Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ HÓPURINN sem var á námskeiði Slysavarnaskóla sjómanna. Morgunblaðið/Silli Fengu siglingaréttindi á 30 tonna bát Húsavík - Nýlokið er á Húsavík námskeiði í sjóvinnu sem skapar sjófarendum réttindi til að sigla 30 tonna fari. Kennari var Villyálmur Pálsson en hann hefur sljórnað slíkum námskeiðum undanf- arin 15 ár í samvinnu við Gagnfræðaskólann og síðar Framhaldsskólann á Húsavík og hefur þetta verið einn þáttur skólanna í því að tengja nám við atvinnuvegina og telja forráðamenn að þetta hafi borið góðan árangur. Námskeiðinu lauk um síðustu helgi með kennslu starfsmanna Slysavarnaskóla sjó- manna sem starfar á vegum Slysavamafé- lagsins. Kenndu þeir m.a. hvemig best er að slökkva eld, meðferð neyðarblysa og björgunarbáta og var sú kennsla bæði munn- leg og verkleg. Alls Iuku 10 nemendur réttindaprófi en auk þess vom á námskeiðinu nemendur úr 10. bekk Grunnskólans en þeir nutu fræðsl- unnar en luku ekki prófi. Þetta er mjög hagnýtt nám því margir sem ekki stunda sjó að atvinnu em að leika sér á hraðbátum og þá er gott að hafa fengið þá fræðslu sem nýútskrifaðir nemendur hafa fengið. Uppbygging nýrrar byggðar í Súðavík hefst á sunnudag Tæpar 10 milljónir í snjómokstur á Húsavík Húsavík - Mikið var mokað af snjó í vetur og ekki sjá menn eftir ann- að en þægindi fyrir þá miklu pen- inga sem Húsavíkurbær hefur kost- að til snjómoksturs í vetur en það eru 9,7 milljónir en á síðasta ári kostaði snjómoksturinn 4,8 milljón- ir. Fjáhagsáætlun bæjarins gerði ráð fyrir 5,3 millj. kr. allt árið svo mikið mun verða fram yfir áætlun. Þeir sem muna árið 1951 mu'n ' eftir eins miklum snjóavetri. Þá fennti býlið Knútsstaðir alveg í kaf og mokað var meira en metra þykk- um snjó af þaki hússins. Þá barst viku gömul mjólk frosin í brúsunum úr Reykjadal og Morgunblaðið fengu menn hálfsmánaðar gamalt og farartækin voru hestur og sleði. En þá var ekki milljónum eytt í snjómokstur og menn undu vel við sitt eins og þeir gera í dag. Þó vika sé af sumri hefur lítið hlýnað og snjóél öðru hvoru. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Flutningamiðstöðin tekur við umboði * ____________ Islandsflugs í Eyjum Vestmannaeyjum - Flutnínga- miðstöð Vestmannaeyja hf. tók nýverið við umboði íslandsflugs í Eyjum. Samfara yfirtöku umboðs- ins voru gerðar breytingar á af- greiðslutíma skrifstofu íslands- flugs á Vestmannaeyjaflugvelli og verður þar framvegis opið allan daginn. Forsvarsmenn Flutningamið- stöðvarinnar og íslandsflugs kynntu þessa breytingu fyrir skömmu. Hjá þeim kom fram að ætlunin væri að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini íslands- flugs. Flutningamiðstöðin sem stofnuð var um síðustu áramót, og er í eigu Samskipa og Vinnslu- stöðvarinnar, færir með þessu talsvert út starfsemi sína enda sagði Þorsteinn Viktorsson, fram- kvæmdastjóri, að starfssvið fyrir- tækisins væri alhliða flutninga- þjónusta og með því að taka við umboði íslandsflugs í Eyjum víkk- uðu þeir út starfsemi sína á þessu sviði og gætu nú séð um vöruflutn- inga bæði loftleiðis og sjóleiðis til Eyja. Aðspurðir um hvort ráðgert væri með þessu samstarfi íslands- flugs og Flutningamiðstöðvarinn- ar að hefja flutning á ferskum fiski með flugi beint frá Eyjum sögðu forsvarsmenn fyrirtækjanna að ráðagerðir væri ekki uppi um slíka flutninga enn sem komið er en sögðu þó að hugur væri opinn fyrir öllum nýjum möguleikum á sviði flutningaþjónustu. Flutningamiðstöðin réð Bjarna Sighvatsson sem umsjónarmann með skrifstofu íslandsflugs á Vestmannaeyjaflugvelli og mun skrifstofan þar verða opin allan daginn, alla daga vikunnar. Á skrifstofunni verður þjónusta fyrir farþegana auk þess sem þar verð- ur afgreiðsla fyrir vöruflutninga með Islandsflugi. Forseti Islands tekur fyrstu skóflustunguna Isafirði - Uppbygging nýrrar byggðar í Súðavík hefst nk. sunnu- dag kl. 14 með því að forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur fyrstu skóflustunguna á hinu nýja byggingarsvæði. Síðan mun sr. Magnús Erlingsson sóknarprest- ur flytja blessunarorð en ráðgert er að hátt í þijú hundruð manns verði viðstödd athöfnina. Að henni lokinni mun Slýsavarnadeild Súða- víkur bjóða til kaffisamsætis í Grunnskólanum auk þess sem deild- in mun efna til dansleiks í félags- heimilinu um kvöldið. „Forseti íslands mun taka fyrstu skóflustunguna rétt utan við grunn- skóla staðarins og verður hér um táknræna athöfn að ræða. Á þeim stað sem fyrsta skóflustungan verð- ur tekin, verður ekki byggt hús heldur er hér um að ræða fyrsta vísirinn að gatnagerð í bænum. Við ráðgerum að hefja framkvæmdir mjög fljótlega en þær byggjast að sjálfsögðu á því að nýtt hættumat liggi fyrir um bæði svæðin. Verði niðurstaðan sú að svæðið í „gömlu“ Súðavík verði yfirlýst sem hættu- svæði og nýja byggingarlandið hættulaust munum við fara þess á leit við Ofanflóðasjóð að hann kaupi upp þær eignir sem eru í „gömlu“ Súðavík. Á því byggist framhaldið. Jón Gauti Jónsson, starfandi sveit- arstjóri, hefur verið að funda með ráðuneytisnefndinni og Ofanflóða- sjóði og um leið og hann kemur vestur, munu þessi mál væntanlega skýrast," sagði Sigríður Hrönn El- íasdóttir, hreppsnefndarmaður, sem nú er í leyfi frá störfum sveitar- stjóra. Eins og að framan greinir hefur fjölmörgum aðilum verið boðið að vera viðstaddir athöfnina, auk for- seta íslands, öllum ráðherrum nýrr- ar ríkisstjórnar, þingmönnum, full- trúum bæjarfélaga, sjóðsstjórn Samúðar í verki og forsvarsmönn- um hinna ýmsu stofnana á svæðinu auk íbúa Súðavíkur. 100 krakkar tóku þátt í HIÐ árlega KH-mót í frjálsum íþróttum, fyrir börn í 1.-7. bekk grunnskóla, var haldið um helg- ina á Blönduósi. Um 100 börn tóku þátt í mótinu eitt fyrir hvert ár Kaupfélagsins en það verður 100 ára á þessu ári. Allir krakk- ar fengu sérmerkta boli frá kaupfélaginu. Mörg barnanna voru að keppa í fyrsta sinn á móti og hljóta sín fyrstu verð- - - laun. ÞÁTTTAKENDUR í opnum degi björgunarsveita á Suðurnesjum. _________________________________________ Góð þátttaka á „opnum degi“ björgunarsveita á Suðurnesjum Garði - Milli 40 og 50 manns fóru vítt um Suðurnesin sl. laugardag í boði svæðisstjórnar 2 sem gekkst fyrir „Opnum degi“ björgunarsveita. Tii skoðunarferðarinnar var boðið fulltrúum Almannavarna ríkisins sem og fulltrúum Almannavarna á Suðumesjum, félögum í landsstjóm og svæðisstjórnum, sveitarstjómar- fulltrúum og fulltrúum lögreglu og brunaliðs. Menn tóku daginn snemma og var mætt í rútu í Keflavík kl. 9.30. Fyrst var haldið í Garðinn en síðan farið allan hringinn, gegnum Sandgerði í Voga, Grindavík og Hafnir og endað hjá sveit Landsbjargar á Suðurnesj- um. Vel þótti til takast en markmið dagsins var að auka tengsl þeirra, sem tengjast björgunar- og almanna- varnastarfí á Suðurnesjum og kynna bæði félögum björgunarsveitanna sem og forsvarsmönnum byggðar- laganna þann tækjakost, húsakost, mannafla og búnað, sem björgunar- sveitimar hafa yfir að ráða. KH-mótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.