Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ L Gerð undir- gangSL undirbúin NÚ ER unnið að gerð undirganga gegnum Vesturlandsveg við Viðar- höfða í Reykjavík. Viðarhöfði mun tengja saman iðnaðarhverfín ofan og neðan Vest- urlandsvegar í gegnum göngin en að auki verður hægt að komast frá Viðarhöfða inn á Vesturlandsveg í átt að miðbænum. Vesturlandsvegur var rofinn í síð- ustu viku og fer umferðin nú um bráðabirgðaframhjáhlaup við Hest- háls. í þessari viku verður svo geng- ' ið frá framhjáhlaupi sem mun þjóna umferðinni uns mannvirkin verða tekin í notkun síðla sumars. í frétt frá Vegagerðinni og Borg- arverkfræðingi um framkvæmdirn- ar sem nú standa yfir á Vesturlands- vegi og Höfðabakka er bent á að í stað þess að silast í gegnum bráða- birgðagatnamót og framhjáhlaup sem notuð verða á meðan á fram- kvæmdum stendur er oft hægt að fara aðrar og greiðari leiðir. í fréttatilkynningunni er bent á: Þeir sem koma ofan Vesturlands- veg og eiga erindi í Grafarvogs- hverfin geta t.d. farið til hægri á ljósunum við Víkurveg og um vega- kerfí Húsa-, Rima- og Grafarvogs- hverfa. Umferð úr þessum hverfum á, á sama hátt, auðvelt með að fara t.d. um Strandveg og Borgarveg eða Hallsveg um Víkurveg út á Vestur- landsveginn fyrir ofan Grafarholt. Umferð úr Grafarvogi vestur fyr- ir Elliðaár á nokkra möguleika á leiðum í gegnum iðnaðarhverfið í Ártúnshöfða, svo sem Stórhöfða eða Dvergshöfða og Breiðhöfða og um Höfðabakka og Bíldshöfða í stað þess að fara öll um bráðabirgða- vegamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þegar farið er til baka er hægt að fara inn á Straum við Nesti og undir Vesturlandsveginn um Breiðhöfða. Þeir sem eiga leið milii Vestur- landsvegar og suður- og vesturhluta höfuðborgarsvæðisins geta valið sér leið um Suðurlandsveginn nýja, upp á Bæjarhálsinn og síðan um Höfða- bakkabrúna, eða farið upp á Breið- holtsbraut og niður á Reykjanes- braut í Mjódd en þaðan eru allar leiðir greiðar um borgina og bæina sunnan við hana. Umferð úr iðnaðarhverfi í Árbæ þarf að fara um Bæjarhálsinn. Margar umsóknir bárust um laus prestsembætti BISKUP íslands auglýsti nýlega fjögur embætti laus til umsóknar með umsóknarfresti til 20. apríl sl. Umsækjendur eru þessir: Um Seyðisfjarðarprestakall í Múlapróf- astsdæmi sækir Ólafur Þórisson, guðfræðingur Reykjavík. Um Digranesprestakall í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra sækja eft- irtaldir: Sr. Gunnar Siguqonsson, Skeggjastöðum, sr. Hannes Bjöms- son, Patreksfírði, sr. Hjörtur Hjartarson, Ásum, sr. Karl V. Matt- híasson, Tálknafírði, sr. Kristján Bjömsson, Hvammstanga, sr. Rúnar Þór Egilsson, Mosfelli í Grímsnesi, sr. Sighvatur Karlsson, Húsavík, dr. Siguijón Árni Eyjólfsson, Reykjavík, og sr. Þórey Guðmundsdóttir, Desja- mýri. Um Ólafsfjarðarprestakall í Eyja- fjarðarprófastsdæmi sækir sr. Sig- ríður Guðmarsdóttir, Akureyri. Um stöðu aðstoðarprests í Grafar- vogsprestakalli, Reykjavíkurpróf- astsdæmi eystra, sækja sr. Ágúst Einarsson, Raufarhöfn, Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur, Reykjavík, sr. Jón Hagbarður Knútsson, Reykjavík, Ólafur Þórisson, guð- fræðingur, Reykjavík, Sigurður Arn- arson, guðfræðingur, Seltjamarnesi, og sr. Torfí K. Stefánsson Hjaltalín, Möðravöllum. EIGNAHOLLIN - EIGNAHOLLIN - EIGNAHOLLIN - EIGNAHOLLIN -i ■O O iú :0 X < z o UJ >o X < z o 0] :0 x < z o UJ >o X < z o UJ •O X < z o UJ EIGNAHÖLLIN Suðurlandsbraut 20, 3. hæð 68 00 57 2ja herb. Vallarás. Glæsil. ca 40 fm einstaklíb. með mjög góðum innr. Gervihnattamót- takari. Sórgeymsla. Byggsjlán tll 40 ára 1,9 millj. Verð 3,9 millj. Furugrund — Kóp. Mjög fai- leg 2ja herb. íb. í 3ja hæða blokk. öll íb. er nýmáluð. Góðar innr. Allt í góðu standi. Góð byggsj- lán áhv. Verð 5,7 millj. Hringbraut. siórgi ib. meö nýjum innr. (parket, flísar, baöherb. uppgert). Mjög góð eign. Áhv. 2,8 millj. byggsj. Verð 5,2 mlllj. Ath. mögul. á góðum stað grafslætti. 3ja herb. Þverholt. Rúmg. 82 fm íb. I glæsil. nýju húsn. Fallegar innr. Tvær verandir. BHskýli. Áhv. byggsj. tii 40 ára 5,3 m. Kambsvegur. stórgi 100 fm íb. á jarðhæð í þríb. Allar innr. nýjar (flísar, hleðslugler o.fl). Áhv. 4,4 m. Engihjalli. Stórgl. 78 fm íb. á 7. hæö. Góöar svalir með fráb. útsýni. mjög góö eign. Verð sem kemur á óvart. Sólheimar 23. góó ss fm íbúð ( einu vinsælasta fjölb. í Reykjavík. 2 rúmg. svefnherb. Yfirbyggöar sval ir. Glæsil. sameign. Laus strax. Fráb. útsýni yfir Rvík. Ásett verð 7,4 millj. Mögui. á húsbr. 4,8 millj. 4ra herb. Hraunbær. Glæsil. ca 100fm (b. á 3. hæð í einu snyrtil. fjölb. í Hraunbæ. Björt og falleg íb. með góöum innr. Verð 7,4 millj. Njáisgata. Stórgl. nýuppgerö 4ra •herb. íb. meö sérinng. Allar innr. nýjar. Góö lán áhv. 4,5 millj. Sérbýli — einbýli Berjarimi 55—57. Höfum fengiö f sölu parhús sem er aö hluta til tilb. u. tróv. Ásett verð 8,4 millj. Sunnuflöt — Gbæ. Glæsilegt einb. m. tvöf. bílsk. ca 200 fm. 2 stofur, rúmg. herb. Mikíö áhv. Verð 15,9 millj. Réttarholtsvegur. 130 fm fallegt raöhús. Eldhúsinnr. ný m. nýjum tækjum (uppþvottav.) 4 svefnherb. Góð stofa. Góð lán áhv., byggsj. Símon Ólason, hdl. Hilmar Viktorsson, viðskiptafr. Jóhann Friðgeir, sölustj. Sigurjón Torfason, sölumaður Kristín Höskuldsdóttir, ritari m a z > X Or r- r z m O z > X 0: m O z > X O' m o z > X 0: m 5 z > X 0: r m Ö z > X 0: EIGNAHÖLLIN - EIGNAHÖLLIN - EIGNAHÖLLIN - EIGNAHÖLLIN FRÉTTIR Skafifafjarðarvegur Fjörður hf. með lægsta tilboð FJÖRÐUR sf. á Sauðárkróki átti lægsta tilboð í gerð Skagafjarðarveg- ar, tæplega 21,1 milljón króna, og reyndist tilboðið vera 67% af kostn- aðaráætlun, sem var rúmlega 31,3 milljónir króna. Alls bárust Vega- gerðinni fímm tilboð í verkið. Næstlægsta tilboðið var frá Steypustöð Skagafjarðar hf. og hljóðaði það upp á rúmlega 21,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið var frá Rögnvaldi Árnasyr.i og hljóðaði það upp á tæplega 29,6 milljónir króna. ....--------- Nagladekk- in undan LÖGREGLAN í Reykjavík vill koma þeirri ábendingu á framfæri að sam- kvæmt reglugerð er leyfílegt að aka á nagladekkjum til 15. apríl og nú þegar vel horfír til með veður er ökumönnum bent á að skipta yfir á sumardekkin. Stjórn Sorpu hefur ákveðið að taka ókeypis á móti flokkuðum pappírsúrgangi Flokkun í fyrirtækjum gæti sparað 60-80 millj. STJÓRN Sorpu hefur ákveðið að taka ókeypis á móti pappír til endurvinnslu frá og með næstu mánaðamótum gegn því að fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu komi með hann flokkaðan til móttöku- stöðvarinnar í Gufunesi. Þeir sem koma með stærri sendingar af flokkuðum bylgjupappa, eða meira en 250 kíló, fá greiddar 500 krón- ur fyrir tonnið. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun stjómar Sorpu er sú að á undan- förnum mánuðum hefur pappír til endurvinnslu stórhækkað í verði á erlendum mörkuðum, en það þýðir að verðið stendur nú undir kostn- aði við að bagga pappírinn og flytja á markað í Evrópu. 24 þúsund tonn falla til árlega Áætlað er að árlega falli til um 16 þúsund tonn af bylgjupappa hér á landi, og þá langmest á höfuð- borgarsvæðinu þar sem helstu smásölu- og innflutningsfyrirtækin eru staðsett. Að auki er áætlað að um 8 þúsund tonn af annars konar pappír, þar á meðal dagblaðapapp- ír, bætist við þennan úrgang. Ná- ist þau markmið sem Sorpa hefur sett sér um flokkun úrgangspapp- írs úti í fyrirtækjunum er talið að um 60-80 milijóna króna sparnað geti verið að ræða fyrir atvinnulíf- ið á ári hverju. Langmest af þeim pappa og pappír sem til fellur kemur nú óflokkaður til Sorpu og fer því til urðunar í Álfsnesi, en á síðasta ári vora einungis flutt út um þrjú þúsund tonn til endurvinnslu. Markmið Sorpu er að fimmfalda þennan útflutning að minnsta kosti, en ef það gengur eftir myndi endurvinsnluhlutfall fyrirtækisins hækka úr 30% í rúmlega 40%. Kostnaður við að urða úrgang- inn í dag er um 5 þúsund krónur fyrir tonnið og því ljóst að gífurleg- ir hagsmunir eru í húfi fyrir at- vinnulífið að flokka hann og af- henda þannig til Sorpu. Tilraun til að safna dagblöðum Borgarráð samþykkti nýlega að tilraun verði gerð til að safna sam- an gömlum dagblöðum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að gámum verði komið fyrir á 20 stöðum í borg- inni, sem næst verslunarkjörnum og stærri gámar verði í Breiðholts- hverfum. I tillögu borgarverkfræð- ings, er lagt til að ílát og gámar verði græn og öll merkt Reykjavík- urborg og Sorpu auk þess sem tekið yrði fram að þau séu ein- göngu ætluð dagblöðum. Þar sem um tilraun væri að ræða væri ekki gert ráð fyrir að leggja í mikinn kostnað og útbúa sérstök svæði fyrir ílátin. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal fjölda annarra eigna: Skammt frá Landakoti Efri hæð 5 herb. um 150 fm í þríbýlish. árgerð 1967. Allt sér. Innb. bílskúr með geymslu um 40 fm. Lækkað verð. Skipti mögul. á góðri 3ja-4ra herb. íb. Vinsamlega leitið nánari uppl. á skrifstofunni. Eins og ný - lækkað verð Sólrfk, nýendurbyggð, 3ja herb. jarðh. tæpir 80 fm á vinsælum stað í gamla, góða Austurbænum. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. í gamla góða Vesturbænum í litlu tvibýlish. 3ja herb. ib. á efri hæð. Allt sér. Mikið útsýni. Laus strax. Tilboð óskast. Lítið einbýlishús - gott verð Ný endurbyggt einbýlishús með 3ja herb. íb. auk útigeymslu. Gott lán fylgir. Vinsaell staöur skammt frá Háskólanum. Tilboð óskast. Með 40 ára húsnæðislánum Góðar 3ja herb. íbúðir m.a. við Dvergabakka og Súluhóla. 40 ára hús- næðisl. kr. 3,3 millj. Vinsamlegast leitið nánari uppl. á skrifstofunni. í norðurbænum í Hafnarfirði Til kaups óskast einbýlish. með 4-5 svefnherb. Gott raðh. kemur til greina. Vinsamlegast leitið nánari uppl. • • • í Seljahverfi óskast góð 4ra-5 herb. íb. með bílhýsi. Traustur kaupandi. ALMENNA f ASTEIGNASAIAN UUgÁvÉgM8S?MAR21150 - 21370 Klæðningar á Norðurlandi vestra Borgarverk hf. með lægsta tilboð BORGARVERK hf. í Borgarnesi átti lægsta tilboð í klæðningar á Norðurlandi vestra og hljóðaði til- boð fyrirtækisins upp á rúmlega 20,3 milljónir króna. Er það 63% af kostnaðaráætluninni sem var 32,5 milljónir. Alls bárust Vega- gerðinni fjögur tilboð í verkið. Næstlægsta tilboðið var frá Klæðningu hf. í Garðabæ og hljóð- aði það upp á rúmlega 21,6 milljónir króna. Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða bauð 24,4 milljónir í verkið, og hæsta tilboð- ið var frá Slitlagi hf. á Hellu, sem bauð rúmlega 25,8 milljónir króna. I » í I ! i \ i \ i i l I I ! I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.