Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 14

Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Vistun grunnskólanema næsta skólaár samþykkt Börn í 1. til 4. bekk fái vistun utan skólatíma BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær tillögu skóla- nefndar um vistunarmál fyrir grunnskólanemendur sem taka gildi frá og með næsta skólaári. í þeim felst m.a. að nemendum í 1. til 4. bekk í grunnskólum bæjar- ins verði boðið upp á vistunartilboð utan kennslutíma á tímabilinu 7.45 til 17.15 alla virka daga. Þau eru ætluð þeim nemendum þessara ár- ganga þar sem foreldrar óska eftir að fá slfka þjónustu þann tíma sem óskað er eftir hveiju sinni og þarf að panta fyrirfram fyrir minnst mánaðartímabil. Foreldrar bama sem nýta þjónustuna greiða 100 krónur á klukkustund, en þó að hámarki 6.500 krónur á mánuði fyrir allt að 4 tíma á dag og skal greiða fyrirfram fyrir hvern mánuð. Þá er skólunum gert að veita fötluð- um bömum og börnum með sérþarf- ir þá þjónustu utan kennslutíma hveiju sinni sem lög og reglugerðir kveða á um. Ásta Sigurðardóttir formaður skólanefndar kynnti tillögurnar á fundi bæjarstjórnar og sagði það metnaðarmál að gera eins vel og hægt væri, húsnæðismál skólans væru þyngst í vöfum, víða væru þrengsli en vissulega væri allt hægt með góðum vilja. Starfsmaður ráðinn til að sinna félagsmálum Þá samþykkti bæjarstjórn einnig að ráðinn verði tímabundið, frá apríl til júlí á næsta ári, uppeldis- menntaður starfsmaður, sérstakur verkefnisstjóri við að koma á fót námskeiðahaldi og fleim utan skólatíma. Skólanefnd héfur einnig lagt til að allir nemendur sem dvelja 5 klukkustundir eða lengur samfellt í skólanum fái þar létta máltíð og hægt verði að velja milli þess að neyta nestis sem komið er með að heiman eða kaupa létta máltíð í skólanum og þegar aðstæður leyfa verði hægt að kaupa þar heita máltíð. Einnig kemur fram í tillögum skólanefndar að frá næstu áramót- um verði í hveijum skóla stefnt að fjölbreyttum tilboðum námskeiða fyrir nemendur í 4. til 10. bekk, að danskennsla verði tekin upp í tilteknum bekkjum frá og með næsta skólaári og að unnið verði að undirbúningi vistunartilboða fyr- ir 10 til 16 ára fatlaða nemendur sem ekki hafa tök á að nýta sér almenn vistunartilboð og miðstöð þessarar þjónustu verði í einum skóla bæjarins. Þessum tillögum var vísað til frekari umræðu í bæjarráði. Bæjarfulltrúar sem til máls tóku voru sammála um að um mikið framfaramál væri að ræða. Tilþrif á svellinu AKUREYRARMÓT í listhlaupi fór fram á skautasvæði Skautafé- lags Akureyrar síðdegis á mánu- dag og mátti þar sjá unga og efnilega listhlaupara sýna hvað í þeim býr. Valgerður Sólnes fór með sig- ur af hólmi í flokki 10 ára og yngri, Jódís Eiríksdóttir varð í öðru sæti, Hjördís Bessadóttir í því þriðja, Sigrún María Magnús- dóttir og Sunna Hrafnsdóttir deildu með sér fjórða til fimmta sæti og Kristín Arnadóttir varð í því sjötta. Anna Rut Jónsdóttir bar sigur úr býtum í flokki 11 ára og eldri, Auður Pálsdóttir varð í öðru sæti, Rakel Þorsteinsdóttir í þriðja, Berglind Einarsdóttir í Morgunblaðið/Rúnar Þór ANNA Rut Jónsdóttir sigraði í flokki 10 ára og eldri. fjórða og Hulda Dröfn Jónsdótt- ir ífimmta sæti. í karlaflokki varð Ingólfur Þorsteinsson í fyrsta sæti og Sig- urður Magnússon í öðru sæti. Snjóhengja skemmdi bíla STÓR snjóhengja féll af þaki fjöl- býlishúss við Vestursíðu í fyrra- kvöld og ofan á tvo bíla sem stóðu á bílastæði undir húsinu. Báðir bíl- arnir skemmdust nokkuð, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Færð var víða erfið um götur bæjarins í gærdag eftir að hlánaði. Á hitamælum við lögreglustöðina fór hitinn mest í 4,5 stig í gær en spáð hafði verið allt að 8 til 10 stiga hita. Kvaðst varðstjóri nokkuð ánægður með að svo mikil þíða hefði ekki orðið, betra væri að snjór- inn færi hægt og rólega, það skap- aði minni hættu á vatnstjónum. Kvöldmess- ur á föstu FASTUR liður í starfi Akureyrar- kirkju um árabil eru sérstakar kvöldguðsþjónustur á miðviku- dagskvöldum á sjö vikna föstunni. Píslarsagan er lesin og hugleidd og eingöngu sungnir sálmar úr Passíusálmum séra Hallgríms Pét- urssonar. í stað vígslusöngs og bænagjörðar er fluttur sérstakur bænasöngur, litanía. Oftast hafa nágrannaprestar ásamt kór og organista annast eina af þessum guðsþjónustum og svo verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. mars, þegar sóknarprestur Hríseyjarprestakalls, séra Hulda Hrönn Helgadóttir, annast föstu- guðsþjónustuna ásamt kór Stærri- Árskógskirkju og Guðmundi Þor- steinssyni organista. Samvera eldri borgara SAMVERA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtu- dagskvöldið 23. mars,- frá kl. 15-17. Samveran hefst með stuttri helgistund í kirkjunni, síðan er gengið í safnaðarsalinn þar sem færi gefst á að spjalla og hlýða á söng og þá er fólk hvatt til að taka með sér spil. Boðið verður upp á veitingar gegn vægu verði. Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon Hólmavík á kafi í snjó Fannfergið á Hólmavík er orðið með ólíkindum sem annars stað- ar á Ströndum. Skaflar vefja sig um allt kauptúnið og bíllinn verður ekki hreyfður fyrr en bráðnar. Það er rétt svo að menn hafi yfirsýn af húsþakinu, þegar svo háttar til að hús standa ofarlega í byggðinni. Aðrir sjá bara í snjóstálið og heiðan himininn. Melur kaupir franskan togara Vestmannaeyjum - Fulltrúar Mels hf., sem er í eign Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum og Meitils- ins í Þorlákshöfn, skrifuðu á mánu- dagskvöld undir samning um kaup á togara frá Frakklandi. Togarinn kemur í stað Sindra sem seldur var til Noregs í vetur. Togarinn, sem Melur hf. keypti, heitir Sneca Nordica og var smíðað- ur í Frakklandi 1984. Hann er 50 metra langur og 12,3 metrar á breidd, búinn 2700 hestafla Warts- ila Wasa aðalvél. Skipið var gert út sem fullvinnsluskip og er búið öllum vinnslubúnaði en það hefur legið síðastliðin tvö ár í Frakk- landi. Seljandi mun skila skipinu með flokkunarfélagsvottorði, auk þess sem skipið verður sandblásið, málað og lagfært á annan hátt. Skipið er þokkalega tækjum búið og útbúið til flottrollsveiða en búist er við að eitthvað þurfi að end- urnýja af tækjum. Að sögn Úlfars Steindórssonar, fjármálastjóra Vinnslustöðvarinnar, er kaupverð skipsins 215 - 220 milljónir króna og var skrifað undir kaupsamning með fyrirvara af hálfu kaupenda um fjármögnun og samþykki stjórnar Mels hf., en án allra fyrirvara af hálfu seljanda. Úlfar sagði að skipinu yrði flaggað til íslands en það yrði á B skrán- ingu, sem þýðir að það er ætlað til úthafsveiða en ekki veiða innan ís- lenskrar lögsögu. Morgunblaðið/Kári Jðnsson Kennarar auka sitt í verkfal Drek KENNARAR á Laugarvatni sem eru allir í verkfalli þessa dagana sitja ekki auðum hönd- um því þeir nota tímann til að efla þrek sitt og þol. Gengið er á skíðum í ná- grenni staðarins auk þess sem farið er í lengri ferðir. Á fyrstu helgi verkfalls fóru þeir með hópi kennara frá Akra- nesi upp á Lyngdalsheiði og fyrir skömmu gekk hópur kennara inn í leitarmannakofa í Kringlumýri á Lyngdalsheiði um 11 km leið í dásemdar- veðri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.