Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 37 FÓLK í FRÉTTUM Stranddrengir í Strand- vörðum ►HÉR sjást meðlimir „The Beach Boys“ flylja gamla slagara af alkunnri snilld. „The Beach Boys“-kIappstýrurnar dansa á sviðinu fyrir framan þá í atriði sem birtist í Strandvarðaþætti sem sýndur verður á næstunni í Bandaríkjunum. HAGMAN i þáttunum „I Dream Of Jennie", ásamt Barböru Eden og Sammy Davis Jr. Hagman þarf lifrarígræðslu VIÐ nánari læknisskoðun hef- ur komið í ljós að æxli það, sem fannst nýlega í lifur leik- arans góðkunna, Larry Hag- mans, er illkynja. Hagman, sem þekktur er fyrir hlutverk sitt sem J.R. í sjónvarpsþátt- unum „Dallas“, þarf á lifrar- ígræðslu að halda ef hann ætlar sér að lifa í meira en ár í viðbót. Meðalbiðtími eftir líf- færi er 130 dagar. Hagman, sem er 63 ára, hafði greinst með skorpulifur árið 1992 og fannst æxlið við læknisskoðun tengda þeim sjúkdómi. „Þrátt fyrir þróun mála er Larry við góða heilsu og lætur þetta ekki yfirbuga andann. Líkur á bata eru mjög góðar,“ segir talsmaður leikarans. Læknir hans er ekki eins bjart- sýnn. „Ástand lifrarinnar er sennilega lífsstíl hans að kenna,“ segir doktor Leonard Makowka, sem hefur yfirum- sjón með honum. Larry Hagman skapaði sér nafn í sjónvarpsheiminum á sjöunda áratugnum, þegar hann lék í vinsælum þáttum svo sem „I Dream of Jennie“, „The Good Life“ og „Here We Go Again“. Hins vegar sló hann fyrst rækilega í gegn í þáttunum um Ewing-olíuveld- ið, „Dallas“. Þættirnir voru sýndir í 13 ár, frá 1978-1991 og voru meðal vinsælustu sjón- varpsþátta síns tíma. Hagman lék J.R., spilltan olíubarón sem lagði sífellt á ráðin um að koma óvinum sínum á kné með lymskubrögðum. Núna síðast lék hann í myndinni „Nixon“, sem fjallar um ævi Richards Nixons, fyrr- verandi forseta Bandaríkj- anna, sem lést fyrir skömmu. CBS sjónvarpsstöðin íhugar nú að framleiða „Dallas“-kvik- mynd, með öllum gömlu leikur- unum. Tíminn verður að leiða í ljós hvort Hagman getur tek- ið þátt í því verkefni. SAM REYKJAVtK Fös. 21. júlí kl. 11- Bíóborgin í THX/DIGITAL. Lau. 22. júlí kl. 9 - Bíóborgin í THX/DIGITAL. Sun. 23. júlí kl. 6.45 - Bíóhöllin í THX. Sun. 23. júlí kl. 11.15 - Saga Bíó í THX. AKUREYRI BORGARBÍÓ Fös. 21. júlí kl. 9. Lau. 22. júlí ld. 9. Sun. 23. júlí kl. 9 og 11 KEFLAVIK NÝJA BÍÓ Fös. 21. júlí kl. 9. Sun. 23. júlí kl. 5 og 9. TOMMV LEE JONES JIM CARREY ■ j;íý RTMflN NICOLE CHRIS KIDMAN O'DON NELL . ÍIM 8URT0K . JOEL SOIUMACHER NiCQtl KIOMAN CH8ÍS C'OONNELl 'BATi ELUOIG01DENTHAI OEHNIS VIRKIER 3ARB«A I «. ur. 8EH1ÍMW MtLKfKER u: MICHAEL E. USUN k« »IEE SATCHIEE í íANET SCOU 3ATCHLER w* k LEE BATCHIER, ?w»n, TlfA BURTON PETER i ÁSKRIFTIR -kjarni máHins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.