Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUG[yS/NGAR Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantar í sumarafleysingar á morgun-, kvöld- og næturvaktir. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 653000. Gjaldeyrisskipti The change group Fyrirtæki okkar er ungt, jákvætt og spennandi og við leitum að fólki af svipaðri gerð til að vinna við vaxandi umsvif í stofnuninni. Umsækjendur þurfa að vera félagslyndir/mannblendnir að eðlisfari og hafa reynslu af gjaldkerastörfum eða gjald- eyrisviðskiptum. Unnið er 5 daga vikunnar með vaktafyrir- komulagi sem nær yfir kvöld, helgar og almenna frídaga. Einnig er óskað eftir fólki í hlutastörf í júní, júlí og ágúst. Þeir sem hafa áhuga á ögrandi verkefni með möguleikum til skjóts frama hafi samband við Maríu Guðmundsdóttur þann 9. maí í síma 5623045 til að ákveða viðtal þar sem umsækjandi veiti upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Einnig er óskað eftir meðmælum frá núverandi vinnuveitanda og umsögn frá vini eða kunningja, (á ensku ef mögulegt er). Foreign exchange currency cashiers We are young friendly, exciting company and are look- ing for similar people to work in our fast growing organ- isation. An outgoing personality and experience in eit- her retail or foreign currency cashiering is necessary. You will be required to work a 5 day week on a shift basis including evenings, weekends and public holi- days. Also wanted, part-time people to work June, July and August. If you are looking for a challange and the opportunity to progress quickly please contact María Guðmundsdóttir 9. May to arrange an interview on T: 5623045. Your CV will be required at the interview. THE CHANCE GROUPICELAND pltd. llllllPII Esiiinia miiiiii E Bt " BL P>. ¦ » Pf P» œ » iiiiiiieiii •ÍIIIIIIIII Háskóla Islands Við viðskiptaskor viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla íslands eru efttrtaldar stöður lausar til umsóknar: • Lektorsstaða í viðskiptafræðum. Lektornum er einkum ætlað að stunda kennslu og rannsóknir á sviði stjórnunar og stefnumótunar. • Lektorsstaða íviðskiptafræðum. Lektorn- um er einkum ætlað að stunda kennslu og rannsóknir á sviði fjármála og almennrar rekstararhagfræði. Hann verð- ur að hafa víðtæka reynslu af kennslu á framangreindum sviðum og hafa unnið við gerð rekstraráætlana og úttekta á fyrirtækjum og stofnunum í atvinnulífinu. Æskilegt er að lektorinn hafi reynslu af kennslu á sviði endurmenntunar. Áætlað er að ráða í stöðurnar frá 1. ágúst 1995. Umsækjendur um stöðurnar skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vís- indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Laun skv. kjara- samningi Félags háskólakennara og fjár- málaráðherra. Umsóknarfrestur er til 7. júní 1995 og skal umsóknum skilað til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. # # Listahátíð j Reykjavik && óskar að ráða ritara í hálft starf Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í bréfaskrift- um, bókhaldi, símavörslu og undirbúningi að Listahátíð 1996. Starfið gæti breyst í fullt starf frá 1. janúar 1996. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af listastarfsemi. Hann þarf jafnframt að vera úrræðagóður, samviskusamur, handgenginn tölvum og hafa gott vald á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist Listahátíð í Reykjavík, Lækjargötu 3b, pósthólf 88, 121 Reykjavík. Símbréf 562 2350. Tölvuútprentun Við leitum að manni með þekkingu og reynslu á stýrikerfi Macintosh og/eða PC, helstu myndvinnsluforritum og undirbúningu gagna fyrir prentun (upplausn og litaþeoríur). Starf- ið felst í undirbúningi og útprentun skjala í lit á öfluga litaprentara, samskipti við við- skiptavini auk þróunar og tækjakaupa. Reynsla á þessu sviði er algert skilyrði. Töl vu útprentu n/ljósritu n Einnig vantar okkur starfsmann til að vinna við tölvuútprentun Ijósritun o.þ.h. Störfin eru laus og þyrftu umsækjendur að geta hafið störf nú þegar. Um framtíðarstörf er að ræða. Svör sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „S - 18087" fyrir 12. maí. KOPAVOGSBÆR Laus staða Laus er til umsóknar 50% staða við fjöl- skyldudeild Félagsmálastofnunar Kópavogs. Um er að ræða tímabundna ráðningu í allt að 12 mánuði. Verksvið er öll venjubundin verkefni innan deildarinnar, svo sem úr- vinnsla umsókna um fjárhagsaðstoð, barna- vernd og almenn ráðgjöf. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. Krafist erfélagsráðgjafamenntunar eða sam- bærilegs náms. Frekari upplýsingar veitir Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúi fjölskyldudeildar. Starfsmannastjóri. Traust og framsækið þjónustufyrirtæki á Norðurlandi, m.a. á rekstrarsviði sjávarút- vegs og sveitarfélaga, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Leitað er að einstaklingi sem hefur starfs- reynslu á viðkomandi sviðum, dugnað og framsækni í að leita að nýjum tækifærum og nýta þau í náinni samvinnu við viðskipta- menn fyrirtækisins. Æskileg menntun: Viðskipta-, hagfræði eða verkfræði ásamt góðum meðmælum. Laun í samræmi við reynslu og árangur. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framkvæmdastjóri 172" fyrir 16. maí nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir fræðslustjóra Reykjanesumdæmis Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýst- ar stöður við grunnskóla í Reykjanesumdæmi verður framlengdur til 21. maí nk. Kópavogsskóli, Kópavogi: almenn kennsla og íþróttir. Snælandsskóli, Kópavogi: tónmennt. Þinghólsskóli, Kópavogi: sérkennsla. Valhúsaskóli, Seltjarnarnesi: heimilisfræði V2 staða. Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi: íþróttir. Flataskóli, Garðabæ: smíði V2 staða. Garðaskóli, Garðabæ: íslenska og sérkennsla. Hvaleyrarskóli, Hafnarfirði: almenn kennsla. Setbergsskóli, Hafnarfirði: almenn kennsla. Öldutúnsskóli, Hafnarfirði: almenn kennsla. Álftanesskóli, Bessastaðahreppi: almenn kennsla yngri barna. Klébergsskóli, Kjalarnesi: almenn kennsla og myndmennt. Ásgarðsskóli, Kjósarhreppi: almenn kennsla yngri barna. Myllubakkaskóli, Keflavík: tónmennt. Holtaskóli, Keflavík: almenn kennsla, skrift, tölvukennsla og sérkennsla. Grunnskólinn, Grindavík: almenn kennsla, sérkennsla og tónmennt. Njarðvíkurskóli, Njarðvík: heimilisfræði og saumar. Grunnskólinn Sandgerði: saumar og smíði. Gerðaskóli, Garði: almenn kennsla yngri barna og sérkennsla. Stóru-Vogaskóli: almenn kennsla. Umsóknir berist skólastjóra viðkomandi skóla sem einnig veitir nánari upplýsingar. Fræðslustjórinn í Reykjanesumdæmi. @ OMEGA FARMA OMEGA FARMA Óskum eftir að ráða starfsmann til að annast afgreiðslu pantana. kynningar í apótekum og önnur tilfallandi störf hjá lyfjaheildverslun í Reykjavík. /Eskileg menntun: D LYFJATÆKNIR Viðkomandi þarf að hafa samskipta- og skipu- lagshœfileika, metnað og löngun til að takast ó viö krefjandi verkefni. Nónari upplýsingar um starfið veitir Benjamfn Axel Árnason ráðningastjóri Ábendis. Vinsamlegast sœkið um ó eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 15. maf 1995 *m J '•¦^-:-:-:ý;:J J sds.................. RÁÐGJÖF OG RÁÐNINGAR Laugavegi 178 105 Reykjavík Sími 568 90 99 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.