Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ---------------1 á, grönn, svart- Hklædd með nokkra vel valda skartgripi og gráa hárið kna- llstutt og formað að svipmiklu and- litinu. Evelyn __________I Stefánsson Nef er ekki síður fal- leg og glæsileg í fasi en hún var þegar hún kom hér með manni sínum, heimskautafar- anum fræga Vilhjálmi Stefánssyni á árinu 1949. Ég þakka henni fyrir bókina hennar um Alaska, sem þýðandinn, Jón Eyþórsson veður- fræðingur, hafði gefið mér endur fyrir löngu, og hún segist einmitt hafa kynnst honum í því ferðalagi. „Þegar ég kem til Islands þá er ég aftur hér með Vilhjálmi. Jafnvel íslenskan rifjast upp fyrir mér. Ég var þá ung og ástfangin og gleypti í mig söngvana, sem sungnir voru í rútubílunum," segir hún. Enda hafði hún, þegar hún gekk niður Almannagjá nú, sungið Fram, fram, aldrei að víkja með hörðum hárrétt- um framburði og hinn erfiða þjóð- söng okkar syngur hún enn, fer bara eina oktövu niður á einum stað, hvíslar þessi kona á níræðis- aldri og hummar fyrir mig laglínur: Fanna skauta faldi háum ... og Ríðum ríðum ... Norður stranda stuðlaberg ... Hún var að koma úr flugferð til Stykkishólms, hafði far- ið út á bát og borðað í fyrsta skipti hráan kúfisk og þrjá skammta af hákarli, sem henni fannst mjög spennandi. Var alveg afslöppuð þótt heimkomunni hefði seinkað og búið væri að skipuleggja kvöldverð- arboð fyrir hana innan skamms. „Þau sögðu að ég þyrfti ekkert að skipta um föt og þá er allt í lagi," sagði hún bara. „Bókin um Alaska. Mér til mikill- ar undrunar varð hún metsölubók, kom út í 100 þúsund eintökum og var gefin út þrisvar sinnum með 10 ára millibili," segir húri. „Ég hafði aldrei skrifað bók fyrr og hélt ekki að ég gæti það. En Vil- hjálmur dró mig inn í það með lagni og kenndi mér það, eins og allt annað. Hann var öppalandi minn. Veitti mér sjálfstraust. Að eignast par af silkisokkum þá var stórmál, en þegar bókin seldist svona vel hafði ég sjálf svo mikla peninga að ég fór bara út og keypti 12 pör. Það var óvænt ævintýri." Því má skjóta hér inn í að Evelyn skrifaði tvær aðrar þekktar bækur. Hinar voru Within the Circle og Here is the Far North. Eitt af landsvæðun- um sex er Grímsey. Evelyn var ekki nema 27 ára gömul þegar hún giftist Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði, sem þeg- ar var heimsfrægur maður, hafði gengið 22.000 mílur inn í óþekkt heimskautalönd. „Hann var líka stæltur,.hafði fallegustu og bestu fótleggi sem ég hefi séð," segir Evelyn. Vilhjálmur hafði fundið ný lönd, gert mælingar á öðrum lítt þekktum og unnið víðtækar vísindalegar rannsóknir. Hann var þá 62 ár gamall, „Ég held að ég hafí verið 17 ára gömul þeg- ar ég hitti hann fyrst, en hann var mikil- menni og ofar mínum eðlilega umgangs- hópi, en ég fór að vinna fyrir hann á heimssýningunni í New York 1939. Hann var að að- stoða íslensku stjórnina við ís- lensku sýning- ardeildina þar. Ég vann þá við leik- brúðugerð, var listræn og flínk í höndun- um. Þá var ég gift vel þekktum ungum brúðu- leikhús- HEIMSKAUTSLEIÐANGUR Vilhjalms Stefánssonar 1913-1918 var mikil mannraun og fræg ferð. Hér eru búðir leiðangursmanna 1914. Svona íshröngl olli göngumönnum erfiðleikum, svo og auðir álar, sem þeir urðu að komast yfir með því að breyta sleðunum í báta. HEIMSKAUTAFARINN frægi, Vilhjálmur Stefáns- son (annar frá hægri), með mönnum sínuin í fimm ára leiðangrinum fræga norður á heimskautssvæðið frá Kanada veturinn 1913-14. í fimm ára leiðangri gekk hann 22.000 mílur. MYND úr Alaskabók Evelynar Stefánsson. ird, sem rak eigið brúðuleikhús, var í kvikmyndum, m.a. með brúðurnar í Sound of Musik o.fl. Hann var frægur, en óx aldrei upp úr því að leika sér eins og barn. Eg þroskað- ist og varð svolítið alvarlegar þenkj- andi. Við uxum hvort frá öðru, en við vorum vinir alla ævi. Einn góðan veðurdag hitti ég Vilhjálm á götu. Hann spurði hvað ég væri að gera og ég kvaðst vera að leita mér að vinnu. Hann kvaðst geta útvegað mér starf við íslensku sýninguna, sem hann og gerði. Ég man að ég vann við gerð styttunnar af Leifi Eiríkssyni, prjónaði á hann hringabrynju og sprautaði með silf- urhúð, svo hún leit út eins og úr málmhringjum. Þegar sýningin hófst bauð Vilhjálmur mér með sér á hátíðahöldin, því alls staðar var frægu fólki boðið til að ná til heims- pressunnar. Þá bauð Vilhjálmur mér starf hjá sér, en ég sagðist ekkert kunna annað en handiðn, ekki einu sinni að vélrita. Þá bauð hann að kosta mig í vélritunar- skóla. Mér fannst þetta stórkostlegt tilboð. Hann var með skrifstofu á Morton Street og hafði um 10 manna starfslið. Eg var ný þarna og því látin bera fram hádegisverð fyrir yfirmennina. Það var svo spennandi, því vísindamenn, mann- fræðingar og heimsins áhugaverð- asta fólk kom í hádeginu. Eg hafi aldrei fyrr hitt svona spennandi fólk. Vilhjálmur hafði ekki bara áhuga á erfiðum vísindaferðum heldur líka menningarmálum. Stundum gátu komið sérfræðingar í miðaldalatínu, menn nýkomnir frá Kína eða menn sem höfðu verið í kafbátaleiðangri. Þetta var skemmtileg blanda," segir Evelyn. Hún tekúr undir þegar því er skotið inn í hvort Vilhjálmur hafði ekki líka verið ljóðskáld. „Það sem hann langaði fyrst til að verða var Ijóðskáld. En hann eyðilagði öll ljóð- in sín frá þeim tíma. Einu ljóðin sem til eru eftir hann eru þýðingar hans á íslenskum ljóðum." Heillandi og vel að manni Vilhjálmur hlýtur að hafa verið heillandi maður, að hrífa svona unga konu þótt hann væri kominn á sjötugsaldur.„Já, allir vinir mínir og ættingjar sögðu þetta alveg skelfilegt, en það átti eftir að verða undursamlega gott hjónaband. Vil- hjálmur var ekki aðeins heillandi, hann var líka mjög vel að manni líkamlega. Hann hafði áhuga á öllu. Honum fannst ég dásamleg, ég vissi ekki að ég hafði heila fyrr en ég fór að vinna fyrir hann. Ég hafði verið lagin í höndunum, en nú lærði ég að skrifa. Var í byrjun í bóka- safninu og við upplýsingaleit. Svo lærði ég að skrifa bækur. Þá fór hann að senda mig í sinn stað til að flytja fyrirlestra þegar hann mátti ekki vera að því. Sagði þá: Þú ferð! í fyrstu sló út á mér köld- um svita og ég skalf í hnjáliðunum. Hvað á ég að segja, spurði ég. Þú veist um hvað málið snýst, svaraði hann. Ef hann sagði að ég gæti eitthvað þá gerði ég það. Hann var hreykinn af mér. Þegar ég skrifaði bókina um Alaska, sem varð met- sölubók, þá vottaði ekki fyrir af- brýðisemi, hann var bara montinn af mér. Hann var ekki afbrýðisam- ur, hann var sér vel meðvitaður um hver hann var. Alla þá frægð sem hann þurfti hafði hann þegar öðlast. Og við-nutum hvors annars. Við vorum í dásamlegu hjónabandi í nærri aldarfjórðung. Hann var lærimeistari minn, eignmaður, bróðir og ástmaður, hann var mér allt sem einn karlmaður getur ver- ið," segir hún af tilfinningu. Þegar ég hefi orð á því að hann hafi þó verið orðinn 83 ára þegar hann dó, líklega með svolitlum efa í röddinni er hún talar um ástmanninn, þá trúir hún mér fyrir því að Vilhjálm- ur hafi verið góður ástmaður, þol- inmóður, reyndur ... hún hafi ekki vitað hvað raunverulega gott kyn- líf var fyrr en hún giftist honum. Ekki svo að skilja að hún hefði ekki gifst honum án kynlífs. „Það var extra bónus," segir hún og hlær. „Við áttum stórkostlegan tíma saman."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.