Morgunblaðið - 21.07.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 19
LISTIR
Símtal úr borginni
BORGARBÚAR ættu að hafa
augun hjá sér þegar þeir keyra
undir brýr í borginni næstu tvær
vikur því reistir hafa verið timb-
urkofar undir þremur þeirra.
Þeir eru hluti samvinnuverkefn-
is þýsku myndlistarmannanna
Frank Reitenspiess og Markus
Strieder.
Hinn hluti sýningarinnar á sér
stað í sal Nýlistasafnsins þar
sem þremur símum hefur verið
stillt upp. Sýning þessi, sem ber
heitið „Sól úti, sól inni“, verður
opnuð næstkomandi laugar-
dagskvöld í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg.
Þeir Frank og Markus námu
myndlist við Listaháskólann í
Berlín og hafa sýnt verk sín
víða. Þetta er fyrsta samvinnu-
verkefni þeirra. „Við höfum
þekkst lengi og oft hefur verið
mikill samhljómur í verkum
okkar. Við afréðum því að prófa
að vinna saman að einhverju
verkefni og þessi sýning hér á
íslandi er afrakstur þess,“ sögðu
þeir í spjalli við blaðamann.
í námi sínu unnu þeir mikið
með myndbönd og kvikmyndir
og hafa einna helst sýnt verk
unnin í þá miðla. Mark hefur
einnig fengist við hljóð og út-
færslu þess í myndlist og hafa
símar verið honum hugleiknir.
„Með símanum fæst ég við hljóð
í tíma og rúmi, hann ber hljóð
milli staða,“ sagði Markus.
Skammgott skjól
Tenging umferðarniðsins úr sí-
manum við „brúarkofana", sem
Frank sér um að reisa, er aug-
ljós. „Þeir verða lokaðir. Það er
ekki hægt að fara inn í þá nema
með hörðu. Þeir eru hugsaðir
fyrir vegfarendur sem keyra
hjá, keyra undir brýrnar sem
ég kalla skjól því þær veita bíl-
unum skjól eitt sekúndubrot.
Menn komast síðan ekki að því
hvað kofinn geymir nema fara
inn í Nýlistasafn og athuga hvað
heyrist úr símtólunum,“ sagði
Frank.
Frank hefur verið hér á Iandi
áður og síðast dvaldi hann hér
í níu mánuði. „Mér líður vel hér
og kann miklu betur við mig hér
en í Berlín. Ég hef ákveðið að
flylja hingað og setjast jafnvel
að til frambúðar," sagði hann
og óhætt er að segja að fengur
verði í honum fyrir íslenskt lista-
líf því hann er með ýmislegt á
Morgunblaðið/Sverrir
MARKUS Strieder og Frank Reitespiess.
prjónunum og sér ýmsa mögu-
leika til listsköpunar hér, jafnt
innan dyra sem utan.
Mikil ásókn erlendra
listamanna
Friederike Feldmann og Gunila
Bandolin opna einnig sýningar í
safninu á sama tíma. í stuttu
spjalli við starfstúlku safnsins
kom fram að sýningarhald í safn-
inu er skipulagt út næsta ár og
dagskráin þéttskipuð erlendum
sem innlendum listamönnum.
Fjöldi erlendra listamanna
sem sýnir í safninu á næstunni
vekur athygli og sagði hún að
ásókn erlendra listamanna í að
koma hingað með verk sín sé
með ólíkinum mikil, sérstaklega
ef tekið er tillit til þess hve
kostnaður við slíkt sýningar-
hald, leiga, flutningur og annað,
er mikill.
BRÚIN við Fornahvamm í Norðurárdal leit
svona út nýmáluð í fyrrahaust.
SVONA lítur brúin út í dag eftir að náttúran
hefur sett mark sitt á hana.
Fjarlægðin gerir brýrnar bláar
MYNDLISTARMAÐURINN Finna
B. Steinsson vakti þjóðarathygli
fyrir tveimur árum þegar hún setti
veifur á hólana „óteljandi“ í Vatns-
dalnum í því skyni að reyna að
festa á þeim tölu. Síðastliðið sumar
fór Finna aftur á stjá og nú til
fundar við þijár gamlar brýr í
Norðurárdal í Borgarfírði sem hún
málaði bláar. Nú hefur náttúran
sjálf gripið í taumana og sett mark
sitt á listaverkið því ein brúnna
hrundi undan snjóþunga síðasta
veturs.
Tilviljun að brýrnar standa enn
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins sagðist hún hafa málað
brýmar síðastliðið haust að fengnu
Ieyfi hjá Vegargerð ríkisins og
landeigendum í Norðurárdal sem
reyndist auðsótt því þessar biýr
hafi löngu verið komnar úr umferð.
„Það er í raun tilviljun að brýrn-
ar standa ennþá því Vegagerðin
hefur það að stefnu að rífa gamlar
brýr eins og þessar þegar þær
hafa lokið hlutverki sínu. Þessar
brýr eru svotil eingöngu notaðar
við fjárrekstur og enginn tekur
eftir þeim lengur, gráum og göml-
um,“ sagði Finna. Hún sagði að
tilgangurinn með verkinu hafi verið
að draga þær fram í dagsljósið á
ný og heiðra þær.
Aðspurð sagði hún að tiltækið
hefði heppnast vel og fólk væri
yfirleitt ánægt með verkið. Margir
hafi verið hissa en þótt þó gaman
að verkinu. Aðspurð um hvort ein-
hver teldi illa farið með þessi gömlu
mannvirki með því að mála þau
sagði hún að enginn hefði tjáð sig
um það við hana, líklega af því að
enginn hafi tekið eftir þeim áður
eða fólk hafi verið búið að stein-
gleyma að þær væru til.
Brúin hrynur
„Brúin við Fornahvamm hrundi svo
í vetur og mér fannst það svolítið
magnað og merkilegt að það skyldi
gerast svo stuttu eftir að ég mál-
aði hana. Ég er fegin að hafa gert
það og heiðrað hana á þennan hátt
áður en hún lauk líftíma sínum á
svo dramatískan hátt.
Ég valdi bláa litinn á brýmar
útaf táknrænunni við hann, sbr.
fjarlægðin gerir fjöllin blá eða öllu
heldur fjarlægðin gerir brýrnar blá-
ar því þær eru komnar úr alfara-
leið og fjarlægjast úr hugum þeirra
sem þekktu þær einhverntíma. Auk
þess fer blái liturinn vel í náttúr-
unni.“
Finna sagði óvíst að hún héldi
verkinu við, sérstaklega eftir að ein
þeirra hrundi en hún tekur ekki
fyrir að hún eigi eftir að gera eitt-
hvað þessu líkt úti í náttúrunni í
framtíðinni.
SUMARLANDIÐ
MYNPLIST
List Gallcrí - List-
húsinu Laugardal
MÁLVERK
Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guð-
rún Svava Svavarsdóttir. Opið alla
daga kl. 13-18 til 23. júlí. Aðgangur
ókeypis
LÍKT og aðrar listgreinar má
segja að myndlistin eigi sér
ákveðnar árstíðir sem helstu
sýningartímabil, en á öðrum
tímum séu áherslurnar aðrar.
Sumarið er almennt tími dreifð-
ari og smærri sýninga, og þá
nota margir tækifærið til að
setja upp sérstakar sumarsýn-
ingar, þar sem oft er að finna
almennar kynningar á listafólki,
örlítil innsýn í verklag þess og
verkefni, eða gerð nokkur úttekt
á ferli þess um ákveðið árabil.
Sýning þeirra Þorbjargar
Höskuldsdóttur og Guðrúnar
Svövu Svavarsdóttur er af þessu
taginu; í salnum hafa þær kom-
ið fyrir nokkrum fjölda verka,
sem gefa vissa innsýn í þeirra
verklag og viðfangsefni síðustu
ára.
Báðar eiga þær stöllur langan
feril að baki og hafa markað sín
spor í myndlist síðustu áratuga,
þannig að hér kemur fátt á
óvart. Að þessu sinni hafa þær
kosið að sýna fyrst og fremst
verk sem tengjast landinu, bæði
sem staðarlýsingar og almennar
tilvísanir í þann svip, sem þær
ljá því með vinnubrögðum sín-
um.
Þorbjörg sýnir bæði olíumál-
verk og vatnslitamyndir, og eru
flest verkin unnin á þessu ári,
þó nokkur séu eldri. Sem fyrr
byggir listakonan sínar lands-
lagsmyndir á grunni tilvísana í
klassískan myndheim; tígulgólf
(á stundum æði skrautleg) eru
í grunni flestra myndanna í stað
grasbala og mela landsins, og í
mörgum þeirra rísa upp tignar-
legar jónískar súlur sem marka
landið og loka myndfletinum.
Þetta síðarnefnda er einkum
áberandi í vatnslitamyndunum,
eins og t.d. í „Snæfellsjökull"
(nr. 12), þar sem súlurnar gegna
ekki síður því hlutverki að
tengja sýnina við æðri andleg
máttarvöld.
í olíumálverkunum eru vinnu-
brögðin í nýjustu myndunum
eilítið grófari en fyrr, og ef til
vill meiri kvika í þeim fyrir vik-
ið; hestar eru hér víða áberandi
í myndfletinum, og gegna þar
virku hlutverki bæði sem hluti
náttúrunnar og andleg hold-
gerving hennar, líkt og sjá má
í myndinni „Hestar á ferð“ (nr.
19), þar sem landið sjálft er
jafnframt voldugt og yfirþyrm-
andi.
Þorbjörgu tekst vel upp í
þessum nýjustu verkum sínum
og verður fróðlegt að sjá hvert
þessar tilvisanir leiða hana í
framhaldinu.
Guðrún Svava sýnir hér ein-
göngu landslagsmyndir unnar
með vatnslitum, og hvíla þær á
grunni sterkrar hefðar slíkra
verka. Óbyggðir, jöklar, fjöll og
eyðisandar eru uppistaðan í
þessum myndum, þar sem
tæknilegir hæfileikar listakon-
unnar njóta sín einkar vel, þar
sem hún tekst á við myndefnið.
Það eru fyrst og fremst hug-
hrif kyrrðar og lita, sem hér
standa upp úr, og þar koma
best út þær myndir sem njóta
heildarinnar í fáum dráttum og
litum. „Sandöldur við Veiði-
vötn“ (nr. 36) er ein stærsta
myndin á sýningunni, en jafn-
framt ein sú besta; einnig er
gott jafnvægi í myndinni „í
óbyggðum 11“ (nr. 24.). í ýmsum
smærri myndanna hættir lista-
konunni hins vegar til að láta
tæknina ná yfirhöndinni, þannig
að leikurinn með liti náttúrunn-
ar skyggir á viðkvæma mynd-
bygginguna.
Þær Þorbjörg og Guðrún
Svava eru með þessari sýningu
að veita áhorfendum nokkra
innsýn í sumarlandið, sem við
íslendingar lifum á og lifum
fyrir á erfiðari árstímum; það
er hlýja og kyrrð yfir þessum
verkum, sem bera með sér
ágæta tilfinningu þeirra beggja
fyrir landinu, sem hefur orðið
þeim að yrkisefni.
Eiríkur Þorláksson