Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 30

Morgunblaðið - 26.03.1995, Page 30
30 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DRAUMUR EÐA M WINlfl tP 0*4 Modktf to »««* Im tmvurir I»»IV fwpww«' w Bp 6M Pwyte'i V**, te OSKARI KONFEKTKASSA? eftir Sæbjörn Valdimarsson ANNAÐ kvöld verður kveikt á kast- ljósunum miklu framan við Dorothy Chandler bygginguna í Hollywood. Þau munu flæða um rjómann af rjómanum í kvikmyndaiðnaðinum vestra, enda afhending eftirsóttustu verðlauna hans í uppsiglingu — í 67. skipti. Hollywood að klappa sér á bakið, segja sumir, sykursæt skrautsýning þar sem sigurvegarar eru kosnir af stöðnuðum, aldur- hnignum meðlimum Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Nokkuð til í því en engu að síður eru þetta verðlaunin sem beðið er eftir með mestri óþreyju, þau sem skipta umtalsverðu máli fyrir listamennina og verk þeirra. Að þessu sinni fáum við Islendingar að fylgjast með at- höfninni í beinni útsendingu, er það vel og óskandi að hún verði fastur liður í framtíðinni. Kvikmyndir eru nefnilega hvergi jafn vinsælar á allri jarðkringlunni og hér áhöfuð- borgarsvæðinu. Uppskeruhátíðin í Holly- wood er ekki eins spennandi í ár og oft áður. Slíkir eru yfir- burðir Forrest Gump, myndarinnar sem enginn lagði í að framleiða um langt árabil en sló síðan í gegn svo um munaði á síðasta ári — jafnt hjá almenningi sem gagnrýnendum. Menn héldu að vinsældimar myndu takmarkast að mestu leyti við Bandaríkin þvi myndin er amerísk- ari en allt sem amerískt er. Segir sögu þeirra síðustu þijá áratugina, séð með augum hins þroskahefta Gumps, þeirri ólíklegu kvikmynda- hetju. Engu að síður upplifir þessi aðlaðandi einfeldningur, sem að vissu leyti minnir á Chance Garden- er í Being There, ameríska draum- inn. Á hinn bóginn fjallar Reyfari („Pulp Fiction"), eina myndin sem veitt getur Forrest Gump einhveija keppni aðra nótt, um andhverfuna, amerísku martröðina. Lánlausa skrattakolla í undirheimum Los Angeles, með morð, rán, eiturlyfja- sölu og aðra syndsamlega iðju fyrir lifibrauð. Það lítur því út fyrir að skýrt komi í ljós bilið á milli hinna rösk- legu 5.000 meðlima akademíunnar (Academy of Motion Pictures Arts and Sciences — AMPAS), sem ráða úrslitunum aðra nótt. AMPAS hefur sætt mikilli gagnrýni á undanföm- um árum, einkum verið deilt á háan aldur meðlimanna sem eru flestir orðnir rótgrónir í iðnaðinum fyrir margt löngu. Endurnýjunin hæg, nýir meðlimir í hinum 12 deildum AMPAS verða að hafa sannað sig í a.m.k. þremur listfræði- eða fjár- hagslega vel lukkuðum myndum og hljóta meðmæli tveggja virtra fé- laga í akademíunni. Þeir eldri og íhaldssamari munu eflaust flestir greiða Forrest Gump atkvæði sín, hinir yngri og fijálslyndari styðja hins vegar við bakið á sínum full- trúa, Quentin Tarantino, boðbera nýrra strauma og tíma í Hollywood. Þetta er gömul saga og ný. Með ungum mönnum kemur ferskur andblær, í krafti hans dafnar nauð- synleg endurnýjun sem ýmist hvet- ur þá eldri og reyndari til dáða eða til að rísa uppá afturfætuma. Sann- arlega hefur Tarantino, einn athygl- isverðasti kvikmyndagerðarmaður Hollywood síðan Martin Scorsese og síðar Oliver Stone komu til skjal- anna, hlotið ærlegan skammt af gagnrýni fyrir ofbeldið í myndum sínum. Ekki síst handritið að Fæddum morðingjum („Natural Born Kill- ers“), sú mynd gagnrýndi þó öðrum fremur hversu nútímamaðurinn nærist á ofbeldi og þjáningu ann- arra, hvað helst í sjónvarpi. Afhend- ingin verður því á vissan hátt upp- gjör milli hinnar gömlu og nýju Hollywoodborgar og Tarantino get- ur að líkindum ekki enn slegið um sig með kjörorðum Þjóðvaka. Ro- bert Zemeckis er einnig ungur mað- ur, snjall fagmaður en enginn bylt- ingarmaður. Heldur sig á fornum og frægum slóðum Hollywoodstór- myndarinnar og heldur merki henn- ar glæsilega á lofti. Sem fyrr er meiningin að spá í sigurvegarana annað kvöld í helstu flokkum kvikmyndagerðarinnar, sjálfum mér og vonandi einhveijum fleirum til gamans. Sá líklegasti situr efstur, síðan koll af kolli. Besta mynd ársins Hinar gjörólíku ágætismyndir, Forrest Gump og Reyfari, kljást tvær um verðlaunin og eins og fram hefur komið tel ég lítinn vafa leika á að sú fyrmefnda hljóti verðlaunin. Persónulega hefði ég kosið að sjá Reyfara kjöma mynd ársins, hún var sú eina sem ég sá tvisvar á síð- asta ári, slík var hrifningin. Reyfari er einfaldlega svo nýstár- leg að allri gerð og efni að hún má kallast tímamótaverk í banda- rískri kvikmyndasögu. Vissulega óskammfeilin í margra augum, fjallar um mannlífssorann vafn- ingalaust, tabúin hrynja hvert af öðm í frásögn sem tekur þeim sem sjálfsögðum hlut. Hún er jafnframt dýrðlega fyndin á sinn kaldhæðna og oftast ruddalega hátt. Hæfir það vel umhverfinu og persónunum sem eru ótrúlega skýrar, makalausar og undantekningarlaust vel leiknar. En Gump mun hafa betur. Hún er hlý og mannleg ágætismynd sem hittir alla í hjartastað, það gerir gæfumuninn. Svo er hún dann- aðri... Úrvalsmyndin Gettu betur gefur þeim fyrrnefndu sáralítið eftir, en stendur í skugga þeirra. Svipaða sögu má segja um Rita Hayworth og Shawshankfangelsið („The Shawshank Redemption“) en Fjög- ur brúðkaup og jarðarför er lítið annað og meira en lukkuleg og sæt kómedía í vænu meðallagi. Röðin verður því þessi: Forrest Gump Reyfari Gettu betur Rita Hayworth og Shawshankfangelsið Fjögur brúðkaup og jarðarför Besta erlenda mynd ársins Við höfum undantekningarlítið séð myndirnar og listafólkið sem hlaut tilnefningu í ár en hér kveður við annan tón. Af þeim myndum sem tilnefndar eru sem þær bestu, erlendu á árinu, hefur aðeins ein borist til landsins þegar þetta er skrifað (21. mars). Þessi eina, Mat- ur, drykkur, maður, kona, er allra góðra gjalda verð en ég treysti mér ekki til að setja hana í verðlauna- sætið. Treysti á hugboðið! Fyrir regnið (Before the Rain) Sólbruni Matur, drykkur, maður, kona Jarðarber og súkkulaði Farinelli: II Castrato Besti karlleikari í aðalhlutverki Hér verður Tom Hanks að teljast nokkuð öruggur — þó ekkert sé óyggjandi þegar Óskar á í hlut. Vissulega féllu verðlaunin honum í skaut á síðasta ári, sem getur dreg- ið úr líkum hans nú. Rétt er að hafa í huga að frammistaða Hanks í Forrest Gump tekur öllu fram sem þessi ágæti leikari hefur áður gert — að eyðnisjúklingnum hans í Fíla- delfíu meðtöldum. Sú mynd var heldur ekki í sama gæðaflokki og Forrest Gump, heldur frekar klisju- kennd glansmynd um efni sem brennur á samtíðinni, borin uppi af góðum leik Hanks. Helsti keppinauturinn er tví- mælalaust diskókóngnrinn John Travolta, sem átti enn eina endur- komuna á stjömuhimininn með eft- irminnilegum leik í Reyfara. Grá- glettin, góð túlkun hans á leigu- morðingja, brenndum af dópi og og öðrum ólifnaði, er ekki í sama gæðaflokki og einfeldningurinn hans Hanks, sem var einnig mun erfiðara og kröfuharðara hlutverk. Morgan Freeman er afburðaleikari, en hans tími er ekki kominn í ár. Rita Hayworth og Shawshankfang- elsið komst aldrei ærlega í sviðsljós- ið og fékk lélega aðsókn. Sem er vondur póstur í augum akadem- íunnar. Hinir tveir, Newman og Hawthorne, eiga hverfandi mögu- leika. Röðin er því þessi: Tom Hanks John Travolta Morgan Freeman Paul Newman Nigel Hawthome Besti kvenleikari í aðalhlutverki Tilnefningarnar í þessum flokki endurspegla eitt öðru fremur — hin afleitu hlutverk sem kvenleikurum stendur til boða í kvikmyndaborg- inni. Þau eru t.d. sýnu bragðdauf- ari en aukahlutverkin og segir það sína sögu. Þá er gengið framhjá góðum leiksigrum í smámyndum, líkt og Jennifer Jason Leigh í Mrs. Parker and the Vicious Circle og stöðnuð akademían einblíndi á gamlar og að flestra mati úreltar reglur er hún útilokaði Lindu Fior- entino, sem stendur sig afburðavel í Táldreginn („The Last Seduction") — hlaut m.a. hin eftirsóttu verðlaun gagnrýnenda í New York fyrir frammistöðu sína. Ástæðan? Mynd- in var sýnd í kapalsjónvarpi áður en hún var frumsýnd í kvikmynda- húsum. Þegar listinn yfir kvenstjörnurn- ar er skoðaður er erfitt að draga aðra ályktun en þá að Jodie Foster taki keppinauta sína „í nefið“. Þó var frammistaða hennar í Nell svo- sem ekkert til að hrópa húrra fýrir. Hlutverkið var hins vegar ábúðar- mikið, myndin metnaðarfull og Foster er feikivinsæl og í miklu áliti. Svo óburðug er samkeppnin að maður eygir engan trúverðugan meðbiðil. Þó er gott að hafa í huga að það stinga jafnan upp kollinum einhveijir óvæntir verðlaunahafar við hveija afhendingu, það gæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.