Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MÓRtíUflBLAÐIÐ Sjúkrahúsin í Reykjavík - framtíð í fjárþröng Á ÞVÍ kjörtíinabili sem nú er að ljúka hafa útgjöld til heil- brigðismála minnkað umtalsvert miðað við kjörtímabilið á undan. Skv. upplýsingum frá stjórnvöldum sem m.a. birtust nýlega í Morgunblaðinu hafa þau lækkað um 1.500 milljónir árin 1991- 1995 og er gert ráð fyrir tæplega 20 millj- arða heildarútgjöldum til heilbrigðismála skv. fjárlögum þessa árs. Þrátt fyrir þetta hafa umsvif aukist talsvert á sama tíma, byggðar hafa verið nýjar heilsugæslustöðvar, hjúkrunar- heimili, sjúkrahúsálmur utan Reykjavíkur, ný tækni við lækn- ingar verið tekin í notkun, o.s.frv. Heilbrigðismál taka til sjötta hluta útgjalda ríkissjóðs. Góð heil- brigðisþjónusta mun þó ætíð kosta fé og minna ber á að kröfur um gæði þjónustunnar og óhindraðan aðgang að henni munu fremur Útgjöld heilbrigðisgeir- ans hafa minnkað um 1.500 millj. kr. árin 1991-’95. Signrður Guðmundsson telur að sameining Landspítala og Borgarspítala geti leitt til verulegrar hag- ræðingar. aukast en minnka. Aðhald í þess- um efnum er þó nauðsynlegt og af hinu góða en hvað getum við gengið langt? Hér verða stóru sjúkrahúsin í Reykjavík gerð að umtalsefni. Niðurskurður þrátt fyrir aukin „afköst“ Landspítalanum og Borgarspít- alanum er gert að spara samtals 410 milljónir króna á þessu ári. Þetta skiptir þá sem þjónustu sjúkrahúsanna njóta og þá sem þar starfa að sjálfsögðu miklu. Á meðan læknar hafa staðið í harð- vítugum ritdeilum sín á milli um tilvísanir hefur minna heyrst um viðbrögð við þessum niðurskurði. Fram kemur hjá stjórnvöldum að niðurskurðurinn eigi að sjálfsögðu ekki að bitna á þjónustunni, heldur á öðrum sviðum. Spurningin sem starfsfólk og stjórnendur ájúkra- húsanna spyija sig er, hvar? Fjárveiting til Landspítalans árið 1994 var hin sama og árið 1991, 6,6 milljarðar, og gert er ráð fyrir að hún verði 6,4 milljarð- ar árið 1995. Starfsemi sjúkra- hússins hefur hinsvegar aukist verulega síðasta áratug. Fjöldi innlagðra sjúklinga á lyflækninga- deild Lsp. þennan tíma jókst um tæp 40%, á handlækningadeild rúmlega 30%, á kvennadeild um 30%, svo dæmi séu nefnd. Meðal- V * ;ev/ ÍLL7 5 88 55 22 legutími hefur styst um 2,5-5 daga á þess- um deildum á sama tíma. Ymsar nýjungar í þjónustu hafa litið dagsins ljós á undan- förnum árum. Þar má nefna skurðaðgerðir með kviðsjá, sérstakar bakaðgerðir, hjartaað- gerðir fullorðinna og nú nýlega barna, segulómun, glasa- fijóvgun, segaleys- andi meðferð og æð- aútvíkkun við hjarta- drepi, nýrnasteinbijót, ný krabbameinslyf, meðferð alnæmissjúklinga, o.s.frv., o.s.frv. Þó þau hugtök eigi e.t.v ekki við þegar fjallað er um starfsemi sjúkrahúsa er ljóst að „framleiðni" eða „afköst“ sjúkra- hússins hafa aukist verulega þrátt fyrir hlutfallslegan sparnað síð- ustu ára. Hvað er unnt að kreista sjúkrahúsin lengi og fast á ónefnd- um stað án þess að starfsemi þeirra trufiist og þau láti í sér heyra? Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík flaggskip heilbrigðis- þjónustunnar í þessu sambandi verðum við hafa í huga að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík eru í reynd flaggskip heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Þegar verulega á bjátar eru sjúk- lingar sendir þangað, þar er erfið- ustu tilvikunum sinnt. Þar er fram- þróun í heilbrigðisþjónustunni leidd, þar koma nýjungar fyrst fram. Á stóru sjúkrahúsunum eða í tengslum við þau fer einnig fram nærfellt öll klínísk kennsla heil- brigðisstétta, einkum lækna og hjúkrunarfræðinga. Þrátt fyrir að íslenskir læknar hafí sótt fram- haldsmenntun sína út fyrir land- steinana og svo verði áfram, er grunnur menntunar þeirra lagður á þessum sjúkrahúsum með vax- andi skipulögðu framhaldsnámi. Síðast en ekki síst fer langstærst- ur hluti rannsókna í heilbrigðisvís- indum á íslandi, bæði klínískra rannsókna og grunnrannsókna, fram innan vébanda spítalanna eða í tengslum við þá. Veruleg aukning hefur orðið á gæðum og magni vísindarannsókna hérlendis und- anfarin ár og nú birtast tugir rit- smíða árlega um niðurstöður rann- sókna íslenskra lækna sem gerðar eru hérlendis, bæði klínískra og grunnrannsókna, í erlendum vís- indatímaritum. Fyrir 10-15 árum heyrði slíkt til undantekninga. Þessi framsækni og framþróun er að mestu leyti tilkomin að frum- kvæði þeirra sem á sjúkrahúsun- um starfa, ekki er verið að upp- ■fylla lagaskyldur eða reglugerðar- ákvæði, heldur er fyrst og fremst um faglegan metnað að ræða, skilning á því að heilbrigðisþjón- usta á Islandi geti og eigi að vera í fremstu röð. Markmið okkar hefur verið að veita betri þjónustu fyrir það fjár- magn sem til reiðu er. Einhvern tíma kemur að því að frekari fjár- þröng hljóti að skerða þjónustu og margir starfsmenn spítalanna eru á þeirri skoðun að nú sé að því komið. Ennfremur mun frekari niðurskurðu.r draga úr því frum- kvæði ti! þróunar og nýjunga sem áður er getið og áhrifa þess mun gæta næstu áratugi. Er þetta það sem við viljum? Væntanlega ekki. Önnur úrræði til aðhalds: ný forgangsröðun, sameining sjúkrahúsa Eru aðrar leiðir færar til sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu til lang- frama, aðrar en þær að skera fjár- veitingar til stóru spítalanna í Reykjavík niður við trog? Ymis úrræði koma til greina þó einung- is örfá skuli nefnd hér. Önnur forgangsröðun fjárveit- inga til sjúkrahúsa er tímabær. Mörgum starfsmönnum spítalanna í Reykjavík finnst að þeir hafi verið fyrir borð bornir á undan- fömum árum miðað við sjúkrahús á landsbyggðinni. Nær 20 smærri sjúkrahús eru starfrækt víðsvegar um landið. Veruleg uppbygging hefur farið á sumum þeirra, dýrar nýbyggingar reistar með fullkom- inni aðstöðu bráðasjúkrahúsa. Nýting þessarar dýru aðstöðu hef- ur víða verið minni en skyldi, og hún notuð sem hjúkrunarheimili sem mátt hefði reisa með mun minni tilkostnaði. Þróun 3-4 sjúkrahúsa utan Reykljavíkur, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður- landi og á Austfjörðum er þó nauð- synleg: Aðgengi landsbyggðar- manna að háþróaðri heilbrigðis- þjónustu þarf a.ö.l. að tryggja á annan hátt, fyrst og fremst með bættum samgöngum, bættu vega- kerfi, þyrlum, o.s.frv. Sameiningu Landspítala og Borgarspítala gæti leitt til veru- legrar hagræðingar. Oft hefur verið bent á (m.a. af alþjóðlegu fyrirtæki um rekstrarráðgjöf til sjúkrahúsa) að samkeppni sjúkra- húsa á borð við Landspítala og Borgarspítala í litlu landi um dýra hátækniþjónustu, um meðferð vandamála sem kalla á samstarf margra þátta og sérgreina heil- brigðiþjónustunnar, o.s.frv., sé óhagkvæm. Með samruna þeirra væri auðveldara að afla nýrra og dýrra tækja, og nýting þeirra yrði hagkvæmari, fágætar og nýjar sérgreinar læknisfræðinnar nýtt- ust betur, sjúkradeildir nýttust betur vegna stærðar, auknir möguleikar væru á frekari sérhæf- ingu starfsfólks, sérstakar bak- vaktir fyrir sérhæfða þjónustu nýttust betur, aðstaða til rann- sókna og kennslu ykist og batnaði og jafnvel væri unnt að spara kostnað við stjórnun. Sjúkrahúsin ættu ekki að vera í samkeppni hvort við annað að þessu leyti heldur við sambærileg sjúkrahús í nálægum löndum. Þannig héldum við best uppi gæðum þjónustu án þess að tilkostnaður ykist umfrm- am það sem nú er. Heilbrigðismál sem kosningamál Þó að hcilbrigðis- og trygginga- mál séu þeir málaflokkar sem þyngst vega í útgjöldum hjá ríkis- sjóði hefur lítið borið á þeim í umræðum fyrir kosningar, sjaldan hefur verið kosið um stefnu í heil- brigðismálum. Menn hafa ef til vill verið sammála um hvert skuli stefna eða kannski hefur stefnan ekki verið til. Að undanförnu hefur þó borið meira á skoðanaskiptum og átökum um þessi mál, þegar skórinn kreppir að í fjármálum. Hvað viljum við gera nú, viljum við halda niðurskurði áfram á stóru sjúkrahúsunum, viljum við halda áfram byggingu sjúkra- stofnana á landsbyggðinni, viljum við sameiningu stóru sjúkrahús- anna, viljum við allt þetta og ef svo er, í hvaða röð? Nú þegar kosningar eru á næsta leiti, hafa kjósendur áhuga á hug frambjóð- enda hinna ýmsu stjórnmálaflokka í þessum efnum. Kominn er tími til að þeir tjái sig um þennan stærsta útgjaldalið ríkissjóðs. Höfundur er læknir á Landspítalanum, dósent við læknadeild HÍ. Sigurður Guðmundsson Kjósendur móta sið- ferðiskröfur EFTIR að skil urðu ógreinilegri milli stjórnmálaflokka, vegna þess að stefna sumra þeirra hefur einfaldlega gengið sér til húðar, hafa kjós- endur gert auknar kröfur til starfshátta stjórnmálamanna. Hugmyndafræðilegur ágreiningur, sem byggðist á átökum sósíalista annars veg- ar og markaðshyggju- manna hins vegar, er úr sögunni. Sósíalist- ar sjá, að ekki dugar að ganga fyrir kjós- endur undir merkjum ríkisforsjár og ríkisrekstrar. Vegna ákafra hugsjónaátaka voru kjósendur til- búnir til að sjá í gegnum fingur við stjórnmálamenn. Yfirsjón var ýtt til hliðar, ef hún rakst á hug- sjón. Nú nálgast menn viðfangsefni stjórnmálanna eftir öðrum leiðum. Hvarvetna beinist athygli í meira mæli en áður að vinnubrögðum stjórnmálamanna. Hér á landi og annars staðar verða hinir kjörnu fulltrúar að vera við því búnir, að einkahagir þeirra og embættis- færsla lendi undir smásjá fjölmiðla og þar með almennings. Réttur borgaranna í kosningayfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins er að finna kafla, sem heitir Réttur borgaranna verndaður. Þar segir: Töluverðar umræður hafa orðið á kjörtímabil- inu um siðbót í stjórn- málum. í þessari grein minnir Björn Bjarna- son á, að með atkvæði sínu móti kjósendur sið- ferðiskröfumar. Þeir felli dóm um flokkana. „Fylgt sé fram reglum er hindra óeðlilega samþjöppun valds, hvort heldur í stjdrnmálum, atvinnumál- um, stjórnsýslu eða fjármálalífi. Eftirlit til að tryggja samkeppni sé virkt. Framkvæmd stjórnsýslu- laga sé tryggð og staðinn vörður um störf umboðsmanns Alþingis. Dómskerfið þróist í samræmi við mannréttindakröfur og komið verði á opinberri réttaraðstoð. Áfram verði unnið að umbótum í fangelsismálum. Réttur manna til að standa utan félaga sé viður- kenndur í verki. Áfram verði unnið að því að jafna kosningaréttinn og ekki horfið frá því markmiði að fækka þingmönnum." Aðeins með því að starfa á þennan veg geta stjórnmálaflokk- ar stuðlað að því að sporna gegn spillingu í opinberu lífi og við- skiptalífinu. I umræðum á Alþingi um skýrslu umboðsmanns Alþing- is hefur til dæmis verið vakin at- hygli á brotalöm í starfsháttum utanríkisráðuneytisins varðandi ráðningu tollvarðar á Keflavíkur- flugvelli og ráðstöfun á verkefnum fyrir varnarliðið. Af- skipti umboðsmanns og umræður á þingi hafa leitt til þess, að utanríkisráðuneytið hefur heitið að taka upp ný vinnubrögð. Því miður var að- eins örlítið skref stigið á þessu kjörtímabili til að leiðrétta misvægi í atkvæðaþunga eftir búsetu. Baráttu í því mikla réttlætismáli verður að halda áfram. Augljóst er, að það dugar skammt að heyja hana á forsend- um samkomulags milli flokka. I skjóli ranglátra kosningalaga þróast óheilbrigðir stjórnarhættir. Strangara eftirlit í framhaldi af því, að samþykkt voru stjórnsýslulög, sem mæla fyrir um starfshætti opinberra aðila, ákvað Davíð Oddsson for- sætisráðherra að láta semja lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Því miður lauk því starfi ekki á kjörtímabilinu. Slík löggjöf er for- senda þess, að unnt sé markvisst að framfylgja kröfum um strang- ara eftirlit kjósenda með umboðs- mönnum sínum og stjórnvöldum. Siðbót í stjórnmálum felst ekki aðeins í því, að stjórnmálamenn sinni embættisskyldum sínum í samræmi við kröfur, sem til þeirra eru gerðar. Hún byggist einnig á því, að stjórnmálaflokkar setji sér viðmið, beiti ekki tæknibrellum eða stuðli að siðferðilegri ringul- reið með ábyrgðarlausum mál- flutningi. Sigurður Líndal prófess- or benti á þessi atriði á fundi sem réttarfars- og stjórnskipunarnefnd Sjálfstæðisflokksins hélt fyrir nokkrum vikum um siðferði í stjórnmálum. Hann sagði einnig: „Stjórnmálamenn elta þrýsti- hópana og reyna að þóknast þeim. Hvers konar hvatir eru færðar í búning siðferðilegra gilda. Undir merki fijálslyndis og umburðar- lyndis eru öll gildi orðin jafnrétt- há. I stað þess að sýna vandræða- mönnum umburðarlyndi og þolin- mæði eru-þeir hafnir á stall; hið afbrigðilega verður að sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Andóf gegn því fær á sig stimpil ofríkis, íhalds- semi, ef ekki afturhalds." Þegar við stjórnmálamenn leit- um eftir stuðningi kjósenda, er okkur hollt að hafa þessi orð pró- fessorins hugföst. Það eru ekki alltaf hinir háværustu, sem eiga að fá mestu athygli. Hinn þögli meirihluti hefur mest að segja við kjörborðið. Við sjáum nú stjórnmálaflokk á hlaupum eftir þrýstihópum. Við vitum af stjórnmálaflokki sem hefur neitað að upplýsa um og gera upp við fortíð sína en vill samt láta líta á sig sem siðbótar- afl. Við þekkjum stjórnmálaflokk, sem gengið hefur í gegnum mikl- ar þrengingar á kjörtímabilinu, vegna spillingarumræðna. Kröfur til stjórnmálamanna hljóta að verða metnar eftir því, hve mikið fylgi einstakir flokkar fá í kosningunum 8. apríl. Þar hafa kjósendur síðasta orðið, þeir móta kröfurnar með atkvæði sínu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.