Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 147.TBL.83.ARG. SUNNUDAGUR 2. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Laxveiðivertíðin er nú að komast á fleygif erð, en mjög er aflanum misskipt til þessa. Hefur veiðiskapur KASTAÐ FYRIR LAXIKJOSINNI gengið langsamlega best í Borgarfjarðaránum. Víðast hvar hefur veiðin þó glæðst með stórstreyminu sem náði hámarki síðla í síðustu viku. Myndin er frá Kvísla- Morgunblaðið/RAX fossi í Laxá í Kjós þar sem Þjóðverjinn, Peter Pohl, egnir fyrir laxa með flugu sinni. Spenna eykst milli Egypta ogSúdana Kairó, Karthoum. Reuter. OMAR Hassan al-Bashir, forseti Súdans, skoraði á föstudag á þjóð sína að grípa til vopna og verja landið gegn samsæri, sem hann sagði Egypta standa að baki, til að steypa stjórn sinni. Egypsk sunnu- dagsblöð helltu olíu á eldinn með því að skora á Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, að ráðast á Súdana til að hefna fyrir banatilræði, sem honum var sýnt í upphafi síðustu viku. Eitt dagblað kallaði ráðamenn í Súdan „djöfla, þjófa og blóðsugur". Egypska rannsóknarlögreglan hefur komist að því að þrír eþíópskir öryggisverðir og súdansk- ir njósnarar hefðu tekið þátt í morðtilræð- inu á hendur Mubarak, að sögn Reuter. Talið er að þrettán árásarmenn hafi skot- ið að bílalest Mubaraks í Addis Ababa á mánudag. Samkvæmt heimildum egypsku lögreglunnar var árásin gerð með fullri vitund og aðild leyniþjónustu Súdans. Aukin spenna hefur verið á landamærum ríkjanna í kjölfar tilræðisins,en Egyptar kváðust í gær ekki hyggja á árás. Þingið fellir vantraust á sljórn Rússlands Moskvu, Grosnf. Reuter. VANTRAUSTSTILLAGA á stjórn Viktors Tsjernomyrdíns, forsætisráðherra Rúss- lands, náði ekki fram að ganga í rússneska þinginu í gær og hefur stjórnarkreppu í Rússlandi þar með verið afstýrt. Borís Jelts- ín, forseti Rússlands, hefði annaðhvort orðið að víkja stjórninni frá eða leysa upp þing hefði tillagan verið samþykkt. Þessi niðurstaða styrkir Tsjernomyrdín í sessi og sagði hann í gær að nú væri „tími kominn til að vinna, ekki rífast". 193 þingmenn studdu tillöguna, 117 greiddu atkvæði gegn henni og 48 sátu hjá. Meirihluti dugði hins vegar ekki tii að van- trauststillagan næði fram að ganga, heldur þurfti atkvæði 226 þingmanna. Jeltsín hafði fyrir atkvæðagreiðsluna tek- ið öll tvímæli af um það að fremur myndi hann leysa upp þing en víkja stjórninni. Vantrauststillagan átti rætur að rekja til gíslatöku tsjetsjenskra skæruliða í bænum Búdennovsk í suðurhluta Rússlands um miðjan júní. Þingið gagnrýndi Jeltsín og stjórn hans harðlega fyrir meðferð málsins. 21. júní var samþykkt vantrauststillaga, sem var ekki bindandi. Tsjernomyrdín átti þá frumkvæðið að því að haldin yrði önnur atkvæðagreiðsla, sem hefði haft í för með sér að þingkosningarnar, sem haldnar verða í desember, færu fram mun fyrr. Stjórnarandstaðan sá því fram á stutta og erfiða kosningabaráttu við andstæðinga með sýnu betri áróðursaðstöðu. Þegar Jelts- ín friðaði þingheim á föstudag með því að víkja tveimur ráðherrum úr ríkisstjórninni auk yfirmanni leyniþjónustunnar og ríkis- stjórans í Stavropol, sem Búdennovsk heyr- ir til, var björninn unninn. Þetta var ekki afgerandi sigur, en Jeltsín heldur enn velli. Jeltsín komst upp með að sniðganga áskoranir um að víkja Pavel Gratsjev varnarmálaráðherra, sem hefur verið einn ötulasti stuðningsmaður hans. Þótt vantrauststillagari hafi snúist um stjórn Tsjernomyrdíns, beindist hún ekki gegn honum. Forsætisráðherrann, sem hóf feril sinn í röðum kommúnistaflokksins og stjórnaði gasmálum í Sovétríkjunum, er einn af fáum rússneskum stjórnmálamönnum, sem nýtur aukins stuðnings meðal almenn- ings eftir Búdennovsk. Tsjernomyrdín lét lítið á sér kræla í upphafi gíslatökunnar, en samdi að lokum um lausn gíslanna. Samningamenn Rússa og Tsjetsjena héldu áfram viðræðum í Grosní í gær. Náðst hefur samkomulag um vopnahlé, en það er ekki sagt traust. Langt ber hins vegar enn á milli um erfiðustu samningsatriðin; stöðu Tsjetsjníu og framtíð Dzhokars Dúdajevs, leiðtoga aðskilnaðarsinna Tsjetsjena. Frétta- skýrendur spá því að úrslit atkvæðagreiðsl- unnar og mannabreytingarnar muni greiða fyrir viðræðunum. VIÐ ERUM EVRÓPUÞJÓÐ Mörg tæki þurfa sitt VIDSKIPnfflVINNTJLÍF Á SUNIMUDEGI 18 1 'iQh ll"„A +í /#¦¦'¦* ft 'i*J:k«,A tS&^^^-Jfí ÍIR BORG f S\l 'EIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.