Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ JHk ¦¦" ^#1 ^M MkJi ¦ ¦ A i \r~^\ vq/k \r~^ A o Kranamaður Óskum eftir að ráða kranamann með reynslu og réttindi til starfa hjá byggingafyrirtæki í Reykjavík. Upplýsingar í síma 880564 og í hs. 668281, Snorri. Húsvirkihf. Sveitarstjóri Laus er til umsóknar staða sveitarstjórans i' Grundarfirði. Starfssvið sveitarstjóra: 1. Sveitarstjóri hefur með höndum daglega framkvæmdastjórn sveitarfélagsins og fylgir eftir samþykktum og ákvörðunum sveitarstjórnar hverju sinni. 2. í starfinu felst yfirstjórn fjármála sveitarfé- lagsins og gerð fjárhagsáætlana. 3. Yfirumsjón með starfsmannahaldi. 4. Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfé- lagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök. Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf sem hefur þekkingu á stjórn- unarstörfum. Þekking á málefnum sveitarfé- laga æskileg. Viðkomandi þarf að hafa frum- kvæði og lifandi áhuga á stjórnun og starf- semi sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Sveitarstjórinn íGrundarfirði" fyrir 20. maínk. Hagvangurhf f FélagsmálastofnunReykjavíkurborgar Síðumúla 39 -108 Reykjavík - Símí: 5888500 - Fax: 5686270 Lögfræðingur Lögfræðing vantar í 50% stöðu við fjöl- skyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar. Um er að ræða afleysingu í eitt ár frá 15. júní nk. Aðalverkefni lögfræðings er ráðgjöf við starfsmenn og vinna að barna- verndarmálum, auk ýmissa annarra verkefna á sviði félagsþjónustu. Nánari upplýsingar um starfið veita Ásta Sigrún Helgadóttir og Anni G. Haugen í síma 588 8500. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Félags- málastofnunar, Síðumúla 39, fyrir 29. maí nk. Kerfisfræðingur/- tölvunarfræðingur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna tölvumál- um stofnunarinnar. Um er að ræða umsjón með tölvunetum og tengingum, hubúnaði og vélbúnaði og þjón- ustu við notendur innan stofnunar. Um er að ræða 100% stöðu. Æskileg mennt- un: Kerfisfræðingur, tölvunarfræðingur eða sambærileg menntun og starfsreynsla á þessu sviði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf hið fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Nánari upplýsingar gefur Gísli K. Pétursson í síma 588 8500. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Félags- málastofnunar, Síðumúla 39, Reykjavík. Innflutnings- og þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir starfsmanni í þjónustu- og sölustörf. Rafeindavirkjun eða sambærileg menntun áskilin og einhver reynsla æskileg. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 12. maí. merkt: MAO-í. Hjúkrunarforstjóri Dvalarheimilið Lundur á Hellu auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Lundur er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir samtals 30 vistmenn. A þjónustudeild eru rými fyrir 18 vistmenn og á hjúkrunardeild eru rými fyrir 12 vistmenn. Hjúkrunarforstjóri er faglegur yfirmaður fyrir allt heimilið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Aðstoð verður veitt við öflun íbúðarhús- næðis og f lutningsstyrkur veittur ef þörf er á. Hella er kauptún með rúmlega 600 íbúum. Á Hellu er margvísleg þjónusta, góður leik- skóli og grunnskóli. Heíla er miðsvæðis á Suðurlandi í miklu landbúnaðarhéraði, um 90 km frá Reykjavík og 37 km frá Selfossi. Nánari upplýsingar veitir Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar, í s. 98-78452 og Guð- mundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri, í s. 98-75834 á skrifstofu Rangárvallahrepps, Laufskálum 2 á Hellu. Skriflegar umsóknir, er greini frá menntun, starfsreynslu, meðmælum og hvenær við- komandi geti hafið störf, sendit í síðasta lagi þ. 19. maí nk. til: Dvalarheimilið Lundur, b.t. DrífuHjartardóttur, Laufskálum 2, 850 Hellu. Háskóla Islands Lausar eru til umsóknar tvær sérfræðinga- stöður innan læknadeildar Háskóla ísiands. Gert er ráð fyrir að stöðunum verði ráðstaf- að til tveggja ára frá 1. janúar 1996. Sérfræðingsstöður læknadeildar eru ætlaðar þeim sem hafa lokið háskólaprófi í læknis- fræði (cand. med) eða annarri grein lífvísinda (MS eða doktorsprófi). Ekki skal hafa liðið lengri tími en 10 ár frá síðasta háskólaprófi eða lokum framhaldsnáms þar til staðan er veitt." Þó skal taka tillit til barnsburðarleyfa og annarra eðlilegra tafa frá störfum. Þeir, sem sitja eða hafa setið í sérfræðings- stöðu, geta sótt um hana aftur á samkeppn- isgrundvelli en eigi má veita sama aðila slíka stöðu í meira en 4 ár alls. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og er læknismenntun ekki skilyrði. Umsókn fylgi starfsáætlun á sviði rannsókna í læknisfræði. Jafnframt fylgi umsögn þess kennara innan læknadeildar sem umsækj- andi hyggst starfa með þar sem fram komi staðfesting um að starfsaðstaða sé fyrir hendi og að annar kostnaður en laun sér- fræðings verði greiddur af viðkomandi stofn- un eða deild. Nánari upplýsingar veitir forseti læknadeild- ar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Laun skv. kjarasamningi opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 7. júní 1995 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. Yfirvélstjóri óskast á nótaveiðiskip sem fer til síldveiða í næstu viku. Frekari upplýsingar eru gefnar í síma 97-61424 eða 565-5533. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Eftirfarandi stöður hjá Veðurstofu íslands eru laúsar til umsóknar: Snjóflóð Tvær stöður sérfræðinga við snjóflóðarann- sóknir og snjóflóðavarnir. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi há- skólamenntun á sviði jarðvísinda, veður- fræði, haffræði eða í skyldum greinum og auk þess menntun eða reynslu á sviði tölvu- fræða. Umsóknum skal skilað til veðurstofustjóra sem veitir nánari upplýsingar um störfin ásamt Trausta Jónssyni og Magnúsi Má Magnússyni. Tölvunarfræðingur Staða tölvunarfræðings í upplýsingatækni- deild. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði tölvufræða eða hafi sambærilega menntun. Um er að ræða áhugaverð verkefni í fjöl- breyttu tölvuumhverfi. Umsóknum skal skilað til veðurstofustjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Höllu Björgu Baldursdóttur. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk. Veðurstofa íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 5600600. Frá f ræðslustjóra Vesturlands- umdæmis Laus er til umsóknar staða skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi. Umsóknar- frestur er til 1. júní 1995. Umsóknir berist formanni skólanefndar, Ríkharði Hrafnkels- syni, Ásklifi 9, 340 Stykkishólmi, en hann gefur allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur um eftirtaldar áður auglýst- ar stöður grunnskólakennara við grunnskóla í Vesturlandsumdæmi er hér með framlengd- ur til 24. maí 1995. Grunnskólana Akranesi: almenn kennsla. Grunnskólann Ólafsvík: almenn kennsla, handmennt, heimilisfræði. Heiðarskóli Leirársveit: mynd og handmennt. Varmalandsskóli: handmennt, heimilisfræði, sérkennsla. Laugargerðisskóli Snæfellsnesi: almenn kennsla, handmennt, íþróttir, raungreinar. Grunnskólinn Hellissandi: kennsla yngri bama, enska, íþróttir, líffræði, samfélagsfræði. Grunnskólinn Grundarfirði: kennsla yngri barna, hannyrðir, myndmennt, raungreinar, smíðar. Grunnskólinn Stykkishólmi: almenn kennsla. Grunnskólinn Búðardal: almenn kennsla. Laugaskóli Dalasýslu: almenn kennsla. Umsóknir berist til viðkomandi skólastjóra sem gefur allar nánari upplýsingar. FræðslustjóriVesturlandsumdæmis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.