Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 12
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Raufarhafnarhreppur fagnar 50 ára afmæli RAUFARHAFNARKIRKJA, höfnin í forgrunni. Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Vegleg afmælis- hátíð um helgina Raufarhöfn - Raufarhafnarhreppur á fimmtíu ára af- mæli um þessar mundir og verður mikið um dýrðir í tilefni þess um helgina. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, heiðrar íbúana með nærveru sinni á laugar- dag. Margt góðra gesta verður á hátíðinni auk frú Vigdís- ar. Raufarhafnarbúar eru í vinabæjarsambandi við Hólmvíkinga og er von á um 120 gestum þaðan. Sendi- herra Rússlands mun koma ásamt fylgdarliði sem og fulltrúar frá sendiráðum Dana, Frakka og Svía. Þá munu þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra, Guð- mundur Bjarnason umhverfis- og landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, Svanfríður Jónasdóttir, Tómas Ingi Olrich og Valgerður Sverrisdóttir, verða meðal gesta. Listrænir íbúar Að sögn Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Rauf- arhafnarhrepps, hafa margir lagt hönd á plóginn til að afmælið verði sem eftirminnilegast. Hús hafa verið máluð og umhverfí fegrað. Æfðir hafa verið einþátt- ungar til sýninga og búið er að byggja risastóran hval en í kjafti hans er hátíðarsviðið og miðpunktur hátíðar- haldanna. Framhlið Verslunarfélags Raufarhafnar hefur verið klædd sextíu fermetra strigadúk og eru félagar í mynd- listarklúbbnum Litrófi ásamt þremur listamönnum, þeim Kristínu Geirsdóttur, Sigurði Þóri og Rut Rebekku, búnir að mála á hann listaverk. Einnig verður opnuð Morgunblaðið/Helgi Ólafsson VERSLUNARFÉLAG Raufarhafnar klætt striga. Félagar í myndlistarklúbbnum Lit- rófi tóku sig síðan til og máluðu listaverk á strigann. myndlistarsýning, tónleikar verða haldnir, flutt verður hátíðarmessa og margt fleira. í tilefni afmælisins hefur verið gerður fyrri hluti afmæliskvikmyndar og verður hann frumsýndur um helgina. Myndin lýsir því þegar sjómaður kemur til Raufarhafnar er bátur hans bilar. Hann staldrar við á staðnum í 4-5 daga og kynnist fólkinu og andrúmsloft- inu sem hann ella hefði ekki gert. Seinni hluti myndar- innar verður síðan tekinn upp á afmælishátíðinni um helgina. Handritshöfundur er Öm Ingi, ijöllistamaður frá Akureyri, en hann hefur einnig stjómað undirbún- ingi hátíðahaldanna. Hátíðin hefst í dag, 21. júlí, og stendur fram á sunnu- dagskvöid. (O s Ath! Fös. kl. 16. koma Bubbi & Rúnar og taka lagið. ÚTSALA Bolir Verð frá 190 Stuttbuxur 790 Skyrtur 990 Buxur 1690 Peysur 2490 Jakkar 2990 Kringlan s: 581 1944 Laugavegi 81 s: 552-1844 Morgunblaðið/Björn Blöndal Fyrsta skóflustunga að þjálfunarpotti Keflavík - Um 100 gestir voru viðstaddir þegar fyrsta skóflu- stungan var tekin að áfanga að uppsetningu nýs þjálfunarpotts hjá Þroskahjálp Suðurnesja við Ragnarssel í Keflavík um daginn. Áætlaður kostnaður við þennan hluta verksins er um 2,6 milljónir króna og á því að vera lokið í september. I næsta áfanga er ætlunin að byggja hús yfir þjálfunarpottinn og er gert ráð fyrir að kostnaður við það verði um 4,7 milljónir króna, fullfrágengið að utan en fokhelt að innan. Við þetta tæki- færi var gestum, sem flestir voru fulltrúar ýmissa félagssamtaka, boðið til grillveislu en þeir hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og safnað fjármunum til þess. Grillað var á nýju grilli sem Ásta Sigurðardóttir af miklum höfð- ingsskap færði Þroskahjálp að gjöf nýverið. Athöfnin var nokkuð frábrugð- in hinni hefðbundnu fyrstu skófl- ustungu, því það voru börn sem sækja þjálfun til Þroskahjálpar sem tóku hana sameiginlega. Nýtt bílageymsluhús á Bakkaflugvelli Selfossi - Bflageymsla við flugvöllinn á Bakka í Landeyjum var nýlega af- hent eigendum. Það var Agnar Pét- ursson, byggingameistari á Selfossi, sem byggði bílageymslumar og kaup- endur eru Vestmannaeyingar. I bílageymsluhúsinu eru stæði fyr- ir 16 bíla og er hvert stæði 2,60 x 7 metrar á stærð og hver eigandi hef- ur lykil að hurðinni á sínu stæði. Húsið er stálgrindahús og klætt með galvaniseruðu próflljámi og gert til að standast veður og vinda. Hvert stæði í húsinu kostar 350 þúsund krónur og er hægt að greiða þau á fjórum árum. Agnar Pétursson bygg- ingameistari sagði að mikill áhugi væri fyrir stæðum í húsinu en nokk- ur væru enn laus. Þeir sem keyptu stæði í húsinu eru með bílana sína uppi á landi yfir sumartímann og þá gjarnan tjaldvagna og annað sem tilheyrir sumarferðum. Einnig hyggj- ast þeir geyma þar hjólhýsi og tjald- vagna yfír veturinn þegar bíllinn hefur verið tekinn heim í Eyjar. Með því að hafa bílinn kláran á Bakka- flugvelli er fólk í beinu vegasam- bandi við Eyjamar því það tekur ekki nema 7 mínútur að fljúga til Eyja og oftast ekki nema 15 mínútna bið á vellinum eftir að hringt hefur verið frá Bakka í Flugfélag Vest- mannaeyja eftir flugvél. ÞURRKRYDDAÐ BomíarneS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.