Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUDANSARARNIR, sem þátt tóku í keppninni, frá vinstri: Hildur Ýr Arnarsdóttir og Þröstur R. Jóhannsson, Kara Arngrímsdóttir og Jón Pétur Úlfljótsson, Unnur Berglind Guðmundsdóttir og Jóhann Orn Ólafsson, Kristín Vilhjálmsdóttir og Ragnar Sverrisson. SIGURVEGARAR í flokki 16 ára og eldri, Árni Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir. Glæsileg tugþraut- arkeppni í dansi PANS íþróttahúsið við Strandgötu í Ilafnarfirði KEPPNISTRÍÓ DANS- RÁÐS ÍSLANDS 8 og 10 dansakeppni í samkvæm- isdönsum með fijálsri aðferð og eins dans keppni, laugardag 18. mars. ÁRIÐ 1986 stóð Dansráð ís- lands, þá nýstofnað, fyrir sinni fyrstu danskeppni á Hótel Sögu. Síðan þá hefur vegur dansíþrótt- arinnar farið vaxandi, keppni fjölgað og árangur íslenskra dansara á erlendum vettvangi farið fram úr vonum bjartsýnustu manna. Síðastliðinn laugardag fór fram danskeppni í 10 dönsum, með frjálsri aðferð, í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði. Það var Dansráð Islands sem hafði veg og vanda að þessari keppni, sem og venjulega. Um 50 pör höfðu skráð sig til keppn- innar í 10 dönsum og mikill fjöldi fólks var samankominn til að fylgjast með þessari glæsilegu danskeppni. Keppnir sem þessar fara þannig fram að keppendur keppa í öllum dönsum, bæði standarddönsum og suður-amer- ískum dönsum, og það par sem er með flest stig úr báðum dans- flokkum samanlögðum, ber sigur úr býtum. Standarddansamir fimm eru: enskur vals, slow foxt- rott, tangó, vínarvals og quickstep, en suður-amerísku dansarnir fimm eru: cha, cha, samba, rúmba, pasó doble og jive. Keppt var í fjórum flokkum og kepptu flokkar 12-13 ára og 14-15 ára í 8 dönsum (ekki í pasó doble og vínarvalsi), en flokkar 16-18 ára og 16 ára og eldri og atvinnumenn kepptu í öllum 10 dönsunum. Samhliða 10 dansakeppninni var boðið uppá keppni í einum dansi, með grunnaðferð í öllum aldurflokkum frá 8-9 ára uppí 50 ára og eldri. Það var forseti Dansráðs ís- lands, Heiðar R. Ástvaldsson, sem setti keppnina. Að setningu lokinni kom danshópur frá Jass- balletskóla Báru með stutt sýn- ingaratriði, fallegt dansatriði í stíl við ákaflega fallega tónlist. Það var aldursflokkurinn 14-15 ára sem reið á vaðið að þessu sinni, þetta er fjölmennasti flokkurinn og jafnfram sá lang- jafnasti. I honum hófu um 20 pör leikinn, og dönsuðu þau suður- amerísku dansana í fyrri hlutan- um. Þar var margt frábærra dansara og fínnst mér langt síðan keppnin var svo hörð sem raun bar vitni og vissulega kom það á óvart að sjá tvö af okkar sterk- ustu pörum dansa ekki í úrslitum í suður-amerísku dönsunum, pör sem hafa yfirleitt verið í 3. til 5. sæti í gegnum árin. Keppnin í standarddönsunum var ekki eins spennandi, þar voru yfirburðir langflestra úrslitaparanna aug- ljósir og nokkuð fyrirsjáanlegir. Sigurvegaramir í þessum flokki hafa verið að banka á dyrnar hjá margföldum íslandsmeisturum í mörg ár og reyndar komist inn stöku sinnum. Þau unnu að þessu sinni ákaflega verðskuldaðan sig- ur og gaman var að horfa á þá útgeislun sem kom frá þessu pari. Næstur í röðinni var flokkur 16 ára og eldri. Þar eru á ferð- inni gamalreyndir dansarar og er keppnin í þessum flokki yfír- leitt mjög jöfn, sérstaklega á milli efstu 2ja paranna. Að þessu sinni fannst mér þó ekki spuming hvora megin sigurinn lenti, systkinin Árni og Erla hafa að mínu mati ekki dansað af svo miklum krafti í langan tíma, það var hrein unun að horfa á þau hvortheldur sem er í standardd- önsunum eða suður-amerísku dönsunum. Að sama skapi hafa Gunnar og Anna, sem lentu í öðru sæti, oft dansað betur og sýnir það og sannar að dagsform- ið skiptir orðið ákaflega miklu máli í danskeppnum á Íslandi í dag; tæknilegur munur á pörun- um er ekki eins mikill og áður var. Þá var komið að yngsta flokknum í 10 dansakeppninni; Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURVEGARAR í flokki 14 til 15 ára, Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sig- urðardóttir. flokki 12-13 ára. Það er alltaf gaman að horfa á þennan flokk, sjá nýgræðinginn, framtíðina! Um þennan flokk er ekki hægt að segja að hann hafí verið spennandi. Bensi og Berglind voru algert yfirburðapar, það komst enginn með tæmar þar sem þau höfðu „hælana"! Helsta spennan var í niðurröðun á sæt- unum 3-5, að mínu mati voru þau nokkuð óvænt! Þessi flokkur er ákaflega efnilegur, þá sérstak- lega í suður-amerísku dönsunum og verður ákaflega gaman að sjá þann árangur sem þau eiga eftir að sýna um ókomna framtíð. Næstsíðasti flokkurinn sem sté á stokk, með sínum dansi var flokkur 16-18 ára. Sá flokkur var nokkuð sterkur, sérstaklega í standarddönsunum, mér fannst þeir vera áberandi betri hjá flest- um pörunum. Úrslitin komu ekk- ert á óvart, þau voru nokkuð eftir bókinni og mjög sanngjöm. Rúsínan í pylsuendanum var viss um að ungu pörin hafi stolið einhveijum stigum frá þeim. Allt eru þetta frábærir dansarar og mikið fagfólk. Dómaramir vora þrír og komu frá Danmörku, Englandi og Hol- landi og verð ég að segja eins og er að ákaflega margt kom mér á óvart í þeirra dómum, sér- staklega dómum í undanúrslit. Eg verð að segja eins og ég hef áður sagt að það er tími kominn til að fjölga dómurum úr 3 í 5, flokkamir era orðnir það jafnir að 3 dómarar ráða varla við að dæma þá. Starfsmenn keppninnar stóðu sig mjög vel og sérstaklega vil ég benda á einstaklega fallega og vel valda tónlist í 10 dansa- keppninni. Keppnin var ákaflega vel heppnuð í flesta staði og virtist vera vel undirbúin og held ég að flestir hafí skemmt sér konung- lega á þessari miklu danshátíð sem þessi keppni var. Jóhann Gunnar Arnarsson ÚRSLIT 12-13 ára: 1. Benedikt Einarsson og Berg- lind Ingvarsdóttir, DJK 2. Eðvarð Þór Gíslason og Ásta Lára Jónsdóttir, DJK 3. Skapti Þóroddsson og Heiða B. Vigfúsdóttir, ND 14-15 ára: 1. Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir, DSM 2. Sigursteinn Stefánsson og El- ísabet Sif Haraldsdóttir, DJK 3. Þorvaldur Gunnarsson og Jó- hanna Ella Jónsdóttir, DAH 16-18 ára: 1. Davíð Arnar Einarsson og Eygló Karólína Benediktsdótt- ir, DJK 2. Olafur Már Sigurðsson og Hilda Björg Stefánsdóttir, DJK 3. Victor B. Victorsson og Sædís Magnúsdóttir, ND 16 ára og eldri: 1. Ámi Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir, DJK 2. Gunnar Már Sverrisson og Anna Björk Jónsdóttir, DAH 3. Davíð Arnar Einarsson og Eygló Karólína Benediktsdótt- ir, DJK Atvinnumenn: 1. Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir 2. Þröstur R. Jóhannsson og Hildur Ýr Arnarsdóttir 3. Jóhann Örn Ólafsson og Unn- ur Berglind Guðmundsdóttir 4. Ragnar Sverrisson og Kristín Vilhjálmsdóttir VIKTOR B. Viktorsson og Sædís Magnúsdóttir kepptu í flokki 16 ára og eldri og í flokki 16 til 18 ára. svo keppni atvinnumanna. Að þessu sinni voru atvinnupörin 4 og held ég að þau hafi aldrei verið fleiri í 10 dansakeppni áð- ur. Keppni atvinnumannanna var mjög skemmtileg, þó svo að sig- urvegararnir hafi unnið með nokkrum yfirburðum, en ég er SIGURVEGARAR í flokki 16 til 18 ára, Davíð Arnar Einarsson og Eygló Karol- ína Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.