Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 23
AÐSENDAR GREINAR
Flugmálastj órn
á villigötum
FYRRI GREIN
Inngangur
Morgunblaðið fjallaði 12. apríl
sl. um mál flugmanna með banda-
rísk atvinnuflugmannsréttindi,
sem erfiðlega hefur gengið að fá
viðurkennd hér á landi, nema með
því að gangast undir stöðupróf
flugmálastjórnar.
Þegar ég leitaði til Flugmála-
stjórnar um viðurkenningu á rétt-
indum sem ég hafði aflað mér í
Bandaríkjunum rakst ég á hvern
vegginn á fætur öðrum. Ekki nóg
með það, við eftirgrennslan varð-
andi aðra Bandaríkjamenntaða
flugmenn, kom í ljós að þeir höfðu
flestir sömu sögu að segja. Banda-
rísk réttindi voru vart viðurkennd.
Flugnám í Bandaríkjunum er
mun ódýrara en hér á landi,
kennslutæki og umhverfi til
þjálfunar eru kjörin og veðurfars-
lega hagkvæmara - hægt er að
fljúga svo til allt árið um kring,
a.m.k. í suður- og suðvesturríkjum
landsins. Þangað hafa flugmenn
einnig leitað til að víkka sjóndeild-
arhringinn og kynnast nýjum að-
stæðum.
Vegna starfa minna við flug-
kennslu í Bandaríkjunum hafði ég
allvíðtækt samband og samstarf
við flugmálayfírvöld (FAA) þar í
landi. Beri ég saman þá reynslu
mína og samskipti við Fiugmála-
stjórn er það eins og dagur og
nótt. Ákvað ég því að kynna mér
starfsemi Flugmálastjórnar lítil-
lega og er það tilefni greinar þess-
arar.
Réttindaöflun
Þrátt fyrir þá kunnáttu og
reynslu sem ég hafði aflað mér
'vestanhafs, varð ég að endurtaka
öll próf hjá Flugmálastjórn, þegar
ég sótti um viðurkenningu hér á
landi á skírteini því sem ég var
handhafi að og veitti mér heimild
til atvinnuflugs í Bandaríkjunum.
Þetta var bæði tímafrekt og kostn-
aðarsamt - og að mínu mati
Sigurður E.
Sigurðsson
óþarft. Auðvitað þarf
að gang úr skugga um
að atvinnuflugmenn
ráði yfír sérþekkingu
til flugs við íslenskar
aðstæður - og próf
Flugmálastjórnar eiga
að takmarkast við
það.
í Noregi eru reglur
í þessum efnum allt
aðrar en hér á landi.
Erlend atvinnuflug-
mannsréttindi eru
tekin gild í allt að einu
ári - eftir þann tíma
þarf að taka þarlent
stöðupróf. Hér á landi
eru erlend réttindi
ekki tekin gild eins og að framan
segir.
Krafan um morse
kunnáttu
Krafist er kunnáttu í morse hér-
lendis - en sem ekki er krafist t.d.
í Bandaríkjunum og Kanada. í
reglugerð um stöðupróf er hvergi
minnst á morse kunnáttu - haft
er eftir flugmálastjóra að náms-
skrá Flugskólans útfæri slíkar
reglur. Hvergi er þó minnst á Flug-
skólann né námsskrá í téðri reglu-
gerð svo þessi krafa hlýtur að
byggja á vafasömum grundvelli.
Flugmálastjórn vísar í að á
Norðurlöndunum sé morse kunn-
áttu krafist. Jafnvel þótt hin
Norðurlöndin geri kröfu um morse
kunnáttu, er þá nauðsynlega rétt
að við öpum slíkt eftir? Staðreynd-
in er sú að morse krafan í t.d.
Svíþjóð er allt annars eðlis en hér,
þar er áhersla lögð á að geta bor-
ið kennsl á þrjá til fjóra bókstafi
í einu við hlustun, en ekki að ná
hraða upp á 35 bókstafi á mínútu
eins og krafist er hér.
í Danmörku er krafan um morse
mjög sveigjanleg og er henni beitt
mismunandi eftir því hvaða skóli á
í hlut, en í Danmörku eru starf-
andi nokkrir skólar fyrir atvinnu-
flugmannsnám. Hef ég þetta eftir
flugmanni er nam þar
fyrir u.þ.b. 2 árum -
honum var ekki gert
að læra morse.
ísland er aðili að
AJþjóða flugmála-
stofnuninni (ICAO),
sem sendir frá sér mik-
ið magn bæklinga og
upplýsinga til aðildar-
ríkjanna sem eru um
170. í bæklingi um
flugnám frá 1975 er
vikið að morse kunn-
áttu sem einni grein
slíks náms. Reglur eða
ábendingar ICAO eru
ekki á neinn hátt bind-
andi gagnvart aðildar-
ríkjunum eins og dæmin um
Bandaríkin og Kanada sanna. Það
sem hugsanlega á við í svörtustu
Afríku varðandi morse kunnáttu á
ekki nauðsynlega við hér í hinum
þróaða vestræna heimi með þeirri
fullkomnu fjarskiptatækni sem til
staðar er.
Skv. frásögn í Mbl. 12 apríl sl.
voru reglur Flugmálstjórnar varð-
andi nauðsyn á morse prófi hertar
í ársbyijun 1993. Fram til þess
tíma var slíkrar kunnáttu ekki
krafist af þeim sem stundað höfðu
flugnám erlendis. Morse hafði að
vísu verið kennt í Fjölbrautaskóla
Suðurlands, en aðeins lítill hluti
nústarfandi flugmanna hér á landi
gekk í þann skóla.
Með öðrum orðum 18 árum eft-
ur útkomu ICAO bæklingsins um
morse kunnáttu, sem eingöngu er
ábending, tekur Flugmálsstjórn sig
til og krefst morse kunnáttu hjá
öllum nýjum skírteinishöfum til
atvinnuflugs. Þetta er lítt skiljan-
legt, engin tæki eru til morse sam-
skipta í einni einustu flugvél
skráðri á íslandi í dag.
Ef þessi íslenska krafa um
morse kunnáttu er svona mikilvæg
fyrir atvinnuflugmenn hvernig
stendur á því að flugmenn t.d.
Flugleiða, Atlanta, íslandsflugs og
Cargolux eru ekki látnir sanna
hæfni sína í þeirri grein eins og
þeir þurfa að gera í fluginu sjálfu?
Mér er kunnugt um að stór hluti
þessara flugmanna ræður ekki yfir
þeirri morse hæfni sem íslensk
flugmálayfirvöld krefjast.
Sé krafa Flugmálastjórnar raun-
veruleg og mark á henni takandi
er það hættulaust að mati starfs-
manna Flugmálastjórnar að meiri-
hluti flugmanna hér á landi kunni
ekki þetta kerfi? Mér var tjáð það
nú nývérið af flugmanni með yfír
30 ára starfsreynslu í flugi, að það
hafi aldrei háð honum í starfi að
geta ekki gert skil á 35 bókstöfum
á mínútu í morsi!
Samræmdar kröfur ESB og
EES landa sem taka eiga gildi
1998 gera engar kröfur um morse,
enda skiljanlegt miðað við þá full-
komnun í fjarskiptatækni sem nú
Bandarísk flugréttindi
eru vart viðurkennd
hér, segir Sigxirður E.
Sigfurðsson, sem hér
fjallar um starfsemi
Flugmálastjórnar.
er staðreynd. Að þessari kröfu um
morse kunnáttu af hálfu Flugmála-
stjórnar er haldið til streitu sýnir
hve langt frá raunveruleikanum
starfsmenn stofnunarinnar eru, því
á sama tíma tilkynnir Bandaríska
strandgæslan með fréttatilkynn-
ingu 7. apríl sl. að morse skuli
aflagt fyrir fullt og allt vegna full-
komnunar fjarskiptabúnaðar.
Vinnureglur
Flugmálastj ór nar
Vandamál Flugmálastjórnar er
m.a. það að ýmsar reglur eru á
reiki um það hvernig afgreiða skuli
mál, sem upp koma - og þá háðar
breytingum sem skyndilega eru
gerðar - stundum fyrirvaralaust.
Hér fylgja dæmi.
Varðandi svokallað ATP (Air
Transport Pilot) námskeið sem nú
stendur yfir hafði Flugmálastjórn
auglýst að a.m.k. 1.000 fartíma
reynslu (flognar klukkustundir)
þyrfti til að fá að sitja námskeiðið
og kostnaðurinn væri kr. 150.000
á mann.
Heilsurækt í dag n
Börn og unglingar, hreyfing
og heilsa
Ekki er ég nú gömul en hef samt
áður séð miklar breytingar síðast-
liðin 20 ár eins og allir þeir sem
eitthvað eru komnir yfir tvítugt.
Hver man ekki eftir því að hafa
verið „úti að leika sér“ daginn út
og daginn inn? Maður hékk a.m.k.
ekki yfir teiknimynda- og sjón-
varpsglápi á sínum uppvaxtarárum
og ekki var tölvan og þeir leikir sem
henni fylgja í dag algeng nema síð-
ur væri. Hún er auðvitað orðin jafn
mikilvæg og penni og blað hefur
verið frá því menn byijuðu að skrifa
(teikna) en öflugur hugur í óstarf-
hæfum eða óheilbrigðum líkama fer
sjaldan vel saman.
Líkami okkar er hulstrið sem
geymir hugann og það eina sem
okkur gefst í þessu lífi. Ung að
árum erum við samt markvisst að
eyðileggja það með fyrst og fremst
hreyfingarleysi og óhollu mataræði
og síðar jafnvel reykingum og
áfengisdrykkju. í mínu starfi er
algengt að sjá unglinga og jafnvel
börn í miklu verra ásigkomulagi en
fólk á miðjum aldri. Þó svo að full-
orðna fólkið hefði ekki stundað
neina sérstaka líkamsþjálfun á sín-
um yngri árum, þá var það kannski
duglegt við að dansa og/eða hreyfa
sig og er það nóg til þess að áhugi
á hreyfíngu sé til staðar og hæfi-
leiki til þess að hreyfa
sig. Unglingur sem
hefur alla tíð hreyft sig
lítið og komist t.d. upp
með það í leikfimi í
skólanum (fékk 3 í
leikfimi og hvað með
það?), hefur í fyrsta
lagi engan áhuga á
hreyfingu, öðru lagi
mjög lélega samhæf-
ingu hreyfinga
(ruglast ef hönd þarf
að gera eitt en fótur
annað) og í þriðja lagi
hefur hann litla með-
vitund um eigin lík-
ama. Líkaminn er bara
þarna en er vart not-
hæfur til annars en að sitja, standa,
liggja eða ganga! Þessi unglingur á
eftir að vera í þessum líkama í von-
andi 70-80 ár til viðbótar, en í
þessu ásigkomulagi um 14 ára ald-
ur ásamt lélegu mataræði, kannski
óhóflegri kaffidrykkju síðar meir,
einhveijum reykingum og jafnvel
áfengisneyslu, er óhætt að spá hon-
um frekar stuttu og óþægilegu lífi
nema kraftaverk séu enn að gerast!
Áskorun til menntamála- og
heilbrigðisráðuneyta!
Eftir að hafa haft marga ung-
linga með offituvandamál bæði á
námskeiðum og í þolfimitímum, og
farið yfir mataræði þeirra, stendur
uppúr hve ábótavant
fæði í skólum landsins
er. Þá er ég að tala um
þegar krakkar hafa
ekkert nesti meðferðis
en þurfa að kaupa sér
fæðu í skólanum. Erfitt
virðist fyrir krakkana
að fá léttar mjólkuraf-
Urðir s.s. léttjógúrt,
skyr (án ijóma), und-
anrennu eða fjörmjólk
og magurt álegg ofan
á brauð, að ég tali nú
ekki um grænmeti sem
t.d. val um brauðálegg.
Yfirleitt er bara um að
velja mjög fituríka
fæðu s.s majonessalöt,
kökur og annað bakkelsi o.fl. Það
er í lagi fyrir suma, í hófi þó, en
þeim fækkar óðum samt sem áður
því hreyfingarleysi barna og ungl-
inga fer stöðugt vaxandi. Það verð-
ur að bjóða uppá val! Að hægt sé
að velja fitusnautt og auðvitað hollt
fæði. Meira þarf að vera um að
seldir séu ávextir og grænmeti t.d.
ofan á gróft brauð og í salatbökkum
sem og magrar mjólkui-vörur og
annað álegg (magurt) eins og fyrr
sagði.
Mjólkursamsalan kom loks með
þá nýjung að vera með léttmjólk í
'A lítra umbúðum en bæta mætti
um betur og selja undanrennu eða
helst fjörmjólk í slíkum umbúðum.
Glódís
Gunnarsdóttir
Og hvernig væri nú að koma með
léttkókómjólk? Hreinir ávaxtasafar
standa svo auðvitað alltaf fyrir sínu.
Þegar kemur að því að gagnrýna
mataræði sem í boði er í skólum,
mætti auðvitað segja hið sama um
marga þá vinnustaði sem bjóða
uppá/selja mat handa starfsfólki
sínu. Matvælaframleiðendum er
auðvitað ekki um að kenna, úrvalið
er að verða nokkuð gott, en þeir
sem sjá um að kaupa inn og mat-
reiða ofan í starfsfólk og skólabörn
ættu að líta sér nær.
Með óhollu mataræði
og hreyfingarleysi veg-
um við að heilbrigði
okkar, segir Glódís
Gunnarsdóttir,
og sama máli gegnir
um reykingar og
áfengisneyslu.
Heilbrigðis- og menntamálaráðu-
neyti eiga einnig að beita sér langt-
um meira að meiri og betri fræðslu
í skólum um mikilvægi hreyfingar
(að öðru leyti en því að krakkarnir
hljóti lægri einkunn fyrir að skrópa
í eina leikfimitímanum í viku sem
boðið er uppá og er svo kannski
hundleiðinlegur!) og mikilvægi þess
að neyta hollrar fæðu. Það þarf
einnig að vera ráðgjafi í hveijum
Þegar í ljós kom að hluti af flug-
mönnum þeim sem nýlega voru
ráðnir til Flugleiða og sem undir-
gangast þurftu þetta próf, höfðu
ekki þennan tilskilda fjölda far-
tíma, var reglunum breytt og
krafan um 1.000 fartíma algjör-'
lega aflögð. Á sama tíma var
kostnaðurinn við námskeiðið lækk-
aður í kr. 75.000 á mann. í Banda-
ríkjunum eru skýrar og afdráttar-
lausar reglur um slíkt. Flugmanni
er ekki heimilt að undirgangast
þetta próf fyrr en 1.500 fartímum
er náð.
Þessu til viðbótar var síðan
ákveðnum nýráðnum flugmönnum
Flugleiða, sem samkvæmt reglum
Flugmálastjórnar er skylt að hafa
bóklegt ATP próf áður en starf
hefst, heimilað með undanþágu að
heQa þjálfun og síðar störf á F-50
flugvélum félagsins, án þess að
þessi krafa væri uppfyllt.
Þessi regla Flugmálastjórnar
kom reyndar eins og þruma úr
heiðskíru lofti gagnvart Flugleið-
um, og var jafnvel flugrekstrar-
stjóra þeirra ekki kunnugt um
þessa kröfu fyrr en eftir ráðningar
flugmannanna til félagsins eins og
kom fram í grein Morgunpóstsins
ekki alls fyrir löngu.
Nú er í sjálfu sér ekkert athuga-
vert við að undanþágur séu gerðar
á reglum og það getur hafa verið
fullkomlega réttlætanlegt að veita
þessar undanþágur. Þáð sem er
athugavert er að gagnvart einstak-
lingum koma undanþágur ekki til
greina - aðilum er mismunað.
Beiðni okkar félaganna um undan-
þágu frá - eða frestun á morse
prófinu var synjað.
Annað skýrt dæmi um formfest-
una gagnvart einstaklingum og
skort á sveigjanleika er sú stað-
reynd að til stöðuprófs aðila sem
numið hafa t.d. í Bandaríkjunum,
er gerð krafa um að taka ensku-
próf. Engin undantekning frá
þessu er heimil - þótt ég sé lang-
skólagenginn í Bandaríkjunum
þurfti ég að taka hér enskupróf.
Svo var líka um aðra félaga mína.
í síðari grein minni verður fjall-
að um Flugskóla íslands og rekst-
ur Flugmálastjórnar á eigin flug-
vél.
Höfundur er með BS prófí
flugtæknifræði (Flight
Technology) og hefur stundað
flugkennslu í Bandaríkjunum.
skóla eða a.m.k. fyrir skólakerfið
sem tekur upp á sína arma þau
börn og unglinga sem á því þurfa
að halda, og leiðbeinir þeim til betri
lífsstíls. Þegar þessir ófáu ungling-
ar leita loks til heilsuræktarstöðva
með sína vanliðan (andlega sem lík-
amlega) er oft orðið mjög erfítt að
hjálpa þeim og þeir fá auðvitað
misskilningsríkar móttökur og
hjálp. Það eru ekki einu sinni allar
stöðvar sem taka á móti unglingum
innan við 16 ára og við skulum
ekki gleyma þeim sem geta ekki
hugsað sér að vera innan um „alla
kroppana" og hvert eiga þau að
leita? Það hlýtur að vera ósk okkar
allra að börn og unglingar eigi völ
á sem bestri líkamlegri og andlegri
líðan, því skora ég hér með á heil-
brigðis- og menntamálaráðúneyti
að taka höndum saman og gera það
sem í þeirra valdi stendur til þess
að stuðla að heilsusamlegu lífi
barna okkar og unglinga.
Með þessari grein minni er ég
ekki að gagnrýna eina heisu-
ræktarstöð frekar en aðra (sjá fyrri
hluta greinarinnar) né einn ein-
stakan þolfimileiðbeinanda eða
þjálfara frekar en sjálfa mig. Ég
vil bara minna okkur á okkar starf,
að sumir gleymi sér ekki í hita
samkeppninnar og fari að láta hana
snúast um einskisverða þrætu þeg-
■ar okkar starf ætti fyrst og fremst
að snúast um samstöðu, samstöðu
um það að betur má ef duga skal
í því að koma landanum til betri
heilsu og líðanar!
Höfundur er einkaþjálfari og
þolfimileiðbeinandi (ACE).