Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 15 LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson NOKKRIR þeirra nemenda sem hlutu verðlaun fyrir hönnun sína. Sumarnámskeiði ísark lokið SUMARNÁMSKEIÐI íslenska arkitektaskólans, Isark, lauk síð- astliðinn föstudag með opnun sjýningar á verkum nemenda í Asmundarsal við Freyjugötu og afhendingu verðlauna og viður- kenninga. Verkefni nemanda var að gera tillögur að þjóðgarði við Snæfellsjökul. Nemendurnir sem komu hvaðanæva af Norðurlönd- unum voru 18 talsins og fengu 11 þeirra verðlaun fyrir úrlausn- ir sínar. Sýningin á verkum nemend- anna stendur næstu tvær vikurn- ar og er eins og fyrr sagði í húsnæði Isark í Asmundarsal við Freyjugötu. Guðmundur Skúli Valdimar Örn Haraldsson Gautason Flygenring Þrír nýir leikarar hjá Leikfélagi Akureyrar LEIKARARNIR Guðmundur Har- aldsson, Skúli Gautason og Valdi- mar Örn Flygenring hafa verið fast- ráðnir við Leikfélag Akureyrar. Þeir bætast þar með í hóp með þeim Aðalsteini Bergdal, Rósu Guðnýju Þórsdóttur og Sunnu Borg en auk þeirra verða nokkrir gesta- ieikarar í öllum verkum á næsta leikári. Alls voru haldnar 92 sýningar á þeim sex verkum sem voru á fjölun- um á síðasta leikári og leikhúsgest- ir voru rúmlega 12 þúsund. Viðar Eggertsson leikhússtjóri er ánægð- ur með síðasta leikár og segir það hafa verið fjölbreytt og skemmti- legt. Hann segir að búið sé að ákveða hvaða leikverk verða tekin fyrir á næsta vetri en það verði ekki gert opinbert fyrr en í haust hver þau eru en lofar að það verði mjög spennandi og segist hlakka mikið til. ELISABETH Zeuthen Schneider, fiðluleikari. Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM I Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar þann 4. júlí kl. 20.30 verður flutt tónlist fyrir fiðlu og píanó. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Dvorak, Þorkel Sigur- björnsson og Tor Aulin. Flytj- endur eru danski fiðluleikarinn Elisabeth Zeuthen Schneider og Halldór Haraldsson, píanó- leikari. Elisabeth Zeuthen Schneid- er stundaði nám hjá Milan Vitek og Endre Wolf í Det kgl. danske Musikkonservat- orium í Kaupmannahöfn, og framhaldsnám í Bandaríkjun- um. Hún hefur m.a. leikið ein- leik með helstu hljómsveitum Danmerkur og haldið tónleika í Bandaríkjunum og Islandi. Hún hefur einnig nýlokið við að leika inn á geislaplötu. Halldór Haraldsson lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum í Reylgavík 1960 og stundaði síðan framhaldsnám hjá Gordon Grenn við Royal Academy of Music í London árin 1962 - 1965. Halldór hefur haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis bæði sem einleikari og verið virkur í flutningi kammertónlistar m.a með Tríói Reykjavíkur þar sem hann er einn með- lima. Halldór er skólasljóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Eg finn mikinn samhljóm með íslensku tónlistarfólki og sam- skipti mín við ísland síðan ég kynntist Guðnýju Guðmunds- dóttur, Gunnari Kvaran og Ilalldóri hafa verið góð og við höfum til að mynda skipst á nemendum. Okkur Halldóri gengur mjög vel að vinna sam- an og ég hlakka reglulega mikið til tónleikanna í næstu viku,“ sagði Elisabeth í stuttu spjalli við blaðamann Morgun- blaðsins. Þetta er í þriðja skiptið sem hún er á íslandi. Efnisskrá tónleikanna er dæmigerð fyr- ir tónlistina sem er henni hug- leiknust, þar á meðal er eitt verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, G-Suite eða svíta í G“. Fyrir fimm árum þekkti ég ekkert til íslenskra tónskálda. Guðný gaf mér disk með ís- lenskri fiðlutónlist og ég varð ástfangin af verkunum og sér- staklega G-Svítunni sem við spilum á þriðjudaginn.“ _ Nú taka við stífar æfingar fram á þriðjudag því þau hafa einungis æft efnisskránna hvort í sínu lagi. Á fimmtu- daginn næstkomandi spilar hún svo á tónleikum í Fella og Hólakirkju ásamt Guðnýju HALLDÓR Haraldsson, píanóleikari Guðmundsdóttur. Fiðla og píanó í Listasafni Sigurjóns fullkomna feröina. Ferðakynning Fararstjóri: Bryndís Schnam Kynning á Karíba- Verö: 153.715 kr.* Fimmtán ógleymanlegir draumadagar! Viku sigling um Karíbahafið á einu glaesilegasta lúxusskipi Cannival skipafélagsins. Allt sem big dneymin um á einum stað! - Viku dvöl í sólinni á Font Laudendale til að hafinu og Fort Laudendale á Innifalió: Flug, gisting, viku sigling með fullu fæöi, skemmtidagskrá alla daga um borð, hafnargjöld, akstur Hótel Sögu, A-sal, þniðju- daginn A. júlí kl. 20:30. FLUCLEIBIR JS -rar csatoa EUOOCARD samkv. leiðarlýsingu, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. * Staðgneitt é mann. Saim/inniifBPðipLaiiilsýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Símbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 5651155 • Slmbréf 565 5355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Slmbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Simbréf 461 1035 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Símbréf 481 2792 29. september - 14. október HVlTA HÚSIO / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.