Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 27 PÁLL SIG URBJÖRNSSON + Páll Sigur- björnsson fæddist í Brekkubæ á Hellnum, Snæ- fellsnesi, 2. apríl 1917. Hann lést I Borgarspítalanum 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jakob- ína Þorvarðardótt- ir, f. 30.4.1885, d. 9.2.1978 og Sigur- björn Friðriksson, f. 20.11.1870, d. 15.3.1928. Þau bjuggu í Brekkubæ og í Melabúð á Hellnum. Páll var yngstur fimm systkina sem nú eru öll látin, systkini hans voru Magnfríður f. 1907, d. 1993, Hjörtur f. 1909, d. 1931, Pétur f. 1911, d. 1993, og Una, f. 1913, d. 1984. Páll kvæntist 15. júlí 1950, eftirlifandi eigin- konu sinni Pálínu Sveinbjörgu Andrésdóttur, f. 23.12.1916 í Stykkishólmi, ættaðri úr Breiðafjarðareyjum. Synir þeirra eru Andrés, f. 14.8.1949, d. 16.8.1949, og Hjörtur, f. 8.1.1952, byggingafræðingur, búsettur í Kópavogi, kvæntur Ragnhildi G. Hermannsdóttur, synir hans eru Birgir Páll, f. 1969, og Hermann Jakob, f. 1978. Uppeldisbörn Páls, börn Pálínu af fyrra hjónabandi, eru NÚ ER lífsneisti tengdaföður míns slokknaður, hann andaðist s.l. sunnudag í Borgarspítalanum eftir tveggja mánaða legu þar. Það var 1) Davið Guðráður Garðarsson, f. 10.2.1942, afbrota- sálfræðingur, bú- settur í Svíþjóð, kvæntur Gerd Gardarson, börn hans eru Olöf Ingi- björg, f. 1962, Jón Garðar, f. 1964, Guðlaugur Magni, f. 1967, og Davíð Jóhann, f. 1968. 2) Valgerður Bryndís Garðarsdóttir f. 7.8.1945, búsett í Svíþjóð, gift Sig- urði Johansen, börn þeirra eru Páll f. 1963, Andrés Brynjar f. 1966 og Unnur Ósk f. 1968. Páll stundaði að mestu sjó- sókn fyrir vestan og eftir að hann fluttist til Reylgavíkur var hann m.a. á togurum er sigldu á stríðsárunum til Englands, síðar vann hann hjá Guðmundi í Miðdal við leirkerasmíði og seinna í Funa hjá Ragnari Kjartanssyni o.fl. við sömu iðn. Á sjötta áratugnum fór hann að vinna við múrsmíði og tók sveinspróf í þeirri grein 1967, og vann hann við þá iðn til árs- ins 1987 uns hann lét af störf- um. Útför Páls fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. sárt að horfa upp á þennan hrausta og hressa mann svona veikan, hann sem varla missti úr dag í vinnu alla sína ævi. En í minning- MINNINGAR unni geymum við brosið hans hlýja og alla elskuna sem hann sýndi öllum sínum samferðamönnum. Palli ólst upp við kröpp kjör á Hellnum á Snæfellsnesi, hann missti föður sinn ungur og varð fljótt að taka til hendinni við að aðstoða móður sína og fatlaða syst- ur. Hann fór í vinnumennsku á bæina í kring og stundaði sjóróðra frá Hellnum frá því hann var bam að aldri. Á stríðsárunum hleypti hann heimdraganum og var m.a. við siglingar á togurum milli íslands og Englands. Þegar í land kom fór hann að vinna við leirkerasmíði hjá Guðmundi í Miðdal og síðar hjá Ragnari Kjartanssyni o.fl. í Funa, en Páll og Ragnar voru æskuvinir af Snæfellsnesinu. Vinátta hélst með þeim alla tíð og Ragnar fékk Pál seinna með sér til að hlaða Bárð Snæfellsás að Arnarstapa, það mikla verk. Upp úr 1950 fór Palli að vinna við múrsmíði og vann við hana til ársins 1987. Palli var ekki maður margra orða en því meira sýndi hann hug sinn í verki og var hann einstak- lega greiðvikinn maður. Alltaf var hann að koma á óvart með rausn- arlegum gjöfum og alltaf var hann tilbúinn að rétta fram hjálparhönd þegar hana vantaði. Þau voru mörg dagsverkin sem hann vann kauplaust fyrir vini og vandamenn og ekki vantaði dugnaðinn. Þegar við vorum að byggja okkur sumar- bústað fyrir nokkrum árum var hann ekki í rónni fyrr en lagt var í hann úr bænum á föstudögum, síðan var unnið næstum hvíldar- laust við smíðar, uns farið var aft- ur í bæinn á sunnudagskvöldum. Eins var það þegar við vorum að byggja okkur hús fyrir tveimur árum, hann var mættur manna fyrstur á morgnana og farinn síð- astur, það var ekki einu sinni tekið í mál að honum væri ekið á milli staða, heldur vildi hann ganga þessa löngu leið fram og til baka. Palli var mikill göngugarpur og meðan hann hélt heilsu vantaði hann aldrei í gönguferðir Hana-nú gönguhópsins og þar fyrir utan fór hann flestra sinna. ferða seinustu árin fótgangandi. Sjötíu og fímm ára gekk hann oft frá Kópavogin- um niður á Hofteig til að taka í spil með systkinum sínum. Palli var ekki einsamall á lífs- göngunni, við hlið hans var tengda- móðir mín Pálína Sveinbjörg Andr- ésdóttir, hún var ættuð af Snæ- fellsnesinu eins og hann, en þau kynntust í Reykjavík 1948. Þau byijuðu sinn búskap 1949 í Kópa- vogi og voru því hálfgerðir frum- byggjar þar, þau hafa alla tíð síðan búið í Kópavogi. Þau Palli og Palla voru einstak- lega elskulegt fólk heim að sækja enda var alla tíð mjög gestkvæmt á þeirra heimili, þau vildu allt fyr- ir alla gera og alltaf var heimilið opið fyrir vini og vandamenn utan af landi, eða aðra sem kannski einhverra hluta vegna áttu ekki í annað hús að venda, þau voru jafn- vel tilbúin að ganga úr rúmi fyrir fólk ef þeim þótti það nauðsynlegt. Palli var mjög félagslyndur og átti marga vini og kunningja, hann hafði gaman af spilamennsku og fór reglulega út í Félagsmiðstöð aldraðra til að spila meðan heilsa leyfði. Aldrei man ég eftir Palla öðruvísi en í góðu skapi og alltaf var hann brosandi, og hvers manns hugljúfi, ég held að öllum sem kynntust honum hafi þótt vænt um hann og öll börn hændust að honum, enda var hann einstaklega barngóður maður. Ég vil þakka Palla samveruna í þau tuttugu ár sem ég varð þess aðnjótandi að hafa hann sem hluta af mínu lífi og vona að hann hafi nú fengið góða hvíld, við sem þekkt- um hann komum öll til með að sakna nærveru hans en ég veit að Palli hefur fengið góða heimkomu. Elsku Palla, þú ert búin að standa þig eins og hetja með dag- legum ferðum á sjúkrahúsið og vökum yfír Palla, þrátt fyrir þína slæmu heilsu, hafðu þökk fyrir. Ég bið Guð að styrkja þig, bömin og aðra aðstandendur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Ragnhildur G. Hermannsdóttir. Með þessum fáu línum viljum * við þakka Palla afa í Kópó fyrir samfylgdina. Alltaf sóttum við vel að honum er við knúðum dyra. Hann tók á móti okkur með innilegri hlýju og gleði hans yfír nærveru okkar fór ekki leynt. Glaðværð og kímni gerði hann að góðum samræðu- manni. Hann var ágætlega inni í málefnum líðandi stundar jafnt sem liðinnar. Þar sem þekkingu hans þraut spurði hann af áhuga og Mustaði af eftirtekt. Á sófaborðinu lá alltaf spila- stokkur. Afí, þessi áhugasami spilamaður, setti það ekki fyrir sig þó mótspilarinn þekkti hvorki lit né spilareglur. Hann var óþreyt- andi að spila „Olsen, Olsen" við barnabörn og barnabarnabörn þó svo hann tapaði hvað eftir annað. Já, smáfólkið naut sín og baðaði sig í aðdáun hans á ótrúlegri snilld þeirra. Hrifning hans fylgdi smá- fólkinu áfram út í lífið eftir að hann kvaddi með kossi við dyrnar. Afi gaf gott og hollt veganesti, sjálfsagt án þess að vita hve vel hann gjörði. Ólöf, Snorri, Ágúst og Elías. \ VILHJALMUR HALLDÓRSSON + Vilhjálmur Halldórsson fæddist á Víðivöll- um í Fljótsdal 7. júní 1932. Hann lést 11. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Halldór Vilhjálmsson, f. á Þuriðarstöðum í Fljótsdal 11. jan- úar 1896, d. 21 júli 1959, og Sig- ríður Björnsdóttir frá Steinum Aust- ur-Eyjafjöllum, f. 9. september 1905. Hún lifir son sinn. Systk- ini Vilhjálms eru Björn, f. 1931, Grétar, f. 1933, og Þórhildur f. 1935. Vilhjálmur giftist Hrafnhildi Kjartansdóttur frá Ingólfshvoli í Ölfusi 23. desem- ber 1962 og eignuðust þau fjög- ur börn: 1) Halldór, f. 1962. 2) Áslaug Fjóla, f. 1964, hún á tvær dætur, Hugrúnu og Hrafnhildi. 3) Sólrún Harpa, f. 1969. 4) Kjartan, f. 1973. Vil- hjálmur og Hrafnhildur slitu samvistir. Útför Vilhjálms fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra þjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) í örfáum orðum langar mig að minnast Vilhjálms Halldórssonar, mágs, míns sem er látinn á sextug- asta og fjórða aldursári. Af mörgu er að taka eftir langa samveru og minningar streyma fram sem ógjörningur er að segja frá í stuttum minningap- istli. Æskuárunum eyddi Villi, eins og hann var kallaður, í Fljótsdal á Héraði og síðan að Sýr- læk í Villingaholts- hreppi, en þangað fluttu foreldrar hans þegar hann var sex ára gamall. Villi var sérstaklega barngóður maður og hann vildi ekki nokkrum manni illt. Hins vegar var hann ekki fljóttekinn eins og sagt er, og kannski misskilinn vegna þess. Hann hafði sínar föstu skoðanir á hlutunum og hvers kyns óreiða, bæði á vinnustöðum og heima fyr- ir, var honum ekki að skapi. Áhuga hafði hann á heimsferðum hvers konar en fór sjálfur ekki víða, það var alveg sama um hvaða lönd var talað, hann vissi allt um menn og málefni viðkomandi landa. Á síðast- liðnu ári fór Villi ásamt vinnufélög- um sínum, hjá byggingarfyrirtæk- inu Selós á Selfossi, til Grænlands og vissum við öll sem þekktum Villa að þar rættist hans útþrárdraumur að hluta til. Seinni árin tók að hrjá hann sjúkleiki sem hindraði hann í mörgu sem hann langaði að gera. Af laxveiðum hafði hann mikla ánægju og stundaði hann þetta áhugamál sitt eftir bestu getu. Helgina 7. til 9. júlí sl. átti hann ánægjulega stund í faðmi fjölskyld- unnar á æskuslóðum sínum austur í Fljótsdal, á fjölmennu ættarmóti og þar fór hann víða um og hafði mjög gaman af. Hann hitti þar ættingja sína sem hann hafði ekki séð í mörg ár og suma aldrei og var þessi ferð honum og okkur öll- um sem með honum glöddumst á þessari stundu til mikillar gleði. En gleðin er ekki ein á ferð, og við ráðum ekki alltaf okkar nætur- stað. Á heimleiðinni kom kallið hans Villa, mjög snöggt. Nú er hann far- inn í hið mikla ferðalag og býr án efa í haginn fyrir okkur hin sem óhjákvæmilega förum í sama ferða- lag þegar okkar tími er kominn. Að lokum vil ég þakka þér, Villi minn, allt það sem þú varst okkur og böm- unum mínum og þá ekki síst barna- börnunumv Þeim fannst sjálfsagt að leita hjálpar hjá þér með biluð hjól og fleira ef afí þeirra var ekki heima. Elsku Halldór, Áslaug, Sólrún og Kjartan, svo og afastelpurnar tvær, Guð veri með ykkur öllum og styrki ykkur. Aldraðri móður Villa bið ég Guðs blessunar svo og öllum hans ættingjum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Guðbjörg Ólafsdóttir (Gugga). Horfínn er vinur, genginn á braut, kvaddur með virktum, kvaddur í kirkju við bæn bæði og söng. • Það skulum við muna er stundin er löng. (Fanney Grétarsdóttir) Elsku Halldór, Áslaug, Sólrún, Kjartan, amma og aðrir ástvinir. Megi algóður guð styrkja ykkur öll. Fanney og Darna. Sumar og sól, tími ættarmóta, ferðalaga og annarrar afþreyingar. Fjölskyldan saman komin á æsku- stöðvum og ýmislegt til gamans gert, þetta var yndisleg stund, frændfólk faðmast og kveður og heldur heim á leið. Miðvikudagur og síminn hringir, slæmar fréttir, hann Villi frændi er dáinn. Hver bjóst við því að kveðjast í hinsta sinn í sólinni í Fljótsdalnum? Því þó að fundum fækki er fortíð ekki gleymd. í mínum huga og hjarta þín minning verður geymd. Héma í húsi þínu sig hvíldi sálin mín. Ég kem nú kæri vinur með kveðjuorð ti! þín. Nú verður ekki barið að dyrum og kallað halló, hæ eða spjallað um alla hluti, hvort það var landafræði eða húsbyggingar, laxveiði eða gang lífsins yfirleitt. Góður frændi og vinur er farinn, söknuður er mikill, en minningin lifir um góðan mann sem öllum vildi vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Halldór, Áslaug, Sólrún, Kjartan, amma, Hugrún, Hrafnhild- ur og aðrir ættvinir, guð gefi okkur öllum styrk í þessari raun. Sigríður (Sirrý), Ólafur, Hafdís og Óskar. Ég held að öllum sem fá fregn af andláti góðs vinar bregði jafn- framt því að upp renna minninga- myndir frá góðum stundum sem þeir hafa átt með viðkomandi. Svona fór fyrir mér þegar ég fékk að vita að Villi Halldórs, vinnufé- lagi minn til marga ára og góður félagi, hefði orðið bráðkvaddur á ferðalagi um Austurland. Ég kynntist Villa löngu áður en við urðum vinnufélagar, fjölskylda mín og hans hafa tengst góðum vinaböndum sem hófust með því að við hjónin eignuðumst „góða nágranna". Flestir sem eignast góða granna þekkja síðan fram- haldið. Villi kom mér fyrir sjónir sem náttúrubam, fast skipulag nútímans var ekki hans sterkasta hlið. Ef ljúka þurfti verkefni, voru kaffitímar, matartímar eða vinnu- dagslok skipulag sem mátti sleppa eða sinna síðar. Hann hafði yndi af ferðalögum og oft tók hann sér ferð á hendur í bíl sínum vítt og breitt um landið. Margt skröfuðum við Villi við smíðina á daginn og þá lýsti hann ferðaáhuga sínum, þá sérstaklega draumum sínum um að sigla um heimshöfin. Fáir sinntu tækjum sínum og tólum betur en hann og oft var leitað til hans ef gott verkfæri vantaði til að leysa smíðaþraut. Svona mætti lengi telja þegar rifj- aðar eru upp góðar stundir með Villa Halldórs. Við þessar minning- ar er gott að ylja sér. Góður Guð blessi minningu hans og styrki börn hans og barnabörn í framtíð- inni. Kristján Einarsson, Selfossi. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA JÓNÍMA SVEINSDÓTTIR frá Viðfirði; Krummahólum 6, Reykjavik, verður jarðsungin frá Víðistaöakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 24. júlí kl. 13.30. Guðbjartur Guðmundsson, Magnús Guðbjartsson, Sigurborg Róbertsdóttir, Ólöf Kristjana Guðbjartsdóttir, Pétur Örn Pétursson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Albert Hinriksson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.