Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Húðkrem dr, Guttorm Herners fréBode í Noregi er nú fáanlegt í Græna vagninum í Borgarkringlunni, 2, fiasð, rm'iSÍmar 854 2117 og 566 8593. KRIPfiLUJÓGfi - DflYflSHfíKTI Bandarískur gestakennari hjá jógastöðinni Heimsljósi heldur í fyrsta skipti eftirfarandi námskeið: - Relationships - Kvöldnámskeið verður á þriðjudagskvöldum 3. og 11. júlí kl. 20.00. Kr. 3.600. Fyrir þig sem vilt bæta sambönd þín. - Wave Intensive - Helgarnámskeið verður 7. til 9. júlí. Kr. 9.800 (ef greitt er fyrir 4. júli). flð fara í djúpar öldur er eins og að endurfœðast. Einkatímar og Satsanga, kvöldvökur á fimmtudögum. jógastöðin Heimsljós, flrmúla 15. Upplýsingar og skráning símum 588 9181 og 588 4200 frá kl. 17.00 - 19.00. Á INTERNETI http://www.strengur.is kællskápar eldunartæki og uppþvottavélar á elnstöku veröl FAGOR FE-534 StaOgreltt kr. Afborgunarverö kr. 42.000 - Vlsa og Euro raögrelöslur ptx J RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMl. 568 5868 I DAG ÞESSI myndarlegn börn söfnuðu 1.632 krónum til styrktar Rauða krossi íslands nýverið. Þau eru frá vinstri: Kristín Ásta Matthíasdóttir, Berglind Friðriksdóttir, Hanna Lijja Sigurðardóttir og Kjartan Hrafn Matthiasson. ÞESSIR duglegu bræður héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.330 krónum sem þeir gáfu til styrktar Rauða krossi íslands. Bræðurnir heita Alexander og Nichoias Mason. Farsi „paí -eraJt/cg sar»a. huo.6 ’egsegi ..þe&ir bxnclur eru óife-Ut oÁ þukox d. rr>ír.'' 1-19 wais&cacs/cqúi--tua&-t VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Sony-barnasegul- band týndist RAUTT og gult bama- segulband af gerðinni „My fírst Sony“ gleymd- ist á grasi við göngustíg innst við Eiðismýri á Sel- tjarnamesi miðvikudags- kvöldið 28. júní sl. Skil- vís fínnandi vinsamlega hafí samband við Maríu Birtu, sem er sjö ára, í síma 551-2144. Peningapyngja fannst í Háskólabíói STÚLKA hringdi í Há- skólabíó bæði laugardag og sunnudag sl. til að vitja pyngjunnar sinnar sem hún hafði tapað þar, en hún hafði ekki fund- ist. Nú er hún fundin og er stúlkan beðin um að hafa samband aftur við miðasöluna. Fjallahjól tapaðist DIAMOND Nevada, 18 gíra fjallahjól, svart að lit, hvarf frá Funafold 23 í Grafarvogi sl. mánu- dagskvöld. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 567-2205. Veiðihjól fannst VEIÐIHJÓL fannst í Kjós sl. sunnudag og má eigandinn vitja þess í síma 565-0524. Úr tapaðist GYLLT karlmannsúr af gerðinni Delma tapaðist laugardaginn 24. júní sl., líklega á göngustíg frá Ægisíðu að Nauthólsvík. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-1912 og er fundariaunum heit- ið. SKAK llmsjón Margcir Pétursson SVARTUR Ieikur og vinnur Staðan kom upp í við- ureign tveggja stórmeist- ara á hollenska meistara- mótinu í ár. Gennadi Sosonko (2.535) var með hvítt en Jeroen Piket (2.625) var með svart og átti leik. 17. - Rbd5! 18. Dc2 (18. exd5 — Bxc3 gekk auðvitað ekki) 18. — Hxb2! 19. Dxb2 - Rxc3 20. Re5 - Rcxe4 21. Rc6 - Bxd2+ 22. Dxd2 - Rxd2 23. Rxd8 - Hxd8 24. Kxd2 - Hxd4+ og Sosonko gafst upp því hann er orðinn þremur peðum undir í enda- tafli. Bosníumaðurinn Ivan Sokolov hefur búið i Hollandi í þrjú ár og fékk að vera með á meistaramótinu. Hann sigraði örugg- lega: 1. Sokolov 9Vt v. af 11, 2. Piket 8V2 v. 3. Reind- ermann 7 v. 4. Van Wely 6V2 v. 5. Van der Sterren 5'/2 v. 6-7. Brenn- inkmeijer og Nijboer 5 v. 8-9. Cifuentes og Rie- mersma 4‘/2 v. 10. Van der Wiel 4 v. 11. Sosonko 3'/2 v. 12. Wiersma 2‘/2 v. Meðalstig keppendanna voru 2.519 og fyrstu verð- laun jafnvirði 350 þúsund- um ísl. króna. Auk þess var Ivan Sokolov afhent önnur eins upphæð til bamahjálpar í heimaborg hans Sarajevo í Bosníu. Víkveiji VÍKVERJI hefur lengi furðað sig á því hversu illa vegafram- kvæmdir og viðgerðir eru merktar, hvort sem það er í þéttbýli eða á þjóðvegum. Sérstaklega er þetta bagalegt þegar fólk er á einhverjum hraða, t.d. á þjóðvegum eða á stofn- brautum þéttbýlis þegar komið er án nokkurrar fyrri viðvörunar að vegaframkvæmdum sem stundum eru ókláraðar heilu dagana. Sem dæmi má nefna þegar verið er að gera við malbik og búið er að höggva úr því ferninga sem síðar á að fylla á ný. Brúnirnar eru oft hvassar og stórhættulegar bílum, að maður tali nú ekki um mótorhjól- um eða venjulegum reiðhjólum. Fyrirvaralaust er maður kominn ofan í möl og það sér hver maður hversu illa þetta getur farið með t.d. reiðhjól auk þess sem slysa- hætta er mikil. VÍKVERJI hefur talsvert'ekið um þjóðvegi og borgir í Banda- ríkjunum þar sem umferðarmenn- ing er öðruvísi en hér. Þegar verið er að gera við götur eða hraðbraut- ir má sjá talsvert áður stór og vel skrifar... læsileg skilti þar sem varað er við framkvæmdum og hámarkshraði lækkaður. Ef vegur þrengist eru það yfirleitt blikkandi örvar á ljósa- skilti sem gefa til kynna að bíl- stjóri eigi að færa sig yfir, talsvert áður en vegurinn þrengist. Hér á landi er keyrir maður hins vegar fyrirvaralaust fram á skilti og á þá að vera tilbúinn að hemla snögglega og reyna að komast fram hjá fram- kvæmdum. Gott dæmi um þetta eru framkvæmdimar við Höfðabakka, sem þó eru betur merktar en gerist og gengur. Víkveiji var nýlega á ferð og var að koma úr Árbænum og ætlaði frá Bæjarhálsi og vestur í bæ. Þar sem Víkveiji hafði ekki ekið þessa leið áður, en búið er að leggja nýjan veg vestan fram- kvæmdanna og koma upp ljósum á mótum Höfðabakka og Vesturlands- vegar, var hann ekki viss um á hvaða akrein hann ætti að vera til að kom- ast sem greiðast niður í bæ og þurfa ekki fyrirvaralaust að skipta um akrein, sjálfum sér og öðmm til mikilla óþæginda. Engar upplýs- ingar var að fínna til að aðstöða ökumenn við valið. Að þurfa að velta þessu fyrir sér þegar mikil umferð er í kringum mann skapar hættu fyrir vegfarendur. Annað dæmi sem kemur upp í hugann er nýleg ferð um Garðabæinn. Þá var Vífílsstaða- vegur lokaður við Hafnarfjarðarveg. Á mótum Vífilsstaðarvegar og Bæj- arbrautar hafði verið komið upp handskrifuðu skilti, smáir svartir stafír á hvítum fleti. Litur skiltsins og stafanna var ekki í samræmi við þá staðreynd að þetta er vond lita- samsetning á aðvörunarskiltum, þar sem skærir litir eru æskilegri og nauðsynlegt er að letur sé læsilegt. AÐ FRAMANSÖGÐU er Ijóst að íslendingar eiga langt í land með að gera umferð öruggari um þau svæði þar sem unnið er að vega- framkvæmdum. Það getur ekki kostað það mikið að koma upp al- mennilegum viðvörunarskiltum, unnum fagmannlega á þann hátt að allir geti lesið þau og fylgt þeim eftir. Hlýtur slíkur búnaður að auka umferðaröryggi verulega bæði fyrir hinn almenna vegfarenda en einnig fyrir þá sem vinna að framkvæmd- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.