Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 38

Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ’Píf/hé/J -' r f • HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó .Svellandi gáman->' . mynd...tröllfyndnar persónur vega salt i , frumlegú gamni...ferslc mynd. * **★ Ó.H.T. Rás 2 ,GÆÐA KVIKMYND" *** H.K. DV „GÓbA SKEMMTUN! . *** MBL. STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. CHRI& FAmESF DAVID SPADE muRiei Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.10. Nýja Perez fjölskyldan er samansett af fólki sem þekkist ekkert og á lítið sameiginlegt, nema að vilja láta drauma sína rætast í Ameriku. Perez fjölskyldan er frábærlega vel leikin kvikmynd í öllum regnbogans litum sem kemur þér endanlega í suðrænt sólarskap, uuhmm! Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.15. ★ ★★ DV ★ ★★ RÚV ★★★ Morgunp. / Sýnd kl. 5, ROB ROY §*r i Nýtt í kvikmyndahúsunum EINSTÆÐI faðirinn Jack. Háskólabíó frumsýnir Jack & Sarah KVIKMYNDIN Jack & Sarah, með Richard E. Grant og Samantha Mat- his i aðahlutverkum, verður frum- sýnd í dag, föstudag, í Háskólabíói. Myndin fjallar um ungan mann, Jack að nafni, sem er á miklum tíma- mótum í lífí sínu. Hann er í ábyrgð- armiklu starfí, nýbúinn að kaupa sér hús og síðast en ekki síst nýorðinn einstæður faðir og bamið er á bleiu- aldri. Jack, eins og margir ungir menn, hefur ekki minnstu hugmynd um hvað snýr fram eða aftur á barni en verður engu að síður að axla þessa nýju ábyrgð ofan á allt annað, og þá hefst gamanið! Myndin var frumsýnd í Bretlandi í síðasta mánuði og hefur notið mik- illa vinsælda. Leikstjóri myndarinnar er Tim Sullivan en með aðalhlutverk fer Richard E. Grant en hann hefur nýlega leikið mikilvæg og eftirminni- leg hlutverk í myndum eins og „The Player“ eftir Robert Altman, „Drac- ula“ eftir Francis Ford Coppola og „Age of Innocence“ eftir Martin Scorsese. ÞRÍR einstæðir feður gera sér dagamun. Ástir einstæðra feðra REGNBOGINN frumsýnir gaman- myndina Ástir einstæðra feðra eða „Bye, Bye Love“ eins og 'hún heitir á frummálinu, fímmtudaginn 20. júlí. í aðalhlutverkum eru Mathew Mod- ine, Randy Quaid og Paul Reiser. Leikstjóri myndarinnar er Sam Weiz- man. Myndin segir frá vinunum Dave, Donny-og. Vic, sem eru allir fráskild- ir og einstæðir feður. Líf þeirra snýst um þetta hlutskipti og þeir eiga mis- erfitt með að koma fótunum undir sig þegar fjölskyldulífíð er fyrir bí. Um hvetja helgi hittast vinirnir og njóta samskiptanna við bömin, skipt- ast á kveðjum við fyrrum eiginkonur og gera síðan eitthvað skemmtilegt! En eina helgina gekk allt á afturfót- unum... William Baldwin lætur gamminn geisa WILLIAM Baldwin hugsar með hlýhug til kynlífs- senu sinnar með ofurfyrirsætunni og leikkonunni Cindy Crawford í nýjustu mynd þeirra, „Fair Game“. Senan þykir vera í villtasta lagi, en Bald- win segir hana hafa verið frekar ólíka öðrum slík- um. „Það sem var gott við atriðið var að okkur var leyft að gera hvað sem við vildum og að við gátum tekið okkur tíma í forleikinn," segir Bald- win. „Oftast þegar maður leikur í ástarsenum trufl- ar tæknilega hliðin ánægjuna, svo sem þegar mað- ur skyggir á mótleikarann og svoleiðis, en sú var ekki raunin í þetta skipti,“ segir Ieikarinn kelkni, sem segir að Cindy sé allsnakin í atriðinu. Þegar tökur hófust voru William og Cindy mál- kunnug. Þau hittust fyrir nokkrum árum við fyrir- sætustörf fyrir vörulista. Baldwin var þá við leik- listarnám og drýgði tekjurnar með fyrirsætustörfum í stuttan tíma. William er sem kunnugt er einn af fjórum bræðrum, sem allir hafa reynt fyrir sér á leiklistarbrautinni með ágætis árangri. Hann segir frá eijum þeirra í æsku. „Þegar ég var 12 ára hafði ég fjórum sinnum feng- ið heilahristing af völdum Daníels bróður míns og Alec hafði einu sinni brákað á mér höfuðkúpuna,“ segir hann góðlátlega. Árekstrar milli þeirra voru tíðir, en það er flest gleymt. Síðast lentu þeir Daníel í handalögmálum fyrir fimm árum. Þau enduðu með því að þeir kýldu í sameiningu nokkrar tennur úr móður sinni. Það batt að sjálfsögðu snögglega enda á erjurnar. Baldwin er trúlofaður söngkon- unni Chynna Phillips. Bónorðið var ekki hefðbundið. William bað hana um að koma með sér í samkvæmi og þau fóru upp á hótelherbergi sem hann hafði skreytt með ótal brúð- arkjólum. Sem sönnum herramanni sæmir kraup hann á hné fyrir framan sína heittelskuðu og bað hana um að giftast sér. Chynna svaraði ját- andi, enda ekki við öðru að búast. Brúðkaupsdag urinn er enn óákveðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.