari í dag eða á morgun. Einnig ræddu samninga- menn um með hvaða hætti væri hægt að leysa vandamál sem upp koma við einsetningu grunnskólans. ■ Enn hægt að bjarga/26 ÓLAFUR G. Einarsson lék fyrsta leikinn í skák Margeirs og Ernst. Snorri Olsen settur Norðurlandamótið í skák ríkisskattstjóri Helgi sigraði Þröst örugglega SNORRI Olsen, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, mun leysa Garðar Valdimarsson af sem ríkis- skattstjóri næstu tvö ár meðan Garð- ar mun að ósk fjármálaráðuneytisins einbeita sér að gerð tvísköttunar- samninga fyrir hönd íslands við ýmis erlend ríki. Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu segir að tvísköttunarmál séu mjög ofarlega á baugi I tengslum við fjárfestingu Íslendinga erlendis og útlendinga hér á landi. Geti íslendingar, sem séu talsvert á eftir flestum vestræn- um ríkjum í gerð tvísköttunarsamn- inga, ekki lengur vikist undan því að gera átak á þessu sviði. HELGI Ólafsson vann Þröst Þór- hallsson örugglega í 23 leikjum í fyrstu umferð á Skákþingi Norðurlanda sem hófst í gær, en mótið er jafnframt svæðismót FIDE. Á mótinu vann Simen Agde- stein Rune Djurhuus í 41 leik, Jonathan Tisdall vann Jonny Hector í 46 leilgum, Sune Berg Hansen vann Hannes Hlífar Stef- ánsson í 39 leikjum, en Hannes er töluvert hærri að ELO-skák- stigum en Sune Berg. Erling Mortensen vann Marko Mannin- en í 36 leikjum, Curt Hansen vann Ralf Ákesson í 77 leikjum, Margeir Pétursson vann Thomas Ernst í 78 leilgum og Pia Craml- ing vann Tapani Sammalvuo í 48 leilgum. Lars Degerman og Jóhann Hjartarson gerðu hins vegar jafntefli og sömuleiðis þeir Lars Bo Hansen og Einar Gausel. Viðskiptaráðuneytið gerir úttekt á erlendri eignaraðild í útgerð hér á landi Stór fyrirtæki gætu misst veiðirétt SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráð- herra segir að bein og óbein eignaraðild er- lendra fyrirtækja að sumum umfangsmestu útgerðarfyrirtækjum íslands sé staðreynd en slíkt samræmist ekki lögum landsins. Viðskiptaráðuneytið kannar nú hvort við- komandi fyrirtæki verði að losa sig tafar- laust við alla erlenda eignaraðila og hvort skipum þeirra sé óheimilt að stunda veiðar innan íslenskrar landhelgi. „Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hvernig þessu er háttað með veiðiréttinn en ef það er svo að erlend eignaraðild, þó í litlu sé, girði fyrir það að skip slíkra útgerða geti stundað veiðar á íslandsmiðum mun áður en langt um Iíður losna umtalsverður kvóti frá stærstu útgerðarfyrirtækjum lands- manna,“ segir Sighvatur. Viðskiptaráðherra viðurkennir hins vegar að hann sé ekki hlynntur þessum lögum og vill breyta þeim. „Það er fáránlegt að setja lög sem banna sjávarútveginum að notfæra sér erlent fjármagn í áhættufé. Þetta eru engu að síður landslög og því vafasamt að stjórnvöld geti horft í gegnum fíngur sér með það.“ Sighvatur kveðst hafa rekið upp stór augu þegar könnun ráðuneytisins leiddi nýverið í ljós hreina erlenda eignaraðild í öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi en ekki aðeins óbeina eignaraðild í skjóli hlutafjár- eignar í t.d. olíufélögum. Takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi frá 1991 segir að slík fjárfesting sé háð eftirfarandi takmörk- unum: „íslenskir ríkisborgarar sem eiga lög- heimili hérlendis og lögaðilar sem eiga heim- ili hér á landi og eru að öllu leyti í eign ís- lenskra ríkisborgara sem eiga lögheimili hér- lendis mega einir stunda fiskveiðar í fisk- veiðilandhelgi Islands samkvæmt lögum nr 33 19. júní 1922, um rétt til fískveiða í land- helgi.“ Sighvatur segir að erlend eignaraðild að íslenskum útgerðarfyrirtækjum sé í sumum tilvikum umtalsverð þótt hún sé yfirleitt frek- ar lítil. Danska fyrirtækið Hydro Texaco, sem á nú 35% hlut í Olís, er eitt þeirra fyrirtækja sem eiga óbeinan hlut í íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum og segir ráðherra að það mál sé að sjálfsögðu í skoðun í viðskiptaráðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.