Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 2
2 LAÖGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norski kajakræðarinn var tryggður fyrir leitar- ogbjörgunarkostnaði Leitin og björgunin kostuðu 1,4 milljónir Morgunblaðið/Kristinn JAN Fasting kajakræðari lenti á hvolfi á milli tveggja jaka. Við veltuna missti hann isöxina sem veitti honum mikið öryggi við að komast upp á jakana. LEITIN að norska kajakræðar- anum Jan Fasting og björgun hans kostaði um 1,4 milljónir króna, að sögn Helga Hallvarðs- sonar, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni. Ekki verður kannað með endurgreiðslu björgunar- kostnaðarins fyrr en lögreglu- skýrsla liggur fyrir. Björgun Jans hefur vakið mikla athygli i Noregi og sagt frá henni í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. Hann segist ekki hafa sagt frá leiðangrinum áður en hann fór af stað. „Ég kann betur við að róa fyrst og taia svo,“ segir hann yfirvegað. Danska pólstofnunin gerir kröfu um að þeir sem leggja í áhættusama leiðangra um Græn- land leggi fram tryggingu fyrir leitar- og björgunarkostnaði upp á allt að 500 þúsund danskar krónur (5,8 milljónir ÍKR), að sögn Jans Fasting. Hann var sjálf- ur tryggður hjá norsku trygg- ingafélagi. Hann sagði iðgjaldið ráðast af því hversu áhættusamur leiðangurinn teldist. í sumum til- vikum settu tryggingafélögin upp allt að helmingi tryggingafjár- hæðarinnar í iðgjald. Stundum gæti borgað sig að fá banka- ábyrgð sem væri jafngild og eins þætti fullnægjandi ef menn gætu sýnt fram á að vera borgunar- menn fyrir sömu upphæð. Hafísinn fram íágúst Dr. Þór Jakobsson, verkefnis- stjóri hafísrannsókna á Veður- stofu Islands, sendi fjölmiðlum símbréf í gær í tilefni björgunar- innar. Hann fagnar því að kajak- ræðaranum var bjargað en telur sjóferðina hafa verið hið mesta glapræði. Þór lýsir undrun sinni á því að tilraun til að fara yfir sundið milli íslands og Græn- lands hafi verið gerð í júlí, því samkvæmt meðalkortum af út-* breiðslu hafíss sé allajafna fyrst fært um hafíssvæðin til og frá Scoresbysundi í ágúst. Auk þess viti hafísdeildir norsku, dönsku og islensku veðurstofanna mæta- vel að í sumar er hafís á þessum slóðum meiri en í meðallagi. Jan Fasting var spurður hvort hann hafi verið búinn að kanna ástand hafíssins við Grænland áður en hann Iagði af stað. Hann sagðist hafa kynnt sér hvaða árstími væri heppilegastur til róðrar með tilliti til hafíss. Hann aflaði sér upplýsinga hjá Dönsku pólstofnuninni og kortaþjónustu Sameinuðu þjóðanna i Arendal. Þá leitaði hann upplýsinga hjá Tryggve Berger kvikmynda- gerðarmanni sem sigldi til Græn- lands með víkingaskipi og hefur gert kvikmyndir um selveiðar í Grænlandi. „Ég sat frammí hjá flugmönnunum þegar við flugum frá Keflavík til Scoresbysunds þann 11. júlí og skoðaði ísinn,“ segir Jan. „Þá var tiltölulega lít- ill ís á svæðinu." Meðfylgjandi er ískort frá 24. júlí, þegar Jan lagði af stað frá Kap Brewster til Islands. Tíu stundum áður en hann lagði af stað kleif hann 500 metra hátt fjall til að skyggnast um i gegnum sjónauka. Langt til austurs sá hann þétta ísflákann sem sést á kortinu en til suðurs virtist vera opið. Það var allhvöss vestanátt sem hann taldi að myndi reka ísinn enn lengra frá landi. Nú telur hann að dreifður ísinn hafi þést eftir að hann lagði af stað. Tvöfalt lengra að róa vesturyfir En hvers vegna reri hann ekki vestur yfir hafið, frá Noregi til Grænlands? „Það er vegna haf- strauma og ríkjandi vindátta. Þær eru úr vestri og suðvestri. Meðaltalsvindur er 5 metrar á sekúndu. Hann myndar yfir- borðsstraum til austurs sem er 0,2 hnútar á klukkustund. Ef ég reri á móti þessum vindi og straumi þyrfti ég að taka tvisvar til þrisvar sinnum fleiri áratog en ef ég fer undan. Auk þess er aldan krappari hlémegin en vind- megin sem gerir enn erfiðara að róa á móti vindi og straumi.“ Á hvolfi millijaka Jan Fasting undirbjó ferðina í þijú ár og keypti búnaðinn fyrir eigið aflafé á síðasta ári. Hann fékk kajakinn sem tapaðist frá stuðningsaðila. Einnig glataðist Hafískort frá 24. júlí sýnir mjög sundurlausan rekís suð- ur af Scoresbysundi. Mikil hreyfing var á ísnum og þétt- ist hann fyrr en varði eftir að Jan Fasting lagði af stað. Honum var bjargað 27. júlí úr þéttum rekís. búnaður sem var festur á ka- jakinn. Áður hafði hann tapað búnaði og átti það stóran þátt í að hann kallaði eftir hjálp. „Á miðvikudagskvöld ætlaði ég að róa upp á jaka. Ég þurfti að ná töluverðri ferð til að renna kajaknum upp á jakann. Svo hjó ég ísöxinni í jakann til að draga mig upp, en hún náði ekki al- mennilegu haldi,“ segir Jan. „Jakinn fyrir aftan mig fór að þrýsta á kajakinn svo hann valt. Ég fór á hvolf á milli tveggja jaka sem voru að þrýstast saman. Ég varð að sleppa öxinni til að velta mér við aftur í kajaknum. Þegar ég kom úr kafi var hún horfin. Það var miklu hættulegra að vera axarlaus. Ef ég hefði lent í sjónum við ísjaka hefði ég ekki komist upp aftur án axarinnar." Jan Fasting bíður nú heimferð- ar til Noregs og fer þangað á morgun eða mánudag. Selfossi. Morgunblaðið. FORNLEIFAR fundust við Húsið á Eyrarbakka fyrir nokkrum dög- um þegar unnið var að því að ganga frá lóðinni, en opna á Húsið sem hluta af Byggðasafni Ámesinga 3. ágúst næstkomandi. Fomleif- amar fundust sunnan undir Húsinu og austan við það þegar unnið var að því að lækka lóðina. Um er að ræða leifar af stéttum sem legið hafa meðfram Húsinu og í kringum byggingar sem stað- ið hafa á staðnum. Fornleifafræð- ingar frá Þjóðminjasafninu telja að stéttirnar tengist Húsinu frá því um 1765 og að þær beri merki þess að íbúarnir hafi viljað geta gengið þurrum fótum milli húsa. Ut frá Húsinu sunnanverðu geng- ur mikil dyrahella á þeim stað sem gamlar myndir sýna að verið hef- ur inngangur en gert er ráð fyrir að dyrahellan hafi verið sett síðar. Líkt og þekkist í Danmörku Stéttirnar em eins og stéttir sem sjást í Danmörku frá þessum tíma. Vilhjálmur Örn Vilhjálms- son fornleifafræðingur sem vinn- ur við uppgröftinn ásamt Ragnari Edvardssyni fornleifafræðingi sagði stéttirnar bæta við bygg- ingasögu Hússins og greinilegt væri að Danirnir sem komu til Eyrarbakka hefðu haft lengri dvöl í huga og þeir hefðu greinilega , Morgunblaðið/Sig. Jóns. VILHJALMUR Örn Vilhjálmsson og Ragnar Edvardsson fomleifafræðingar við athugun á fornminj- unum við Húsið. Á myndinni má greinilega sjá móta fyrir stéttinni með suðurhlið Hússins. viljað ganga inn í húsið hreinum fótum. Vilhjálmur sagði að þeir hefðu fundið ýmsa hluti við upp- gröftinn svo sem brennivínsflösk- ur, krítarpípúr frá 18. öld og pípu frá byggingartíma Hússins. Unnið er að frágangi innandyra sem utan fyrir opnun Hússins 3. ágúst. Vilhjálmur og Ragnar sögðu ánægjulegt að safnastjórn Byggðasafns Árnesinga sýndi því áhuga að varðveita stéttirnar og Iáta þær sjást. Þær gæfu Húsinu aukið gildi auk þess sem það væri ekki algengt að fornminjar kæmu upp undir húsveggjum safna. Þeir kváðust vonast eftir góðri sam- vinnu við safnastjórnina um varð- veislu og merkingar fornminjanna en rannsókn þeirra er á vegum Þjóðminjasafnsins. Fornleifafundur við Húsið Skaftár- hlaupið í hraðri rénun HLAUPIÐ úr Skaftáijökli er í hraðri rénun. Um klukkan 17 í gær var rennslið komið niður í um 450 rúmmetra á sekúndu, en var um 1.400 rúmmetrar þegar mest var. Árni Snorrason, yfirmaður vatnamælinga hjá Orkustofn- un, var við mælingar eystra í gær. Hann sagði að rennslið í Skaftá yrði að öllum líkindum komið langleiðina niður í eðli- legt horf á sunnudag. Fyrir hlaupið var rennslið um 55-60 rm/sek. Ámi kvað vöxtinn í Hverfis- fljóti vera í hlutfallslega minni rénun en í Skaftá, en þess muni ekki langt að bíða að það fylgi í kjölfarið og rennslið verði einnig þar orðið eðlilegt innan fárra daga. Mikill fnykur Óvenju stæk jöklafýla var af hlaupinu nú. Lyktin fannst greinilega austur á Jökuldal, um 150 kílómetra frá sigkatl- inum í Skaftáijökli, að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar, fréttaritara blaðsins. Undirbúa stofnun sjón- varpsstöðvar SAM-BÍÓIN, Nýheiji hf., Japis hf. og fleiri aðilar hafa um skeið kannað möguleika á að stofna sjónvarpsstöð og er end- anlegrar ákvörðunar um hvort af því verður að vænta í byijun ágúst. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa fyrirtæk- in hug á að hefja rekstur kapal- sjónvarps á höfuðborgarsvæð- inu í tengslum við kapalvæð- ingu Pósts og síma. Samhliða er gert ráð fyrir að stöðin hefji örbylgjusendingar á sama hátt og ríkissjónvarpið og Stöð 2. Undirbúningsfélag þessara aðila hefur lagt inn umsókn til Útvarpsréttarnefndar um ör- bylgjurásir. Jafnframt hafa farið fram viðræður við ýmsa fjárfesta og munu vilyrði um hlutafé liggja fyrir frá nokkrum aðilum. Hringurinn 240 þúsund hafa safnast TVEIR tólf ára drengir, Birgir Haraldsson og Baldur Krist- jánsson, hafa starfrækt út- varpsstöðina Hringinn eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu til styrktar Bamaspít- ala Hringsins. í gær var sendur út þáttur milli kl. 15 og 18 á samtengdum rásum Hringsins, FM 95,7 og Bylgjunnar og á sama tíma fór fram átak til styrktar Barna- spítala Hringsins í gegnum Gulu línuna. Þegar Morgunblað- ið hafði samband við strákana um kvöldmatarleytið höfðu safnast um 240 þúsund krónur. Ungu útvarpsmennirnir voru í góðum félagsskap þáttagerð- armannanna Jóns Axels Olafs- sonar og Gunnlaugs Helgason- ar. Þeir sögðu samstarfið hafa gengið vel og vildu minna á reikning söfnunarinnar í Lang- holtsútibúi Landsbankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.