Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Stofan í bænhúsinu var vöru- geymsla þegar þau Garðar og Anne festu kaup á húsinu. Eins og sjá má hafa endurbæturnar tekist vel og stofan hin vistlegasta. Norsk-íslensk fjölskylda Tengdadóttirm Janne og húsmóðirin Anne Marie eru-norskar, sonurinn Guðmundur Mars norsk-íslenskur og Garðar húsbóndi alíslenskur Frammari. BúiO |R STOFUGLUGGANUM í gamla bænhúsinu við Strandgötu í Kristiansund sér vestur yfír höfnina og í átt til miðbæjarins. Bogabrúin frá Kirke- landet yfir á Innlandet er áberandi kennileiti. Þar utan við er eyjan Averöy og í beinni stefnu yfir Atl- antshafið er ísland. Fjölskyldan í bænhúsinu horfir gjarnan út um gluggann og fylgist með lífínu í höfn- inni. Þar er mikil umferð, ferjur koma og fara og strandferðaskipin sem sigla Hurtigruten milli Bergen og Kirkeness árið um kring koma hér í.höfn tvisvar á dag. Suðurskipið síð- degis og norðurskipið um kvöldið. Oft reikar hugurinn í áttina yfir brúna og hafið, alla lejð til íslands. Hjónin Anne Marie Antonsen og Garðar Sigurgeirsson fluttu til Kristiansund árið 1987 ásamt börn- um sínum Guðmundi Mars og Berit Nönnu. Hér fundu j)au höfn eftir langa siglingu milli Islands og Nor- egs með mislöngum viðkomum á hvorum stað. Anne Marie orðar það svo að hér hafi hún fundið friðinn. Hér ætla þau að vera til frambúðar - eða að minnsta kosti í bili. Mikió atvinnuleysi Kristiansund er 24 þúsund manna bær á vesturstönd Noregs, um 160 km sunnan við Þrándheim. Bærinn er á fjórum eyjum sem tengdar eru með brúm. Brýr og neðansjávargöng tengja síðan eyja- klasann við fastalandið. Stærst af eyjum Kristiansunds er Nordlandet og þar er flugvöllur bæjarins stað- settur. Miðbærinn er á eyju sem heitir Kirkelandet, á Goma eða Gomalandet er íbúðabyggð og fyrir- tæki líkt og á minnstu eynni Inn- landet. Sjávarútvegur og skipasmíðar hafa verið mikilvægir atvinnuvegir í Kristiansund og er skipasmíða- stöðin Sterkoder stærst á því sviði í bænum. Mörg íslensk aflaskip eiga þangað ættir að rekja, til dæmís má nefna Grandatogarana Þerney og Örfirisey. Undanfarið hefur Sterkoder-stöðin verið verkefnalaus og um 500 starfsmenn hennar gengið atvinnulausir. Fiskafli hefur brugðist og veiðarnar svipur hjá bænhusi Or stofuglugganum Handan við brúna er Averöy og enn lengra í vestur er ísland. sjón miðað við það sem áður var. Mikið atvinnuleysi hefur verið í Kristiansund eða um 14% og er það með því hæsta sem þekkist í Nor- egi. Nú er von um að úr rætist. Skipasmíðastöðin á von á verkefn- um og unnið er að því að endur- reisa fiskvinnsluna. Keppnisskap 03 sengeyra Margir kannast við Garðar frá því hann fór fimum höndum um hár Reykvíkinga. Hann lærði hár- skurð og vann um árabil á rakara- stofu Guðjóns Jónassonar í Veltu- sundi í Reykjavík. Garðar er mikill keppnismaður og hefur fengið útrás við rakarastólinn jafnt og taflborð- ið. Hann varð íslandsmeistari í hár- skurði árin 1975, 1979 og 1981 og í öðru sæti 1977 og 1983 en hefur nú lagt keppnisskærin á hilluna. Hann er Frammari af lífí og sál og þegar bláhvíta liðið atti kappi við mótherja lét hann sig sjaldan vanta á völlinn. Síðast en ekki síst hefur Garðar getið sér gott orð sem tón- listarmaður og stundar nú kórstjórn í frístundum í Kristiansund. Tónelsk f jölskylda Tónlistin hefur verið ríkur þáttur í lífi þeirra hjóna. Meðan þau bjuggu á íslandi voru þau Garðar og Anne þekkt fyrir tvísöng, ýmist við eigin undirleik eða annarra. Þau sungu mikið í kirkjum og á kristilegum samkomum, auk þess að koma fram í sjónvarpi og út- varpi. Hljómplötur þeirra fengu mjög góðar viðtökur. Plata sem þau gerðu ásamt Ágústu Ingimars- dóttur og Magnúsi Kjartanssyni (Kristur konungur minn, útg. Sam- hjálp) á líklega sölumet hér á landi. Nú segjast þau vera að mestu hætt að syngja tvísöng, en alls ekki hætt að syngja. Garðar stjórn- ar og Anne syngur í kór í Missjons- anni í Kristiansund. Þá er Janne tengdadóttir þeirra stjórri- andi æskulýðskórsins Credo, sem hefur getið sér gott orð. Þau Janne og Guðmundur Mars syngja bæði einsöng með kórnum. Hér er dansao! Anne Marie heitir Antonsen að ættarnafni og kemur frá Veidholm- en, í skerjagarðinum norðvestan við Kristiansund. Hún kom fyrst til ís- lands haustið 1965 í fylgd vinkonu sinnar til að vinna í verksmiðju Álafoss í Mosfellsbæ. „Við tókum rútu frá Keflavík til Reykjavíkur og þar var Ásbjörn Sigurjónsson til að taka á móti okkur," segir Anne. „Hann bauð okkur að setjast upp í jeppa, farar- tæki sem ég hafði aldrei áður séð. Svo brunaði hann af stað eitthvert út í myrkrið. Þegar við vorum kom- in eitthvað áleiðis benti hann á ljós og sagði: „Þetta er Reykjavík." Okkur fannst við ekki sjá neitt og Morgunblaðið/RAX leist ekki béint vel á þetta. Nokkru seinna benti hann á stórt hús og sagði: „Þetta er Hlégarður og þar er dansað!" Anne Marie og vinkona hennar unnu við spunaverksmiðjuna á Ála- fossi. Þegar þær áttu frí lögðu þær leið sína framhjá Hlégarði og fóru á samkomur í Fíladelfíu. Fljótlega féllu þær þar í hópinn og kynntust íslenskum unglingum. I þeim hópi var Garðar Sigurgeirsson húsa- smíðanemi frá Ægissíðu við Kleppsveg. „Hún var fljót að koma auga á mig," segir Garðar kíminn. Þau settu upp hringana á afmælis- degi Garðars 11. júní 1967 og giftu sig 21. september 1968. Fram 09 af lur yf ir haf ió Hugsunin um að flytja til Noregs og reyna fyrir sér þar var aldrei fjarri og árið 1973 létu þau verða af því að flytja til Ósló. Garðar starfaði þar við hárskurð á þekktri stofu. Þeim gekk vel efnalega, en líkaði ekki dvölin nógu vel. „Óslóbú- ar eru allir farnir að sofa klukkan 10 á kvöldin," segir Anne. „Fólkið hér í Kristiansund er miklu líkara íslendingum. Það getur drollað lengi frameftir. Það er of mikill skógur og of drungalegt í kringum Ósló fyrir minn smekk. Ég vil hafið fyrir augum, nakta kletta og tré á stangli." Þau fluttu aftur til íslands 1977. Garðar hafði kynnst nýju hand- bragði við hársnyrtingu í Noregi og kom heim með nýjar hugmynd- ir. Hann setti upp eigin stofu á Hótel Loftleiðum og flutti síðar í Nóatún 17 með stofu sína. Þessi íslandsdvöl varaði til 1983 að þau fluttu og nú til Bergen þar sem Garðar stofnaði rakarastofu og heildsölu með hársnyrtivörur í fé- lagi við aðra. Þau festu ekki eirð í Bergen og ekki kom til greina að flytja til Oslóar aftur. „Þá var um að ræða að fara aftur til íslands eða prófa Kristiansund á heimaslóð- um Anne," segir Garðar. „Anne var frekar á því að fara aftur til ís- lands en ég vildi Kristiansund og það varð ofaná." Áf öll i rekslrinum Garðar fann húsnæði fyrir rak- arastofu í Kristiansund og hélt jafn- framt áfram rekstri stofunnar í Bergen, ásamt því að vera með heildsöluna. Það hafði verið blóma- tíð á vesturströnd Noregs og erfitt að fá gott húsnæði. Loks datt hann niður á gamalt bakarí sem verið var að loka, enda tæplega boðlegt lengur til framleiðslu á mannamat. Það kostaði mikla fjármuni og linnulausa vinnu vikum saman að koma nýju rakarastofunni, Star Salong, á laggirnar. Garðar réð sjö starfsmenn og á fyrsta degi var fullt út úr dyrum. Svo mikið var pantað að hálfs mán- aðar bið var eftir þjónustu á stof- unni. Klukkan var hálffímm að morgni þriðja dags nýju stofunnar þegar síminn hringdi heima hjá Garðari og Anne. „Það var spurt hvort ég væri eigandi Star Salong. Eg játaði því og þá sagði röddin ósköp róleg að það væri kviknað í þarna niður frá," segir Garðar. „Ég hélt fyrst að það væri einhver að ._

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.