Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 11 Norðmenn og Rúss- ar geta ekki reiknað með því að það gildi einhver allt önnur lögmál í Barents- hafi en á Reykjanes- hrygg. Fram að þessu hafa þeir ekki verið tilbúnir að líta á þessi hafsvæði með sambærilegum hætti og á meðan er útilokað að mínu mati að ná samning- um um þau mál. leika að við náum stofninum í þá hámarks- stærð sem gefur hagkvæmustu nýtinguna." Er þá réttlætanlegt að íslendingar sýni hóf- semi í kröfum um kvóta til skemmri tíma? „Ég veit ekki hvort orðið hófsemi á við í samningum en ég get ekki neitað því að ég tel að það þjóni langtímahagsmunum íslend- inga að leggja nokkuð á sig við uppbyggingu síldarstofnsins eins og ég tel að Norðmenn hafi gert á síðustu fimm til sex árum. Þeir hafa sýnt miklu meiri ábyrgð varðandi upp- byggingu síldarstofnsins heldur en nokkru sinni fyrr og við gerum miklar kröfur til þeirra að þeir stilli veiðunum í hóf þannig að hann nái sér á nýjan leik. Við hljótum að gera sam- bærilegar kröfur til okkar sjálfra því að lang- tímahagsmunirnir eru gífurlegir í þessu máli. Ég vona að þjóðimar allar hafi manndóm til að líta til þeirra því að komandi kynslóðir á Islandi þurfa virkilega á því að halda. Ég hef um margra ára skeið haldið því fram að þjóð- irnar á norðurslóðum eigi að byggja upp sam- starf sem feli í sér gagnkvæmni í veiðum. ís- lendingar ættu þá veiðirétt í Barentshafi þegar ástandið þar er gott og Norðmenn ættu hér innhlaup þegar illa áraði hjá þeim. Með þessu væri hægt að jafna sveiflurnar í fiskveiðunum meira. Eg nefndi þetta fyrst í viðræðum við Kanadamenn 1985. Því var illa tekið af ýmsum þá. Ég er enn þessarar sömu skoðunar tíu árum síðar að það eigi að vinna að þessum málum hér í Norðurhöfum með gagnkvæma hagsmuni allra þessara þjóða í huga, bæði að því er varðar fiskistofnana og hvala- og sela- stofnana. Ég vænti þess að það verði að veru- leika að við stofnum norðurskautsráð og þar verði hægt að taka upp ýmis pólitísk mál að því er varðar nýtingu auðlinda. Öðru vísi verð- ur aldrei hægt að ná neinu viti í samvinnu þessara þjóða, allt frá Ameríku til Rússlands." Síðasti fundur úthafsveiðiráðstefnu Samein- uðu þjóðanna verður um mánaðamótin júlí og ágúst. Hvetjar eru horfurnar á að samkomulag takist þar? „Þetta er það mikið hagsmunamál og þjóð- imar eru undir það miklum þrýstingi að ég er vongóður. Annars kemur upp óvissuástand þar sem einhver rlki munu grípa til þess að færa út sína landhelgi enn frekar og það gæti orðið upphafið að margvíslegum deilum um allan heim. Hins vegar vil ég taka það fram að niðurstaðan á þessari ráðstefnu mun ekki leysa öll þau deilumál sem uppi eru. Þar mun eingöngu verða samþykktur samningsgrund- völlur og leikreglur fyrir aðila til að hafa í huga fyrir frekari samninga. Ráðstefnan mun til dæmis í sjálfu sér ekki leysa deiluna í Bar- entshafi. Hún mun verða vísbending um hvem- ig eigi að standa að því að leysa hana.“ Norðmenn binda augsýnilega miklar vonir við úthafsveiðiráðstefnuna og telja að samning- ur sem þar verði gerður heimili þeim að stjórna veiðum í Barentshafi í formi tvíhliða nefndar. Er þetta ásættanlegt fyrir íslendinga? „Það getur út af fyrir sig verið ásættanlegt ef sama skipulag verður á úthafínu suður af íslandi þannig að við getum stjómað veiðunum á Reykjaneshrygg í samvinnu við Grænlend- inga.“ Fullveldisrök varðandi sjóvarútveginn Ef ég má víkja að Evrópumálunum, hver er afstaða utanríkisráðherra til aðildar að Evr- ópusambandinu? „Ég hef margoft sagt að ég sé andvígur því að ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu. Þróunin í Evrópu heldur áfram og við vit- um ekkert um það hvemig Evrópusambandið lítur út fljótlega eftir næstu aldamót. Við höf- um þess vegna ákveðið að fylgjast vel með þróuninni, kynna okkar sérstöðu og ástæðurn- ar fyrir því að við viljum ekki sækja um. Þær tengjast að verulegu leyti sjávarútvegsmálum. Við getum ekki sætt okkur við að auðlindir okkar séu sameign þjóðanna og undir sameig- inlegri stjóm. Við getum ekki sætt okkur við þá stjómunarstefnu og þá styrkjastefnu sem kemur fram í sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. Ég er þeirrar skoðunar að værum við undir þeim reglum til lengri tíma litið þá kæmi það til með að eyðileggja samkeppnis- stöðu okkar. Mér finnst að á þessu sé skilning- ur ef það er útskýrt. Það eru margir sem spyija: Af hveiju í ósköpunum eruð þið ekki með? Við viljum hafa ykkur með . . .“ En viljum við vera með? „Við erum Evrópuþjóð og viljum taka þátt í samstarfi Evrópuþjóða. En við getum ekki gert það á öðrum grundvelli en þeim sem sam- rýmist hagsmunum okkar. Þar stendur málið. Hvernig það mun síðan þróast ætla ég ekkert að fullyrða um á þessari stundu, en það er auðvitað nauðsynlegt að gera sér raunsæja mynd af ástandinu." Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er það sem þú setur aðallega fyrir þig? „Já.“ Má þá ekki segja að andstaða forsætisráð- herra gegn aðild eins og hún birtist íþjóðhátíð- arræðu hans sé á breiðari grundvelli þar sem hann tínir einnig til fullveldisrök? „Ég tel að það séu mikil fullveldisrök að því er varðar sjávarútvegsstefnuna.Ég get ekki hugsað mér að nýtingu auðlinda íslands sé stjórnað frá höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins. Þetta er mjög stórt fullveldismál í mínum huga. Að því er varðar sameiginlega mynt, sameiginleg varnarmál og ýmislegt ann- að sem er á pijónunum í Evrópusambandinu þá sýnist mér að þróunin sé sú að það muni ekki verða að veruleika. Andstaðan við þessar hugmyndir fer vaxandi þannig að ég geri ekki ráð fyrir að þróunin í átt til einnar ríkjaheildar haldi áfram. Það verður gjörsamlega útilokað að fá Norðurlandaþjóðirnar til dæmis til að samþykkja slíkt.“ Þú nefnir ekki það sem forsætisráðherra talaði um, það er að segja stöðu löggjafarþings- ins? „Hann var að tala um það meðal annars út frá framtíðarspá um stóraukinn samruna. Ég get verið sammála honum ef hún rættist. Hinu er ekki að neita að eins og mál standa núna erum við að yfírtaka margvíslegar réttar- reglur sem gilda í Evrópu. Mikið af okkar lög- gjöf hefur orðið fyrir áhrifum frá hinum Norð- urlöndunum. Ef þetta er löggöf sem við getum vel sætt okkur við og samrýmist okkar lýðræð- ishefðum þá er ekkert athugavert við það að verða fyrir áhrifum annars staðar frá. Þannig hefur það alltaf verið í heiminum." Þurfum að auka áhrif okkar Þú víkur að stöðu okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Flokksbróðir þinn og sam- ráðherra, Páll Pétursson, flutti EES-frumvarp á Alþingi á dögunum og hóf mál sitt á því að segjast vera með póst frá Brussel. Er staða Alþingis viðunandi þegar ráðherrar flytja frum- vörp með þessum formála? „Nafnið sem frumvörpunum er gefið skiptir að sjálfsögðu ekki máli. Aðalatriðið er að við höfum ákveðið að vera aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og taka þátt í þeim reglum sem þar eru settar. Aðalatriðið fyrir okkur er að geta haft nægileg áhrif á tilurð þessara reglna. Það þýðir það að við þurfum að geta haft aðgang að sameiginlegum ráðum og nefndum. Ef við getum haft þau áhrif og þurf- um ekki að yfirtaka þessar reglur án þess að koma nokkum tíma að málinu þá er það í lagi.“ En höfum við þessi áhrif? „Við höfum þau að ákveðnu marki en ekki nægileg og ég legg mikla áherslu á það að auka okkar áhrif í þessu sambandi." Er búið að hnýta alla hnúta sem röknuðu upp við það að nokkur EFTA-ríkjanna gengu í ESB? „Nei, það er ekki búið að hnýta þá hnúta og auðvitað voru þessi hnútar aldrei hnýttir nægilega í upphafi eins og gengur og gerist I samningum. Samskiptin eru lifandi og þau taka stöðugum breytingum. Þess vegna verða menn ávallt að vera á verði. Það verður aldrei gengið frá þeim í eitt skipti fyrir öll.“ En er ekki rétt að skömmu eftir að þú tókst við formennsku í Framsóknarflokknum þá sett- ir þú fram hugmyndir um áheyrnaraðild að stofnunum ESB. „Það voru nú sumir sem túlkuðu þetta svo að ég vildi að við yrðum aukaaðilar að Evrópu- sambandinu sem er algerlega rangt. Ég var að leggja áherslu á hversu mikilvægt það væri að við hefðum áhrif á það sem þarna væri að gerast innan samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði. Norðmenn fóru inn á nákvæmlega sömu braut þegar samningurinn um aðild þeirra var felldur og hafa sótt mjög fast á um áhrif innan Evrópusambandsins á grundvelli samningsins um Evrópskt efnahagssvæði sem þeir gerðu ekk- ert úr þegar norsk stjórnvöld voru að beijast fyrir inngöngu Norðmanna í Evrópusambandið. Forystumenn í norskum stjómmálum héldu því fram að þessi ákvæði væm lítils virði en snem síðan blaðinu við. Þannig að ég tel að það sem' ég sagði á sínum tíma hafi verið réttmætt og ég stend við það og mun vinna á þeim grund- velli hér í ráðuneytinu." Var þar ekki um að ræða hug- myndir um áheyrnaraðild utan vé- banda EES? „Það sem ég sagði var að EES- samningurinn tryggði okkur pólitísk áhrif. Það yrði miklu erfiðara að reka pólitísk samskipti á gmndvelli tveggja stoða kerfis eftir að flest rík- in væru farin inn og þess vegna væri miklu einfaldara, bæði fyrir okkur og ESB, að leysa þessi mál með meiri aðgangi okkar að nefndum og ráðum. Það hefur að hluta til verið komið til móts við kröfur sem þessar en ekki í nægilegum mæli og við hljótum að vinna að því áfram. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið einfaldara og líklegra að við næðum meiri árangri ef Norðmenn hefðu gengið inn.“ Eru Norðmenn með einhvern ein- leik gagnvart Evrópusambandinu? „Nei, en ég tel að þeir hafi sýnt visst fmmkvæði í þessum efnum á sínum tíma. Fmmkvæði sem ég hefði gjaman viljað sjá í meira mæli af hálfu íslenskra stjómvalda. í þessu sambandi má nefna að Norðmenn skynja mikilvægi Norðurlandasam- starfsins til þess að hafa óbein áhrif í Evrópú- sambandinu. Þeir hafa fjölgað verulega í sendi- ráðum sínum í Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi, löndunum sem eru komin inn. Því miður höfum við ekki efni á því, en ég vil samt beita sendiráðunum í þessum löndum í auknum mæli. Norðurlandasamstarfíð hefur aldrei ver- ið mikilvægara." Hver eru helstu áhersluatriðin í samskiptum við ESB? Ríður ekki á að standa við sínar samningsskuldbindingar skv. EES samanber vörugjaldsmálið? „Við höfum gert það, við vorum að sam- þykkja breytingar á áfengislöggjöfinni sem var ekkert auðvelt pólitískt mál. Við verðum að sjáifsögðu að fara eftir þeim reglum sem við höfum samið um, hvort sem það er á því sviði eða öðru. Ef það er eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við gegnir öðru máli. Við getum ekki yfirtekið hvað sem er og hljótum að hafa okkar sjálfstæðu skoðanir í þeim efn- um. Ég á von á því að það þurfí að verða ein- hveijar breytingar varðandi yörugjöld. En mér fínnst nú stundum að túlkanir á ýmsu frá ESB séu umdeilanlegar." En þegar ráðherrar viðurkenna að seina- gangi ístjómkerfinu sé um að kenna er það þá viðunandi? „I öllum svona málum tekur ákveðinn tíma að fara yfír mál og undirbúa þau. Ég er nú helst á því að það sé einhvers staðar annars staðar seinagangur en hér. Ég veit að ríki Evrópusambandsins eru ekki öll búin að taka upp allar reglugerðirnar. Ég er ekki viss um að það séu gerðar jafnmiklar kröfur til marg- víslegrar starfsemi í ýmsum ríkjum Evrópu- sambandsins eins og er hér á landi.“ Ég hjó eftir því að nú nefndir ekki landbún- að í sambandi við ESB-aðiId. Liggur eitthvað fyrir um áhrif ESB-aðiIdar á íslenskan land- búnað? „Nei, það liggur ekki nákvæmlega fyrir og er eitt af því sem þyrfti að fara betur yfir. Það er hins vegar alveg ljóst að þar eru bæði kostir og gallar. Kostirnir eru þeir að við fengj- um meiri markaðsaðgang með okkar lamba- kjöt og hesta. Við fengjum stuðning við ýmsar greinar landbúnaðarins. Gallamir em hins veg- ar þeir að margvíslegur innflutningur mundi vaxa á kostnað innlendrar framleiðslu. Aðalat- riðið hlýtur að vera að halda uppi atvinnustarf- semi í sveitum landsins. Þótt hún minnki á einu sviði þá má bæta það upp á öðram. Mér er nú sagt að áhrifin séu neikvæðari í Finn- landi og Svíþjóð en landbúnaðurinn hafi gert ráð fyrir þannig að tilhneigingin hafi verið að fegra þessa mynd. Þetta þarf að fara yfir ef menn setja það einhvern tíma á dagskrá að ganga þama inn, sem er ekki núna.“ F-15 þoturnar ómissandi I janúar 1994 sömdu Bandaríkjamenn og íslendingar um varnarmálin til tveggja ára. Er bytjað að huga að endurskoðun þess samn- ings? „Það er undirbúningur í gangi. Við höfum verið í viðræðum við Bandaríkjamenn út af þessu máli. Við væntum þess að fá niðurstöðu í það í haust. Það er afar óheppilegt að það ríki óvissa í þessu sambandi. Ég tel að það sé algerlega nauðsynlegt út af vörnum íslands að F-15 vélarnar séu hér. Ég er sannfærður um að það er ekki hægt að reka hér eftirlit með kafbátum og umferð I Norður-Atlantshafí án þessara tækja. Ég trúi því og treysti að Bandaríkjamenn vilji standa við sínar skuld- bindingar sem koma fram í varnarsamningnum og hef enga ástæðu til að ætla annað.“ Og enga ástæðu til að ætla annað en að þeir muni fallast á að orrustuþoturnar fjórar verði hér áfram? „Ég tel að vera þeirra hérna sé liður í því að standa við þær skuldbindingar sem fram koma í vamarsamningnum.“ Breytir einhverju varðandi þyrlubjörgunar- sveitina á Keflavíkurflugvelli að við erum búin að fá nýja þyrlu til landsins? „Nei, það breytir því ekki að björgunarsveit- in á Keflavíkurflugvelli er algerlega nauðsyn- leg út af umferð og eftirliti á Norður-Atlants- hafí. Það er algerlega útilokað að Islendingar einir geti annast þau mál, þannig að viðvera hennar hér á landi er alveg jafnnauðsynleg og áður. Björgunarþyrla okkar er mjög mikil- væg viðbót en hins vegar vonast ég eftir því að það verði hægt að auka samstarf og það eru enn umræður í gangi um það hvort við getum með einhveijum hætti komið meira inn í rekstur sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli.“ íslenskir aðalverktakar Hver e&framtíð íslenskra aðalverktaka? „íslenskir aðalverktakar hafa einkarétt á ákveðnum framkvæmdum á Keflavíkurflug- velli. Það hefur engin breyting verið gerð á því. Ég hef átt ágætar viðræður við stjórn Islenskra aðalverktaka um stefnumótun fyrir fyrirtækið til framtíðar og lagði á það áherslu að íslenskir aðalverktakar sæktu meira út á við og tækju þátt I verkefnum annars staðar í heiminum. Það era viðræður í gangi milli ráðuneytisins og íslenskra aðalverktaka um framtíðarstefnumótun en ég ætla ekki að segja til um hver niðurstaðan verður.“ Er eignaraðild íslenska ríkisins æskileg til frambúðar? „Það er alveg opið af minni hálfu en ég tel ekki tímabært að tala um sölu á þessu fyrir- tæki fyrr en við höfum mótað stefnu þess.“ Nú var einkaréttur fyrirtækisins varðandi framkvæmdir á vegum Mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins afnuminn fyrr á árinu. Eru fyrirsjáanlegar frekari breytingar á einka- rétti fyrirtækisins til framkvæmda á Keflavík- urflugvelli? „Það liggur alveg fyrir að útboð verða auk- in. Það var útboð um daginn sem var verulega undir kostnaðaráætlun sem verður til þess að Mannvirkjasjóðurinn mun áreiðanlega auka framkvæmdir hér á landi. Ég veit ekki betur en það sé fullkomlega ásættanlegt. Við höfum líka lýst okkur reiðubúna hér til að draga úr kostnaði í sambandi við reksturinn í Keflavík. Á dögunum átti ég viðræður við aðila á Kefla- víkurflugvelli og spurði þá hvort það væri ekki ódýrara fyrir þá að geta reiknað með því að geta nýtt Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll í staðinn fyrir Skotland. Það hafa þegar kom- ið viðbrögð við því þannig að mér finnst sjálf- sagt að það verði gert.“ Verðum að berjast fyrir hvalveiðum Menn hafa dregið þá ályktun af Shell-mál- inu, þar sem stórfyrirtæki hætti við að sökkva olíubirgðastöð í Norðusjó, að taka verði mót- mæli umhverfissinna mjög alvarlega í málum sem þessum og beygja sig ef því er að skipta til að vernda viðskiptahagsmuni sína, jafnvel þótt skynsemisrök mæltu með því að halda sínu til streitu. Dregur þú einhvern lærdóm af þessu máli fyrir hugsanlegar hvalveiðar ís- lendinga? „Það er ljóst að það verður alltaf hægt að beita menn þvingunum. Ég vil samt ekki leggja sama skilning í mengun hafsins og skynsam- lega nýtingu þess. Mér fannst til dæmis alveg fráleitt að ætla að beina þessum þvingunum gagnvart Skeljungi á íslandi, sem er sjálf- stætt félag, en forstöðumenn þess höfðu tekið afstöðu gegn því að pallinum yrði sökkt. Við getum alltaf reiknað með því að ýmsir aðilar muni reyna að þvinga okkur til að láta að vilja sínum. Hvalveiðar verða ekki teknar hér upp á nýjan leik nema með baráttu. Ég tel hins vegar að við eigum engan annan kost en að heyja þá baráttu. Ef við gerum það ekki mun ekki verða neitt jafnvægi til langframa á höfun- um í kringum okkur. Við getum ekki látið hóta okkur í þessu máli. En menn verða þá líka að vera tilbúnir að taka áföllunum." Hvenær drögum við sverðið úr slíðrinu? „Ég ætla ekki að segja til um það, en ég varð var við það á sínum tíma að allir voru tilbúnir til að taka undir kröfuna um hvalveið- ar þegar vel gekk, en þegar ýmsar hótanir komu og fyrirtæki tóku að lýsa því yfir að þau ætluðu að hætta að kaupa af okkur afurðir, þá snerast nú stundum ýmsir og sögðu að nú yrði að breyta um stefnu. Svona mál kallar á stefnufestu og ef við förum af stað þá verðum við að vera tilbúnir að taka áföllum." Ef Shell-fyrirtækið hefði sýnt stefnufestu þá hefði tilvera þess ef til vill verið í hættu. „Ég held að Shell-fyrirtækið hafí tekið skakka ákvörðun í upphafi. Ef okkur íslending- um er hótað þannig að við munum hafa verra af ef við hættum ekki að nýta okkar auðlindir þá eigum við engan annan kost en að beijast því þá erum við að beijast fyrir tilveru okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.