Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 44
SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi hússins. NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SlMI 88 80 70 Alltaf skrefi á undan MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI B69 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Getum sett kvóta á karfa á Reykjaneshryggnum Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra vill samstarf við Grænlendinga HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir í viðtali við Morgun- blaðið sem birtist í dag að íslending- ar geti sett kvóta á karfann á Reykjaneshrygg í samvinnu við Grænlendinga með sama hætti og Rússar og Norðmenn áskilji sér rétt til að mæla fyrir um nýtingu þorsksins í Barentshafi. „Norðmenn og Rússar geta ekki reiknað með því að það gildi ein- hver allt önnur lögmál í Barents- hafi en á Reykjaneshrygg. Fram að þessu hafa þeir ekki verið tilbún- ir að líta á þessi hafsvæði með sam- bærilegum hætti og á meðan er útilokað að mínu mati að ná samn- ingum um þau mál,“ segir Halldór. Hann segir að það hafi verið sett í gang vinna til að taka upp nánara samstarf við Grænlendinga um stjórnun veiða á Reykjaneshrygg. „Við getum í sjálfu sér gert ná- kvæmlega eins og Rússar og Norð- menn í Barentshafi og skipt þessu úthafi á milli strandríkjanna." Utanríkisráðherra var spurður hvort þau áform Rússa og Norð- manna að stjóma veiðum í Barents- hafí í formi tvíhliða nefndar að lok- inni úthafsveiðiráðstefnu Samein- uðu þjóðanna væru ásættanleg. „Það getur út af fyrir sig verið ásættanlegt ef sama skipulag verð- ur á úthafínu suður af íslandi þann- ig að við getum stjómað veiðunum á Reykjaneshryggi í samvinnu við Grænlendinga.“ Alvarleg yfirlýsing af hálfu Norðmanna í viðtalinu ræðir Halldór einnig hina óljósu réttarstöðu á Svalbarða- svæðinu. Hann segir það alvarlega yfirlýsingu af hálfu Norðmanna að rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu séu lokaðar fyrir íslenskum skipum. „Með þessu eru Norðmenn að stíga skref sem ef til vill þvingar okkur til að leggja málið fyrir Alþjóðadóm- stólinn í Haag,“ segir utanríkisráð- herra. ■ Við erum Evrópuþjóð/10-11 * Islendingar áttundu Vilamoura, Morgunblaðið ÍSLENZKA bridslandsliðið hafnaði í áttunda sæti á Evr- ópumótinu, eftir 21-9 sigur yfír Sviss í síðustu umferðinni í gær. Italir urðu Evrópu- meistarar með 547 atig, en íslendingarnir hlutu 523. Frakkar urðu í öðru sæti með 545,5 stig, Svíar náðu 542,5 stigum og bronsinu með sigri gegn Pólveijum í síðustu umferð. Pólveijar höfnuðu við það í fimmta sæti með 539,5 stig, en Hol- lendingar komust upp í fjórða sæti og þar með áfram í heimsmeistaramótið. ísraels- menn voru í sjötta sætinu og Danir í því sjöunda með hálft annað stig umfram Islend- inga. Orsak- anna að leitaí lélegu skyggni FLUGMAÐURINN, sem lést þegar flugvél hans fórst í norðanverðri Geitahlíð, skammt suður af Kleifar- vatni, á föstudag, hét Gunnlaugur Jónsson, til heimilis að Heiðmörk 1 á Selfossi. Gunnlaugur var þrítugur, fæddur 4. apríl 1965 og starfaði sem flug- maður hjá Flugfélagi Vestmanna- eyja. Hann lætur eftir sig unnustu og einnig níu ára dóttur. Ekkert bendir til bilunar Starfsmenn loftferðaeftirlitsins og rannsóknarnefndar flugslysa fóru á slysstað efst í Geitahlíð í gær. Sveinn Bjömsson, sem sæti á í flugslysanefndinni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á þessu stigi rannsóknar benti ekkert til að slysið mætti rekja til .bilunar í tækjabúnaði vélarinnar. Hins vegar hefði verið mikil þoka og afar lélegt skyggni og líklega væri orsakanna þar að leita. Morgunblaðið/Þorkell FLAK flugvélarinnar, sem bar einkennisstafina TF-VEN, efst í Geitahlíð sunnan Kleifarvatns í fyrrinótt. Níu manns slösuðust við framúrakstur Hugmyndir um útflutn- ingsskóla á Sauðárkróki Sauðárkrókur. Morgunblaðið. NÍU manns slösuðust í bflslysi við Sauðárkrók í fyrrinótt, þar af einn svo alvarlega að ákveðið var að flytja hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari aðhlynning- 2f. Hann var þó ekki talinn í lífs- hættu. Slysið varð um kl. 4 um nóttina, á móts við bæinn Kimbastaði, skammt innan við Sauðárkrók. Það virðist hafa orðið með þeim hætti, að BMW-fólksbíl hafí verið ekið fram úr öðrum bfl, en lent á Mazda- sendibfl, sem kastaðist út af vegin- um. Níu manns voru í sendibílnum og slösuðust allir. Bfllinn er gjör- ónýtur og var tækjabíll slökkviliðs- ins kallaður á staðinn til að ná þeim slösuðu úr bílflakinu. Sjö þeirra voru fluttir á sjúkrahúsið á Sauðár- króki í sjúkrabflum, en tveir voru minna slasaðir og voru fluttir á einkabílum. í framhaldi af skoðun á sjúkrahúsinu var ákveðið að senda einn hinna slösuðu til Reykjavíkur. Hann var talinn mikið brotinn, en ekki í lífshættu. Ökumaður og farþegar í BMW- bílnum sluppu án meiðsla. HUGMYNDIR um stofnun útflutn- ingsskóla á háskólastigi á Sauðár- króki eru nú til skoðunar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er rætt um að setja á fót náms- braut til sex eða níu mánaða, í nánum tengslum við útflutningsfyr- irtæki á Sauðárkróki og annars staðar á Norðurlandi vestra. Áform- in hafa verið kynnt fyrir Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis vestra. Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki, er helzti hvata- maður þess að skólanum verði kom- ið á fót. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er horft til danska útflutn- ingsháskólans sem fyrirmyndar að skóla á Sauðárkróki og hefur verið leitað ráða hjá Dönum. Áherzla á hagnýtt nám Rætt hefur verið um að í skólan- um yrði lögð áherzla á hagnýtt nám og að nemendur ynnu verkefni fyr- ir útflutningsfyrirtæki á Norður- landi vestra og víðar. Þá hefur verið rætt um að skól- inn myndi tengjast náið Samvinnu- háskólanum á Bifröst og hugsan- lega viðskiptaháskóla Verzlunar- skóla íslands, sem áformað er að koma á fót. Talið er að nægt húsnæði sé fyr- ir hendi á Sauðárkróki, meðal ann- ars hús sem Fjölbrautaskólinn hafði áður á leigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.