Morgunblaðið - 21.07.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 21
AÐSENDAR GREIIMAR
Vegna ábendinga
Sigiirgeirs Jónssonar
SIGURGEIR Jóns-
son, fyrrverandi
hæstaréttardómari,
gerir nokkrar athuga-
semdir við bók mín,
Indæla Reykjavík, í
Morgunblaðinu 19.
júlí sl. Hann tínir þar
til ein sex atriði sem
varða allstórt svæði
sem lýst er í bókinni
og færa má til betri
vegar. Ég fagna auð-
vitað réttmætum at-
hugasemdum því að
þá er’hægt í næstu
útgáfu að lagfæra
missagnir. Mér var
hins vegar frá upphafi ljóst að
smávillur hlytu að fljóta með í þeim
mikla frumskógi sem bygginga-
saga Reykjavíkur er. Mun ég út-
skýra nánar hvernig sumar þeirra,
sem Sigurgeir tínir til, eru til
komnar.
Bókin Indæla Reykjavík var
aldrei hugsuð beinlínis sem strang-
fræðilegt sagnfræðirit heldur fyrst
og fremst til þess að fólk geti geng-
ið eftir henni um Þingholt og sunn-
anvert Skólavörðuholt og til þess
að vekja áhuga þess á umhverfi
sínu, ekki síst gróðri og arkitekt-
úr, og því til skemmtunar. Hún er
því hvorki saga allra bygginga og
byggingalóða á svæðinu né ætt-
fræði eða íbúaskrá.
Engu að síður liggur
gríðarleg rannsóknar-
vinna að baki henni
auk þess sem sérfróðir
menn um hverfið, sem
bókin lýsir, lásu yfir
handrit hennar. Það
er hins vegar vel þekkt
um slík verk, bæði
heima og erlendis, að
þau verða seint dauð-
hreinsuð af villum og
það er eins og þurfi
eina útgáfu slíkra
verka til að kalla fram
allar leiðréttingar og
afla þeirrar þekkingar
að ekki verði að fundið.
Hitt er annað mál að ég hef feng-
ið mjög jákvæð viðbrögð við bók-
inni frá mörgum, ekki síst eldri
Reykvíkingum og þegar er komin
nokkur reynsla á að hún nýtist vel
sem leiðsögubók um hverfið. Þær
villur, sem fram hafa komið, er
auðvitað skylt að leiðrétta og er ég
því þakklátur ábendingum Sigur-
geirs Jónssonar.
Mun ég nú víkja að þeim atriðum
sem Sigurgeir telur upp:
1. Frá því að ég fyrst man eftir
mér heyrði ég talað um Laufásveg
33 sem hús Haralds kaupmanns
Arnasonar, en hann bjó þar í aldar-
fjórðung. Dró ég þá fljótfærnislegu
Gríðarleg rannsóknar-
vinna liggur að baki
bókinni, segir Guðjón
Friðriksson, auk þess
sem sérfróðir menn um
hverfið lásu yfir handrit
hennar.
ályktun að hann hlyti sjálfur að
hafa byggt það enda gat það stað-
ist vegna aldurs þess.
2. Um húsið Bergstaðastræti 67
stendur skýrum stöfum á frumteikn-
ingum, sem varðveittar eru hjá
byggingafulltrúanum í Reykjavík,
að þetta sé hús Jóns Ólafssonar.
Hann virðist því hafa átt það í upp-
hafi þó að hann byggi þar e.t.v. aldr-
ei sjálfur eins og Sigurgeir heldur
fram.
3. Að snúa við húsnúmerunum
við Hringbraut 8 og 10 kemur til
af því að ég áttaði mig ekki á því
að númer þessara húsa eru í öfugri
röð miðað við húsnúmerin við
Hringbraut að öðru leyti. Er það
einsdæmi í Reykjavík. Af því kemur
misskilningurinn.
4. Ég sá strax að hlynurinn á
blettinum við Smáragötu 13 var
eldri en húsið sjálft og taldi því víst
að hann hefði verið gróðursettur á
vegum Gróðrarstöðvarinnar sem er
við hliðina. Það er greinilega mis-
skilningur.
5. Guðmundur Hannesson pró-
fessor skrifaði á sínum tíma um
byggingarnýjungar í húsinu Lauf-
ásvegi 70 og segir orðrétt: „Fyrsta
húsið af þessari gerð í Reykjavík
mun vera hús Kjartans Thors
(Laufásv. 70), sem var byggt eftir
forsögn Sig. Guðmundssonar húsa-
meistara." (Iðnsaga íslands I,
258). Lái mér hver sem vill þó ég
hafi dregið þá ályktun að Kjartan
hafi sjálfur byggt húsið.
6. Ruglingurinn með „Sturlu-
höll“ og „Friðriksborg“ skrifast al-
gerlega á minn reikning en skýring-
una tel ég að hluta vera ófullnægj-
andi númerun þessara húsa.
Að svo mæltu óska ég þess að
Reykvíkingum og öðrum lands-
mönnum verði bókin til nokkurs
yndis og ánægju eins og ég hef
orðið var við hjá flestum sem lesið
hafa bókina og haft hafa samband
við mig, en láti ekki fáeinar misfell-
ur raska ró sinni. Þeirra leita ég
og þær verða lagaðar í fyllingu
tímans.
Höfundur er sagnfræðingur.
Guðjón Friðriksson
FYRIR fimm árum
tók bæjarstjórn-
armeirihluti Fram-
sóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks við
stjórnartaumunum í
Kópavogi og mótaði
nýja stjórnarstefnu
sem má orða í stórum
dráttum svona: Við
kaupum land, við
bijótum land til bygg-
inga, við reisum ný
hverfi, við reisum þau
hratt og vel og stækk-
um Kópavog um fjórð-
ung á tíu árum. 800
manns á ári nægja.
Til að hraða uppbygg-
ingunni lánum við gatnagerðar-
gjöldin og löðum þannig að nógu
marga verktaka. Samhliða tökum
við lán til að fullgera gömlu göt-
Fari eins fyrir Kópa-
vogi, segir Helga Sig-
urjónsdóttir, munum
við eiga í höggi við óvíg-
an skuldaherinn langt
fram á næstu öld.
urnar sem eru Kópavogi til vansa,
við ljúkum líka þeim verkum sem
fyrri stjórnendur skildu við hálfk-
öruð, svo sem Gerðarsafn og sund-
laug. Við greiðum niður þessi lán
á löngum tíma og um aldamótin
verður Kópavogur orðinn 25 þús-
und manna bær, fallegur og öflug-
ur menningarbær þar sem atvinnu-
líf blómstrar. Aldamótahátíðin
verður með þeim glæsilegri á land-
inu enda ástæða til að fagna.
Þetta væri allt gott og blessað
ef áætlanirnar hefðu staðist en það
hafa þær ekki gert og voru senni-
lega aldrei raunhæfar. Nú þegar
hálfnaður er tíminn til aldamóta
blasir þetta við: í stað
mannfjölgunar um
800 manns á ári varð
hún 255 manns fyrra.
Kópavogsbúar eru nú
liðlega 17.000. Það er
með öllu útikolað að
hér fjölgi um 8.000
manns á næstu fimm
árum. Skuldir hafa
vaxið meira en áætlað
var, heildarskuldir
voru um sl. áramót 4
milljarðar og afborg-
anir af langtímalánum
á þessu ári verða 430
milljónir. Tekjur bæj-
arins hafa vaxið
minna en ráð var fyrir
gert, þær voru 100 milljónum und-
ir áætlun sl. ár, urðu aðeins 1,5
milljarðar. Ekki er útlit fyrir mikla
hækkun á næstu árum. Enn er
ólokið nokkrum gömlum götum svo
og fjárfrekum framkvæmdum í
Hamraborg og á Engihjallasvæð-
inu. Græna byltingin hefur aftur á
móti gengið vel, gangstígar eru
víða og vel gerðir og auðvelda
umferð um opin svæði. Daglega
dáist ég að dalnum mínum, Kópa-
vogsdal, og þakka bæjaryfirvöld-
um fyrir yndislega göngustíga.
Er þetta ekki alls staðar svona?
En er þetta ekki allt í góðu lagi?
Eru ekki öll sveitarfélög landsins
á hvínandi hausnum hvort eð er,
sker Kópavogur sig þar nokkuð
úr? Við skulum heyra hvað nokkr-
ir vanir og til þess kvaddir sérfræð-
ingar segja um málið. Guðniundur
Snorrason og Sigurður Árnason
eru endurskoðendur bæjarreikn-
inga. Þeir segja þetta m.a. í um-
sögn sinni um ársreikningana fyrir
1994: „Eins og ársreikningar bæj-
arsjóðs Kópavogs fyrir árið 1994
bera með sér er skuldastaða bæjar-
ins orðin mjög alvarleg. Bæjarsjóð-
ur hefur verið rekinn með halla
öll ár frá 1985. Svigrúm til að
snúa af braut sívaxandi skulda er
orðið mjög þröngt. Niðurgreiðsla
skulda hlýtur því að verða megin-
viðfangsefni bæjaryfirvalda á
næstu árum“.
Halldór Jónsson, skoðunarmaður
meirhlutans á reikningum bæjarins,
er líka svartsýnn. Hann segir þetta
m.a: „Reikningarnir gefa tilefni til
að velta fyrir sér skuldum og
greiðslum þeirra. Eigi til dæmis að
greiða niður 2 milljarða skuld á 10
árum kostar það með 9% vöxtum
0,3 milljarða. Eyði bæjarfélag 81%
tekna í eigin rekstur af 1,6 millj-
arða tekjum hefur það einmitt þessa
uphæð til ráðstöfunar. Þetta bæjar-
félag hefur ekkert til frekari vaxta-
greiðslna af öðrum skuldum né til
framkvæmda, menningarstarfsemi
eða styrkveitinga". Hann bætir við
og segir að bæjarstjómir séu „rétt-
bærir ráðstöfunaraðilar fjármuna
bæjarsjóðs og vinna störf sín eftir
því sem þær hafa vit og farsæld
til“. Hér er mikið sagt í fáum orð-
um, við bæjarfulltrúar hljótum að
skilja fyrr en skellur í tönnum.
Logi Kristjánsson skoðunarmaður
minnihlutans tekur í sama streng:
„Ársreikningurinn lýsir vel mjög
alvarlegri fjárhagsstöðu Kópavogs.
Bæjarfulltrúar geta ekki lengur
leyft sér að horfa framhjá þessari
niðurstöðu ársreikningsins og hljóta
að leita sameiginlegra leiða til að
leysa þann vanda sem blasir við,
en ætla það ekki komandi kynslóð-
um“.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, for-
maður Sambands ísl. sveitarfélaga,
ræðir almennt um vanda sveitarfé-
laga í Mbl. 9. júní 1995. Hann
segir fjárhag þeirra fara almennt
versnandi. „Margir sveitarsjóðir“,
segir hann, „eru á ystu nöf og eiga
ekki um annað að velja en rifa
seglin. Hugsunarhátturinn er
breyttur og það verður ekki unnt
að halda áfram því háa atvinnu-
stigi sem sveitarfélögin hafa gert
með framkvæmdum sínum. Þetta
kallar á ákveðinn samdrátt í at-
vinnulífinu og hugsanlega aukið
atvinnuleysi ef sveitarfélögin hafa
gert meira en góðu hófi gegnir í
atvinnumálum“.
Óvígur skuldaher
Allt ber að sama brunni. Grund-
völlur nýju stjórnarstefnunnar í
Kópavogi hefur reynst vafasamur.
Það hefur verið ráðist í of mikið á
of skömmum tíma og á of veikum
forsendum. Meirihluti bæjarstjórn-
ar vill samt ekki breyta um stefnu
og hægja á framkvæmdum. Úr því
að svo er hlýtur fyrr eða síðar að
fara eins fyrir bæjarstjórninni og
manninum sem byggði hús sitt á
sandi. Húsið stóðst ekki steypi-
regnið sem kom ofan, það féll og
fall þess var mikið. Því lengur sem
beðið er með að hægja á Grótta-
kvörn verktakanna, sem átti að
mala okkur Kópavogsbúum gull,
þeim mun meiri er hættan á að
hún fari að mala okkur ófögnuð
eins og Fróði konungur mátti þola.
í stað friðar og sælu sem hann
taldi að sér myndi hlotnast var
honum malaður óvígur her,- Þá var
úti Fróðafriður. Fari eins fyrir okk-
ur Kópavogsbúum munum við eiga
í höggi við óvígan skuldaherinn
langt fram á næstu öld.
Höfundur er bæjnrfulllníi í Kópa-
vogi.
ÚTSALA - ÚTSALA
Sumarúlpur- heilsársúlpur - vetrarúlpur
\o<??HW5ID
Mörkinni 6, simi 588 5518.- Næg bílastæði.
Vafasöm stefna
Helga
Siguijónsdóttir
Útsala
50%
afsláttur
Gott úrval
skartgripir o.fl.
Rauði Vagninn
Borgarkringlunni 2. hæð.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, simi
567-1800
Löggild bílasala
Opið laugard. kl. 10-17
og sunnudag kl. 13-18
Daihatsu Applause 4x4 '91, gráblár, 5
g., ek. 51 þ. km. Rafm. í rúðum o.fl. V.
980 þús.
Vantar góða bíla á skrá
og á staðinn.
Takið eftir! Cadilac Braugham Limosien
(langur) '88, einn með öllu t.d. sjónvarp,
vídeó o.fl. V. 3.9 millj.
Honda Civlc GTI ’89, steingrár, 5 g., ek.
104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús.
Nýr bíll! Renault Safrane 2.2 VI '94,
steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km.,
rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650
þús.
MMC L-300 Minibus '90, grár, 5 g., 8
manna, ek. 101 þ. km. V. 1.280 þús.
Suzuki Vitara JLXi '92, 5 dyra, rauður,
sjálfsk., ek. 140 þ. km. (langkeyrsla), gott
ástand. V. 1.390 þús.
Honda Civic DX ’89, rauður, 5 g., ek. 78
þ. km. V. 580 þ.
M. Benz 230 E ’83, grásans., sjálfsk., ek.
137 þ. km., sóllúga o.fl. Óvenju gott ein-
tak. V. 650 þús.
Toyota Corolla XL Sedan ’91, sjálfsk., ek.
71 þ. km. V. 750 þús.
Grand Cherokee Laredo 4.0 I ’95, sjálfsk.,
ek. 8 þ. km., V. 3,8 millj.
Nissan Sunny 2000 GTI '92, rauður, 5
g., ek. 70 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm.
í öllu, ABS o.,fl. V. 1.190 þús.
Range Rover 4ra dyra '87, grásans, 5 g.,
ek. 130 þ. km. Gott eintak. Tilboðsverö
kr. 1.400 þús.
M. Benz 230E ’91, svarblár, sjálfsk., ek.
aðeins 41 þ. km., ABS-bremstur, fjarst.
læsingar og þjófav., sóllúga, geislasp. o.fl.
V. 3,3 millj. Sk. ód.
Subaru Legacy 1800 st. ’90, 5 g., ek. 72
þ. km, rafm í rúðum o.fl. V. 1.180 þús.
Volvo 740 GL ’87, grænn, sjálfsk., ek. 103
þ. km. Rafm. í rúðum o.fl. V. 980 þús.
Toyota Corolla XLI Liftback S Series '94,
rauður, 5 g., ek. 22 þ. km, rafm. í rúðum,
þjófavkerfi, álfelgur o.fl. V. 1.250 þÚ9.
Grand Cherokee Limited V-8 ’94, græn-
sans, sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km, leður-
innr., álfelgur, geislpasp., einn með öllu.
Sem nýr. V. 4.550 þús.
Toyota Carina E (2.0) '93, rauður, sjálfsk.,
ek. 35 þ. km, ABS bremsur, álfelgur o.fl.
V. 1.590 þús.
Saab 900i ’89, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 100
þ. km. V. 780 þús.
Nissan Primera 2000 SLX '92, blár, 5 g.,
ek. 70 þ. km, rafm. í rúðum og læsingum,
álfelgur o.fl. V. 1.190 þús.
Nissan Patrol diesel Turbo '90, 5 dyra,
33“ dekk, læstur að aftan. V. 2,4 millj.
Ford Econoline 150 4 x 4, '84, innréttað-
ur ferðabíll, 8 cyl. (35I), sjálfsk., ek. 119
þ. km. Tilboðsverð 980 þús.
Daihatsu Charade TS ’91, 4 g., ek. 37
þ. km. V. 570 þús.
Peugeot 405 1,9 GRX 4x4 '93, stein-
grár, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km, rafm. í
rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.390
þús.
t
J