Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 20

Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 20
20 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga myndina Don Juan De Marco með Johnny Depp, Marlon Brando og Faye Dunaway í aðalhlutverkum * Astríður og ævintýri UNGUR maður (Johnny Depp) tekur sér stöðu á ystu brún auglýsingaksiltis á þaki fjörutíu hæða stórhýsis. Hann er með grímu fyrir andlitinu, skikkju- klæddur, mundar sverð og kveðst vera Don Juan, mesti elskhugi í heimi sem hafi táldregið á annað þúsund konur. Nú vill hann stytta sér aldur af því að hann hefur tapað ástinni sinni einu og finnst hann ekki hafa neitt að lifa fyrir. Lögreglan er viss um að við geðsjúkling sé að eiga og snýr sér til dr. Jack Mickler (Marlon Brando) og honum tekst að telja manninum hughvarf og tala hann niður á jörðina. Síðan lætur geð- læknirinn leggja unga manninn inn á geðdeild og tekur sér 10 daga til að skoða sjúklinginn, sjúkdómsgreina hann og mæla fynr um meðferð. í samtölum þeirra segir Don Juan lækninum sögu sína; ævin- týralega og ljóðræna sögu ótrú- legra ævintýra og ásta. Eftir fyrsta viðtalið sannfærist Mickler um að ungi maðurinn sé heill á geði og efasemdir hans um að maðurinn sé sá sem hann segist vera verða smám saman að engu. Aðeins Don Juan sjálfur gæti hafa upplifað slíka rómantík og slíkar ástríður. Sjálfur er Mickler að brenna út eftir að hafa eytt þrjátíu árum í að reyna að leysa vandamál annarra og líf hans er orðið inn- antím rútína hvort heldur er í starfi eða í sambandinu við eigin- konu sína, Marilyn (Faye Dunaway). Upplifunin sem hann verður fyrir í viðtölum við unga manninn knýr hann hins vegar út úr skelinni og til að líta í eigin barm, skoða ástina og ástríðumar í sínu eigin lífi. Mickler reynir að endurlífga löngu slokknaðar glæður í sambandi sínu og eigin- konunnar og grípur það tækifæri sem þessi mest heiilandi sjúkling- ur • sem hann hefur haft færir honum til að endurvekja ástríð- umar og hreinsa sál sína. Myndin um Don Juan DeMarco er verk Jeremy Levens, sem bæði leikstýrði og skrifaði hanrit mynd- arinnar. Þetta er fyrsta kvikmynd Levens sem leikstjóra en kvik- myndir hafa verið gerðar eftir tveimur handritum hans; Creator og Playing For Keeps. Hann hefur gefið út tvær skáldsögur og unnið við leikstjóm í sjónvarpi en er þó menntaður sálfræðingur og hefur m.a. unnið sem slíkur á sjúkra- húsi og kennt fræðin við Harvard háskóla. Hann sótti því hugmynd- ina að handriti myndarinnar um Don Juans De Marco í bakgrann sem hann þekkir vel. En þótt Leven sé nýgræðingur í leikstjórastóli eru framleiðendur þaulreyndir og þar fer fremstur í flokki Francis Ford Coppola. Kvikmyndaiðnaðurinn hefur áður notið góðs af samstarfi Coppola og Marlon Brando og ber þar hæst Guðföðurinn. Fyrir gerð myndarinnar um Don Juan unnu þeir síðast saman að gerð Apoc- alypse Now. Jeremy Leven segist engar sér- stakar hugmyndir hafa haft um hvaða leikarar ættu að fara með hlutverk persónanna í myndinni og hafi hann aldrei leitt hugann að því meðan handritið var í vinnslu. Jafnvel þótt svo hefði verið er ólíklegt að honum hefði dottið í hug að hann ætti eftir að leikstýra þeim stjömufansi sem raun varð á. Með Marlon Brando, Johnny Depp og Faye Dunaway fékk hann upp í hendumar þijá af virtustu leikuram okkar tíma. „Við fengum hæfileikaríkasta leikarann yfír sextugu, þann hæfi- leikaríkasta undir þrítugu og ein- hverja virtustu ieikkonu í Holly- wood. Betra gæti það ekki verið,“ segir Patrick Palmer, einn fram- leiðenda myndarinnar. „Ég frétti að Johnny langaði til að leika í myndinni en því að- eins að Brando tæki að sér að leika geðlækninn. Þá hélt ég að þessi saga ætti aldrei eftir að komast á fílmu en fékk svo nýtt sjokk þegar í ljós kom að Marlon hafði áhuga á málinu," segir Le- ven. Þriðji og síðasti sigurinn í leikaravalinu vannst svo þegar óskarsverðlaunahafinn Faye Dunaway samþykkti að taka að sér þýðingarmikið hlutverk Mari- lyn. Þótt Marlon Drando sé dáð- asti leikari sinnar kynslóðar er það Johnny Depp sem er hin raun- veralega stjama myndarinnar og aðdráttarafl hans hefur verið staðfest með könnunum meðal áhorfenda eftir að myndin fram- sýnd í aprflbyijun. Slíkar kannan- ir era jafnan gerðar vestanhafs og þeir sem sáu myndina um Don Juan DeMarco gáfu henni meðal- talseinkunnina 7,8 af 10 möguleg- um. Um helmingur áhorfendanna vora eldri en 35 ára. Tveir af hveijum þremur áhorfendum vora konur og kynjamunurinn var meira áberandi eftir því sem áhorfendur era yngri; stúlkur og ungar konur sem streyma í bíó til að horfa á Johnny Depp leika Don Juan DeMarco enda reyndust 42% áhorfenda nefna Depp sem helstu ástæðu þess að myndin varð fyrir valinu en þriðjungurinn, fólk um miðjan aldur og eldra, kom þó fyrst og fremst til að sjá goðsögnina Marlon Brando í fyrstu kvikmyndinni sem hann hefur tekið þátt i að gera í þijú ár. AÐ verður tæpast um það deilt að Marlon Brando er einn hæfileika- ríkasti og dáðasti leikari sem bandarísk- ur kvikmyndaiðnaður hefur af sér getið. í þeim 35 kvikmyndum sem hann hefur gert á 40 ára ferli hefur þessi 71 árs gamla stórstjama skapað sumar af efdr- minnilegustu persónum kvikmyndasög- unnar, svo sem Don Corleone í Guðföð- urnum. Fáar þeirra persóna hafa þó hlotið þau harmsögulegu örlög sem orð- ið hafa hlutskipti leikarans sem gat túlk- að svo vel tilfinningar annarra en ekki sínar eigin. Hann er nú bugaður maður eftir að hver harmleikurinn á fætur öðrum hefur riðið yfir fjölskyldu hans. Eftir sjálfsmorð dóttur sinnar í vor hef- ur Brando einangrað sig frá umheimin- um og vinir hans óttast að hann vilji ekki lengur horfast i augu við tilvemna. Það gerðist um svipað leyti að Chey- enne, 24 ára gömul dóttir Brandos, hengdi sig á heimili móður sinnar á Tahiti og myndin um Don Juan DeM- arco, fyrsta kvikmynd Brandos í þrjú ár, var framsýnd. Meðan á gerð myndarinnar stóð hafði verið til þess tekið að Marlon Brando virtist búinn að jafna sig á því áfalli sem hann varð fyrir í lgölfar þess að sonur hans, Christian, var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að myrða elskhuga og bamsföður nefndrar Cheyenne. Við gerð myndarinnar hafði Brando verið hvers manns hug(júfi. Hjólhýsi hans á tökustaðnum stóð öllum opið, hann sat glaður fyrir á myndatökum með tækniliðinu, eyddi löngum tíma með leikstjóra og leikumm og með þeim Johnny Depp, sem leikur titilhlutverkið, tókst mikil vinátta. Þótt 70-80 kílóa umframþyngd væri karlinum augljós- lega fjötur um fót vom hinir fjölmörgu aðdáendur hans og fáu vinir bjartsýnir á að það væri að rofa til eftir svart- nætti undanfarinna ára og að frammi- staða hans í myndinni væri til marks um að Brando hefði enn ekki sagt sitt síðasta sem mikilhæfur kvikmyndaleik- ari. Það orð hefur farið af honum lengi að hann taki helst eingöngu að sér hlut- Tragísk goðsögn í lifanda lífi MARLON Brando í hlutverki geð- læknisins Micklers í myndinni um nútíma Don Juan. verk sem gefa vel í aðra hönd en krefj- ast lítillar fyrirhafnar. Don Juan þótti til marks um að enn væri líf i glæðunum. Þegar allt virtist leika í lyndi reið áfallið yfir. Cheyenne hafði áður gert fjölmargar sjálfsmorðstilraunir en nær- staddir sögðu að fréttimar af dauða hennar að morgni páskadags hefðu fengið svo á Brando að hann hefði hnig- ið niður aðframkominn og þurft læknis- aðstoðar við. Hann sótti ekki jarðarför- ina, einangraði sig algjörlega og neitaði að taka við samúðarkveðjum og huggun- arorðum vina sinna. Það er talið að Brando ásaki sjálfan sig fyrir örlög Cheyenne og það hveraig komið er fyrir elsta syni hans, hinum dæmda Christian. Brando á 11 böm á aldrinum 1-36 ára með 7 konum. Þrem- ur var hann giftur og á með þeim fimm böra, þrjú átti hann með ráðskonu sinni til marga ára.og þijú önnur hvert með sinni ástkonunni. Brando hefur litla rækt lagt við uppeldi barnaskarans og þykir hafa sýnt litla kunnáttu og innsæi í afskiptum af lífi þeirra. Hann hefur reynt allt til að bægja börnunum frá lífi í Hollywood og návígi við kvikmyndaiðn- aðinn og hefur í því skyni þráfaldlega beygt þau undir vilja sinn og aga án þess þó að geta gefið þeim — fremur en öðm fólki — af sjálfum sér. Sagt er að Cheyenne, sem hafði verið undir læknishendi árum saman vegna þung- lyndis og lyfjamisnotkunar, hafi verið tilfinningalega illa leikin og reið föður sínum, sem hún hafði dáðst að frá bernsku en taldi hafa hafnað sér. Brando fæddist í Omaha í Nebrasta 3. apríl 1924, sonur leikkonu og sölu- manns. Báðir foreldrar hans vom alkó- hólistar. Hann hætti námi í framhald- skóla og fór til New York að læra leik- list og nam í Stanislavski-skóla Stellu Adler. Honum vegnaði vel frá upphafi, sló í gegn á Braodway í hlutverki Stan- ley Kowalskis i A Streetcar named Des- ire eftir Tennessee Williams og fyrir það sama hlutverk hlaut hann sína fyrstu óskarsverðlaunatilnefningu eftir að Elia Kazan kvikmyndaði verkið (1951). Brando túlkaði unga ráðvillta reiða menn af tilfinningu sem ekki hafði áður sést á hvíta Ijaldinu og næstu árin var brautin bein. Hver myndin rak aðra en hæst risu án efa On The Waterfront, sem færði honum fyrstu óskarsverðlaunin árið 1954, og Young Lions (1958). Báðar era enn í hávegum hafðar sem sígildar perlur, ekki síst fyrir leik Brandos. Sumir segja að það hafi orðið Brando að falli að Hollywood hafi ekki risið undir því að sjá honum fyrir krefjandi hlutverkum sem vom samboðin hæfi- leikum hans en hvað sem þvi líður fór fljótt að halla undan fæti á ferli hans sem listamanns og litt krefjandi hlutverk í hverri „stórmyndinni" á fætur annarri urðu hlutskipti hans. Á áttunda áratugnum rofaði til og Don Corleone, ættfaðir mafíósanna í mynd Coppolas um Guðföðurinn (1972), er án efa ein eftirminnilegasta persóna hans Fyrir Guðf öðurinn hlaut Brando seinni Oskarinn sinn. Honum tókst einn- ig afbragðsvel upp í Apocalypse Now (1979) — hinni Coppola myndinni hans — að ógleymdri hinni alræmdu Last Tango in Paris (1973). Aðrar stærstu myndir Brandos, þ.e.a.s. þær sem hann hlaut óskarsverðlaunatilnefningar fyrir, era: Viva Zapata, Julius Caesar, Sayon- ara og A Dry White Season, sem gerð var 1980 en þá sneri Brando aftur á hvíta tjaldið eftir 10 ára fjarvem. Sjálf- ur er hann hins vegar ánægðastur með frammistöðu sína í myndinni Burn! (1969) ef marka má sjálfsævisögu leikar- ans, sem kom út í vetur og þótti rista grunnt en vekja vonir um að leikarinn væri að reyna að bijóta niður múrana sem hann hafði byggt upp i kringum um sjálfan sig. Meðal þeirra sem rituðu um sjálfsævi- sögu Brandos í vetur var sú skoðun út- breidd að óviðjafnanlegir leikhæfileikar hefðu jafnframt verið hans versta bölv- un. Vegna ómældra hæfileika hefði leik- listin reynst honum svo auðvelt viðfangs- efni að hann hafi farið að fyrirlíta það sem honum reyndist svo auðvelt en öðr- um óyfirstíganleg hindrun. Aðrir segja að maðurinn Marlon Brando verði tæp- ast skilinn til hlítar án þess að hafður sé í huga uppmni hans sem sonur tveggja alkóhólista. Hann hafi augljóslega aldrei unnið úr þeirri tilfinningaflækju sem slíku uppeldi fylgi og rogist þess vegna um með tilfinningalegan farangur sem hindrað hafí hann í að ná áttum og sátt- um við sjálfan sig og sína nánustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.