Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 25 JRtrgttiiWbifeii STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HALLAREKSTUR SVEITARFÉLAGA RÍKISBÚSKAPURINN hefur um langt árabil verið rekinn með gífurlegum halla - ogtilheyrandi áhrifum á skulda- stöðu ríkisins og vaxtastig í landinu. Öðru máli gegndi um sveitarfélögin. A heildina litið var rekstur þeirra í jafnvægi fram á tíunda áratuginn. Síðan hefur sigið verulega á ógæfu- hliðina. í ræðu Birgis ísleifs Gunnarssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabankans, á ársfundi bankans í fyrradag kom fram, að halli sveitarfélaga á árinu 1994 nam um fimm milljörðum króna - um 15% af tekjum. Það er hlutfallslega meira en halli ríkissjóðs hefur mestur orðið. Tekjur sveitarfélaga voru milli 6,5-7% af landsfram- leiðslu á árunum 1980-1988. Þær jukust í 7,5-8% þegar staðgreiðslan var tekin upp. Síðan hafa þær ekki aukizt, m.a. vegna samdráttar í þjóðarbúskapnum. Útgjöldin hafa hins vegar vaxið jafnt og þétt, eða úr 7,5% af landsfram- leiðslu fyrir 1988 í rúm 9% á síðustu tveimur árum. Út- gjöld til æskulýðs-, íþrótta- og menningarmála annars veg- ar og velferðarmála hins vegar skýra nær allan útgjaldauk- ann. Þessir útgjaldaflokkar hafa vaxið úr 1,6% af landsfram- leiðslu 1980 í 3,4% á árinu 1993. Heildarskuldir sveitarfé- laga hafa hækkað frá árinu 1980 úr 8,5 milljörðum í 29,6 milljarða króna á verðlagi 1994. Á sama tíma hafa hreinar skuldir sveitarfélaga vaxið úr engu í um 18 milljarða króna. Aukin útgjöld sveitarfélaga tengjast meðal annars at- vinnuleysi liðinna ára. Framlög sveitarfélaga í atvinnuleysis- sjóð námu hátt í tvo milljarða króna 1992-94. Svokölluð átaksverkefni til að fjölga störfum tímabundið kölluðu og á töluverð fjárframlög. Félagsleg þjónusta jókst einnig í kjölfar atvinnuleysisins. Þannig hækkaði fjárhagsleg aðstoð þeirra um tæp 100% milli áranna 1992-94. Ljóst er engu að síður, að versnandi fjárhagsstaða sveitarfélaga, einkum hinna stærri, rekur ekki sízt rætur til framkvæmdagleði langt umfram það sem tekjur þeirra stóðu undir. Halli sveitarfélaga hefur að sjálfsögðu sömu áhrif á opin- bera skuldastöðu og lánsfjármarkaðinn og halli ríkissjóðs. Halli sveitarfélaganna á m.a. þátt í því, að vextir eru að hækka, sem getur leitt til þess að hefta efnahagsbatann og draga úr fjárfestingum atvinnufyrirtækjanna. Það er því mikilvægt, að sveitarfélögin bregðist þegar við vandanum og dragi saman segl um sinn, einkum í framkvæmdum en ekki síður í rekstrarútgjöldum. í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er því og heitið að taka upp viðræður við sveit- arstjórnir um hallarekstur þeirra og leiðir til að bregðast við vandanum. Ríki og sveitarfélög verða að taka á honum stóra sínum í þessum efnum. HVAÐ VARÐ UM VESTFIRÐINGA? Fyrir allmörgum vikum kynntu frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins í Vestfjarðakjördæmi hugmyndir sínar um breytta fiskveiðistefnu. Morgunblaðið fagnaði þessum tillög- um mjög, ekki vegna þess, að blaðið væri efnislega sam- mála þeim í einu og öllu, heldur vegna hins, að þær voru fyrsta merki um, að sjávarútvegsstefnan yrði tekin til um- ræðu á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Þegar leið á kosningabaráttuna lýstu frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi því yfir, að þeir mundu ekki styðja ríkisstjórn, sem hefði ekki á stefnuskrá sinni umtalsverðar breytingar á fiskveiðistefnunni. Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völdum með aðild Sjálf- stæðisflokksins. Ekki er annað vitað en þingmenn Sjálfstæð- isflokksins úr Vestfjarðakjördæmi hafi lýst stuðningi við myndun hennar á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins. Annað hefur ekki komið fram. Það er heldur ekki kunnugt að þeir hafi hreyft andmælum á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins á dögunum. í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hins vegar ekki að finna nokkur þau ákvæði um breyting- ar á fiskveiðistefnu, sem uppfyllt geta þær kröfur, sem fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi gerðu í þessum efnum fyrir kosningar. Voru þetta einungis innan- tóm orð fyrir kosningar? Er ekki kominn tími til, að fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi geri kjósendum sínum grein fyrir því, hvers vegna þeir stóðu ekki við stóru orðin? Tekjuhalli sveitarfélaga nam tæpum 5 milljörðum í fyrra og lánsfjárþörfin hefur stöðugt vaxið Skuldasöfnun á markaði þrýstir á vexti Búskapur sveitarfélaga hefur hríðversnað á undanfömum misserum og tekjuhalli þeirra í fyrra nam tæpum 5 milljörðum króna. Versn- andi afkoma hefur í auknum mæli þrengt að lánsfjármarkaði. í samantekt Ómars Fríð- rikssonar kemur fram að forstjóri Þjóðhags- stofnunar telur að ef afkoma ríkis og sveitarfé- laga batnar ekki sé hætta á að vextir fari smám saman upp úr öllu valdi. Fjármál sveitarfélaga 1990-1994 Afkoma sveitarfélaga 1983-1994 ^ % fy tsÉV * 4^ af INNLENDUM VETTVANGI MIKIL umskipti hafa orðið á fjárhagsstöðu sveitar- félaga á undanfömum árum og hefur hún versnað verulega á seinustu misser- um. Árið 1993 varð samanlagður tekjuhalli sveitarfélaganna 4,7 millj- arðar króna eða sem svarar til 14,5% af tekjum þeirra og samkvæmt áætl- un Þjóðhagsstofnunar jókst halla- rekstur þeirra lítillega á seinasta ári og nam um 4,9 milljörðum króna eða sem svarar til 15% af tekjum þeirra. Til samanburðar má benda á að árið 1990 skiluðu sveitarfélögin tæplega 200 millj. króna tekjuaf- gangi, sem snerist í 614 millj. kr. tekjuhalla á árinu 1991. Tekjuhalli ríkissjóðs 8-12% af tekjum síðustu sex ár Miðað við umfang sveitarfélag- anna er vandi þeirra öllu meiri en afkomuvandi ríkisjóðs en tekjuhalli ríkissjóðs hefur mælst á bilinu 8-12% af tekjum undanfarin sex ár. Samkvæmt yfirliti sem Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, hefur tekið saman hafa raunútgjöld sveitarfé- laga á mann vaxið um 15% frá ár- inu 1990 á sama tíma og tekjur á mann hafa dregist lítillega saman. Árið 1991 var þriðji hver kaupstað- ur á landinu rekinn með tekjuhalla en á árinu 1993 voru tveir _______ af hveijum þremur kaup- stöðum reknir með halla. í nýrri spá Þjóðhags- stofnunar er gert ráð fyr- ir að aðhaldsamari fjár- hagsáætlanir og auknar tekjur sveitarfélaga í ljósi betri efnahagshorfa dragi nokkuð úr tekjuhalla þeirra, þótt íjárhagur sveitarfélaga í heild verði áfram erfiður á þessu ári. Áætlanir benda til að tekjuhallinn gæti orðið um 12% af tekjum eða sem svarar til 0,9% af landsframleiðslu. Halli ríkis og sveitarfélaga 17 milljarðar í fyrra Mikilvægt er að horfa á halla- rekstur og skuldasöfnun hins opin- bera í heild sinni, þ.e. bæði ríkis- 1,5 milljarða lántaka á tveimur mánuðum sjóðs og sveitarfélaga, sem hefur þrengt að lánsfjármarkaðnum og þrýst á hækkun vaxta en versn- andi fjárhagsstaða sveitarfélag- anna hefur stóraukið lánsfjárþörf þeirra. Á síðasta ári nam tekju- halli ríkis og sveitarfélaga rúmlega 17 milljörðum kr. eða sem svarar til 3,9% af landsframleiðslu en þar af er talið að halli sveitarfélaga hafi numið 4,9 milljörðum eins og áður segir. Er þetta raunar smá- bati ef árið á undan er tekið til samanburðar en þá nam tekjuhalli hins opinbera 18,4 milljörðum sem svaraði til 4,5% af landsfram- leiðslu. Þjóðhagsstofnun spáir því að samanlagður halli ríkis og sveit- arfélaga á yfirstandandi ári verði lítið eitt minni en í fyrra eða 15,5 milljarðar sem svarar til 3,4% af landsframleiðslu. Brýnasta verkefnið á efnahagssviðinu „Þessi afkoma er að mínu mati ekki í samræmi við það markmið að raunvextir hér á landi verði hóf- legir á næstu misserum. Menn verða að horfast í augu við þetta, því ef afkoma hins opinbera verður áfram svona slæm, þá er hætt við að vext- ir fari smám saman upp úr öllu valdi og það kæmi til með að skaða hagvaxtarhorfur. Þetta er brýnasta verkefnið á efnahagssviðinu og grundvallaratriði að gengið verði í að leysa það sem fyrst til að koma í veg fyrir að við lendum í svipaðri sjálfheldu og ýmsar nálægar þjóðir, sem hafa komist að því hversu dýr- keypt það er að lenda í erfíðri stöðu í opinberum fjármálum og má vísa til Svía og Finna í því sambandi," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Heildarskuldir hafa tvöfaldast frá 1988 Samfara auknum hallarekstri sveitarfélag- anna hafa skuldir þeirra hlaðist upp. Áætlað er að á seinasta ári hafi hreinar skuldir sveitarfélaganna (skuldir fyrir- tækja og sjóða eru ekki meðtaldar) numið tæpum 18 milljörðum króna sem er farið að nálgast þá upphæð sem sveitarfélögin hafa í beinar skatttekjur á heilu ári en þær námu um 20 milljörðum kr. á árinu 1994. Heildarskuldir sveitarfélaga hafa tvöfaldast frá árinu 1988 og námu um 30 milljörðum í lok síðasta árs en á því ári námu allar skatttekjur sveitarfélaganna 27,5 milljörðum kr. Sé litið á samanlagða skulda- stöðu ríkis og sveitarfélaga kemur í ljós, samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar, að heildarskuldir hins opinbera stefna í að verða rúmlega 245 milljarðar króna á yfírstand- andi ári og um 53,5% af landsfram- leiðslu, sem er lítið eitt hærra hlut- fall en á síðasta ári en þá er talið að heildarskuldir hins opinbera hafi numið 231 milljarði króna. 30 sveitarfélög öfluðu 5,9 milljarða króna Á sama tíma og ríkissjóður hefur í stórauknum mæli mætt lánsfjár- þörf sinni á erlendum mörkuðum hafa sveitarfélögin leitað út á inn- lendan verðbréfamarkað með út- gáfu skuldabréfa og víxla. Sam- kvæmt upplýsingum Yngva Arnar Kristinssonar, framkvæmdastjóra peningamálasviðs Seðlabankans, öfluðu alls 30 sveitarfélög um 5,9 milljarða kr. með skuldabréfaút- boðum á verðbréfamarkaðnum á seinasta ári, sem er tvöföldun frá árinu 1993 en áætlað er að á því ári hafi nýfjármögnun sveitarfé- laga með skuldabréfasölu numið um 3 milljörðum kr. Fyrir þann tíma voru hins vegar útboð sveitar- félaga á verðbréfamarkaði nánast óþekkt. 1,5 milljarða lántaka í útboðum í janúar og febrúar Þróunin á seinasta ári og fyrstu mánuðum þessa árs bendir til að sveitarfélögin hafi haldið áfram sókn sinni inn á innlendan skulda- bréfamarkað. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans hafa sveitarfé- lög selt skuldabréf á verðbréfa- markaði fyrir 731 millj. kr. á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs sam- anborið við 179 millj. kr. í sömu mánuðum á sein- asta ári. Auk þess hafa sveitarfélög selt skamm- tímavíxla á fyrstu tveim- ur mánuðum ársins fyrir 730 millj. kr. Samtals hafa sveitarfélögin því aflað sér lánsfjár á verðbréfamarkaði með útboðum upp á um 1,5 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Að sögn Yngva Arnar bendir salan á fyrstu tveimur mánuðum ársins til að veruleg aukning verði á skuldabréfaútgáfu sveitarfélaga á þessu ári og vart undir 8 milljörðum króna á árinu miðað við sölu skulda- bréfa í byijun ársins og er sala víxla þá ekki meðtalin. Skuldabréf í út- boðum sveitarfélaganna hafa verið með ávöxtunarkröfu á bilinu 5,93- 7,20%, eða með 6,22% meðaltals- ávöxtun. Yngvi Örn sagði að þetta skapaði að sjálfsögðu þrýsting á lánamarkaðinum en á móti kæmi að gera mætti ráð fyrir að dregið hefði úr öðrum lántökum sveitarfé- laganna. „Vandinn er sá að halli sveitarfélaga er verulegur og það setur þrýsting á vexti á lánamark- aði,“ sagði hann. Ríkisstjórnin ætlar að ræða við sveitarfélögin í stefnuyfírlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar er því lýst yfír að teknar verði upp viðræður við sveitarfélög- in um alvarlegan hallarekstur þeirra og leiðir til að bregðast við þeim vanda. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að fjárhagsvandi sveit- arfélaganna hafí vaxið á árunum 1992-1993 og líkur séu á að enn hafi sigið á ógæfuhliðina. Hann segir að fjárhagsstaðan hafi fyrst og fremst versnað hjá Reykjavíkur- borg, í Hafnarfirði og Kópavogi. Sveitarfélögin þurfa að taka við auknum verkefnum „Þetta vegur inn í efnahagslífið allt, vaxtapólitíkina og lánsfjár- markaðinn, þar sem sveitarfélögin þurfa gífurlegt lánsfé, því þau eru rekin með miklum halla,“ segir Páll og telur hann fulla ástæðu til að taka á þessum málum. „Það þarf að ræða við sveitarfélögin um þetta og einnig þarf að búa þannig að þeim að þau geti tekið við aukn- um verkefnum frá ríkinu,“ sagði Páll. Aðspurður hvort til greina kæmi að stöðva skuldasöfnun sveitarfé- laga með því að takmarka lántökur þeirra með lögum sagðist Páll vonast til að ástandið yrði ekki svo slæmt „en auðvitað þarf að tryggja reksturinn. Sveitarfélögin þurfa að sníða sér stakk eftir vexti, fjárhagsáætl- anir þeirra þurfa að vera þokkalega úr garði gerðar og ekki verði farið út í ónauðsynlegar og dýrar fram- kvæmdir," sagði félagsmálaráð- herra. „Það er enginn grundvallarmun- ur á því hvort halli myndast hjá ríki eða sveitarfélögum, efnahags- legu áhrifin eru þau sömu í öllum aðalatriðum. Afkoma sveitarfélag- anna er ekki síður áhyggjuefni en afkoma ríkissjóðs. Menn líta allt of oft framhjá þessari staðreynd," seg- ir Þórður Friðjónsson. Skuldabréfa- útgáfan gæti orðið 8 millj- arðar í ár Eiga „Vesturlönd“ sér framtíð? CHRISTOPHER Coker Morgunblaðið/Kristinn Eðli Atlantshafsbandalagsins mun breytast verulega á næstu árum og jafnvel er óvíst hvort hægt verði að ræða um Vesturlönd sem eina heild í framtíðinni, segir breski fræðimað- urinn Christopher Coker í samtali við Stein- grím Sigurgeirsson. Hann telur margt benda til að hið nána samstarf Bandaríkjanna og Evrópu undanfama hálfa öld sé nú að renna sitt skeið á enda. CHRISTOPHER Coker, sem er með virtari fræðimönn- um Breta á sviði alþjóða- mála, flutti sl. laugardag erindi á hádegisverðarfundi SVS og Varðbergs. Coker hefur kennt stjórn- málafræði við London School of Ec- onomics and Political Science frá árinu 1982. Sérsvið hans er þróun Atlants- hafsbandalagsins. Coker segir margar ástæður fyrir því að Bandaríkin og Evrópa fjarlæg- ist nú, alveg óháð samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins. Ein helsta ástæða þess sé að grundvallarbreyting hafí átt sér stað á afstöðu Bandaríkj- anna til Atlantshafsríkjanna. Þá hafi Bandaríkjamenn endurskoðað hags- muni sína og gildi, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað í Asíu. í meginatriðum má greina þrjú grundvallaratriði bandarískrar utan- ríkisstefnu á síðustu tveimur öldum, að mati Cokers. í fyrsta lagi hefur hún grundvallast á „sérstöðu“ Bandaríkjanna, þ.e. litið hefur verið svo á að bandarísk þjóðfélagsskipan sé æðri öðrum þjóðfélagsformum og eigi því jafnvel að eiga lítið samneyti við önnur ríki. „Þetta var meginþema bandarískrar einangrunarhyggju á þriðja áratugnum og má finna enn í dag í málflutningi manna á borð við Patrick Buchanan. Þessi trú á eigin yfirburði hefur átt uhdir högg að sækja vegna hins mikla árangurs Japana. í fyrsta skipti í 250 ára sögu Bandaríkjanna virðist öðru ríki ganga betur en Bandaríkjunum og það sem meira er, þá virðast þau gildi, sem Bandaríkjamenn litu á sem banda- rísk, svo sem dugnaður í vinnu og áherslan á fjölskyldu, og notuð voru í samanburði við t.d. Sovétríkin, frek- ar eiga við Japan í dag en Bandarík- in. Þetta hefur valdið alvarlegri kreppu bandarísks hugarfars. Til skamms tíma voru yfirburðir Banda- ríkjanna mældir með samanburði við Evrópu og þar sem Evrópubúar eyddu heilli öld í að reyna að tortíma hver öðrum og tókst nánast að tor- tíma Evrópu árið 1945 áttu Banda- ríkjamenn ekki í miklum erfiðleikum með að réttlæta eigin yfirburði. Nú bera Bandaríkjamenn sig hins vegar saman við Asíu. Sérstaða þeirra er því ekki til staðar lengur og verður líklega aldrei aftur.“ Annað meginstef bandarískrar ut- anríkisstefnu vill Coker kalla „fyr- irmyndarhlutverkið“. Bandaríkin varða leiðina og umheimurinn á að fylgja eftir. Gildi dregin í efa „Þetta hefur byggst á þeirri trú að hin bandaríska leið sé algild, að allir eigi að geta gert það sem Bandaríkja- menn gera. Dæmi um þetta er sú trú að það sé hægt að flytja út lýðræði, bandarísk félagsleg gildi og annað. Höfnun hins íslamska heims og að einhverju leyti Japan og Kína á hinni bandarísku leið hefur vakið upp efa- semdir um þessa trú. Hin hefðbundnu gildi Bandaríkjanna eru jafnvel dregin í efa í Bandaríkjunum sjálfum af hin- um nýju innflytjendahópum, sem hafna þessari nítjándu aldar sýn. Við höfum kallað þetta ógn fjölmenning- arinnar, fólk í Bandaríkjunum hafnar hinni hefðbundnu hugmynd um Bandaríkin. Evrópa getur ekki haft nein áhrif á þessa þróun þar sem flest- ir innflytjendur til Bandaríkjanna und- anfarin fimmtíu ár hafa ekki verið Evrópubúar, heldur frá Asíu eða Róm- önsku Ameríku. Sú verður einnig raunin áfram í fyrirsjáanlegri fram- tíð.“ Þriðja stef utanríkisstefnunnar og það, sem hefur að sögn Cokers mest áhrif á Atlantshafsbandaiagið, er „frelsunarhlutverkið". Bandaríkja- menn hafi litið á það sem hlutverk sitt að frelsa heiminn frá öllu illu. Hvort það séu Sovétríkin eða eitthvað annað skipti litlu máli en óvinirnir hafi ávallt komið frá Evrópu. „Nú gera Bandaríkjamenn sér grein fyrir því að umheimurinn hefur ekki þörf fyrir neina frelsun. Það er ekki lengur neitt „heimsveldi hins illa“ til staðar. Það er ekki þörf fyrir þetta hlutverk lengur, sem í raun hefur mótað stefnu Bandaríkjanna á tuttugustu öldinni. Þetta eru allt nítjándu aldar hugmynd- ir og Bandaríkin hafa í eðli sínu verið nítjándu aldar samfélag. Það er ekki mín einkaskoðun heldur skírskotun í Dean Acheson, sem var utanríkisráð- herra Bandaríkjanna við upphaf kalda stríðsins. Kreppan sem í vændum er, er vegna þess að Bandaríkjamenn verða að hætta að hugsa á nótum nítjándu aldarinnar. Úr því mun draga eftir því sem líður á áratuginn og Bandaríkin verða að móta sig upp á nýtt ef þau ætla að vera áfram stó'r- veldi og sú mótun mun eiga sér stað óháð Evrópu. Ég tel að þarna séu sterk söguleg öfl að verki og þetta mun hafa mjög mikil áhrif á NATO. í fyrsta lagi verð- ur samstarfið innan bandalagsins, ef það á að lifa fram á næstu öld, og það er ekki mjög líklegt, að byggjast á hagsmunum en ekki gildum. Skil- greiningin á hagsmunum verður þrengri en til þessa og þeir verða öðru fremur efnahagslegir og í minna mæli á sviði öryggismála. Herinn heim í öðru lagi tel ég að Bandaríkja- stjórn geti ekki áfram réttlætt að vera með jafnmikið herlið í Evrópu og til þessa. Það er einungis spurning um örfá ár áður en bandarísku her- mennirnir hverfa heim. Clinton-stjórn- in hefur slegið þessari ákvörðun á frest en vegna hins mikla kostnaðar verður það ekki hægt mikið lengur. Enginn virðist hafa hugmynd um hvert er hlutverk NATO og allra síst þeir er starfa í höfuðstöðvunum í Brussel. Það má þó ekki gleyma því að Bandaríkin eiga ennþá öryggishags- muna að gæta í Evrópu þar sem Rúss- land er enn kjarnorkuveldi og eina ríkið sem getur tortímt Bandaríkjun- um á hálfri klukkustund, líkt og yfir- maður bandaríska heraflans orðaði það í fyrra. Samskipti Rússlands og Bandaríkj- anna munu þó, að ég tel, í auknum mæli þróast út í tvíhliða samskipti, sem_ Evrópa fær ekki að skipta sér af. Ég held að við séum að horfa fram á endalok allsheijar öryggissamstarfs • Evrópu og Bandaríkjanna og að í stað þess muni tvíhliða samskipti og samn- ingar taka við. Hið fjölþjóðlega eðli Atlantshafssamstarfsins er að hverfa mjög hratt.“ Coker segir þó að ekki megi setja samasemmerki milli NATO og hinnar sameiginlegu herstjórnar. „Bandalag- ið sjálft er eldra en sameiginlega her- stjórnin þar sem fyrstu bandarísku sveitirnar komu ekki til Evrópu fyrr en 1951. Ég held að við eigum eftir að sjá fram á afturhvarf til þess sem bandalagið var við stofnun árið 1949, það er að í samstarfínu felist eins konar diplómatísk trygging fyrir Evr- ópu en að stöðugt dragi úr hinni sam- eiginlegu herstjórn. NATO yrði því fyrst og fremst pólitískt bandalag, líkt og ætlunin var í upphafi, en ekki hern- aðarlegt. Það var einungis vegna Kóreustríðsins og aukins ótta við Sov- étríkin að Bandaríkin komu herafla fyrir í Evrópu. Að mínu mati er aftur- hvarf til 1949 ekki bara líklegt heldur æskilegt." Coker segir að eina ástæða þess, að Bandaríkin eru enn með mikið herlið í Evrópu, sé að það auðveldi aðgerðir I Mið-Austurlöndum. Yfír- menn í varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna hiki ekki við að segja það hreint út. Þeir geti einungis réttlætt þessi fjárútgjöld fyrir þinginu með þeim rökum að herliðinu sé fyrst og fremst ætlað að grípa til aðgerða í Mið-Austurlöndum. Takmörk skuldbindinga „í Persaflóastríðinu kom greinilega I ljós hversu vel herstöðvarnar í Evr- ópu nýttust Bandaríkjamönnum. Stóra vandamálið í þessu sambandi er að innan nokkurra ára munu ríki í Mið-Austurlöndum ráða yfir eld- flaugum sem ná til Lundúna og París- ar. Það er óræða stærðin í málinu. Ég er ekki viss um að evrópskar ríkis- stjórnir verði yfír sig hrifnar af því að hýsa bandarískar sveitir, sem nota á í Mið-Austurlöndum, I ljósi þeirrar hættu sem það hefði í för með sér ef til nýrra átaka á borð við Persaflóa- stríðið kæmi. Vandi samstarfs, er byggist ekki á gildum heldur hags- munum, er að samstarfsaðilarnir verða mun kaldrifjaðri og útspekúler- aðri varðandi hagsmuni sína og skuld- bindingar gagnvart öðrum. Jafnvel á tímum kalda stríðsins náðu þær skuldbindingar stundum skammt, s.s. í Yom Kippur-stríðinu en þá gátu Bandaríkjamenn nýtt Evr- ópuherstöðvar sínar I mjög takmörk- uðum mæli. Fyrst að sú var raunin í kalda stríðinu tel ég að Bandaríkja- menn geti ekki treyst á afnot af her-., stöðvum sínum nú. Við skulum heldur ekki gleyma því að eldflaugum hefur einu sinni verið skotið á evrópsk skotmörk nú þegar. Khaddafi Líbýuforseti skaut flaugum á herstöð Bandaríkjamanna á Sikiley árið 1987. Sem betur fer geiguðu flaugarnar en þetta var í fyrsta skipti í um 280 ár sem ráðist var á Evrópu frá hinum íslamska heimi. Hættulegasta svæði í heimi Eitt helsta vandamál Evrópubúa nú er að Evrópa er hættulegasta landssvæði í heimi þessa stundina. Álfan er umkringd hættusvæðum: Norður-Afríku, Kákasussvæðinu, Mið-Austurlöndum, fyrrum Sovétríkj- unum og Balkanskaga. Alls staðar eru annað hvort óvinaríki eða eldfímar aðstæður. Ástandið er allt annað og betra í Asíu og Ameríku og jafnvel í Afríku er ekki að finna hættur af þessu tagi. Evrópa hefur aldrei verið í jafnhættu- legri stöðu. Jafnvel á tímum kalda stríðsins og sovésku kjamorkuógnar- innar áttu fæstir von á að gereyðing- arvopnum yrði beitt. Nú er hættan jafnt raunveruleg, aðkallandi og lík- leg. Það er vafamál hvort Vesturlönd geti staðið saman nú þegar gildi skipta ekki lengur miklu máli í samstarfinu. Tíminn mun leiða það í ljós.“ Hann segir að einnig megi spyija hvers vegna NATO ætti að endast fram á næstu öld. Mun stærra mál sé hvort hin vestrænu öfl séu þess megnug að starfa saman mikið leng- ur. „Það er stóra spurningin. Eiga Vesturlönd sem hugtak og heild ein- hveija framtíð fyrir sér? Framtíð NATO er einungis hluti af því máli.“ Átök milli Evrópu og Bandarí kj anna Coker segir að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú farnir að ræða opin- skátt möguleikann á því að til alvar- legra átaka komi milli Bandaríkjanna og Evrópu á fyrri hluta næstu aldar. Þá séu menn ekki að velta fyrir sér hernaðarátökum heldur viðskipta- stríði, sem gæti orðið mjög harðvít- ugt. Bandaríkjamenn eru farnir að leggja áherslu á að Evrópa geti ekki gengið út frá góðum samskiptum við Bandaríkin sem vísum og að ef ekki verði komið til móts við kröfur þeirra I framtíðar viðskiptaviðræðum gæti það reynst Evrópu mjög dýrkeypt. Coker segist ekki telja raunhæft að ætla að hugmyndir manna á borð við Henry Kissinger, fyrrum utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, um við- skiptabandalag þjóðanna við Atlants- hafíð — eins konar TAFTA (Trans- Atlantic Free Trade Area) — verði að veruleika, ekki síst þar sem að þær séu á skjön við meginstrauma Evrópu- samstarfsins. „Evrópusamstarfið er I hættu. Jacques Delors lýsti því yfir er hann lét af störfum sem forseti framkvæmdastjórnarinnar að Evrópa þyrfti á nýrri hugmynd að halda til að fylkja sér um. Besta hugmyndin væri líklega að efna til viðskiptastríðs við Bandaríkin, þar væri kominn óvin- ur, sem hægt væri að sameinast gegn. Kissinger hefur verið mjög sam- kvæmur sjálfum sér I þessum efnum. Hann hefur gagnrýnt Evrópusamr- unann allt frá upphafí árið 1957 þar sem hann telur hann vera í andstöðu við Atlantshafssamstarfíð. Það er ástæða þess að hann hefur ávallt ver- ið uppáhaldsutanríkisráðherra Banda- ríkjanna í Bretlandi. Hann er efa- semdamaður í Evrópumálum. Hann sagði raunar einnig í ræðu sinni á ráðstefnunni í London [þar sem hug- myndin um TAFTA var sett fram] að Evrópa samkvæmt hugmyndum Delors væri ekki Evrópa, sem Banda- ríkin gætu átt neitt sérstakt samneyti við. Flestir bandarískir áhrifamenn hafa verið ósammála Kissinger í þessum efnum og ýtt mjög undir samruna Evrópu. Eg tel það fávisku. Þeir gera sér ekki grein fyrir að andstaða við Bandaríkin verður að vera eitt af grundvallaratriðum Evrópuhugsjón- arinnar. Evrópustefna Frakka hefur ekki síst verið í algjörri andstöðu við hagsmuni Bandaríkjanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.