Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ARNBJÖRN INGÓLFSSON, Stapasíðu 15D, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju miðvikudaginn 5. júlí kl. 13.30. Auður Guðjónsdóttir, Valborg Hjálmarsdóttir, Valborg Marfa Stefánsdóttir.Gunnlaugur Konráðsson, Guðrún Stefánsdóttir, Anton Pétursson, Sigrún Svava Stefánsdóttir, Hjörtur Sígurðsson, Stefán Auðunn Stefánsson, Hugrún Stefánsdóttir, Hugrún Stefánsdóttir, Evert Magnússon, Guðjón Stefánsson, Edda Friðfinnsdóttir, Garðar Hólm Stefánsson, Guðrún Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDE MARIU FREITAG PÁLSSON, Iðufelli 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri. Guðríður Pálsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson, Halldór Pálsson, Hjörleifur Pálsson, Páll S. Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓHANNESAR BJARNASONAR verkfræðings, Laugarásvegi 43. Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim, er önnuðust hann í veikindum hans. Margrét Ragnarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Einar Örn Stefánsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Ævar Guðmundsson, Ragnar Jóhannesson, Bjarni Jóhannesson, Auður Þórarinsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, ÞÓRÐAR KRISTJÁNSSONAR fyrrv. bifreiðarstjóra, Rauðagerði 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífils- staðaspítala. Þóra Sæmundsdóttir. Sæmundur H. Þórðarson, Kristján Sig. Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Árni Þórðarson, Kristín Þórðardóttir, Gunnar Ellert Þórðarson, Rosmary K. Sigurðardóttir, Susan Hawkes, Anna Lydia Hallgrímsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Sævar Örn Kristjánsson, Elísabet Zophaniusdóttir, Ólafur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og veittan styrk við andlát og útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR. Þakkir til starfsfólks Landakotsspítala og sérstakar þakkir til Kristínar Gunn- arsdóttur og starfsfólks á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Guðný Jóakimsdóttir, ÓmarÆgisson, Jón Guðni Ægisson, Arna Harðardóttir, Gísli Theodós Ægisson,Guðbjörg Guðmundsóttir, Hulda Ægisdóttir, Guðný Ægisdóttir, Svala Lind Ægisdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabarn. DAVÍÐ ÓLAFSSON + Davíð Ólafsson, fyrrverandi seðlabaukastjóri, fæddist 25. apríl 1916 í Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Hann lést miðviku- daginn 21. júní sl. Davíð var sonur hjónanna Jakobínu Davíðsdóttur og Björns Ólafs Gísla- sonar fram- kvæmdasljóra. Eft- irlifandi eiginkona Davíðs er Ágústa Þuríður Gísladóttir, f. 4. apríl 1918. Börn þeirra eru Ólafur, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, og Sigrún, rithöfundur. Utför Davíðs var gerð frá Dómkirkjunni 30. júní sl. ÞAÐ var gæfa Fiskifélags íslands, þegar Davíð Ólafsson var ráðinn til félagsins árið 1940. Hann var fyrsti maðurinn sem bar heitið fiskimála- stjóri og markaði óafmáanleg gæfu- spor í sögu félagsins. Þegar Davíð Ólafsson hóf störf hjá Fiskifélagi íslands fyrir meira en hálfri öld voru aðstæður aðrar en nú. Heimsstyrjöldin geisaði, at- vinnuhættir voru fábrotnir og margt ógert við uppbyggingu ís- lensks samfélags. Á því er enginn vafi að Davíð Olafsson bar með sér margvíslega strauma alþjóðlegra viðhorfa inn í landið. Hann hafði numið hagfræði við erlenda skóla, sem þá var fátítt. Sérþekking hans varð því eftirsótt og eftir henni leit- að víða. Það er þess vegna enginn vafi á því að Fiskifélag íslands efld- ist _mjög við ráðningu hans. Á þeim tíma sem Davíð Ólafsson gegndi starfí fískimálastjóra er óhætt að fullyrða að fáum málum hafí verið ráðið á sviði sjávarútvegs- ins nema að til hans væri leitað. Yfírburðaþekking hans á þessu sviði, dugnaður og framtak urðu til þess að eftir honum var sóst til þessara verka. Með þessum störfum sínum jók hann einnig mjög veg Fiskifélags- ins. Á vettvangi félagsins og þing- um þess, Fiskiþingum, var stofnað til margs konar framfaramála, sem höfðu ómæld áhrif í sjávarútvegin- um síðar meir. Þar má meðal ann- ars nefna þá uppbyggingu sem varð við rannsóknir og vísindastofnanir sjávarútvegsins, svo sem Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins og Hafrannsóknastofnun. Á þeim liðlega aldarfjórðungi sem Davíð Ólafsson var fískimála- stjóri urðu mikil umbrot og breyt- ingar í íslenskum sjávarútvegi. Eins og fyrr og síðar sann- aðist að sjávaraflinn er svipull og menn urðu vitni að góðæri með góðum aflabrögðum og hagfelldum markaðs- skilyrðum, en einnig daprari tíð þegar afli brást á heimamiðurn, síldarstofnar hrundu og markaðir lokuðust. Þá skipti máli að í fyr- irsvari fyrir íslenskan sjávarútveg var maður á borð við Davíð Ólafs- son, er naut víðtæks trausts. Af kynnum mínum við samtíðarmenn hans er mér ljóst að innan sjávarútvegsins naut Davíð Ólafsson álits og virð- ingar, sem hann verðskuldaði af verkum sínum. Það var því eðlilegt að hann skip- aði forystusveit þjóðar okkar þegar kom að hafréttarmálum. Á starfs- tíma Davíðs Ólafssonar sem físki- málastjóra voru stigin risaskref í þeim málum. Sú barátta var ströng. En miklu varðaði að eiga þá mál- svara er gat haldið uppi merki ís- lands af þekkingu og myndugleik. Það varð einmitt hlutverk Davíðs Ólafssonar. Islensk þjóð stendur í þakkar- skuld við menn á borð við Davíð Ólafsson. Fyrir Fiskifélag var það mikilvægt að fá hann til starfa. Það var því eðlilegt að hann var gerður heiðursfélagi þess. Fiskifélag ís- lands sendir konu hans Ágústu Gísladóttur, bömum þeirra og fjöl- skyldum, einlægar samúðarkveðjur. F.h. Fiskifélags íslands. Einar K. Guðfinnsson. i Með Davíð Ólafssyni er fallinn frá yfírburðamaður, sem með hóg- værð sinni, seiglu og skarpskyggni kom mörgu góðu til leiðar í störfum sínum. Hann var ráðgjafi og náinn samstarfsmaður helstu stjómmála- manna þjóðarinnar á sviði sjávarút- vegs- og landhelgismála, sem fiski- málastjóri, um miðbik aldarinnar og síðar á sviði efnahags- og at- vinnumála, sem bankastjóri Seðla- banka íslands. Framganga hans einkenndist ávallt af yfirvegun, ör- uggri dómgreind og góðvild. Mikil eftirsjá er að slíkum manni. Sjálfur kynntist ég Davíð Ólafs- syni fyrst eftir að ég hafði lokið laganámi og hafíð störf í viðskipta- ráðuneytinu haustið 1983. Davíð var þá formaður nefndar sem Matt- hías Á. Mathiesen, þáverandi við- skiptaráðherra, hafði skipað, m.a. til að endurskoða gjaldeyrislöggjöf- ina. Árin þar á eftir urðum við nánir samstarfsmenn og komum að ýmsum málum á vegum Matthí- asar Á. Mathiesen í utanríkisráðu- neytinu og síðar í samgönguráðu- neytinu. Minnisstæður er sá tími haustið 1986 þegar við sátum upp- haf allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna í New York, en ég var þá aðstoðarmaður utanríkisráð- herra og Davíð átti sæti í sendi- nefndinni. Þá var Davíð formaður nefndar sem Matthías Á. Mathiesen setti á laggimar í samgönguráðu- neytinu 1987 til að gera tillögur um rekstur og fyrirkomulag undir- stofnana ráðuneytisins. Ég var rit- ari og starfsmaður þessarar nefnd- ar, en með okkur í nefndinni var Árni Vilhjálmsson, prófessor. Afar lærdómsríkt var fyrir mig að fá þarna tækifæri til að kynnast vinnubrögðum og þankagangi þess- ara mætu manna. Reglulega geng- um við Davíð síðan á fund ráðherr- ans, Matthíasar Á. Mathiesen, og gerðum honum grein fyrir fram- vindu mála, en vinátta þeirra Dav- íðs og Matthíasar var djúp og ein- læg. Mér er minnisstætt atvik frá haustinu 1987. Nefnd okkar Davíðs og Áma var að skoða málefni ákveðinnar undirstofnunar ráðu- neytisins. Þótti mér yfírmenn stofn- unarinnar heldur svifaseinir í við- brögðum við erindum okkar og hafði einnig ákveðnar hugmyndir um fyrirkomulag rekstrar stofnun- arinnar. Atvikið gerðist þegar við Davíð komum sem oftar af fundi ráðherrans. Taldi ég að nú yrði að fara með nokkurri hörku gegn þeim. Varð mér þá að orði „að rétt væri að fara eins langt og við kæm- umst“ í skiptum okkar við yfir- mennina. Greip Davíð þá mildilega í handlegginn á mér og sagði: „Hreinn minn, það eru bara skepn- urnar sem fara eins langt og þær kornast!" Þetta atvik hefur oft kom- ið upp í hug minn síðar. Seinna veitti Davíð mér ómetan- legan stuðning þegar ég skyndilega þurfti að fóta mig á nýjum starfs- vettvangi eftir að Sjálfstæðisflokk- urinn hvarf skyndilega úr ríkis- stjórn haustið 1988, en ég var þá aðstoðarmaður samgönguráðherra. Leigði ég mér þá herbergi og opn- aði lögfræðiskrifstofu. Kom Davíð þá og heimsótti mig og talaði máli mínu við ýmsa menn. Stend ég í þakkarskuld við hann vegna þessa. Hitt var ekki síður mikilsvert á þessum tíma að vita af stuðningi og velvild þessa mæta manns. Ári síðar gekk ég til liðs við Vilhjálm Árnason, Eirík Tómasson o.fl. um rekstur lögfræðiskrifstofu. Henti Davíð gaman að samstarfi „fijáls- hyggjumannsins" við þessa valin- kunnu framsóknarmenn en hvatti mig til þess. Hafði hann þekkt Árna Vilhjálmsson föður Vilhjálms á árum áður þegar Davíð gegndi starfí fískimálastjóra. Haustið 1991 áræddi ég að fara í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík vegna Alþingiskosninga árið eftir. Enn stóð Davíð þétt við hlið mér og studdi mig með ráðum og dáð. Kom hann reglulega á kosningaskrifstof- una og hvatti mig en hann vissi fullvel, að á brattann var að sækja. Enn var mér ómetanlegt að finna stuðning Davíðs á erfiðri stundu ósigursins. En þannig var Davíð Ólafsson. Hann stóð með sínum mönnum sama hvað á gekk. Fyrir um mánuði síðan ræddum við Davíð saman í síma í síðasta sinn. Lýsti hann ánægju sinni með margt af því sem fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórn- ar, en ég var þess heiðurs aðnjót- andi að taka þátt í undirbúningi hans. Hvatti hann mig til að vinna áfram að málum einkavæðingar ef tök væru á. Þótti mér vænt um áhuga hans á þeim verkefnum. Ég var á förum vestur um haf en við ákváðum að hittast og láta ekki svo langan tíma líða milli funda okkar sem raunin hafði verið hin síðustu misseri. Ekkert varð af þeim fundi. Ég kveð góðan vin minn hryggur í huga og færi Ágústu og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Davíðs Ólafs- sonar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega iínulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Hreinn Loftsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.