Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Viðskipti með spariskírteini taka kipp og seljast fyrir 122 milljónir Avöxtunin 5,72-5,82% VIÐSKIPTI með spariskírteini voru lífleg á Verð- bréfaþingi íslands í gær og seldust skírteini fyr- ir tæpar 122 milljónir króna við svipaðri ávöxtun- arkröfu og var á mánudag þegar engin við- skipti urðu. Til samanburðar hafa viðskipti með spariskírteini á Verðbréfaþinginu fram til dags- ins í gær samtals numið rúmum 588 milljónum það sem af er þessu ári. Mest seldist af 5 ára spariskírteinum frá því í fyrra á ávöxtunarkröfunni 5,72% eða um 60 milljónir króna. Þá seldist einnig mikið af 10 ára bréfum frá síðasta ári á ávöxtunarkröfunni 5,82% eða um 30 milljónir króna og loks seld- ust 5 ára bréf frá árinu 1991 einnig fyrir 30 milijónir króna við ávöxtunarkröfunni 5,13- 5,16%. Krafan 5,305 í síðustu viku Seðlabanki íslands hækkaði kauptilboð í spari- skírteini á föstudaginn var um allt að 0,55 pró- sentustig í nýjustu flokkana og tilkynnti að hann myndi á nýjan ieik hefja öfluga viðskiptavakt fyrir spariskírteini eftir að hafa verið mjög lítið á þeim markaði nokkra síðustu mánuði. Þannig var ávöxtunarkrafa þeirra flokka 5 og 10 ára skírteina sem mest seldist af í gær 5,30% á miðvikudaginn var og urðu þá viðskipti með spariskirteinum í þessum flokkum fyrir um 1.200 þúsund krónur. I dag fer fram fyrsta útboð spariskírteina rík- issjóðs í langan tíma og er niðurstöðu þess beð- ið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem þess er vænst að ríkissjóður muni í kjölfar hækkunar ávöxtunarkröfu Seðlabankans hverfa frá 5% vaxtaviðmiði sínu sem fylgt hefur verið frá því síðla hausts 1993, en það hefur á síðustu mánuð- um gert það að verkum að lánsfjáröflun ríkis- sjóðs á innlendum lánsíjármarkaði hefur gengið afar illa síðasta misserið. Tekist á um formennsku í fjárlaga- nefnd FRAMSÓKNARFLOKKURINN og Sjálfstæðisflokkurinn sækjast báðir eftir formennsku í íjárlaga- nefnd Alþingis. Það mun ráðast á allra næstu dögum hvor flokkurinn fær formann nefndarinnar. Valgerður Sverrisdóttir, nýkjör- inn formaður þingflokks fram- sóknarmanna, sagði að Framsókn- arflokkurinn sæktist eftir for- mennsku í fjárlaganefnd. Hún sagðist ekki eiga von á að flokk- amir ættu eftir að takast hart á um þetta embætti. Forystumenn þingflokkanna myndu ná sam- komulagi um málið þegar þeir færu að ræða saman um það. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann gerði fastlega ráð fyrir að sjálf- stæðismenn myndu eiga formann- inn í fjárlaganefnd. Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson ræddu saman um þetta mál á stuttum fundi að loknum ríkisstjómarfundi í gær án þess að komast að niðurstöðu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur sett fram það sjónarmið að flokkamir færu með formennsku í þeim nefndum sem samsvari þeim málaflokkum sem þeir stýra í stjómarráðinu. Framsóknarmenn vilja hins vegar fá formennsku í fjárlaganefnd með þeim rökum að án formennsku í fjárlaganefnd hefðu þeir hvergi aðgang að íjárlagagerðinni. Framsóknarflokkurinn teflir fram Jóni Kristjánssyni til for- mennsku í íjárlaganefnd, en Sjálf- stæðisflokkurinn teflir Sturla Böðvarssyni fram á móti. HM’95 og boðað flugfreyjuverkfall Leiguflug komi til verkfalls VON er á um 600 þátttakendum og starfsmönnum í tengslum við heimsmeistarakeppnina í hand- bolta sem hefst 7. maí næstkom- andi. Að sögn Hákons Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra fram- kvæmdanefndar keppninnar, er hluti þeirra væntanlegur til lands- ins þá daga sem Flugfreyjufélagið hefur boðað til vinnustöðvunar, þ.e. 2.-5. maí. Hákon sagði í samtali við Morg- unblaðið að þeir sem að undirbún- ingi keppninnar stæðu vonuðu í lengstu lög að deiluaðilar næðu saman um kaup og kjör svo ekki þyrfti að koma til vinnustöðvunar- innar. Hann sagði að dagana 5. og 6. maí yrði haldinn dómara- fundur og auk þess færu fram fundir í ýmsum nefndum og ráðum áður en keppnin sjálf hefst. Sagði hann Ijóst að mjög bagalegt yrði ef þessir fundir yrðu fyrir einhveij- um skakkaföllum. Ólafur Schram, fonnaður Hand- knattleikssambands íslands, hefur varpað fram þeirri hugmynd að grípa tyil leiguflugs, ef af verk- falli flugfreyja verður. Erla Hatle- mark formaður Flugfreyjufélag- hsins sagði í fréttum í gærkvöldi, að félagið gæti ekki frestað verk- falli vegna heimsmeistarakeppn- innar, en myndi ekki leggjast gegn leiguflugi hennar vegna, ef það yrði ekki á vegum Flugleiða. Morgunblaðið/Halldór Vegvísar vegna HM95 UNDANFARNA daga hafa verið settir upp vegvísar á höfuðborg- arsvæðinu í tengslum við heims- meistaramótið í handbolta og vísa þeir veginn að þeim íþrótta- húsum þar sem keppnin mun fara fram. Að sögn Hákons Gunnars- sonar, framkvæmdastj óra fram- kvæmdanefndar HM95, standa bæjaryflrvöld á hverjum stað að uppsetningu vegvísanna, en framkvæmdanefndin hefur séð um hönnun þeirra, sem er í sam- ræmi við annað ytra útlit keppn- innar. Von er á fleiri merkingum sem minna á heimsmeistara- keppnina og meðal annars liggur nú fyrir beiðni um að mála HM- kallinn svokallaða á þak Laugar- dalshallarinnar. Meingen arfgengs augnsjúkdóms kortlagt í rannsóknadeild Blóðbankans Bundið við tvær ættir MERKUR áfangi hefur nýlega náðst í rannsókn á augnsjúkdómi í íslensk- um ættum sem nefndur hefur verið arfgeng sjónu- og æðuvisnun. Eftir tveggja ára rannsóknarstarf í erfða- fræðideild Blóðbankanas hefur tek- ist að kortleggja meingenið, sem veldur sjúkdóminum, á efri hluta litnings nr. 11. Grein um niðurstöður þessara rannsókna birtist í marshefti fræði- ritsins Human Molecular Genetics, sem er eitt virtasta tímarit heimsins á sviði sameindaerfðafræði erfða- sjúkdóma. Höfundar greinarinnar eru Ragnheiður Fossdal, erfðafræð- ingur í Blóðbankanum, Loftur Magnússon, augnlæknir á Akureyri, Dr. James L. Weber, erfðafræðingur á Marschfield Medical Research Fo- undation; í Wisconsin í Bandaríkjun- um og Ólafur Jensson, prófessor í Blóðbankanum. Arfgeng sjónu- og æðuvisnun kemur fram sem breyting í augn- botni í báðum augum og leiðir til sjónskerðingar, sem ágerist með aldrinum. Rúmlega 100 einstakling- ar hafa verið greindir með sjúkdóm- inn hérlendis. Þeir tilheyra tveimur ættum sem úpprunnar eru af Langa- nesi og úr Eyjafirði. Kristján Sveinsson augiæknir var fyrstur til að lýsa þessum augnsjúk- dómi í ritgerð sem birt var árið 1939 í fræðiritinu Acta Ophtalmologica. Hann birti síðan aðra ritgerð um sjúkdóminn 1979 þar sem hann ger- ir ítarlegri grein fyrir arfgengi hans. Loftur Magnússon augnlæknir skrif- aði einnig ritgerð um rannsóknir sín- ar á þessum augnsjúkdómi og erfða- hætti hans í tímaritið Acta Opthal- mologica árið 1981. Leitarsvæðið þrengt Með kortlagningu meingens arf- gengrar sjónu- og æðuvisnunar á litningi 11, sem nú hefur verið gerð, er lagður grunnur að næstu rann- sóknaráföngum. Þeir miða að því að þrengja leitarsvæðið gensins á litningnum og í framhaldi þess getur haflst rannsóknarvinna við einangr- un meingensins, sem varpa mun ljósi á eðli sjúkdómsins. Að sögn Ólafs Jenssonar prófess- ors hafa rannsóknir þessar notið mikils skilnings og velvilja allra ætt- menna sem þurft hefur að augn- skoða og fá blóðsýni úr vegna rann- sóknanna. Þá segir hann marga augnlækna hafa lagt rannsókninni lið með upplýsingum um augnskoð- anir. Einstakt tækifæri Ríkisspítalar hafa hingað til stað- ið undir útgjöldum vegna þessara rannsókna í erfðafræðideild Blóð- bankans en Ólafur segir að umtals- verðum upphæðum þurfi til að kosta svo hægt sé að halda áfram rann- sóknarvinnu til að einangra meingen sjúkdómsins. Segir Ólafur að með því nýttu íslendingar einstakt tæki- færi til að auka við þekkingarforð- ann um meingen sem valda sjón- skerðingu hjá mönnum. Eignarhlutur í F H > Bæjarráð fjallar um ósk SH | STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsavíkur samþykkti á fundi í } gærmorgun að skipa sérstaka viðræðunefnd til að ræða við íslenskar sjávarafurðir vegna viljayfirlýsingar ÍS um að taka þátt í fyrirhugaðri 100 milljóna króna hlutafjáraukningu Fisk- iðjusamlagsins. Fiskiðjusamlag Húsavíkur er í viðskiptum við Islenskar sjáv- j arafurðir, en eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Sölumiðstöð hraðfrysti- | húsanna skrifað bréf til Fram- kvæmdalánasjóðs Húsavíkur, sem fer með eignarhlut Húsa- víkurbæjar í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. í bréfínu óskaði SH eftir viðræðum við sjóðinn um þátttöku í fyrirhugaðri hluta- fjáraukningu í Fiskiðjusamlag- inu og/eða hugsanleg kaup á tæplega 55% hlut Húsavíkur- bæjar í fyrirtækinu. Að sögn Einars Njálssonar, j bæjarstjóra Húsavíkur, kom bréf SH til óformlegrar umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær, en formlega verður erindi SH tekið fyrir á bæjarráðsfundi sem halda á í dag. Ólafur G. fundaði með kjör- dæmisráði ÓLAFUR G. Einarsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi boðaði til fundar í kjördæmisráði Sjálfstæðis- flokksins í gærkvöldi, og að sögn Emu Nielsen, formanns kjördæmisráðsins, gerði hann fundarmönnum grein fyrir að- draganda þess að hann vék úr starfi sem menntamálaráð- herra. Ema sagði í samtali við Morgunblaðið laust fyrir mið- nætti áður en fundinum lauk að engin ályktun yrði samþykkt varðandi málið á fundinum. Slík ályktun myndi þá koma frá stjóm kjördæmisráðsins ef af yrði, en stjómin hefði enn sem komið væri ekki haft tíma til að koma saman. Snjóflóðavarnir Tveir sér- fræðing- ar ráðnir RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að fara að tillögum Veð- urstofunnar um viðbúnað vegna snjóflóða. Tveir sérfræðingar verða ráðnir til að sinna snjóf- Ijóðaverkefnum. Þriðji starfs- maðurinn verður ráðinn tíma- bundið til að byggja upp gagna- grunn. Heildarkostnaður verk- efnisins, að frátöldum launa- kostnaði, er talinn nema 4,2 milljónum króna. Guðmundur Bjarnason, um- hverfisráðherra, lagði málið fram á ríkisstjómarfundi í gær sagði að gert væri ráð fyrir að ráðnir yrðu tveir sérfræðingar til sinna snjóflóðaverkefnum. Samhliða þjálfun þeirra yrðu Þfr ,nýttir t!1 eflingar á snjóflóð- eftirliti og ráðgjöf innan Veður- stofunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.