Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MJÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 19 LISTIR Kírkjulista- hátíð 1995 KIRKJULISTAHÁTIÐ 1995 stend- ur frá 3.-18. júní í sumar. Á hátíð- ina kemur margt góðra gesta. Þar má telja þrjá organista, Gillian Weir frá Englandi, Francois-Henri Houbart frá Frakklandi og Edgar Krapp frá Þýskalandi. Vefarinn Else Marie Jakobsen, altsöngkonan Anne Lise Bernsten og organistinn Nils Henrik Asheim koma frá Nor- egi og Óratoríukór Gustav Vasa kirkjunnar í Stokkhólmi og Kon- unglega hirðhljómsveitin koma frá Svíþjóð. Við setningarathöfnina syngja barnakórar kirkna í Reykjavík nýja sálma eftir Hjálmar H. Ragnarsson og sr. Kristján Val Ingólfsson og fleira verður þar á dagskrá, sem ekki er fullmótað enn. Myndlistar- sýning barna úr Myndlistarskólan- um í Reykjavík verður í anddyri, eitt af verkunum af sýningunni prýðir kynningarbæklinginn. Kirkjukórar Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra syngja saman við undirleik Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Nýtt leikrit eftir Steinunni Jóhannesdóttur verður flutt, og fjallar þar um líf Guðrúnar Símonardóttur. Svo ná nefna Requi- em og Litaníu Mozarts í flutningi Sólrúnar Bragadóttur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur, Gunnars Guð- björnssonar og Magnúsar Baldvins- sonar, Mótettukór Hallgrímskirinu og Sinfóníuhljómsyeit íslands undir stjórn Harðar Áskelssonar. Við sálumessuna dansar svo íslenski dansflokkurinn dans eftir Nönnu Ólafsdóttur og stjórnar hún jafn- framt dansinum. Morgunblaðið/Silli AÐ LOKNU ávarpi bæjarsrjóra skemmtu krakkar úr Bestabæ með söng. Mærudagar á Húsavík Ilúsavík. Morgunblaðið. MÆRUD AG AR nefna Húsviking- ar Hsta- og menningardaga sem með sumarkomu voru haldnir á Húsavík og hófust siðasta vetrar- dag með ávarpi bæjarstjóra, Ein- ars Njálssonar, sem lauk með þessum orðum: „Látum sumar- komuna vera táknræna fyrir það markmið Mærudaga að veita ár- lega vorvindum og nýjum gró- anda inn í menningar- og listalíf á Húsavík og látum Mærudaga verða framlag okkar til að sam- eina þjóðina í menningar- og listastarfi." Opnunarhátíðin fór fram í Safnahúsinu og skemmtu þar börn úr Bestabæ með söng og jafnframt var þar opnuð mynd- listarsýning 12 nafngreindra húsvískra listamanna sem sýndu 57 verka sinna auk fjölda mynda ungra listamanna frá leikskólan- um Bestabæ. Hátiðin stendur í fimm daga og er þar margt að sjá og heyra. Leikfélagið sýnir Tobacco Road og leikflokkur Framhaldsskólans Stökktu eftir Odd Bjarna Þor- kelsson. í Borgarhúsinu er h'ós- myndasýning meðlima Ljós- myndaklúbbs Húsavíkur, hand- verkskonur í Kaðlín sýna hand- verk sitt og í Keldunni er sýning safnara og kennir þar ýmissa grasa m.a. safn bolla, bauka og fingurbjarga. Tónlistarviðburðir verða á hótelinu, Bakkanum og Hlöðufelli og víða um bæinn verða framreiddar veitingar svo nokkuð sé nefnt af fjölbreyttri dagskrá. MYNDIIST Kjarvalsstaðir BYGGINGARLIST STUDIO GRANDA Opið frá 10-18 daglega. Til 7. maí. Aðgangur 700 kr. EUiIifeyrisþegar ókeypis. Sýningarskrá 1.600 kr. MENNINGARMÁLANEFND Kjarvalsstaða hefur tekið upp á þeirri nýbreytni, að kynna húsa- gerðarlist, líkt og t.d. ljóðlist var kynnt áður, og hefur valið Studio Granda til að ríða á vaðið, en vinnu- hópurinn var stofnaður árið 1987 af þeim Margréti Harðardóttur og Steve Christer. í stuttum aðfaraorðum segir Guð- rún Jónsdóttir meðal annars: „Byggingarlist er ein af höfuðgrein- um sjónlista, nátengd höggmynda- list og málaralist. Sökum þess hve varanleg húsagerð á sér skamma sögu hér á landi er það almennt ekki viðtekinn skilningur að hönnun bygginga sé listræn sköpun, á sama hátt og bókmenntir, tónlist, mynd- list og leiklist. Byggingarlist hefur vart náð að festa sig í sessi hér á landi sem þáttur í almennri menn- ingarvitund og efling hennar hefur ekki fram að þessu verið hluti af opinberri menningarstefnu." Þetta er allt rétt svo langt sem það nær, og satt að segja er opin- ber menningarstefna á brauðfótum sé einungis vísað til þess hve hlutur sjónlista er sáralítill í uppeldiskerf- inu og almenn fræðsla takmðrkuð, jafnframt því sem fæstir fjölmiðlar hafa sérmenntaða starfskrafta til að marka stefnuna. Rúmt ár er liðið síðan sérstök byggingarlistadeild hóf starfsemi sína í tengslum við Listasafh Reykjavikúr, og í beinu framhaldi hefur verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða íslenzkum (og vonandi einnig erlendum) arkitektum að sýna verk sín í sýningarrými Kjarv- alsstaða. HUS 19. Verkefni 1994. „I hlut- arins eðli" Allt horfir þetta til framfara og þótt afmarkaðar sýningar á húsa- gerðarlist séu nokkuð árviss við- burður í borgarlífinu hefur lítið bor- ið á þeim og þær hafa yfirleitt ver- ið þannig upp settar, að þær höfða frekar til sérfróðra en almennings. Uppdrættir að byggingarfram- kvæmdum eru síður til þess fallnir að vekja áhuga þótt Ijósmyndir fylgi, en. mun frekar módelsmíði og vinnubækur er sýna framgang og mótun hugmyndar í einföldum og og skilvirkum búningi. Þannig hefur yfirleitt verið um sýningar, sem skrifari hefur skoðað í sýningarsöl- um og söfnum erlendis, sem eru orðnar giska margar í tímans rás. Munurinn á vel uppsettri sýningu og á uppdráttum af byggingafram- kvæmdum, er svona ámóta og á góðu ljóði eða ritverki og símaskrá! Menningarmálanefnd hefur valið að kynna fyrst stjörnuarkitekta borgarinnar, þau Margréti Harðar- dóttur og Steve Christer, sem reka arkitektastofuna Studio Granda og hafa þau kosið að nefna fram- kvæmdina sem er staðsett í vestri gangi „í hlutarins eðli". Margrét og Steve eru aðallega þekkt fyrir hið umdeilda Ráðhús, svo og byggingu Hæstaréttar sem nú er að rísa milli Arnarhváls og Landsbókasafnshússins gamla. Sjálf staðsetning húsanna hefur vakið mun meiri deilur en húsin sjálf, sem eðlilegt má telja, enda svæðin mörgum afar hjartfólgin, en mikil og drjúg verkkunnátta húsam- eistaranna er óumdeilanleg svo sem ljóslega kemur fram á sýningunni. Framkvæmdin er nokkuð sérvisku- leg, en þó án þess að vera ýkja frum- leg í ljósi svipaðra sýninga erlendis, og það á einkum við um skýringar- myndirnar t.d. af Arnarhól og Al- þingi. Þá eru ritaðir textar á aflöng- um ræmum neðantil undir myndun- um og letur full smátt, þannig að það er óþarfa leikfimi fyrir skoðend- ur að rýna í þá. þessi ótvíræðu frum- legheit fæ ég ekki skilið, því yfir- leitt eru textar á slíkum sýningum í sjónarhæð og letur vel greinilegt og frekar í stærra laginu til áherslu og skilningsauka. Sérsmíðuð módel- in eru prýði sýningarnnar, en kannski er fullmikið borið í þau og þannig man ég í augnablikinu naumast eftir öðrum stásslegri jafn- vel ekki á ríkustu söfnum í heimi. Uppdrættir er þekja heilt skilrúm enda á milli, sem skiptir og ber upp sýninguna, fara vafalítið fyrir ofan garð og neðan hjá leikmönnum, og þannig séð óþarfir nema sem upp- lýsingar fyrir þröngan hóp fag- manna. Athyglisverðust finnst mér tillaga að háskólabyggingum í Durham vegna þess hve vel húsin falla inn í sýnilegt umhverfi sitt, en hér er dæmi um að hús skal byggt yfir þarfir, og um leið ber því að vera í samræmi við landslagið allt um kring. Lítið skil ég tilganginn að líkani að Húsi 19, yfir ímyndaðar þarfir listamannsins Þorvaldar Þor- steinssonar og fjölskyldu hans, og hér nokkur gestaþraut að lesa í lík- an og teikningu. Hins vegar er ég alveg með á nótunum um þýðingu slíkra sýninga fyrir íslenzkar sjónmenntir, — megi þær verða sem flestar í framtíðinni og ber að þakka framtakið með virktum. Ágæt sýningarskrá liggur frammi. Bragi Ásgeirsson un með ájðstoð tölvu ¦ -dagar í Apple- -..,*¦¦¦-¦ 2 f • • ;- \ X . .• ;:• "Yv Kynningar á Ashlar Yellum dagle^a frf15 -1|, laugardag 10 -14 \ r\\ Aj, ** L /. íipnl Kynningar á MiniCad dagléga frá % - % laugardag 12 -14 :. I \ _ Klktu inn - vib erum m &&% ^könnunni Atá jSSÍf' 'fCad U».\1 | •: ? lli fU%ro;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.