Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. JÚU 1995 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FRÉTTIR______________ Umboðsmaður Alþingis um takmörkun á framsali skuldabréfs Framsal til einstaklings breytti réttaráhrifum HÆSTIRÉTTUR ómerkti dóm héraðsdóms í máli sem reis út af ágreiningi um skuldabréf. í bréf- inu var kveðið á um að það mætti framselja til bankastofnunar eða annars leyfíshafa til verðbréfa- miðlunar, hefði viðkomandi inn- heimtusamning við Visa-ísland, en verktakafyrirtæki hafði fram- selt það til einstaklings, sem ákvæðið átti ekki við um. Krafa þess einstaklings lýtur þvi ekki réttarreglum um viðskiptabréf. Verktakinn gjaldþrota Málavextir voru þeir að maður gerði samning við verktakafyrir- tæki um viðgerðir á húsi og rit- uðu aðilar undir skuldabréf um greiðslu mannsins á 260 þúsund krónum vegna vinnunnar. Af- borganir átti að skuldfæra á greiðslukortareikning mannsins hjá Visa-ísland og greiðast á 11 gjalddögum. Verkframkvæmdum lauk hins vegar aldrei, enda varð verktakafyrirtækið gjaldþrota og maðurinn rifti verksamningi. Ákvæði bréfsins átti ekki við Verktakafyrirtækið framseldi konu skuldabréfið og krafði hún manninn um greiðslur samkvæmt því. í skuldabréfinu var ákvæði um framsal þess til bankastofn- ana eða leyfishafa til verðbréfa- miðlunar og var ágreiningslaust að konan var ekki meðal aðila, sem greindir voru í því ákvæði. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að ákvæði skulda- bréfsins um takmörkun á fram- sali bæri að skýra svo að skjalið hefði réttaráhrif sem viðskipta- bréf við framsal til þeirra aðila, sem getið væri í ákvæðinu. Þegar skuldabréfið væri framselt til annarra færi hins vegar eftir al- mennum reglum um framsal kröfuréttinda. Það ætti við um framsal verktakafyrirtækisins á skuldabréfinu til konunnar. Því gæti maðurinn borið fyrir sig sömu mótbárum gagnvart kon- unni og hann hefði átt gagnvart verktakafyrirtækinu, sem var upphaflegur eigandi bréfsins. Hæstiréttur sagði kröfugerðina samkvæmt þessu aðeins styðjast við almenna kröfu, en ekki kröfu, sem lyti hinum sérstöku réttar- reglum um viðskiptabréf. Því yrði málið ekki rekið samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91 frá 1991 um meðferð einkamála, sem fjallar um mál um víxla, tékka og skuldabréf. Þótti Hæstarétti því ekki hjá því komist að ómerkja dóm héraðsdóms og vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Dóminn kváðu upp hæsta- réttardómararnir Guðrún Er- lendsdóttir og Garðar Gíslason og Arnljótur Björnsson, settur hæstaréttardómari. Þingmenn sýndu gest- um Alþingi ÞINGMENN tóku á móti gestum og gangandi í Alþingishúsinu í gær í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá endurreisn Alþingis. Fjöldi fólks lagði leið sína á Al- þingi í gær en almenningi gafst kostur á fá leiðsögn rúmlega þrjátíu þingmanna um húsið og fræðast um störf þingsins. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, sagði að flestir gestirnir væru að koma í fyrsta sinn inn í Al- þingishúsið. Olafur sagðist hafa tekið sér- staklega eftir því að fólki finnist til þess koma að ganga inn í þing- húsið. „Ég hef það á tilfinning- unni að fólk hafi litið á Alþingi sem lokaðan stað og haldið að húsið væri aldrei opið.“ „Ég er mjög ánægður með aðsóknina og áhuga fólksins," sagði Ólafur. „Greinilegt er að fólkið hefur mjög gaman af því að koma inn í húsið og kann að meta þá viðleitni okkar að bjóða kjósendum að kynnast þingstörf- um. Það er sérstaklega ánægt að fá að hitta þingmennina." Forseti Alþingis taldi vel koma til greina að bjóða almenningi að skoða Alþingishúsið oftar. „Mér sýnist vera ástæða til að nýta sérstök tækifæri sem kunna að koma upp til þess að opna þingið fyrir almenningi. Ég held að það sé þingi og þingstarfi til góðs og trúi ekki öðru en að fólk telji sig einhvers vísarieftir heimsókn sína,“ sagði Ólafur og sneri sér að gestgjafahlutverki sínu. Björn Bjamason menntamála- ráðherra var einn þeirra sem fræddu gesti um þingstörf og á meðfylgjandi mynd fylgist hann glaður í bragði með drengjum, sem kynna sér atkvæðagreiðslu- kerfi þingsins. Á minni myndinni tekur Ólafur G. Einars^on á móti einum gestanna, Jóni Guð- mundssyni. Morgunblaðið/Sverrir Yfirlýsingu Vladimirs Ashkenazys um aðstoð fagnað STEFÁN P. Eggertsson, formaður Samtaka um tónlistarhús, og Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, fagna báðir yfirlýsingu Vladim- irs Ashkenazys píanóleikara í Morgunblaðinu í gær að hann sé boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum til að draumurinn um tónlistar- hús verði að veruleika. í viðtali kvaðst Ash- kenazy hafa áhyggjur af því hve hægt gengi að fjármagna byggingu hússins og hvatti hann stjómvöld til að taka af skarið og veita fé til byggingarinnar. „Við deilum að sjálfsögðu með honum skoð- unum um að til vansa sé að hér skuli ekki hafa risið tónlistarhús," sagði Stefán P. Egg- ertsson. „Á hinn bóginn hefur aldrei verið jafn góður byr og um þessar mundir. í fyrsta sinn hefur menntamálaráðherra gengið fram og gefið yfirlýsingar um að nauðsynlegt sé að taka ákvörðun um byggingu tónlistarhúss á þessu kjörtímabili." Stefán taldi þjóna litlum tilgangi að velta fyrir sér hver bæri ábyrgð á því að lítið hafi miðað í baráttu fyrir tónlistarhúsi. „Við fögn- um aftur á móti stuðningi og styrk Áshkenaz- ys og munum svo sannarlega setja okkur í samband við hann meðan hann dvelur hér á landi í sumarfríi sínu,“ sagði Stefán. Ákvörðun á þessu kjörtímabili Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra minnti á að málið væri ekki í höndum stjóm- valda. „Menn þekkja afstöðu mína í þessu máli. Ég tel' nauðsynlegt að nálgast það á þann hátt að hægt verði að taka ákvörðun um það á kjörtímabilinu," sagði ráðherra. Hann segist þegar hafa átt viðræður við nýkjörinn formann Samtaka um tónlistarhús og þeir muni í samvinnu vinna að málinu þannig að stjórnvöld geti tekið afstöðu til þess á vel undirbúnum forsendum „Ég tel að þessi ummæli Ashkenazys renni stoðum undir nauðsyn þess að þannig verði tekið á málinu og ég fagna stuðningi hans við þetta mikl- væga ir.álefni. Ég hef áður átt við hann gott samstarf m.a. við að bjóða föður hans í heim- sókn til landsins á tímum Sovétríkjanna og vildi gjarnan þiggja öll góð ráð hans um tón- listarhús á íslandi," sagði ráðherra. A ► 1-44 Við erum Evrópuþjóð ►Sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins er það sem Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra setur fyrst og fremst fyrir sig þegar hugsanlega aðild íslendinga ber á. góma í viðtali um utanríkismálin. /10 Pinochet býður stjórn- inni byrginn ►Herforingjar í Chile hafa barist gegn þeirri kröfu stjómvalda að þeir sem gerðust sekir um morð og mannréttindabrot í stjómartíð hersins verði sóttir til saka ./12 Golfstraumur á köld- um klaka ►Veðurfarsbreytingar hafa verið greinilegar á íslandi síðustu árin og áhrifin margvisleg. í viðtali við Bjöm Erlingsson, haffræðing, rek- ur hann orsakimir./ 16 Mörg tæki þurfa sitt ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Matthías Helgason í Bílanausti./20 ► l-24 Úr borg í sveit ► Hjónin Snædís Gunnlaugsdóttir og Siguijón Benediktsson hafa komið sér myndarlega fyrir í Kald- bak, sem er rétt sunnan við Húsa- vík. Fyrir utan óbilandi land- græðsluáhuga hafa þau látið sig pólitík varða og komið nálægt flestum stjómmálahreyfingum að undanskilinni framsóknar- mennsku./l Hin mörgu andlit Mou- ton ►Það getur reynst erfitt að sam- eina framleiðslu á hágæðavíni í takmörkuðu magni og fjöldafram- leiddu magnvíni en þetta hefur tekist einstaklega vel hjá franska fyrirtækinu Baron Philippe de Rot- hschild í Bordeaux. /4 Bimbi Rimm Bamm ►Hvað varð um sumarleikanna — sto og stórfiskaleik, paris og allt það. /8 George Grosz ►Bragi Ásgeirsson fjallar um málarann og mannfjandsamlegan heimsbetmnarsinnann, sem vildi opinbera öllum að heimurinn væri afskræmdur, sjúklegur og ósann- ur./12 c BILAR ► 1-4 Saab ►Bílheimar fá fyrstu bílana í haust eftir að hafa tekið við um- boðinu. /1 Reynsluakstur ►Peugeot 306 SL - yfirlætislaus fólksbíll af millistærð. /4 fastir þættir Frittir 1/2/4/6/bak Leiðari 22 Helgispjall 22 Reykjavíkurbréf 22 Minningar 26 Myndasögur 30 Bréf til blaðsins 30 ídag 32 Brids 32 Stjörnuspá 32 Skák Fólkífréttum Bió/dans íþróttir Útvarp/sjónvarp 41 Dagbók/veður 43 Gárur 6b Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir lOb Dægurtónlist llb INNLENDAR FRÉTTIR- 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.