Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 13
LISTIR
Styrkur veittur úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat á f östudag
Sigurbjörn
fékk
500.000
krónur
SIGURBIRNI Bernharðssyni
fiðluleikara hefur verið veittur
500.000 króna styrkur úr Minn-
ingarsjóði Jean
Pierre Jacquill-
at. Erlendur
Einarsson, for-
maður stjórnar
sjóðsins afhenti
styrkinn í
fyrradag, sem
Rannveig
Sigurbjörns-
dóttir, móðir
Sigurbjörns
veitti viðtöku, fyrir hönd sonar-
ins.
Sigurbjörn er fæddur í
Reykjavík 4. maí 1972, en flutt-
ist níu mánaða gamall með for-
eldrum sínum og tveimur eldri
systkinum til Eþíópíu, þar sem
þau dvöldust í fjögur ár. Þaðan
lá leiðin til Bandaríkjanna og
þar hóf Sigurbjörn fiðlunám
fimm ára gamall í Edwardsville.
Ári síðar fór hann í Tón-
menntaskóla Reykjavíkur og
nam hjá Gígju Jóhannesdóttur
til fjórtán árá aldurs, en síðan
hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í
Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Þaðan lauk hann einleikara-
prófi vorið 1991. Jafnhliða
Sígurbjörn
Bernharðsson
Morgunblaðið/Sverrir
RANNVEIG Sigurbjörnsdóttir veitti styrknum til Sigurbjörns viðtöku úr hendi formanns sjóðs-
stjórnar, Erlendar Einarssonar, á föstudag. Cecile Jacquillat, ekkja Jean Pierre Jacquillat kom
hingað til lands og var viðstödd afhendinguna.
stundaði hann nám í Mennta-'
skólanum við Hamrahlíð árin
1987-1990.
Haustið 1991 hélt hann til
framhaldsnáms í Bandaríkjun-
um og hefur numið þar síðan
hjá hjónunum Amitu og Roland
Vamos, fyrst við Minnesota-
háskóla, en síðan við Tónlistar-
háskólann í Oberlin (Oberlin
Conservatory), þar sem hann
lauk Bachelor of Music-prófi á
sl. vori. Við þá stofnun hefur
hann notið „Dean's Talent Aw-
ard", sem veitti honum fullan
styrk til námsins. Hann hefur
og hlotið sn. „Honorary Society
Membership" við háskólann.
Sigurbjörn hefur verið kon-
sertmeistari í SinfóníuhUóm-
sveit æskunnar 1988-91, í
hljómsveit Tónlistarskóla
Reykjavíkur, í strengjasveit
sama skóla og í mjómsveit Minn-
esota-háskóla. Einnig var hann
einn af leiðurum strengjasveit-
ar ESPA á Englandi 1988 undir
stjórn Y. Menuhins. Sigurbjörn
hefur haldið einleiks- og kamm-
ermúsíktónleika í Reykjavík,
Boston, Minneapolis, Glasgow,
Vermont og víðar.
Jean Pierre Jacquillat fædd-
ist í Versölum árið 1935. Hann
kom fyrst til starfa með Sinf ón-
íuhljómsveit íslands árið 1972,
en var síðan ráðinn aðalhjóm-
sveitarstjóri hljómsveitarinnar
árið 1980 og gegndi því starfi
til loka starfsársins 1985-86.
Þetta er fjórða sinn sem veitt-
ur er styrkur úr Minningarsjóði
Jean Pierre Jacquillat. Aður
hafa hlotið styrk úr sjóðnum:
Þóra Einarsdóttir sópransöng-
kona, 1972, Tómas Tómasson
bassasöngvari, 1993, og Guðni
A. Emilsson hljómsveitarstjóri,
1994. Þessum styrkþegum hef-
ur öllum vegnað vel á tónlistar-
brautinni.
4^ -^j1. m
iiSfi
Su l
stend
gallery
HAFNÁRFIRÐI og Reykjavík
Bandarískar
djassperlur
á Sóloni
GÍTARLEIKARINN Björn
Thoroddsen leikur með tríói
sínu á djasskvöldi Sólons ís-
landusar, næstkomandi þriðju-
dagskvöld kl. 22.
Tríóið mun leika úrval af
bandarískum djassperlum í til-
efni þjóðhátíðar Bandaríkj-
anna og meðal djasstónskálda
sem þeir gera skil eru, Monk,
Silver, Ellington og Fanner.
Þá munu þeir leika bandarísk
blús-stef frá ýmsum tímum.
Light
Nights
FYRSTA sýning Ligth Nights
á þessu sumri verður á morg-
un, mánudag, kl. 21 í Tjarnar-
bíói, Tjarnargötu 12.
Leiknir verða þættir úr ís-
lendingasögum og þjóðsögum,
fluttir á ensku. Sýningar eru
öll kvöld nema sunnudags-
kvöld.
Orgelstund í
Kristskirkju
ORGELSTUND verður í
Kristskirkju, Landakoti,
þriðjudaginn 4. júlí kl.
12-12.30.
Douglas Brotchie leikur á
orgel kirkjunnar. Aðgangur
ókeypis.
S
—Æto ¦ __^A ¦¦'¦¦'" ¦B
<g 1 [^ i B
h é
Glæsilegir
skartgripir með
18k. gullhúð á
f rábæru verði
i
m'
VERSLAN/'ft
ir
Tröhulifauni 6 • Hatnavfirði • Sínii 565 1660
; Opið mánuJ.-fpsiud. 9-18. laugard. 10-14
Suðurlaiulstiraut 50 y/Fákáteh • Sítni 588 4545
OpiO múnud. nmmuul. 10 18. iostud. 10-19. lauvianl. 10-16
•«tv