Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 31
gengur. Hjartansmál Hallgríms var
að efla almennan tónlistaráhuga
með þjóðinni, og hann Iagði sig all-
an fram um að kanna þjóðlög, skrifa
fræðirit, semja músikverk, kenna
og stjórna söng. Hallgrímur var
hálærður maður og stórhuga fyrir
hönd sinna fræða. Hann hafði
stundað nám við kunna háskóla í
Sviss og Þýskalandi og var allar
götur síðan vel metinn meðal þýsku-
mælandi þjóða, flutti þar iðulega
fyrirlestra um margra áratuga
skeið og hlaut ýmiss konar viður-
kenningu fyrir. Hins vegar fékk
Hallgrímur aldrei starf við sitt hæfí
hér heima, en hann hafði einkum
hug á að fá embætti við Háskóla
íslands til þess að geta gefíð sig
allan að tónlistarmenntun þjóðar-
innar. Hallgrímur taldi sig settan
utangarðs af þeim sem réðu tónlist-
armálum hér heima og þetta sveið
honum sárt. Þetta er rakið hér, því
að Valgerður, sem alltaf var heil í
hverju máli, tók upp þykkjuna fyrir
mann sinn, því að hún trúði stað-
fastlega á hugsjónir hans og hæfni
og studdi hann eftir bestu getu.
Langæ beiskja er ekki vinsamleg
sálarheillinni. Þetta dró m.a. þann
dilk á eftir sér, að Hallgrímur hvarf
af landi brott og gerðist prófessor
í músikfræðum við háskólann í
Saskatchewan í Kanada í átta ár,
en Valgerður gegndi starfí sínu hér
heima á meðan.
Valgerður og Hallgrímur reistu
veglegt hús úr timbri í Árbæjar-
landi í Ölfushreppi, sem bar þeim
fagurt vitni um smekkvísi og reisn.
Mun einkum Valgerður hafa staðið
fyrir byggingu þess. Nefndu þau
hús sitt Vog. Þetta er ákjósanlegur
staður fyrir þá, sem vilja reyna að
skilja sjálfan sig og heimsmynd
sína. Öðrum megin leið tímalaus
Ölfusá fram til sjávar, hinum megin
reis sögulegt Ingólfsfjall. Þar unir
maður sér í tímaleysi veruleikans.
Settust þau að í sveitinni, vinguð-
ust við gott fólk og áttu oft að fagna
góðum gestum, erlendum og inn-
lendum. Þarna undu þau hag sínum
vel, en höfðu orð á því, að samgöng-
ur væru erfíðar á vetrum og stund-
um snjóþungt. Hallgrímur sinnti
hugðarefnum sínum og fékkst við
ritstörf, en Valgerður gerðist öflug-
ur liðsmaður í félagsmálum Ölfus-
hrepps og Selfoss og gegndi þar
ýmsum trúnaðarstörfum. Kom enn
í ljós hversu félagslynd hún var,
framfarasinnuð og atorkusöm og
átti auðvelt með að umgangast fólk.
Hún þurfti jafnan að láta til sín
taka, þegar hún sá að ýmislegt
stæði til bóta. Búseta þeirra hjóna
var fengur fyrir menningarlífíð í
sveitum Ámessýslu.
Svo fór, að þau hjónin seldu Vog
fyrir nokkrum ámm og settust að
í Laufási, þar sem þau bjuggu til
æviloka. Ekki er víst, að þetta hafi
verið þeim til heilla. Að þeim settist
ellin og einmanakenndin. Þeim varð
ekki bama auðið. Valgerður unni
mjög Tryggva ívarssyni, syni Þor-
bjargar, systur sinnar og bar
móðurást í brjósti til hans. Hann
dó langt um aldur fram, aðeins
þrítugur að aldri. Undir lokin var
svo komið, að hin félagslynda og
þrekmikla kona kaus einvera á efri
hæðinni í Laufási. Ellin leitaði
huggunar til æskunnar. Þess var
þá skammt að bíða, að heljarbönd
reyrðust að síðum Valgerðar.
Það var kært með okkur Val-
gerði. Ekki vil ég láta liggja í lág-
inni að leiðarlokum, að fáir studdu
mig af meiri heilindum en hún,
þegar ég endur fyrir löngu stóð í
stjórnmálavafstri og átti aðild að
Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna, sem lögðu kapp á að berj-
ast gegn samtryggingu gömlu fjór-
flokkanna í fjármálum og atvinnu-
lífi. Margt af því sem Samtökin
börðust fyrir þá er nú orðinn sjálf-
sagður hlutur. Samtökin voru
vinstrisinnaður umbótaflokkur og
höfðuðu því til Valgerðar. Hún
studdi Samtökin allt til enda og
sýndi þannig, hvað hún var heil-
steypt. Það er svo auðvelt að hlaup-
ast undan merkjum þegar á bratt-
ann sækir. Hún hafði sjálf hið per-
sónulega hugrekki, sem hún dáði
svo mjög í fari manna. Þegar ég
MINNINGAR
var að stíga í vænginn við Önnu
Guðrúnu, yngstu systur Valgerðar,
var ég auralítill háskólanemi og
gekk í næfurþunnum hvítum ryk-
frakka í vetrarkuldanum. Valgerði
rann trúlega til rifja að sjá þennan
pilt, sem var fölleitari en frakkinn
og kinnfískasoginn og virtist varla
hluti af sjálfum sér. Einn kaldan
aprílmánuð bar svo við, er ég kom
í Laufás, að Valgerður dró allt í
einu fram íslenska gæraúlpu, sem
hún vildi gefa mér og sagði: „Það
er hlýrra að ganga í úlpu.“ Þegar
ég gekk seinna um kvöldið gamla
Laufástúnið, rásaði lóan við Ijöm-
ina. Mér var hlýtt í úlpunni og ég
fann að ég var hluti af sjálfum
mér. Skyndilega hóf lóan sig til
flugs og hvarf út í buskann.
Bjarni Guðnason.
Nú þegar Valgerður mágkona
mín er fallin frá þótti mér rétt að
minnast henoar með fáum línum.
Þau Hallgrímur bróðir minn og hún
festu ráð sitt árið 1960 og bjuggu
því saman í nær 34 ár, þar til Hall-
grímur féll frá í september sl.
Valgerður var merkiskona fyrir
margra hluta sakir. Hún var forkur
dugleg, vel skipulögð og kunni að
ganga þannig til verka að árangur
varð af. Langt og farsælt starf
hennar hjá Ríkisútvarpinu og síðar
hjá Þjóðleikhúsinu í ábyrgðarstöð-
um bára vott um það. Valgerður
átti sér mörg áhugamál, sem hún
sinnti af áhuga og árvekni, enda
hlóðst á hana fjöldi ábyrgðarstarfa
þeim skyld - hún var eftirsótt
vegna mannkosta sinna og forystu-
hæfíleika.
Margar góðar minningar era um
heimsóknir til þeirra Valgerðar og
Hallgríms þegar þau bjuggu í
stórglæsilegu húsi sem þau reistu
sér á bökkum Ölfusár í nágrenni
Selfoss. Þar var vítt til lofts og
hátt til veggja í tvöföldum skiln-
ingi. Húsið bar vott um fágað list-
rænt mat þeirra hjóna - og ef út
var horft blasti við mikið og fagurt
útsýni í allar áttir. Og ekki skorti
gestrisni og myndarskap húsfreyj-
unnar - þar voru ávallt hrúguð föt
á borðum. En andleg fæða var einn-
ig fyrir hendi - eftirminnilegar
umræður um hverskonar málefni
fóra fram, að ógleymdri tónlist
húsbóndans.
Það var mikil farsæld Hallgríms
bróður míns að kynnast og festa
ráð sitt með slíkri konu sem Val-
gerður var. Hún skóp honum fag-
urt heimili þannig að hann gat
áfram unnið að hugverkum slnum
af fullum krafti allt til hins síðasta.
En ekki bara það, hún var honum
mikill styrkur - hún hafði mikinn
metnað fyrir hans hönd og trúði
því staðfastlega að þau verk sem
hann væri að skapa myndu standa
um langan tíma - og hvorki mölur
né ryð fá grandað.
Valgerður var mjög fáguð kona
- enda kom hún úr því umhverfí.
Hún var afar dagfarsprúð, elskuleg
í öllum samskiptum, hjálpsöm og
skemmtileg viðræðu, enda vel fróð
um hverskonar efni - naut hún
þess sérstaklega að ræða málefni
þjóðfélagsins en á þeim hafði hún
markaðar skoðanir, sem hún rök-
studdi einarðlega.
Þótt Valgerði yrði ekki bama
auðið var hún með afbrigðum hjálp-
söm við yngri kynslóðina. Þau Hall-
grímur og hún tók að sér í nokkur
skipti að uppfræða um tíma börn
okkar systkina þegar veigamikil
skólapróf stóðu fyrir dyram. Oft
vantaði aðeins að skerpa á og kanna
hvort tilskilin kunnátta væri fyrir
hendi áður en til prófs væri gengið.
Þá dvöldu þau í nokkum tíma hjá
þeim á Ölfusárbakka í góðu yfír-
læti við uppriíjun og tilsögn - og
aldrei brást það, að prófin vora háð
og settum árangri náð.
Blessuð sé minning öndvegiskon-
unnar Valgerðar Tryggvadóttur.
Sigurður Helgason.
Eftir að Valgerður móðursystir
mín, sem var jafnan kölluð Dista
af fjölskyldunni, skildi við aðfara-
nótt föstudagsins langa, sátum við
systumar og riíjuðum upp samvera-
stundimar með henni.
ína systir mín man hana heima
í Laufási. Þá var hún á fertugs-
aldri, glæsileg kona sem sópaði að
hvar sem hún kom. Hún var sann-
kallaður kvenskörangur með
ákveðnar skoðanir á flestum málum
og óhrædd við að láta þær í ljós.
En þó hún héldi heimili með ömmu
og væri í krefjandi starfí, hafði hún
alltaf tíma fyrir systkini mín, pass-
aði þau oft, tók þau með sér í sum-
arfrí og var þeim nánast sem önnur
móðir.
Ég fæðist svo um svipað leyti
og hún giftist Hallgrími. Eftir sem
áður var hún næstum daglegur
gestur heima. Þegar Hallgrímur
vann í Kanada borðaði Dista alltaf
með okkur og þau hjónin vora hjá
okkur flesta hátíðis- og tyllidaga.
Mörg kvöldin sátu þau og mamma
og spiluðu þriggja manna brids,
Hallgrími og mömmu til mikillar
ánægju en ég held að Dista hafí
alltaf haft mjög takmarkaðan
áhuga á spilum. Að því leyti var
hún ólík hinum systkinum sínum,
sem öll hafa brennandi áhuga á
brids.
Minningarnar um Distu era
margar, þær góðu stundir sem ég
átti með þeim hjónum á sumrin við
Þingvallavatn. Þar kenndi Hall-
grímur mér að veiða og Dista kom
í búið til mín og bragðaði á blóma-
kökubakstrinum. Og ég var ekki
há í loftinu þegar ég fór að heim-
sækja hana upp I Þjóðleikhús, þar
sem hún var skrifstofustjóri. Yfír
Þjóðleikhúsinu var ákveðinn ævin-
týraljómi og mér fannst spennandi
að koma þar við. Þaðan fór maður
aldrei tómhentur og svo var alltaf
von til þess að einhver frægur leik-
ari klappaði manni á kollinn eða
viki að manni orði. Hún hafði gam-
an að áhuga mínum á leikhúsinu
og tók mig oft með á leikrit. Metið
var, ef ég man rétt, þegar ég sá
Dýrin í Hálsaskógi átta sinnum og
hafði alltaf jafn gaman af.
Dista hætti að vinna um leið og
hún hafði rétt til þess og þá fluttu
þau Hallgrímur austur fyrir íjall.
Þar dvaldi ég oft þegar ég taldi
mig þurfa á ró og næði að halda,
t.d. við próflestur, og naut þess að
láta Distu stjana við mig.
Stundum gat þó slest upp á vin-
skapinn, þegar mér fannst hún taka
sér of mikið foreldravald, en henni
fannst eðlilega að hún hefði fullan
rétt til að aga mann og leggja
manni lífsreglurnar. Það skil ég nú,
þó ég hafi ekki verið sátt við það
á sínum tíma.
Þó að Dista hafi ekki eignast
böm sjálf, held ég að það sé óhætt
að segja að hún taldi sig eiga nokk-
uð mikið í okkur systkinabörnunum,
en stærsta plássið í hjarta hennar
átti þó Tryggvi bróðir minn.
Mamma var lengi að ná sér eftir
fæðingu hans og sá Dista um hann
fyrst eftir að þau komu af fæðingar-
deildinni. Allar götur síðar sá hún
ekki sólina fyrir honum. Þegar
Tryggvi dó, eftir fímm ára baráttu
við nýmaveiki, var sorg hennar
mikil, enda elskaði hún hann eins
og eigin son. Ég held að henni hafí
aldrei tekist að sætta sig við það
að hann var kallaður burt í blóma
lífsins.
Hallgrímur og Dista fluttu fyrir
sjö áram aftur til Reykjavíkur og
settust að á æskuheimili hennar,
Laufási. Fýrir nokkram áram tók
svo að haila undan fæti hjá henni.
Dista sem hafði alltaf verið svo lif-
andi og sterk varð gömul fyrir ald-
ur fram og missti þá lífsgleði sem
áður hafði einkennt hana. Síðastlið-
ið haust lést Hallgrímur og var hún
þá farin að kröftum. Fyrir tveimur
mánuðum fékk hún lungnabólgu
og náði sér ekki eftir það.
Ég held að Dista hafí verið hvíld-
inni fegin, hún lifði góðu lífi og var
sátt við að deyja. Nafn hennar lifír
þó áfram. ína systir skírði næst
elstu dóttur sína Valgerði Höllu í
höfuðið á þeim hjónum og nú á
páskum bættist ný Valgerður I hóp-
inn þegar Þóra Éllen, bróðurdóttir
hennar, skírði dóttur sína.
Við sem eftir sitjum munum
geyma með okkur minningu um
mæta konu.
Anna Guðrún ívarsdóttir.
Þegar mér bárast fréttir af and-
láti Valgerðar birtust minningar í
huga mínum frá þeim tíma sem ég
dvaldi hjá henni og eiginmanni
hennar Hallgrími Helgasyni föður-
bróður mínum að heimili þeirra
Vogi við Ölfusá.
Þannig var mál með vexti að í
gegnum tíðina hafði Hallgrímur
tekið að sér að kenna ungum frænd-
um sínum bæði þýsku og íslensku
og Valgerður dönsku ef svo bar
undir. Það var svo á framhalds-
skólaáram mínum sem ég sló slöku
við í þýskunáminu og augljóst þótti
að ég þurfti á utanaðkomandi hjálp
að halda. Það var auðsótt að fá
vist hjá þeim við Ölfusá og tóku
þau vel á móti mér.
Hallgrímur var mjög kappsamur
kennari og tók mjög föstum tökum
á viðfangsefninu, það var því degin-
um ljósara alveg frá upphafi að
mér yrði engin miskunn sýnd varð-
andi ástundun. Ég fór jafnan til
þeirra með rútu frá Reykjavík síð-
degis á föstudögum og kom aftur
í bæinn með síðustu rútu á sunnu-
dagskvöldum.
Eg minnist þess þegar Valgerður
sótti mig niður á Selfoss í fyrsta
skiptið sem ég fór austur, hún ók
þá um á pínulitlum austur-evrópsk-
um bíl sem mig minnir að hafí heit-
ið „Zestava". Henni þótti afar vænt
um bílinn og sagði mér að þessi
bíll gengi undir nafninu „Sést-
Varla" af því að það væra í fyrsta
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamófiir, amma og langamma,
JÓHANNA KRISTJANA SIGFINNSDÓTTIR,
áðurtil heímilis
Löngumýri 15,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli 23. april.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. maí
kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti hjúkrunarheimilið Sel
njóta þess.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir,
OKTAVÍA J. ARNDAL,
sem lést á sjúkradeild Hrafnistu iaugar-
daginn 15. aprfl, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. apríl
kl. 15.00.
Guðbjörg Arndal,
Stefán Arndal, Rósa Kristjánsdóttir,
Finnbogi Kr. Arndal, Guðný Halldórsdóttir.
+
Bróðir minn og föðurbróðir okkar,
THORR.STYFF,
andaðist 12. þ.m.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks, Guðnýjar Guðjónsdótt-
ur og Sveinbjörns Erlingssonar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Sigurðsson,
Þórunn Gisladóttir Styff,
Óli Sven Styff.
+
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa,
KRISTINS HELGASONAR,
Hringbraut 87,
Keflavik.
Málfríður Larsdóttir,
Lárus Kristinsson, Kristín Rut Jóhannsdóttir,
Þuríður Kristinsdóttir, Arnór H. Hannesson,
Jakobína B. Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við þökkum af alhug auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KAJU CH. GUÐMUNDSSON,
Mávabraut 11A,
Keflavík.
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Henning L. Guðmundsson, Birna Björnsdóttir,
Pétur Guðmundsson, Ester Hansen,
Randý S. Guðmundsdóttir, Magnús Fr. Hjelm,
Steinunn Guðmundsdóttir, Skarphéðinn R. Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.