Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Maríu- sögur í Nemenda- leikhúsinu í NEMEND ALEIKHÚ SINU verður frumsýnt á morgun, fímmtudag, nýtt íslenskt leik- rit eftir Þorvald Þorsteinsson, leikhússtjóra Vasaleikhússins og höfund . Skilaboðaskjóð- unnar. I Maríusögum, sem er sprenghlægilegur harmur, lygilegur raunveruleiki og andstyggilegur unaður, leggj- umst við á glugga í einu af grónu hverfum höfuðborgar- innar og fýlgjumst með kvöld- stund á myndarheimili hjón- anna Þráins og Stefaníu. Þau eru ákaflega hamingjusöm og rífast aldrei enda er hann nýlega orðinn deildarstjóri á lagemum og þau eiga þar að auki þrjá reykskynjara. Þau eru m.ö.o. með allt á hreinu. Það kemur þó ekki í veg fýrir að pabbi Stefaníu gefi upp öndina. Það gerir hann þegj- andi og hljóðalaust, enda fá- máll maður að jafnaði. Vegna andláts er gest- kvæmt í húsinu þetta kvöld. Þama sjáum við Martein bróður Stefaníu. Hann er kominn heim frá Svíþjóð eftir tíu ár samfellda Qarveru sem skýrist af ýmsu öðru en léleg- um samgöngum og hann hef- ur frá ýmsu að segja. Þama er líka María æskuvinkona þeirra systkina og síðast en ekki síst kynnumst við Egg- ert, kærastanum hennar Mar- íu, segir í fréttatilkynningu frá leikhúsinu. Leikstjóri er Þór Tulinius. Leikmynd og búninga hann- aði Stígur Steinþórsson. Tón- list er eftir Valgeir Skagfjörð, lýsingu, hljóð og tæknivinnu annast Egill Ingibergsson. Mild blæbrigði MYNDLIST Við hamarinn MÁLVERK Birgir Snæbjöm Birgisson. Opið alla daga frá 14-18. Til 30. aprfl. Aðgangur ókeypis. ÞAR SEM áður hét Portið i Hafnarfirði, og var sýningarsalur f tveim hlutum, sem hægt var að tengja saman, er nú komið nýtt listhús undir nafn- inu Hamarinn. Er það mikið réttnefni, því hin gamla smiðja er byggð við hamar, sem er sláandi mynd- rænn séður út um gluggana, sem fyrir margvísleg- ar formanir og fágæta flóru er þar þrífst í góðu skjóli, hefur veitt mörgum sýningum harða sam- keppni um áhorf er rýnirinn hefur verið þar á ferð. Raunar er einungis fremri en bjartari salurinn nýttur fyrir myndlistarsýningar er svo er komið, en í hinum salnum mun nú vera æfingasvæði lúðra- sveitar. Kannski eins gott að tónlistarfólkið taki svolítið tillit til starfseminnar við hliðina þegar mikið er um að vera, því slíkt fer ekki alveg sam- an og milliveggurinn þunnur. Birgir Snæbjöm Birgisson, sem sýnir þar 14 olíumálverk út mánuðinn, nam við grafíkdeild MHÍ í þijú ár 1986-89, en síðan við Skreytilistaskól- ann í Strassborg, „École des Arts Décoratifs" 1991-93. Lítið þekki ég til skólans í Strassborg, en mál- verkin bera það með sér, að það muni ekki vera langt síðan Birgir söðlaði yfir á það svið. Myndim- ar eru einfaldlega svo misjafnar tæknilega séð, og gerandinn á vettvangi sem krefst mikillar ná- kvæmni og þjálfunar. Þetta kemur helst fram í því, að einstakir hlut- ar mynda em mjög vel málaðir, en sitthvað telst ábótavant um heildina og kemur þetta greinilega fram í flestum verkanna. Við getum einungis bor- ið saman myndimar „Stúlka með sítt hár“ (10) og „Stúlka á sleða" (11). í fyrra fallinu gengur allt upp í samsvarandi myndbyggingu og jöfnum stígandi litanna, en í seinna tilvikinu er efri hluti myndarinnar áberandi betur málaður en sá neðri. Þetta er nú einmitt atriði þjálfunar, sem tekur mörg ár að tileinka sér með stöðugri vinnu og rannsóknum, og eftir sýningunni að dæma ætti Birgir að geta bætt drjúgum við sig með réttum vinnubrögðum. Það er einfaldlega svo margt fínt og viðkvæmt í þessum myndum og hér er um sumt slegið á nýjan tón í íslenzkri myndlist um hárfín blæbrigði í málverki. Allt er þó enn er í mótun og fullmikið í ætt við myndlýsingar í yfirstærð. Bjartir litir og mjúk þensla í myndbyggingu, samfara næmri kennd fyrir blæbrigðum, eru eig- indir sem eru fáséðar á sýningum nú um stundir, og þó eru þetta grundvallaratriði sem aldrei úreld- ast. Þau koma fyrir aftur og aftur í framsækinni myndlist sem atriði sjónnæmi, — og sjónnæmi má þjálfa. Það er ákveðinn og fínlegur heildarblær yfír sýningunni og er einungis rofín af einni mynd, % iMi'á Iflllfl MÁLVERK eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. „Stúlka með pylsu í ijóðri", þar eru litimir dekkri og kröftugri, en hér stinga sprek og eldur eitt- hvað svo undarlega í stúf við annars mótaða heild. Bragi Ásgeirsson Stuttmyndadagar í Reykjavík STUTTMYNDADAGAR í Reykja- vík 1995 verða haldnir dagana 2., 3. og 4. maí á Hótel Borg. Alls bárust 39 nýjar stuttmyndir í keppnina sem keppa til verðlauna sem Reykjavíkurborg gefur fyrir 1., 2. og 3. sætið, 200, 100 og 50 þúsund krónur. Auk þess verða veittar viðurkenningar fyrir 4. og 5. sætið og einnig verðlaun fyrir bestu mynd að mati áhorfenda. Auk stuttmyndasýninga verður flöldi stuttra fyrirlestra haldinn um kvikmyndagerð og tengd mál- efni. Þetta er í fímmta skiptið sem Stuttmyndadagar í Reykjavík eru haldnir og verður nú á þeim hátíð- arsnið í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndarinnar, en fyrstu kvik- myndimar sem voru gerðar vom einmitt stuttmyndir. Gallerí Allra handa, Akureyri BJARNIJÓNSSON listmálari og Astrid Ellingsen prjónahönnuður opna sýningu á málverkum og prjónafatnaði í GaUeríi Allra handa, Heklusalnum, Akureyri, laugardaginn 22. apríl kl. 14. Síðan verður opið um helgar og rúmhelga daga kl. 14-19. A sama tímasýnir Bjarni litlar myndir í Blómaskálanum Vin. Á fljúgandi ferð TONLISI Gerðuberg KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir J.S. Bach, Boyd, Jolivet, Roussel, Atla Ingólfsson og Prokofi- ev. Hallfríður Olafsdóttir, flauta; Miklós Dalmay, pianó. Laugardaginn 22. aprfl. DAGSKRÁ þeirra Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara og Miklós- ar Dalmays píanóleikara í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi síðdeg- is á laugardaginn var reyndist hin vandaðasta. Þó að verkin væru mis- löng og misgömul, var hvergi dauðan punkt að sjá, allt eins og perlur á festi, undantekningarlaust hin áheyrilegasta músík og í engu sam- ræmi við aðsókn, sem var óþarflega dræm, því flutningurinn jafnaðist fyllilega á við verkefnavalið. En e.t.v. hefur fyrsta vorblíðan eftir lurkharðan vetur haft sitt að segja með það. Það er algengt að hefja kammer- tónleika á barokkverki, sjálfsagt sumpart vegna framhaldsspunarit- háttar tímabilsins í jöfnum nótna- gildum, sem býður upp á ákjósanlega upphitun. „Solo pour la Flúte traversiére", öðru nafni Partíta í a-moll, eftir meistara Bach, mætti hins vegar þykja full mikill gim- steinn til þess ama, og hefði lítið stykki þar á undan eftir segjum KVIKMYNDIR Háskólabtö BARNIÐ FRÁ MACON „THE BABY FROM MACON" ★ ★ Leiksljóri og handritshöfundur. Pet- er Greenaway. Aðalhlutverk: Julia Ormond, Ralph Fiennes, Philip Stone. Kraftaverkið í Maeon BRESKI leikstjórinn Peter Greenaway er nokkuð vel kynntur hér á landi í gegnum kvikmyndahús og sjónvarp miðað við aðra listræna kvikmyndagerðarmenn Evrópu en líklega þekkja flestir mynd hans Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar. Háskólabíó hefur tekið til sýninga eina af nýrri myndum hans, Bamið frá Macon, sem er talsvert síðri „Kokkinum", en höfundareinkennin leyna sér ekki því Greenaway er þrátt fyrir misgóðar myndir einn sérstæðasti kvikmyndahöfundur samtímans. Stfl sinn sækir hann til barokks- ins og málaralistarinnar sem hann stundaði áður en hann gerðist kvik- myndagerðarmaður. Myndir hans, og Bamið frá Macon er þar engin undantekning, eru sérlega mynd- rænar og mikið fyrir augað. Frá- sagnarhátturinn er hins vegar hon- um oft til trafala svo þær em sára- lítið annað. „Kokkurinn" fylgdi hefðbundinni frásagnaraðferð og reyndist hans vinsælasta og kannski aðgengilegasta mynd. Öðm máli gegnir um „Macon“. Hún er sett upp sem sautjándu aldar leik- rit í lokuðu sviðsrými og hraði frá- sagnarinnar er óþarflega hægur fyrir tveggja tíma mynd svo maður þreytist fljótlega enda fer talsverð- ur tími í það eitt að skipta um sviðs- myndir og flytja leikflokkinn úr einu atriði í annað. Myndin verður eins og formleg BBC-uppfærsla á Shakespeareleikriti, sem hér álandi a.m.k. er aðeins boðleg síðdegis á mestu hátíðisdögum, en miklu gróf- ari. Greenaway segir kraftaverka- sögu úr hallærisborginni Macon þar sem ekkert þrífst, uppskeran er ónýt, búfénaður ónýtur og karl- menn ónýtir. En mitt í öllu ónýtinu gerist kraftaverk; sveinbam fæðist og með því tekur að ára betur f Macon. En systir þess misnotar sveininn fljótt í eiginhagsmuna- skyni og refsing hennar er ógurleg. Hver og einn getur túlkað söguna að vild en hún er auðvitað með trú- arlegu yfírbragði og full af samlík- ingum við söguna um Jesúbamið og meydóminn og meyfæðinguna. Litanotkun Greenaways er alltaf forvitnileg, hér eru rauður og svart- ur áberandi og búninga- og leik- sviðshönnuðir hans eiga ekki svo lítið í kræsilegu útlitinu. Mest mæð- ir á Julia Ormond og Ralph Fiennes í aðalhlutverkunum en hvorugt ger- ir neitt afgerandi fyrir myndina. Einstaka atriði eru öflugri öðrum en það vantar fítonskraftinn í fram- vinduna sem dreif t.d. „Kokkinn" áfram. Myndin er ekki sýnd með íslenskum texta. Arnaldur Indriðason Telemann eða Quantz getað komið í betri þarfir, því upphitunin tók sinn toll í fyrri helmingi partítunnar (langar öndunarpásur í Allemande, smáörður á stangli í Courante). En upp frá því átti Hallfríður salinn allt til Ioka með svo sallaöruggum leik, að varla sá snöggan blett á neinu, byijandi með mjög fallegri hendingamótun í Saraböndunni. Partítan galt þess reyndar ekki aðeins að vera fyrst, heldur einnig að fá ekki meiri enduróm frá saln- um, og þyrftu undirleikslaus sóló- stykki af því tagi helzt að verða flutt í kirkjum til að innbyggð fjölröddun Bachs njóti sín að fullu. Meðalþurr heyrð Gerðubergs kom hins vegar minna að sök, þegar píanóið lék með í seinni verkum tónleikanna. Kom þar fljótt í Ijós, að hinn ungverski píanisti Miklós Dalmay, sem mér skilst hafí komið að norðan og hlaup- ið í skarðið vegna forfalla, var engin meðalvaraskeifa, því flest lék í hönd- um hans. Samleikur þeirra Hallfríðar var í einu orði sagt frábær, og píanó- ið ýmist glitraði, studdi og söng með af hnífhvassri nákvæmni. Maður fer bráðum að spyija, hvort dreifbýlis- héruð landsins geti endalaust lumað á aðfluttum stjömuspilurum af slík- um kalíber. Eftir brezku tónskáldkonuna Anne Boyd (f. 1946) var hið stutta Goldfish through Summer Rain, þar sem flautan kjökraði lítinn þann líkt og japanskt shakuhachi. í Chant de Linos (1944) eftir André Jolivet sýndi flautan nýja og aggresífari hlið, og í öðru frönsku verki eftir Roussel, Joueurs de fiúte, „karakt- er“-svítu um 4 flautuleikara í goð- sögum og öðrum bókmenntum (Pan, Tityre, Krishna og Monsieur de la Péjaudie) frá 1944, kenndi margra og andríkra grasa eins og tónskáld- um á franskri gullöld þverflautunnar var lagið. Atli Ingólfsson sýndi á sér óvænta en einkar aðlaðandi hlið í Þtjár and- rár (1986), örstuttum míníatúrum, er mynduðu hvíldarstökkpall fyrir hápunkt tónleikanna, hina meistara- legu klassísku sónötu Sergeis Pro- kofíevs Op. 94, sem í þeim mæli skagar upp yfír flest annað fyrir flautu og pianó á þessari öld, að stappar nærri einokun. Þeim Hall- fríði brást ekki heldur hér bogalist- in. Sónatan fékk að sýna marg- breytni sína, gáska, drama og dep- urð, í allri sinni dýrð í skínandi góð- um samleik. Sannkallaður, eins og franskir segja, tour de force. Á fljúg- andi ferð. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.