Morgunblaðið - 21.07.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 15
ERLENT
Marokkó væntir frekari
stuðnings frá Frökkum
Rabat. Reuter.
Á ÖÐRUM degi heimsóknar Jacqu-
es Chiracs, forseta Frakklands, til
Marokkó í gær hóf forsetinn við-
ræður við Hassan, konung Mar-
okkó. Vonast stjórnvöld í Marokkó
eftir loforðum um aukinn stuðning
frá Frökkum. Frakkar hafa sam-
þykkt að veita Marokkó um hálfan
annan milljarð franka að láni til
þess að byggja upp vatns- og raf-
magnsveitu, járnbrautakerfi og
aðra undirstöðuþætti.
Hassan og Chirac eru nánir vinir
og pólitískir bandamenn, og það var
vel tekið á móti þeim síðarnefnda
þegar hann kom til höfuðborgarinn-
ar, Rabat, á miðvikudag.
Pólitísk vin
Það er ekki tilviljun að Chirac
valdi Marokkó sem fyrsta staðinn
til að heimsækja opinberlega eftir
að hann tók við forsetaembætti, og
fyrsta áfangastaðinn í ferð meðal
Áfríkuþjóða sem áður lutu franskri
nýlendustjórn.
Frakkar líta á Marokkó, undir
handleiðslu Hassans konungs, sem
friðsæla, pólitíska vin í norðurhluta
Afríku, vel varða gegn þeirri heit-
trúarstefnu múslima sem hefur
valdið óeirðum í Alsír.
Fjölmiðlar í Marokkó hafa hælt
Chirac á hvert reipi. Kosningasigri
hans í forsetakosningunum á dög-
unum var fagnað af yfirvöldum í
landinu, því þau vildu snúa baki við
mannréttindadeilum sem lengi
vörpuðu skugga á samskipti þeirra
við Frakkland í forsetatíð Francois
Mitterands.
Ekki nógu hjálpsamir
Einungis talsmenn stjórnarand-
stöðuflokka létu í ljósi óánægju með
forsetann. Sagði einn þeirra að
Frakkar gerðu ekki nóg til þess að
hjálpa Marokkóbúum við að komast
inn á markaði í Evrópu.
Frakkland er stærsti lánardrott-
inn og viðskiptavinur Marokkó, sem
lítur á samvinnuna við Frakka sem
leið inn í Evrópu og treystir á stuðn-
ing þeirra í samningaviðræðum um
aukaaðild að Evrópusambandinu.
En vestrænir stjórnarerindrekar
nefna að stærsta vandamálið sem
Marokkó eigi við að etja sé að
tryggja betri kjör fyrir útflutnings-
vörur sínar, sítrusávexti og tómata,
til Frakklands, sem kaupir meira
af vörum frá Marokkó en öll hin
Evrópusambandslöndin til samans.
Bankaræningjar í Berlín handteknir
Berlín. Reuter.
TALSMAÐUR lögreglunnar í Berlín sagði í gær,
að handteknir hefðu verið þrír menn, sem grunaðir
væru um aðild að bankaráni í borginni í síðasta
mánuði. Þótti það með eindæmum ósvífið og jafn-
framt snjallt þar sem þeir höfðu áður grafið göng
inn í bankann, sem þeir notuðu þegar þeir hurfu á
braut með um 120 millj. kr.
Það var mikið áfall og niðurlæging fyrir Berlínar-
lögregluna hvernig ræningjarnir léku á hana og
því hefur ekkert verið til sparað við leitina að þeim.
Göngin, sem þeir grófu, voru 70 metra löng og
þegar þeir fóru með ránsfenginn komu þeir upp
fyrir aftan lögreglumennina, sem slegið höfðu hring
um bankann.
Talsmaður lögreglunnar nafngreindi mennina
ekki og nefndi ekki hvort fleiri væri leitað en ræn-
ingjarnir í bankanum voru fjórir. Einn hinna hand-
teknu náðist fyrir tveimur vikum.
Göngin á safn
Liklegt er, að mennirnir verði ákærðir fyrir gísla-
töku, fjárkúgun og rán en þeir héldu 16 manns í
gíslingu í 17 klukkustundir. Engin slys urðu á fólki
og jafnvel lögreglan viðurkennir, að vel hafi verið
að verki staðið. Ákveðið hefur verið, að hluti gang-
anna verði fluttur á glæpaminjasafn.
Bretaprins
hættur flug-
mennsku
London. The Daily Telegraph.
KARL Bretaprins hefur ákveðið að
hætta flugmennsku eftir að flugvél
sem hann stýrði, með 11 manns
innanborðs, kom of hratt inn til
lendingar og endaði utan brautar á
eyju fyrir utan Skotland í fyrra.
Engan sakaði en tjón varð töluvert.
Foringi í breska flughemum
(RAF) var flugstjóri vélarinnar, og
var hann gagnrýndur af opinberri
rannsóknarnefnd fyrir að hafa sýnt
vanrækslu þegar hann lét undir höf-
uð leggjast að taka ráðin af prinsin-
um, þrátt fyrir að vera lægra settur.
Karl var ekki sakaður um hafa
átt þátt í óhappinu. Hann hefur nú
ákveðið að setjast ekki framar við
stjórnvölinn á flugvélum eða þyrlum
drottningar, eða, að því er talið er,
nokkrum öðmm flugvélum.
Reuter
*
Israelar
hyggjast
sleppa föng-
um
UNGIR Palestínumenn í Jenin-
héraði á Vesturbakkanum komu
í gær fána ríkis sín fyrir á skrið-
dreka sem f sraelar tóku af írök-
um þegar hinir fyrrnefndu börð-
ust gegn nokkrum arabaþjóðum
árið 1948 er ísraelsriki var
stofnað.
Fulltrúi ísraelssljórnar sagði í
gær að ætlunin væri að láta
lausa allt að 1.000 af um 5.000
palestínskum föngum nk. þriðju-
dag en þá er stefnt að því að
undirrita samkomulag um aukin
völd bráðabirgðasljórnar Yass-
ers Arafats á hernumdu
svæðunum.
Hagkaupsútsalan
heldur áfram . . .
. . . aðalútsalan í bænum!
40-70% afsláttur
HAGKAUP
fyrir fjölskylduna
og budduna