Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 5

Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 B 5 FRUMRAUN leikaranna þriggja í Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare 23. mars 1945. Róbert sem Salarine, Baldvin sem Grantiano og Gunnar sem Solanio. Morgunblaðið/Ól.K.Mag GUNNAR Eyjólfsson leikari í hlutverki Willys Lomans í Sölumað- ur deyr eftir Arthur Miller á sviði Þjóðleikhússins 1981. sýningunni að hann hefur kafla um leiklist á íslandi í bók sinni „Persons of the Drama, theater criticism and comment". Þar hrósar hann sýning- unni mjög, segir hana hrífandi og lýsir henni. Segir svo:„ Aðalástæð- an, jafnvel ennþá sterkari en tök Vibachs, eru aðalleikararnir tveir. Róbert Arnfinnsson, Mefistofeles, er óviðjafnanlega fær, skemmtileg- ur og ákaflega leiklistrænn, gáfaður og músíkalskur. Fást, Gunnar Ey- jólfsson, sem er glæsilegur maður, er meðal bestu sígildra leikara sem ég hefi séð á minni ævi. Auðvitað skil ég í rauninni ekki orð, en ég. veit nokkurn veginn hvað hann er að segja, get notið raddar hans í framsetnfngu og margbreytni henn- ar; og get vissulega séð hæfíleika í hreyfingum og nákvæmni í tíma- setningu, svo og valdið til að halda sviðinu gegn um þessa gullfallegu samsetningu af honum sjálfum (Gunnari Eyjólfssyni) og áherslun- um sem höfundurinn (Göthe) leggur til, sem venjulega eru ræturnar í fínni leiklist. Tveir einstakir leikar- ar, ekki þeir einu í þessu leikhúsi, sem leika hlutverkin sín á tungu- máli aðeins 200.000 manna á eyju, sem flestir fljúga yfir á leið sinni í menninguna." Það er auðséð af allri greininni hve hrifinn gagnrýnandinn liefur verið af sýningu og allri frammistöðu. Alltaf þörf fyrir karla Eftir hálfrar aldar leiklistarferil eru þeir að og eiga eftir að færa okkur nýjar persónur. „Það eru allt- af hlutverk fyrir gamla karla. Og ánægjulegt að þörf er fyrir gamla leikara. Ef maður heldur heilsu þá er alltaf þörf fyrir mann og tæki- færi í leikhúsinu,11 segja þeir hver um annan. Nefna hinn níræða Gi- elgud sem dæmi. Segjast munu halda áfram að leika þegar tæki- færi gefast. Leikaralíf í hálfa öld hlýtur að hafa áhrif á heimilislífið og fjöl- skylduna. Hafa þeir ekki þurft að umturna einkalífinu þegar vinnu- tíminn er á kvöldin? Þeir neita því. „Maður hefur haldið því alveg að- skildu. Fólk sem mægist við leikara gerir sér grein fyrir þessu, því verð- ur ekki breytt. Ef fólk er á móti því, verður að athuga það í tíma.“ Þeir segja að í öllum þremur tilfell- unum hafi þetta gengið algerlega upp,og með sóma og sann. Makarn- ir hafi veitt þeim mikinn stuðning. „Ég var nú að dandalast um heiminn þegar ég kynntist konu minni og hún setti það sem skilyrði að ég hætti því og sneri mér að leiklistinni,“ segir Gunnar. „Hún sagði einu sinni, að ef ég hætti í leikhúsinu, þá væri það skilnaðar- sök.“ Viss forréttindi að leika Áður en menn ijúka til sinna starfa er ekki seinna vænna að spyrja þá hvort ekki hafi orðið mik- il breyting á aðstöðunni á íslandi á þessari hálfu öld. „Þegar maður horfir til baka yfir 50 ár, er svo komið í þjóðfélaginu að í dag virðist alveg sjálfsagt mál að allt sé gert fyrir menninguna og þá ekki síst fyrir leiklistina. Það er rekinn ákaf- lega góður leiklistarskóli hérna, við eigum mikið af vel menntuðu leik- listarfólki og öflugt leikhúslíf. En mér fínnst að þegar ég var að byrja þá hafí það verið viss forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Og maður var þakklátur fyrir það sem gert var fyrir listgreinina. En maður veigraði sér við að heimta eða krefj- ast of mikils. Þessi þjóð, sem var nýorðin sjálfstæð, vildi sannarlega gera allt sem hún gat fyrir sína lista- menn og skynjaði að án menningar er ekkert til sem heitir sjálfstæði,“ segir Gunnar og þeir hinir taka undir þau orð. Viðhorf hafi breyst mikið. „Þá var verið að byggja heilt leikhús og gera svo mikið fyrir okk- ur. Okkur var tekið svo vel, munið þið það?“ segja þeir. Baldvin minnist frumheijanna, þessara ágætu lærifeðra þeirra. Indriða Waage, Haraldar Björnsson- ar, Lárusar Pálssonar og auðvitað Vals og Brynjólfs. Þeir eigi þessum mönnum ákaflega mikið að þakka. „Maður leit upp til þessara manna og fylgdist með þeirra starfi. Einn þeirra var beinlínis kennari okkar, Lárus Pálsson, Þetta varð til þess að við fluttum þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa með þeim hingað og erum búnir að vera hér í þessu leik- húsi frá upphafi." MARGA karla á Róbert Arnfinnson á sviðinu. Hér er Búbnos í Náttbólinu eftir Maxím Gorki í Þjóðleikhús- inu 1976. RÓBERT sem Góði dátinn Svejk í samnefndu leikriti eftir sögu Jaroslans Haseks í Þjóðleikhúsinu á árinu 1955-56. Ljósm. Óli Páll RÓBERT sem Púntila í Púntila bóndi og Matti vinnumaður eftir Bertold Brecht fékk Silfurlampann 1968-69. Ljósm. Vignir BALDVIN Halldórsson og Ilildur Kalmann i Óvænt heimsókn eftir J.B. Prestley. ÚR Ödipusi konungi eftir Sófókles. Gunnar Eyjólfsson í hlutverki konungsins og Baldvin Halldórsson í hlutverki hjarðmannsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.