Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ VHIGANG- STÉTTARBRÖN cftir Bergljótu Ingólfsdóttur í BRESKUM sjónvarpsþætti fyr- ír nokkru kom við sögu maður sem handtekinn var þar sem hann var „kerb crawling" og það þýtt sem hann hefði brotið umferðarlög. Vart gefur það rétta mynd af framgöngu fyrrnefnds manns. Það sem Bretar kalla „kerb crawling" (líka „curb crawling") er það athæfí karla að aka löturhægt, íóna við gangstéttarbrún til að kom- ast í talfæri við skyndikonur sem þar standa og bíða eftir kúnnum. Það er ekki einasta að vændis- konur brjóti lög með starfi sínu, það gera einnig þeir karlar sem notfæra sér þjónustu þeirra, jafnvel þeir semgerast líklegir til þess. Lög þess efnis voru sett í Bretlandi árið 1985 og er þeim framfylgt hvar sem því verður við komið. Lögreglan er því á ferli á fáförn- um strætum breskra borga, eftir að skyggja tekur, í þeim hverfum sem slík skyndikynni tíðkast. Menn taka því mikla áhættu með að stöðva bíla sína í rennusteininum og eiga þar í samningaviðræðum við portkonur á gangstéttarbrún- inni. Þegar slík mál komast í frétt- ir eru iðulega rifjuð upp viðbrögð virðulegs, fyrrverandi dómara, sem gripinn var rétt í þann mund. sem ung vændiskona var að koma sér fyrir í bíl hans. „Hamingjan sanna," sagði hann, „heppinn var ég að þið komuð, stúlkan ruddist inn í bílinn hjá mér og neitar að fara út!" Úr háum söðli í októbermánuði árið 1991 var ríkissaksóknari Breta, sir ¦ Allan Green, á heimleið eftir kvöldverð með samstarfsmönnum í London. Hann ók eins og leið lá fram hjá King's Cross stöðinni, en í stað þess að aka beint áfram til heimilis síns, í Primrose Hill, beygði hann inn í varasamt og óþrifalegt hverfi á bak við stöðina. Þar er ekki íbúða- byggð en vörugeymslur, gasstöð, sóðalegar kaffistofur á stangli og bensínsala. Á þessum stað halda sig vændiskonur, hórmangarar, eit- SAMNINGAVIÐRÆÐUR við gangstéttarbrún. SIR Allan Green og Lady Eva í marsmánuði 1991 þegar hann var sæmdur aðalsnafnbót. Myndin er tekin í Buckingham-höll. urlyfjasalar og aðrir þeir sem forð- ast að sýna sig í dagsbirtu. Inn í þetta hverfi ók Green, stöðv- aði bílinn og tók bensín, en í stað þess að setjast umsvifalaust inn í bíl sinn aftur, og aka á braut, gaf hann sig á tal við vændiskonu sem þar var. í sama mund bar þar að lögreglubíl, sem lagt var beint fyrir aftan bíl Green, út úr honum þustu nokkrir lögregluþjónar, handtóku stúlkuna og stungu henni inn í bíl- inn. Einn lögregluþjónninn sneri sér að saksóknaranum, krafði hann um skilríki og sagði hann þar með kom- ast á skrá lögreglunnar. Það fer engum sögum af frekari orðaskipt- um mannanna tveggja, en vísast hefur þeim báðum orðið nokkuð um þessa óvæntu uppákomu, á þessum ólíklega stað. Sir Allan Green stóð á tindi fer- ils síns þegar þetta var, hann hafði hlotið aðalstign rúmu hálfu ári áð- ur. Hann þótti sýna vasklega fram- göngu í viðureign við lögbrjóta. Green er kominn af efnafólki, gekk í bestu skóla og stundaði lögfræði- nám sitt í Cambridge. Mönnum þótti frami hans í starfi verðskuld- aður, enda virtur af öllum þeim sem til þekktu. Einkalíf hans þótti óaðfinnan- legt, þrítugur kynntist hann sænskri konu sinni, Evu Attman, en hún kom tvítug að aldri til Lond- on, til þess að stunda hagfræðinám. Þau áttu tvö uppkomin börn og hjónaband þeirra hafði staðið í 24 ár. Vina og kunningjahópur þeirra var stór og „selskapslíf" þeirra líf- legt. Við þeirri spurningu hvað sak- sóknaranum hafi gengið til að láta sjá sig í því illræmda hverfí, bak við King's Cross stöðina, fékkst ekkert svar. Þeir voru til sem fannst að Green hefði átt að notfæra sér aðstöðu sína og þagga málið niður, en það mun ekki hafa verið hans stfll. Á hádegi daginn eftir sagði hann af sér, sagði þar með skilið við bæði hátt launaða og eftirsótta virð- ingarstöðu. Eins og búast mátti við var þetta mál fyrirferðarmikið í fjölmiðlum, enda ekki á hverjum degi sem slík- ir atburðir gerast. Fréttamenn sátu um þau hjón, fyrir utan heimili þeirra, þegar þau lögðu af stað til sumarhúss síns á Miðjarðarhafseyj- unni Minorca. Þeim var fylgt eftir alla leið út á flugvöll. Aðspurð sögðu þau fátt, en Eva Green sagð- ist ætla að standa við hlið manns síns, tilfinningar sínar væru óbreyttar. Þremur mánuðum síðar var frá því skýrt opinberlega að hún hefði sótt um skilnað frá manni sínum. Auðmýkingin varð henni um megn. Fallið úr mannvirðingarstiganum of hátt. Eftirmáli í febrúarmánuði árið 1993 var komið að Evu Green látinni í íbúð sinni. Engin merki voru um að henni hafi verið gert mein, enginn óboðinn komist þar inn. Dánarorsök varð því ekki sönnuð svo óyggjandi væri. Þeir sem þekktu hana best, þ.á m. bróðir hennar, dr. Per Ola Áttman, yfirlæknir við Salgrenska sjúkra- húsið í Gautaborg, töldu það af og frá að hún hefði stytt sér aldur. Skíðaferð með vinum var á næsta leiti svo og önnur ferðalög framund- an. Ríkissaksóknarans fyrrverandi biðu almenn lögmannsstörf, svo sem að verja þá sem sakaðir eru um lögbrot. Hann er því kominn hinum megin við borðið, ef svo má að orði komast. Beygjan inn í það illræmda hverfi, á bak við King's Cross stöð- ina, síðkvöld eitt um árið, varð sannarlega mikill örlagavaldur í lífi Green hjónanna. Auglýsing Sambú, rekstrarfélag Lífeyfissjóðs bænda og Samvinnulífeyrissjóðsins, mun flytja starísemi sína úr Sambandshúsinu á Kirkjusandi á 3. hæð í Hús verslunarinnar, Kringlunni 7. Vegna flutninganna verða skrifstofur Sambús lokaðar föstudaginn 5. maí 1995, en opna í hinu nýja húsnæði að morgni mánudagsins 8. maí 1995. Síma- og faxnúmer verða óbreytt. Sambú Nýtt bílaverkstæði NÝLEGA opnaði Brynjólfur Wium Karlsson, bifvélavirkjameistari, nýtt verkstæði á Kársnesbraut 100 í Kópavogi sem hann rekur undir nafninu Afram gengur hjá Binna. Þar mun Brynjólfur annast alla venjulega þjónustu við bifreiðaeig- endur, viðgerðir og viðhald. Brynjólfur rak áður í félagi við annan aðila bifreiðaverkstæðið Áfram gengur, en hefur nú hafið starfsemi á eigin spýtur. Hann veitir alla þá þjónustu við bílaeig- endur sem þá vanhagar um og útvegar varahluti í allar gerðir bifreiða. Um mánaðamótin varð það óhapp að eldsvoði varð í fyrir- tækinu við hlið Áfram gengur hjá Binna og því varð nokkur truflun á rekstri fyrirtækisins. En nú hef- ur Brynjólfur hafið ótrauður rekst- ur á ný. BRYNJÓLFUR Wium Karlsson í bifreiðaverkstæði sínu Áfram gengur hjá Binna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.