Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 20
20 MIBVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Býr Islendingur hér“ frumsýnt í Berlín Berlin. Morgunbiaðið. Á MÁNUDAGSKVÖLD var frum- sýnt í Berlín íslenska leikritið „Býr íslendingur hér?“ Leikritið var sett á svið í Maxim Gorky-leikhúsinu sem er í gamla miðbæ Berlínar, og mættu nokkur hundruð manns á frumsýn- inguna. Þeirra á meðal voru gamlir samfangar Leifs Mullers. Leikritið er byggt á samnefndri bók Garðars Sverrissonar sem fjallar um Leif Muller, eina íslendinginn sem lifði fangabúðir nasista af. En hann var einmitt í Sachsenhausen- fangabúðunum sem eru við Berlínar- borg. Nú er þess minnst í Berlín að 50 ár eru iiðin síðan Sachsenhausen- fangabúðimar voru frelsaðar af Bandamönnum og var þessi sýning á „Býr íslendingur hér?“ liður í því. Áður en leikritið hófst fluttu Ingi- mundur Sigfússon sendiherra og doktor Gunther Morsch yfirmaður Sachsenhausen-safnsins stuttar ræður þar sem hörmunganna var minnst, og undirstrikað mikilvægi þess að hafa vakandi og gagnrýninn huga til að ekkert í líkingu við þjóð- emissósíalismann endurtaki sig. Því eins og Leifur Muller sagði sjálfur: „Ég er sannfærður um að pólitísk þróun af þeirri gerð sem leiddi til þjóðemissósíalisma, getur gerst í hvaða lýðræðisríki sem er, líka á íslandi.“ Fjöldi manna, bæði leikarar og sviðsmenn, komu frá íslenska leikhúsinu til að vinna við uppsetn- inguna hér í Berlín. Leikritið var flutt á þýsku og var Pétur Einarsson sem fór með aðahlutverkið margklappað- ur upp. Hann sagði að eftir á að hyggja hefði það verið ansi djarft hjá honum að taka hlutverkið að sér. Hann hefði enga þýsku lært áður utan það sem hann lærði í menntaskóla á sjötta áratugnum. „Þetta er búið að vera mikil vinna og eftir undanfamar vikur skil ég orðin „Arbeit macht frei“ á annan hátt,“ sagði Pétur Einarsson. Leikritið verður sýnt aftur á mið- vikudaginn og fimmtudaginn en eft- ir það snýr hópurinn aftur til íslands. PÉTUR Einarsson var margklappaður upp. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GUÐGEIR Matthíasson listmálari við nokkur verka sinna. Utileikhús á Egilsstöðum Guðgeir sýndi í Akóges Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. í SUMAR sýnir Útileikhúsið „Hér fyrir austan" aftur í Selskógi við Egilsstaði. Ákveðið hefur verið að lækka verðið á aðalsýningar og til bama, og nú er orðinn til sérstak- ur afsláttur fyrir eldri borgara og fatlaða. Dagskrá 1995 hefur kostað mik- inn undirbúning, vonast menn til að hún eigi eftir að gera margan ánægðan. Sýningamar sem úti- leikhúsið byijar með 1993 heita nú aðalsýningar og em enn á mið- vikudagskvöldum, en margs konar aðrar uppákomur hafa bæst við og bjóðast a.m.k. öll föstudags- og sunnudagskvöld. Vegna aðalsýninganna hefur sú stefna haldist að leita hvern vetur til Austfirðinga um að semja nýtt leikefni fyrir næsta sumar og höf- undamir fara fljótlega ad ljúka verkum sínum. Að auki er útileikhúsið að standa ásamt undirbúningshópi fyrir ráð- stefnu 29. apríl um íslenskar vörð- ur og um hefðbundnar fjallleiðir á Austurlandi. GUÐGEIR Matthíasson listmálari var með málverkasýningu í Akóg- eshúsinu í Vestmannaeyjum um páskahelgina. Á sýningunni voru 45 verk, öll unnin í olíu og hlaut Guðgeir góðar viðtökur hjá þeim tæplega 500 gestum sem sóttu sýningu hans. Sýning Guðgeirs var hans níunda einkasýning en auk þess hefur hann tekið þátt í þremur samsýningum. Guðgeir sýndi tals- vert nýja hlið á sér á þessari sýn- ingu og braut upp það form sem hann hefur haldið sig við til þessa. Verkin á sýningunni voru unnin á striga, glerdiska og postulínsflísar og vora öll olíuverk. Guðgeir sýndi síðast fyrir tæp- um tveimur áram en myndimar á sýningunni nú vora allar unnar á síðasta einu og hálfu ári og ramm- aði Guðgeir sjálfur myndimar inn og gekk á allan hátt frá þeim fyr- ir sýninguna. Guðgeir sagði að myndimar á sýningunni hafí bæði verið róttæk- ar og svo hafí verið þar mildar landslagsmyndir, nokkurskonar smásögur, eins og hann kallaði það sjálfur. Um helmingur verkanna vora landslagsmyndir en helming- urinn fantasíur og er mikill hluti myndefnisins sóttur í heimabyggð Guðgeirs í Eyjum. Guðgeir Matthíasson er með öllu sjálfmenntaður í myndlistinni. Hann segist hafa byijað að fikta við listmálun árið 1978 fyrir ein- kennilega tilviljun. „Ég var að vinna við að mála íbúðarhús, en var ekki með réttindi sem málari. Ég var kærður fyrir að vinna við iðngrein sem ég hafði ekki réttindi til að vinna við og varð því að hætta að mála húsið. Þá kom það einhvem veginn yfír mig að mig langaði að prófa að leika mér með liti til að geta haldið áfram að mála og upp frá því hef ég verið að þróa mig áfram við málaralist- ina,“ sagði Guðgeir. Hann sagði að sem unglingur hafi hann alltaf verið laginn við að teikna; „Ég fékk alltaf tíu í teikningu í skólan- um, svo þetta hefur líklega blundað undir niðri í mér,“ sagði Guðgeir. Sýning Guðgeirs í Akógeshúsinu í Eyjum var skemmtilega upp sett og ný myndform hans koma sann- arlega á óvart en Guðgeir segist sífellt vera að læra og þróast sem listamaður. Han segist mjög ánægður með þær viðtökur sem hann fékk og segir að. vel hafí selst á sýningunni. Exultate, jubilate TONOST Kristski rkja KIRKJUTÓNLIST EFTIR MOZART Flytjendur: Kór Hafnarfjarðar- kirkju Kammersveit: konsertmeist- ari Hildigunnur Halldórsdóttir. Einsöngvarar: Margrét Bóasdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Guðlaug- ur Viktorsson og Valdimar Másson. Orgelleikari: Marteinn H. Friðriks- son. Stjórnandi Helgi Bragason. Miðvikudagur 24. apríl 1995. HELGI Bragason orgelleikari við Hafnarfjarðarkirkju hefur byggt upp vel syngjandi kór og stóð fyrir tónleikum í Kristkirkju sl. mánudag, þar sem flutt voru eingöngu kirkjuverk eftir Mozart. Til samstarfs fékk hann Kammer- sveit, einsöngvara og einleikara á orgel og verkefnin vora; Regina coeli (K.108), eins konar „concert- ante“ kórverk, Kirkjusónata (K.336), fyrir orgel og strengja- sveit, Exutate, jubilate, mótettan fræga og Krýningarmessan (K.317), fyrir Qóra einsöngvara, kór og hljómsveit. Fyrsta verkið Regina coeli, Drottning himna, er glaðlegt og var það í heild nokkuð vel flutt, sérstaklega af hljómsveitinni og sömuleiðis af kórnum, sem þó geld- ur þess hve karlaraddimar era fáliðaðar. Margrét Bóasdóttir flutti einsöngsþáttinn af öryggi og sér- staklega vel aríuna. Kirkjusónatan er einþáttungur fyrir orgeleinleik og strengjasveit. Marteinn lék þessa „orgelsónötu" mjög vel en hefði þurft hljómmeira hljóðfæri, auk þess sem stjómandi og einleikari vora ekki sammála um hraðann, er olli ónákvæmni í samspili í upphafi verksins. Exultate, jubilate, er eitt af frægustu söngverkum Mozarts og var það liðlega flutt af Margréti Bóasdóttur, einkum „Alleluja" þátturinn, sem er eins konar „ein- leikskonsert“ fyrir söngrödd, þar sem mikið reynir á raddleikni söngvarans. Hægi þátturinn var og mjög vel sunginn og í heild var flutningur verksins góður, bæði af hálfu söngvara og hljómsveitar, undir stjórn Helga Bragasonar. Síðasta verkið á eftiisskránni, Krýningarmessan, er samanrekið tónverk en samkvæmt fyrirskipun- um mátti Mozart ekki leika sér að vild og þurfti t.d. að hafa Gloria og Credo þættina báða í samfelldu formi en ekki skipta þeim upp í sjálfstæða þætti, eins og hafði lengi verið tíðkað og m.a. í messum barokktónskáldanna. Þrátt fyrir að hafa nokkuð bundnar hendur, tókst Mozart að leika sér með tón- málið af snilld. í heild var flutning- ur verksins góður, sérstaklega hjá kórnum í Gloria og Credo, þrátt fyrir smá misfellur um miðbik Credo þáttarins. Einsöngvararnir sungu af þokka, sérstaklega í Benedictus og Agnus Dei þáttun- um en þar mæddi mest á Margréti. Með þessum tónleikum hefur Helgi Bragason náð því að skapa sér nafn sem dugandi stjómandi, komið sér upp góðum kór og gerir sig líklegan til að geta tekist á við flutning stærri tónverka í framtíð- inni. Jón Ásgeirsson Nýtt tímarit VORBLAÐ Tímaritsins Hús- freyjunnar er komið út. Meðal efnis er viðtal við leikkonuna Guðrúnu Ásmundsdóttur, „Ástin hefur engan kvóta“ og einnig er viðtal við unga athafnakonu, Aðalheiði Héð- insdóttur, en hún rekur kaffí- brennslu í Njarðvík. Þá fjallar dr. Eiríkur Orn Amarson um svefnleysi og- svefntraflanir og bendir á úrræði án lyfja. Tímaritið Húsfreyjan er að vanda með matreiðsluþátt í umsjá Kristjönu Steingríms- dóttur. Handavinna er að þessu sinni fengin úr smiðju frú Láru. Blaðinu er ætlað að verða fyrir alla fjölskyld- una. Ritstjóri Húsfreyjunnar er Hrafnhildur Valgarðsdóttir. Sýning í Listmuna- húsi Ófeigs ÞESSA dagana stendur yfír kynning í listmunahúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 á verkum Helgu Magnúsdóttur og Sig- urðar Þóris. Á sýningunni era málverk, pastel * og vatnslitamyndir ásamt pennateikningum. Efnistök listamanna eru ólík, en það sem tengir þau saman er að landið og náttúran kem- ur fyrir í verkum þeirra. Sig- urður fjallar um manninn og hans nánasta umhverfi, en Helga túlkar landið og veðra- skil þess. Kynningunni lýkur 15. maí. Jón Jóns- son sýnir í Eden NÚ STENDUR yfír sýning á málverkum eftir Jón Jónsson, en hann hef- ur verið meðlimur í Myndlista- klúbbi Hvassaleitis í 15-20 ár. hann hefur haldið sýn- ingar með klúbbum og einnig hald- ið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur til 7. maí. Nýjar plötur • SKÍFAN hf. hefur gefíð út nýju geislaplötuna Núna með átta lögum sem Björgvin Halldórsson hefur sungið í Söngvakeppnum Sjónvarps- ins frá upphafi, en alls hefur Björgvin sungið ellefu lög í keppnunum. Auk þessara átta laga er á nýju plötunni titil- lagið Núna sem er framlag íslands í Eurovision-keppn- inni sem framundan er í Dubl- in 13. maí nk. Núna heitir í enskri útgáfu If it’s Gonna End in Heartache. Lögin á plötunni eru; Núna, Ef, Sóley, Mig dreymir, Ég lifi í draumi, Mín þrá, Lífs- dansinn, Ég leyni minni ást, í tangó If it’s Gonna End in Heartache.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.