Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 4
I 4 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Útför Davíðs Ólafssonar ÚTFÖR Davíðs Ólafssonar fyrr- verandi seðlabankastjóra var gerð frá Dómkirkjunni í fyrra- dag. Sr. Þórir Stephensen staðar- haldari í Viðey jarðsöng og Kjartan Siguijónsson var organ- isti. Bryndís Halla Gylfadóttir lék einleik á selló og Kammerkór Dómkirkjunnar söng. Eftirtaldir samstarfsmenn og vinir Davíðs voru líkmenn við útförina, talið frá vinstri. Þór- hallur Asgeirsson, fv. ráðuneytis- stjóri, Már Elísson, forstjóri Fisk- veiðisjóðs og fv. fiskimálasljóri, Eiríkur Guðnason seðlabanka- sljóri, Jóhannes Norda.1, fv. seðla- bankasljóri, Matthías Á. Mathies- en, fv. ráðherra, Björn Tryggva- son, fv. aðstoðarseðlabanka- s^jóri, Bjarni Bragi Jónsson að- stoðarseðlabankasljóri og Birgir i ísleifur Gunnarsson seðlabanka- j stjóri. Listaverk afhjúpað Seyðisfirði. Morgunblaðið. FORSETI íslands, Vigcdís Finn- bogadóttir, afhjúpaði listaverkið í „Útlit“ eftir Krisýán Guðmunds- son á 100 ára afmælishátíð Seyð- isfjarðarkaupstaðar, en lista- I verkið og torgið fyrir framan gamla skólann, sem nú er verð- andi ráðhús, er afmælisgjöf Seyðfirðinga sjálfra. Hátíðar- höldin standa fram á sunnudags- kvöld, en talið er að gestir hafi þrefaldað íbúafjölda kaupstaðar- ins. f gærmorgun var m.a. farið í gönguferð um bæinn með leið- i sögumanni. Margt bar á góma og var göngufólki sögð saga húsa í atvinnusögu bæjarins. Ut- anbæjarmönnum lék forvitni á að vita hvar snjóflóð féll í vetur og hvaða atvinnutækifæri gætu leynst 1 framtíðinni og var greitt úr spurningum þeirra eftir bestu getu. Formaður Skógræktarfé- lags Seyðfirðinga, Emil Emils- son, tók á móti fólki sem hugðist taka þátt í gróðursetningu hátt | í 300 plantna í Afmælislundinn á 1 Hjöllunum. Emil sagði að um 50 þúsund plöntur hefðu verið gróð- ursettar á 5 árum. VIKAN 25/6 - 1/7 ►NIÐURSTÖÐUR ná- kvæmrar málm- og stíl- fræðirannsóknar danskra og sænskra sérfræðinga á danska þjóðminjasafninu Ieiða í ljós að allir gripir í silfursjóðnum frá Miðhús- um beri skýr einkenni vík- ingaaldarsmíði, utan einn sem talinn er vera frá 19. eða 20. öld. ►TVEIR lögreglumenn voru mættir á frumsýningu leikritsins Ég kem frá öðr- um löndum með öll mín ævintýri aftan á mér í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum á fimmtudagskvöld. Eftir myndbirtingu Morgunblaðs- ins frá æfingu verksins barst leikhúsinu ábending frá forsætisráðaneytinu um að hugsanlega væru fánalög brotin í leiksýningunni. Haft var samband við lög- regluna í Reykjavík sem sendi tvo óeinkennisklædda lögreglumenn á frumsýn- inguna. Þeir höfðu meðferð- is myndbandsupptökuvél og ljósmyndavél og gripu til þeirra þegar Guðrún S. Gísladóttir leikkona fór í svuntu gerða úr íslenska fánanum. ►MEÐALEINKUNN á samræmda prófinu í ís- lensku í vor var lægri en hún hefur verið síðustu ár. Einungis tveir unglingar af rúmlega 4.200 sem þreyttu prófið fengu hæstu einkunn fyrir úrlausnir sínar. ►hólmaborgin var aflahæst á síðustu loðnu- vertíð, frá 1. júlí 1993 til mars 1994, með yfir 50.184 tonn. Margir hafa trú á því að þetta sé heimsmet hvað veiðar á loðnu áhrærir. Emil Thorarensen, útgerð- arstjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, hefur reynt að fá metið skráð í Heimsmetabók Guinness og á von á staðfest- ingu á því innan tíðar. Flugmaður fórst í Geitahlíð FLUGMAÐUR fórst, þegar flugvélin TF-VEN rakst í tjallshlíð skammt suð- ur af Kleifarvatni á föstudag. Flugmað- urinn fór frá Reykjavík kl. 14.10 og var ferðinni heitið til Selfoss. Sam- kvæmt upplýsingum frá Flugmála- stjóm var flugmaðurinn reyndur en ekki með blindflugsáritun. Síðast var haft flarskipta- og radarsamband við flugvélina kl. 14.15 þar sem hún var stödd við Kleifarvatn og amaði þá ekk- ert að en hún hafði flugþol til kl. 16.10. Þegar flugvélin kom ekki fram á tilsett- um tíma hóf Flugstjóm þegar eftir- grennslan. Flugvél flugmálastjórnar hóf strax leit og sama gerðu þyrla Landhelgisgæslunnar og einkaflug- menn frá Selfossi. Vélin fannst um kl. 19. Verkfalli farmanna frestað VERKFALLI yfirmanna á kaupskipum og ferjum var frestað í fyrrinótt þegar nýir kjarasamningar fímm farmannafé- laga í Farmanna- og fískimannasam- bandi íslands og viðsemjenda þeirra voru undirritaðir í húsnæði ríkissátta- semjara. Farskip létu strax úr höfn eftir að verkfalli hafði verið frestað. Samningamir kveða m.a. á um 11,4% launahækkanir á samningstímanum, sem gilda til ársloka árið 1996, sér- staka 12.000 kr. eingreiðslu undir lok samningstímans, sérstaka greiðslu fyr- ir yfírvinnu á stórhátíðum og breyting- ar á starfsaldurshækkunum stýri- manna. í tengslum við gerð kjarasamn- inganna gáfu farmannafélögin út hlið- stæða yfírlýsingu og starfsmenn ISAL gáfu í seinustu viku um samræmda afgreiðslu samninga og gerð heild- arkjarasamninga fyrir félögin öll. Feðgar biðu bana FEÐGAR, 37 ára gamall maður og 6 ára gamall sonur hans, létust þegar dráttarbíll fór út af veginum í Víkur- skarði í Eyjafirði norðanverðum seint á mánudagskvöld. Feðgamir voru að koma frá Vopnafirði og voru á suður- leið þegar slysið átti sér stað. FRÉTTIR ísland aðili að tillögu um reglur um förgun mannvirkja í hafinu Þýskur her til Bosníu ÞÝSKA þingið samþykkti á föstudag tímamótaákvörðun stjómar Helmuts Kohls kanslara um að senda orrustu- þotur af gerðinni Tornado og 1500 hermenn til Bosníu. Aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins fögnuðu þessari ákvörðun, en hávær mótmæli bámst frá Serbum. Lítið var um mómæli í Þýskalandi, þótt harðar umræður spynnust á þingi. Enn harðnaði á dalnum í Bosníu í júní og í síðustu viku kom fram ágrein- ingur milli Frakka og Bandaríkja- manna um lausn mála þar. Stjóm Bosn- íu kvaðst ekki mundu hafa frekari sam- skipti við Yasushi Akashi, sendimann Sameinuðu þjóðanna, á þeirri forsendu að hann væri hallur undir Serba. Viðskiptastríði afstýrt JAPÖNUM tókst að afstýra viðskipta- stríði við Bandaríkjamenn á síðustu stundu þegar þeir lofuðu á miðvikudag að opna japanska bíla- og varahluta- markaðinn. Bandaríkjamenn höfðu hótað að skella refsitollum á dýrari gerðir japanskra bfla á miðnætti sama dag ef Japanir gæfu ekki eftir. 350 saknað í Seoul ÓTTAST er að um 350 manns hafi farist þegar verslunarhús hrundi í Seo- ul, höfuðborg Suður-Kóreu, á fímmtu- dag. Haft var eftir húsverði í húsinu að yfirmenn þar hefðu vitað af hætt- unni og flúið án þess að gera öðrum viðvart. Yfírmennimir hafa nú verið handteknir. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hafði betur í gær þegar þingið gekk til at- kvæða um vantrauststillögu á stjórn hans. Tilraun Jelts- íns til að koma til móts við þingið með því að sam- þykkja afsagnarbeiðni tveggja ráðherra og tveggja embættismanna bar greini- lega einhvem ávöxt. ►HOSNI Mubarak, forseta Egyptalands, var sýnt bana- tilræði er hann kom til leið- togafundar Einingarsam- taka Afríkuríkja í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, á mánudag. Egyptar kváð- ust gruna Súdani um aðild að tilræðinu, en þeir neit- uðu. ►FRESTURINN til fram- boðs í leiðtogakjöri breska íhaldsflokksins rann út í vik- unni og fékk John Major aðeins eitt mótframboð. John Redwood, ráðherra um málefni Wales, sagði af sér embætti á mánudag og skor- aði Major á hólm. Leiðtoga- Ig'örið verður á þriðjudag. ► stjórnarandstaðan á Spáni hefur skorað á ríkis- stjórnina að segja af sér vegna hlerunarhneykslisins. Felipe Gonzalez forsæt- isráðherra segir stjórnina ekki hafa vitað að símar konungsins og helstu frammámanna landsins hafi verið hleraðir. ÍSLENDINGAR standa ásamt tíu öðrum þjóðum að tillögu um reglur varðandi förgun mannvirkja í haf- inu, sem lögð var fram á nýloknum fundi aðildarríkja svokallaðs OSPAR-sáttmála um umhverfís- vernd í Norðaustur-Atlantshafí. Samkvæmt tillögunni yrði tafar- laust hlé gert á allri förgun bor- palla og annarra slíkra mannvirkja á hafí úti og stefnt að því að setja reglur sem kvæðu skýrt á um fram- tíðarbann við slíkri förgun. Fundi OSPAR lauk í Brussel síð- astliðinn fímmtudag. Umrædd til- laga kom það seint fram að um hana var ekki tekin ákvörðun á fundinum, en formleg afgreiðsla á að fara fram 4. ágúst næstkom- andi. Að tillögunni standa öll ríki innan OSPAR nema Bretland og Noregur, þ.e. ísland, Belgía, Dan- mörk, Finnland, Frakkland, Hol- land, írland, Portúgal, Spánn, Sví- þjóð og Þýskaland. Að sögn Davíðs Egilssonar, forstöðumanns meng- unarvarna hjá Hollustuvernd ríkis- ins, sem sat fundinn fyrir íslands hönd, verður ákvörðunin bindandi fyrir þau ríki sem samþykkja hana, en ekki aðra. Að sögn Davíðs er talið að erfítt verði fyrir Breta og Norðmenn að ganga í berhögg við samþykktina þó þeir greiði atkvæði gegn henni eða sitji hjá, því hún eykur þrýsting gegn förgun borpalla á hafi úti. Sá þrýstingur var reyndar mikill fyrir, eins og kom í ljós þegar Shell-olíufé- lagið hætti við áform um að sökkva breska olíuborpallinum Brent Star. Samkvæmt tillögu ríkjanna 11 sem standa að tillögunni á vinnu- hópur innan OSPAR að taka saman lista yfir öll mannvirki á þeim haf- svæðum sem samningurinn tekur til og væntanlegan endingartíma þeirra. Vinnuhópurinn mun síðan leggja fram fullmótaðar tillögur um bann við förgun borpalla og svip- aðra mannvirkja á hafi úti og leggja þær fram á næsta fundi OSPAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.