Morgunblaðið - 15.07.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 15.07.1995, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 2Í STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NIÐURLÆGIN G SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA FRIÐARGÆSLULIÐ Sameinuðu þjóðanna hefur marg- sinnis verið niðurlægt af sveitum Serba í Bosníu á undanförnum tveimur árum. Á þessum tíma hafa verið gefnar út fjölmargar harðorðar yfirlýsingar þar sem að- gerðum er hótað og fjöldi úrslitakosta settur. Aftur og aftur hafa Serbar hins vegar haft hótanir SÞ að engu og haldið hernaði sínum áfram án þess að til nokkurra að- gerða hafi verið gripið. Aldrei hafa SÞ samt verið jafnrækilega niðurlægðar og við fall bæjarins Srebrenica. Srebrenica var fyrsti bærinn sem öryggisráðið ákvað að lýsa yfir að væri griðasvæði undir vernd Sameinuðu þjóðanna. Það var í aprílmánuði árið 1993. Skömmu síðar samþykkti öryggisráðið ályktun um fimm griðasvæ^i til viðbótar, Sarajevo, Tuzla, Zepa, Gorazde og Bihac. Heimil- aði öryggisráðið friðargæsluliðinu að beita hervaldi til að vernda svæðin ef á þau yrði ráðist. Friðargæsluliðar urðu hins vegar að sitja aðgerðarlausir hjá er Serbar hófu stórfelldar árásir á Gorazde og síðar Bihac. Enn hefur ekki tekist að rjúfa einangrun Sarajevo. Þegar Serbar ákváðu að hertaka Srebrenica varð það hlutskipti hins fámenna friðargæsluliðs er átti að „vernda" griðasvæði að fylgjast með aðgerðum hernámsliðsins. Hugmyndirnar um griðasvæðin sættu gagnrýni strax í upphafi. Bosníustjórn sakaði SÞ um að vilja fá tylliástæðu til að þurfa ekki að grípa til viðameiri aðgerða. Á Vestur- löndum heyrðust þær raddir að tugþúsundir hermanna þyrfti til að veita raunverulega vernd á griðasvæðunum og að auki ættu Sameinuðu þjóðirnar á hættu að verða sakaðar um að aðstoða Serba. Vísaði Herve de Charette, utanríkisráðherra Frakk- lands, til þessa er hann sagði friðargæsluliða vera „með- seka“ í því sem menn hefðu ávallt óttast, þjóðernishreinsun- um Serba. Flest bendir til að það muni á næstunni ráðast hvort aðgerðir gegn Serbum verði hertar til muna eða friðar- gæsluliðið kallað heim. Hvorugur kosturinn getur talist álitlegur. Verði friðargæsluliðið kallað heim er ljóst að blóðug átök eru framundan. Flest bendir til að Bandaríkjastjórn muni þá afnema vopnasölubannið á Bosníustjórn og hætt- an á því að átökin í fyrrverandi Júgóslavíu breiðist út til fleiri lýðvelda eykst til muna. Frakkar hafa krafist vestrænnar hernaðaríhlutunar og segjast ætla að hefja aðgerðir upp á eigin spýtur ella. Ef slík hernaðaríhlutun ætti að vera eitthvað annað en sýndar- mennska myndi það hins vegar kalla á að tugþúsundir hermanna yrðu látnir leggja til atlögu við herlið Serba. Langvinn átök og gífurlegt mannfall væru óhjákvæmileg. Varla er pólitískur vilji fyrir slíku á Vesturlöndum. Kannski vakir helst fyrir Frökkum að geta yfirgefið Bosníu „með sæmd“. Þriðji kosturinn væri óbreytt ástand og áframhaldandi niðurlæging. MIKILVÆGUR ÁRANGUR SEÐLABANKINN telur í nýrri verðbólguspá að verð- bólga verði einungis 1,4% hér á landi á þessu ári. Er það nokkuð minna en í flestum viðskiptalöndum okkar. Þá greinir Seðlabankinn frá því að raungengi krónunnar hafi ekki verið lægra síðan bankinn hóf mælingar árið 1963. Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka, segir enga þörf vera á gengisfellingu og telur raunar umræðu um gengisbreytingar varasama: „Menn verða að átta sig á því að við búum nú við frjálst flæði fjármagns og allur gengisórói gæti þýtt að vextir hækk- uðu og vaxtabyrði atvinnuvega yrði hærri en ella,“ segir Birgir ísleifur í Morgunblaðinu í gær. Þessar tölur eru enn ein staðfesting á þeim mikla ár- angri, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Enn eitt árið stefnir í að verðbólga verði lægri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum. Þessu ber að fagna. Almenning- ur jafnt sem fyrirtæki getur ekki fengið betri kjarabót en lága verðbólgu. EFTIR sex ára samfelldan samdrátt þjóðarframleiðslu á hvern Islending rofaði loks til í efnahagslífinu á síðasta ári. Ovæntir búhnykkir í sjáv- arútvegi vegna veiða í Smugunni, Flæmska hattinum og víðar áttu þar stóran hlut að máli, jafnframt því sem ytri skilyrði voru að ýmsu leyti hag- stæð. í heild jókst framleiðsla útflutn- ingsvöru um 9,8%, bæði í sjávarút- vegi, stóriðju og almennum iðnaði. Jafnframt jukust tekjur af útflutningi á þjónustu um 2,6% að raungiidi. Uppsveiflan í útflutningi hefur ekki haldið áfram af sama krafti á þessu ári, ekki síst vegna sjómannaverkfalls- ins. Þá gefur niðurskurður í aflaheim- ildum, taprekstur botnfiskvinnslu og óvissa um úthafsveiðar ekki tilefni til vonar um aukinn vöxt á síðari helm- ingi ársins. Flest bendir því til þess að hagvöxturinn á árinu verði borinn uppi af einkaneyslu sem hefur aukist meira en spáð var. Það er því augljós- lega eitt af úrslitaatriðum fyrir áfram- haldandi hagvöxt á Islandi að samn- ingar takist um stækkun álverksmiðj- unnar og járnblendiverksmiðjunnar. Störfum fjölgaðl um 3 þúsund Þjóðhagsstofnun skýrði frá því í vor að áætlað væri að landsmenn hefðu á síðasta ári veitt alls 37 þúsund tonn af þorski í Barentshafi og um 2.400 tonn af rækju á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Hefur stofnunin áætlað að samanlagt útflutningsverð- mæti afla af þessum svæðum hafi verið nálægt 5 milljörðum króna á árinu. Þessi fjárhæð er um 5,5% af verðmæti útflutningsframleiðslunnar. Að viðbættum afla sem keyptur var af erlendum veiðiskipum var verð- mæti framleiðslunnar úr þessum afla tæpir 7 milljarðar eða 8% af heildar- verðmætinu. Á árinu 1994 jókst álframleiðslan jafnframt um rúmlega 7% og fór í tæplega 100 þúsund tonn. Þá varð um 22% aukning á útflutningi iðnaðarvara annarra en stóriðjuafurða. Síðast en ekki síst skilaði ferðaþjónustan drjúg- um gjaldeyristekjum.eða 16,8 miiljörð- um en þær jukust um 13% milli ára. Að öllu samanlögðu jókst því útflutn- ingur vöru og þjónustu um 10% að raungildi á síðasta ári en um 6,4% árið 1993. Þessi bati í útflutnings- greinum landsmanna olli umskiptum í afkomu fyrirtækja og fjölgaði störf- um um 3 þúsund milli ára. Niðurstað- an varð síðan 2,8% aukning lands- framleiðslu á árinu. Á sama tíma jókst einkaneyslan aðeins um 1,7% og sam- neyslan um 2% þannig að augljóst er að batinn varð að töluverðu leyti eftir hjá fyrirtækjunum. Einkaneyslan eykst um 10 milljarða í ár Samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofn- unar mun landsframleiðsla aukast um 3% á þessu ári eða 23 milljarða frá árinu 1994 á föstu verðlagi. Stofnunin hefur bent á að aukin þjóðarútgjöld muni bera uppi hagvöxtinn í ár öfugt við þróunina í fyrra þegar útflutningur stóð undir hagvextinum. Þannig er gert ráð fyrir að einkaneyslan muni aukast um 3,9% eða 10 milljarða á þessu ári miðað við sömu áætlun. Einn- ig er spáð töluvert meiri fjárfestingu, eða að hún aukist um 4,4%, svo og 2% aukningu í samneyslu. Hins vegar er einungis reiknað með 2,9% aukningu á útflutningi vöru og þjónustu. Nú hefur komið á daginn að einka- neyslan stefnir í að verða töluvert Efnahagsbati borinn uppi af einkaneyslu Uppsveiflan sem varð í útflutningsgreinum landsmanna á síðasta árí hefur ekki haldið áfram af sama krafti. Á þessu ári hefur auk- in einkaneysla haldið uppi hagvextinum en fátt bendir til aukinna tekna af sjávarútvegi. Áframhaldandi góður hagvöxtur virðist helst undir því kominn að samningar takast um við árin 1987, 1991 og 1995 þegar einkaneyslan hefur aukist mun meira en auknar tekjur gáfu tilefni til. Þessu tengjast einnig breytingar á fjármála- markaði og má þar benda á að mikil opnun varð á fjármagnsmarkaði árið 1987. I kjölfarið streymdu milljarðar af lánsfé inn í hagkerfið t.d. gegnum eignarleigufyrirtækin og hafa sumir talið að þetta sé að einhverju marki að endurtaka sig á þessu ári í formi neyslulána á borð við bíla- og rað- greiðslulán.“ Engin merki um ofþenslu stækkun stóriðjufyrirtækj anna. Kristinn Briem tók púlsinn á efnahagslífinu. meiri á þessu ári en áætlun Þjóðhags- stofnunar í apríl gerði ráð fyrir og blikur eru á lofti hvað útflutninginn snertir. Þannig jókst innflutningur nýrra bíla um 25% á fyrri helmingi ársins og ýmis annar innflutningur er að aukast umtalsvert. „Það er meiri vöxtur í innflutningi og einkaneyslu heldur en við reiknuð- um með framan af ári,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar. „Jafnframt er heldur minni gangur í útflutningi en við höfðum reiknað með. Sérstaklega hefur sjáv- arútvegur ekki ennþá skilað öllu því sem var í okkar áætlunum og ýmis- legt bendir til þess að útflutningshlið- ín verði ekki eins sterk og við reiknuð- um með. Verðbólga hefur verið minni það sem af er árinu en við reiknuðum með en aðeins meiri launabreytingar og þar með er kaupmátturinn meiri.“ Stóriðjuframkvæmdir í sjónmáli Aukinn innflutningur hefur vaidið því að vöruskipti íslendinga við útlönd voru mun óhagstæðari fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tíma í fyrra en þróunin snerist til betri vegar í maímánuði. Þá varð um 2,7 milljarða afgangur af vöruskiptum miðað við 500 milljónir í fyrra. Þórður segir að þó útflutningur hafi verið mikill í maímánuði breyti það ekki horfunum fyrir árið í heild. „í fyrsta lagi var loðnuvertíðin nokkuð rýrari en í fyrra. Síðan hafa úthafskarfaveiðamar verið dræmari og [sjómannajverkfallið spil- ar þar töluvert mikla rullu. Verkfallið hefur einnig áhrif á grálúðuveiðamar og humarvertíðin hefur gengið frekar illa. Á móti þessu hefur komið síld- veiði en það er ekki nógu mikið til að vega upp neikvæða þætti. Hins vegar eru í sjónmáli stækkun á álverinu, hugsanleg stækkun á járn- blendiverksmiðjunni og einhverjar stóriðjuframkvæmdir sem gætu sett strik í reikninginn, en þó ekki að marki fyrr en á árinu 1996." En uppgangurinn í efnahagslífinu á sér fleiri hliðar því aukin bjartsýni kringum alþingiskosningar hefur oft ýtt undir einkaneyslu. Þetta á a.m.k. Seðlabankinn gerir ekki sjálfstæðar þjóðhagsspár en í hagfræðideild bank- ans er jafnan lagt mat á stöðu efna- hagsmála og líkleg frávik frá þjóð- hagsspá. Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, telur að ekk- ert hafí ennþá komið fram sem koll- varpi spá um 3% hagvöxt á þessu ári. Vísbendingar séu reyndar um það að framlag sjávarútvegsins verði eitt- hvað minna en gert hafi verið ráð fyrir en aðrir þættir muni vega það upp. „Einkaneyslan verður væntan- lega eitthvað meiri og viðskiptaaf- gangur minni en spáð var. Það er þó ekki ástæða til að gera ráð fyrir öðru en að viðskiptaafgangur verði nokkuð myndarlegur." Um áhrif efnahagsbatans segir Már að útflutningurinn hafi leitt hagvöxt- inn á árunum 1993 og 1994 sem auð- vitað hafi haft jákvæð áhrif á þjóðar- búskapinn og eytt viðskiptahallanum. „Þegar hagvöxturinn var orðinn stað- reynd var samið um raunlaunahækk- anir í síðustu kjarasamningum. Það má segja að með því hafi hagvöxtur- inn byrjað að dreifast um allt hagkerf- ið. Núna er því hin innlenda eftirspurn- arhlið byijuð að spila stærra hlutverk en áður. Þó eru engin merki um neina ofþenslu í kerfinu, langt því frá, því AÆTLAÐ er að veiðar í Smug- unni og á Flæmska hattinum hafi skilað 5 milljarða útflutn- ingstekjum á síðasta ári. við erum ennþá með verðbólgu sem er lág á sögulegan mælikvarða. Verð- bólgan undanfarna mánuði hefur t.d. verið lægri en Seðlabankinn hefur spáð. Raungengi krónunnar er ennþá lágt á sögulegan mælikvarða og við sjáum ekki að mikið hafi dregið úr atvinnuleysi. Það er ekki hægt að segja að nein þenslumerki hafi enn komið fram sem þurfi að bregðast við.“ Útlit fyrir minni hagnað Þau hagstæðu skilyrði sem atvinnu- lífið bjó við á síðasta ári komu fram í stórbættri afkomu stórfyrirtækjanna i landinu. Þannig nam heildarhagnaður hlutafélaga sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands alls um 2,9 milljörðum á síðasta ári, samanborið við 419 milljón- ir árið áður. Svipaða sögu virðist mega segja um smærri fyrirtækin sem ekki birta sínar afkomutölur. í ár er spáð nokkru minni hagnaði og hafa t.d. Landsbréf hf. bent í því sambandi á tjón af völdum verkfalla, minni fisk- veiðikvóta á næsta fiskveiðiári og minna verðmæti loðnuafurða en í fyrra. Milljónir króna á verðlagi hvers árs 19941) 19952) 1 Einkaneysla 257.461 274.092 2 Samneysla 87.445 91.978 3 Fjármunamyndun 65.840 70.590 4 Birgðabreytingar -284 -1.715 5 Þjóðarútgjöld alls (1 +2+3+4) 410.462 434.945 6 Útflutningur vöru og þjónustu 157.351 171.269 7 Innflutningur vöru og þjónustu 134.525 146.900 8 Verg landsframleiðsla (5+6-7) 433.288 459.314 1) Bráðabirgðatölur í mars ’95. 2) Spá í mars '95 Magnbreyting frá fyrra ári 10,2% '94 '95 '94 '95 '95 {fS^'95 '94 '95 '94 '95 '94 '95 '94 '95 -1,1% -1 Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, segir að þokkaleg afkoma sé í ýmsum fyrirtækjum í verslun, þjónustu og fjölmörgum fram- leiðslugreinum. „Afkoman í atvinnulíf- inu er viðunandi og er farin að nálg- ast það sem eðlilegt er talið erlendis að jafnaði. Það er í sjálfu sér forsenda þess að hér verði hagvöxtur og kjörin batni, að áframhald verði á hagnaði í atvinnulífinu til að fyrirtækin hafí bolmagn til að fjárfesta á ný. Fjárfest- ingin fór niður fyrir það mark að við- halda framleiðslugetunni og tækni- stiginu. Eg tel jafnframt að batinn hafi skilað sér til fólksins í landinu í því að störfum hefur íjölgað á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt könnun Hagstofunnar, þó atvinnuleysi sé mikið. Ef ákvörðun verður tekin um stækkun álversins þá þarf að ráðast í virkjunarframkvæmdir. Það mun væntanlega verða flaggtil umheimsins um að hér sé staður sem vert er að ijárfesta í. Þetta gæti leyst úr læðingi önnur verkefni í stóriðjumálum. Það er gífurlega mikilvægt fyrir hagvöxt á komandi áratug að þessi framkvæmd fari í gang fljótlega og hugsanlega aðrar stækkanir stóriðjufyrirtækja í kjölfarið." „Launafólk fékk ekki nóg í sinn hlut“ Samið var um að launafólk fengi ákveðinn skerf af hagvextinum í kjara- samningum sl. vor þó vart sé hægt að segja að 2.700 króna launahækkun sé ýkja mikil eftirtekja í fyrsta áfanga. „Við erum að sigla út úr stöðnun sem ríkt hefur frá árinu 1988 og sjáum jákvæðar stærðir um hagvöxt tvö ár í röð,“ segir Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands ís- lands. „Vaxtartölurnar eru álíka og í löndunum í kringum okkar. Þetta skil- ar sér greinilega til fyrirtækjanna því það gengur t.d. betur í samkeppnisiðn- aðinum. Þar fór störfum að fjölga í vetur og fiskvinnslan virðist ganga þokkalega vel þótt hún verði auðvitað fyrir kostnaðarhækkunum og gengis- sveiflum. Kostnaðarhækkun vegna launa á þó ekki að vera verulega íþyngjandi miðað við uppganginn." Ari segir það hins vegar skoðun ASI að batinn hafi ekki skilað sér nægjanlega til fólks í samningunum síðastliðinn vetur „enda sjáum við það að flestall- ir sem gerðu samninga á eftir okkur virðast hafa náð lengra en við. Auðvit- að verðum við að horfa til þess að við erum að semja um launahækkanir og þar með kostnaðarhækkanir í frum- framleiðslugreinunum. Okkar fólk hef- ur sýnt mikla þolinmæði frá árinu 1990 og mörgum finnst of hægt ganga. Kaupmátturinn er að aukast en hvað fjölgun starfa viðkemur þá finnst okkur það ganga of hægt því atvinnuleysið er alltof mikið.“ Kjarasamningar á almennum mark- aði eru bundnir fram til áramóta, en þá mun sérstök launanefnd meta hvort forsendur hafí breyst. í því sambandi verður horft til ýmissa þátta eins og verðbólguþróunar í nálægum löndum og verðlags innanlands. „Við komum til með að ræða það kringum áramót hvort efni séu til að segja samningun- um upp. Það liggur í loftinu að flestall- ir sem sömdu á eftir okkur hafa feng- ið mikiu meira. Við byijuðum á því að semja fyrir hina lægstlaunuðu og gerðum það á skynsamlegum nótum en síðan koma aðrir og fá meira," segir Ari. Ottast að góð samkeppnisstaða fari út í veður og vind Samtök iðnaðarins hafa ítrekað var- að við því að uppgangur í efnahagslíf- inu rýri þau hagstæðu skilyrði sem útflutningsiðnaður hefur búið við. „Það sem skiptir mestu máli núna er að fara ekki offari í neyslunni," segir Þorsteinn M. Jónsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Samtökin eiga fulltrúa í svokallaðri hagvaxtarnefnd ríkisstjórnarinnar, sem m.a. er ætlað að meta þörfina fyrir sveiflujöfnun í efnahagslífinu og hvaða leiðir séu færar. „Stöðugleikinn og lágt raungengi hefur skilað sér í sterkri samkeppnisstöðu hjá iðnaðin- um sem hefur þegar komið í Ijós. Ýmis fyrirtæki eru byijuð að flytja út sem ekki hafa gert það áður og fyrirtæki í samkeppni við innflutning standa einnig miklu betur að vígi. Þetta fer allt út í veður og vind ef þenslan fer af stað aftur. Forsendurnar til að hægt sé að bjóða sam- keppnishæfa vöru þurfa ávallt að vera fyrir hendi en ekki aðeins á tíu ára fresti. Fyrir- tækin þurfa að geta treyst því að stöð- ugleikinn sé varanlegur og efnahags- stefnan þarf að vera trúverðug. Þessi sjónarmið hafa mætt mun meiri skiln- ingi en oft áður eins og sést af skipun hagvaxtarnefndarinnar." Rækjuveiðar hafa gengúð glettilega vel Sjávarútvegsfyrirtækin styrktu al- mennt verulega stöðu sína á síðasta ári, eins og hagnaðartölur stóru fyrir- tækjanna á því sviði sýna glögglega. Óvissa ríkir um hvort árið í ár verði jafnhagstætt. Sveinn Hjörtur Hjart- arsson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, bendir á að veiðar á karfa á Reykjaneshryggnum hafí ekki gengið eins vel í ár og í fyrra og botninn dottið úr veiðunum vegna verkfallsins. Einnig sé óvissa um hvernig veiðarnar í Barentshafi muni ganga en þar hefur þorskurinn ekki gefið sig ennþá. Þar við bætist að Norðmenn hafi torveldað það að veið- ar á rækju gætu hafíst á vemdarsvæð- inu við Svalbarða. Sveinn er þó fremur bjartsýnn á heildina litið og bendir á að ein átta skip hafi verið á úthafsveiðum á rækju á Flæmska hattinum en þær hafí gengið ágætlega. Þá vegi síldveiði einnig upp á móti samdrætti í úthafs- karfaveiðunum og rækju- veiðar hafi gengið gletti- lega vel. Sumir frystitog- aranna hafi verið á grálúðu sem hafi selst á mjög háu verði. „Ég hef það á tilfínningunni að þetta ár ætti ekki að verða miklu verra ár en í fyrra. Þrátt fyrir verulegan niðurskurð í aflaheimildum á undan- förnum árum hefur sjávarútveginum tekist að aðlaga sig að umhverfinu. Aðrar tegundir hafa komið í staðinn eins og rækjan sem hefur verið í mik- illi uppsveiflu undanfarið,“ segir Sveinn. Stöðugleikinn í efnahagslífinu með iítilli verðbólgu og fiskveiðistjórnunar- kerfið hefur leitt til hagræðingar og sparnaðar í rekstri fyrirtækja í sjávar- útvegi, að mati Sveins. „Fiskveiði- stjórnunin hefur skilað okkur hagræn- um ávinningi sem vegur vel upp á móti mörgum þeim áföllum sem grein- in hefur samtímis orðið fyrir. Ég full- yrði það að afkoma sjávarútvegsins væri önnur og miklu verri ef ekki hefði verið með markvissum hætti þróað hér fiskveiðistjórnunarkerfi." Hann bendir hins vegar á að sjávar- útvegsfyrirtækin séu mjög sundurleit- ur hópur með mismunandi aðstöðu. „Þrengingarnar eru mestar í bátaflot- anum sem að stærstum hluta veiðir þorsk. Á móti kemur að Fiskveiðasjóð- ur hefur beitt sér fyrir sérstökum lán- veitingum til þessa hóps. Það er einn- ig búið að úrelda töluvert mikið af litl- um bátum.“ Sveinn segir að hefðbundin botn- fiskvinnsla sé á ákveðnu breytinga- skeiði. „Hún hefur ekki skilað sömu niðurstöðu núna um lengri tíma eins Útflutningur minni en spáð var Skammgóður vermir í Smugunni og hún gerði. Hið klassíska dæmi un tvo ísfisktogara og vinnslu í landi hef- ur ekki verið jafnsterkt og áður. Þaf er að eiga sér stað sú þróun að sér vinnsla og meiri fullvinnsla eru ac * taka við í auknum mæli. Síðan þar að að vinna fiskinn meira um borð fiskiskipum í pakkningar. Þessi þróu hefur verið mjög fyrirferðarmikil þessum atvinnuvegi og fyrirtækin hlutabréfamarkaði eru öll meira oj minna með umfangsmikla sjóvinnslu.4 Varar við oftrú á bata af álversstækkun Það kveður við töluvert annan tói hjá Þorvaldi Gylfasyni, prófessor í við skipta- og hagfræðideild Háskóla ís lands, sem vill líta á hagvöxt yfir lengr tíma. „Menn mega ekki láta smávægi lega uppsveiflu nú rugla sig í ríminu enda er hægt að rekja hana að lang mestu leyti til óvænts búhnykks ; r- fjarmiðum þ.e.a.s. í Smugunni. Eii af okkar elstu og traustustu vinaþjóð um lítur á afla okkar þar sem illa feng- inn físk. Norðmenn munu því gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hrekja okkur af þessum miðum og hafa reyndar fulltingi Rússa til þess. Þessi hnykkur má ekki verða til þess að byrgja okkur sýn þegar við skoðurr okkar eigin efnahagsvanda. Hann ei heimatilbúinn að langmestu leyti. Vic erum ekki aðeins að dragast verulega aftur úr þeim þjóðum sem við erum vanir að bera okkur saman við heldur 9 erum við einnig að ýmsu leyti að verða eftirbátar Austur-Evrópuþjóðanna sem hafa ráðist í róttækar umbætur í efnahagsmálum síðastliðin fímm ár, umbætur einmitt af því tagi sem ég og margir aðrir hafa haldið fram að væru nauðsynlegar hér á landi sl. tíu ár. Það má nefna sem dæmi að allir bankar Tékklands eru nú komnir í einkaeigu meðan hér er engin hreyfing í þá átt að draga úr ítökum stjómmála- manna í bankakerfínu. Á hinn bóginn hefur margt hér þokast til réttrar áttar undanfarin ár og það er ýmis hagræðing að eiga sér stað í mörgum fyrirtækjum. Hún á sinn þátt í því að það er aðeins bjart- ara framundan núna en hefur verið. . Það er samt alls ekki nóg. Þess vegna mega menn ekki láta þessa smávægi- legu hagræðingu og ekki heldur bú- hnykkinn í Smugunni hrekja sig af réttri leið og byrgja sér sýn.“ Þorvaldur varar við oftrú á efna- hagsbata vegna hugsanlegrar stækk- unar álvers. Slíkur bati eigi meira skylt við miðstjóm en markaðsbúskap. „Það er miklu brýnna að skapa skilyrði til þess að allskyns atvinnurekstur um allt land geti þrifíst og dafnað í friði fyrir stjórnvöldum. Öll þessi álverssaga þar sem nýtt álver hefur ýmist verið alveg að koma eða verið talið af og frá, ætti að færa mönnum heim sann- inn um hversu lítið hægt er að reiða sig á „hagvöxt með handafli", þ.e.a.s. r hagvöxt sem ræðst af ákvörðunum og duttlungum nokkurra manna.“ Þorvaldur bendir á að íslendingar standi á tímamótum í tvennum skiln- ingi. Fiskstofnarnir umhverfís landið hafi rýmað stórkostlega fyrst og fremst vegna ofveiði. Þá hafí íslendingar einn- ig haldið uppi góðum lífskjörum und- anfarin fimmtíu ár með því að safna skuldum í útlöndum. „Skammgóður vermir í Smugunni breytir engu um þetta mynstur. Það þarf róttækar skipulagsbreytingar sem firra okkur nauðsyn þess að safna skuldum og fírra okkur nauðsyn þess að ganga svona nærri fiskinum í sjónum til að halda lífskjörum uppi. Það sem þarf til þess er hagræðing í breiðasta og besta skiln- ingi þess orðs mjög viða í þjóðarbúskap- um, ekki aðeins í ríkisbúskapnum held- ur einnig í einkageiranum t.d. með því að losa um þetta kæfandi faðmlag hagsmunahópanna og ríkisvaldsins sem er smám saman að kreista máttinn ' úr fólkinu í landinu og rýra afkomu þess stórlega.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.