Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 1S FRÉTTIR: EVRÓPA GERIST Svíar aðilar að VES eiga þeir eftir að taka mun meiri þátt í sameiginlegum hernaðaraðgerðum Evrópuríkja. Svíar deUa um VES-aðild VERIÐ Sj á var útvegsfyr irtækin vinna í hálfs árs uppgjöri Lakasta afkoman í bolfiskfrystimm Haraldur Sturlaugsson Einar Svansson Jón Reynir Magnússon | Róbert Gunnar Sighvatur Guðfinnsson Ragnars Bjarnason TALSMENN sænska Þjóðarflokksins og Umhverfisflokksins segja ljóst að ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins hafi uppi áform um að Svíar gerist aðilar að Vestur-Evrópusambandinu (VES). „Það er augljóst að það er stefna stjórnarinnar," segir Birger Schlaug frá Umhverfisflokknum. Ástæða þessarar gagnrýni flokkanna eru yfirlýsingar Lenu Hjelm-Wallén • RÁÐHERRARÁÐ Evrópu- sambandsins hefur lagttil, að póstþjónusta í aðildarríkjum ESB skuli gefin frjáls og unnið að því marki ákveðnum skrefum. Miðað er við að árið 2001 verði þessu marki náð og hinar ríkis- reknu póstþjónustur í einstökum aðildarlöndum haldi aðeins ein- okunarstöðu yfir vissum hluta innanlandspóstþjónustu. • GUÐSTRÚ er á undanhaldi meðal evrópskra borgara, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar skoð- anakönnunar sem framkvæmda- stjórn ESB kynnti í vikunni. Könnunin sýndi, að mest breyt- ing hefur orðið á trúarsannfær- ingu Ira, en fjöldi þeirra sem segir Guð vera „mjög mikilvæg- an“ minnkaði um 23 af hundraði frá síðustu könnun, sem fram- kvæmd var fyrir 10 árum. Grikk- ir eru trúuðustu Evrópubúarnir, en meira en þrír fjórðu hluti þeirra segir Guð vera mjög mikil- vægan í lífi sínu. • MIKILL uppgangur er nú í belgískum bjóriðnaði. Belgíska EVRÓPA er að færast nær sameig- inlegri öryggis- og varnarmála- stefnu, þrátt fyrir nýlegar efasemdir þar um, segir Sir Dudley Smith, for- seti Vesturevrópusambandsins, VES. Sir Dudley var í opinberri heim- sókn á Spáni í vikunni til að ræða gerð „Hvítbókar" um evrópskt ör- yggis- og varnarkerfi, sem á að vera tilbúin í desember nk. í ræðu sinni sagðist Sir Dudley vera sannfærður um að stofnun sjálf- stæðs evrópsks öryggiskerfis, sem væri fært um að sjá um friðargæzlu og hjálparstarf og halda sambandinu við NÁTO nánu, væri lífsnauðsyn- legt, ef takast ætti í framtíðinni að koma í veg fyrir svæðisbundin átök á borð við borgarastríðið í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu. VES telur nú 10 fullgilda meðlimi; 5 ESB-ríki auk Noregs og Islands eru aukaaðil- ar. Hlutverk VES heitir að vera ör- utanríkisráðherra um VES. Svíar eru í dag áheyrnaraðilar en Hjelm-Wal- lén hefur sterklega gefið í skyn að þeir vilji taka virkari þátt í starfi samtakanna. Mats Hellström aðstoð- arutanríkisráðherra vísar hins vegar öllum vangaveltum um VES-aðild á bug og segir þær fáránlegar. „Við höfum ekki uppi áform um aðild,“ segir Hellström. bruggverksmiðjan Interbrew (sem er þekktust fyrir Stella- Ártois-bjórinn) er nú orðin þriðja stærsta bjórverksmiðja heims, eftir að hún keypti kanadíska brugghúsið John Labatt Ltd. í vikunni. Þótt heildarbjórneyzla Belga hafi dregizt saman á und- anförnum fimm árum, úr 122 lítrum á mann á ári í 106, hefur framleiðsla á bjór í Belgíu auk- izt. Útflutningur á belgískum bjór nam á síðasta ári um 4,6 milljónum hektólítra, sem er um þriðjungur framleiðslunnar í landinu. Stærstu bjórneytend- urnir eru enn Þjóðverjar með tæpa 140 lítra á mann á ári, Danir, Austurríkismenn og írar koma næstir og Belgar verma fimmta sætið. • EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ákveðið að veita Namibíu 400 milljóna króna þróunaraðstoð í tengslum við Lomé IV-áætlunina, en hún er þróunaraðstoðar- og efnahagssamvinnuáætlun ESB og nokkurra Afríku- og Karíba- hafsríkja. yggis- og varnarmálastofnun Evr- ópusambandsins, en um eiginlegt hlutverk þess - sem á að verða nán- ar skilgreint á ríkjaráðstefnunni á næsta ári - hafa verið mjög skiptar skoðanir. Spánveijum, sem eru nú í forsæti bæði fyrir ESB og VES, þykja þrír möguleikar koma til greina fyrir framtíð VES: í fyrsta lagi að láta VES vera óbreytt, í öðru lagi að koma á fót evrópskri öryggis- og varnarstofnun með sterk tengsl inn í NATO, eða í þriðja lagi að sameina það ESB algerlega. Sir Dudley sagði flest ESB-ríkin kæra sig mest um annan kostinn, en engu að síður væri ekki ólíklegt, að VES kunni að renna saman við ESB að um fimm árum liðnum. Spænskir embættismenn segjst vona að „Hvítbókin" verði tilbúin í nóvem- ber, fyrir leiðtogafund ESB í Madríd í desember. Mörg af stærri sjávarút- vegsfyrirtækjum lands- ins virðast vera með lak- ari afkomu á fyrrihluta ársins. Það kemur þó fram í samtölum Helga Bjarnasonar við nokkra framkvæmda- stjóra að staðan er mis- jöfn og fer eftir eðli fyrirtækjanna. STJÓRNENDUR stærri sjávarút- vegsfyrirtækjanna eru um þessar mundir að vinna í uppgjöri á rekstr- inum fyrri helming ársins. Ekki fást uppgefnar tölur um afkomuna á þessu tímabili en víða er von á þeim fyrir miðjan næsta mánuð. Almennt virðist afkoman þó vera lakari en á sama tíma á síðasta ári. Stjórnendur fyrirtækjanna nefna lágt gengi bandaríkjadals og sterlingspunds og verkfall sjómanna sem ástæður fyrir því. Aðstæður eru þó nokkuð mis- munandi, fyrirtæki sem byggja á hefðbundinni frystingu bolfisks og selja mikið á Bandaríkjamarkað fara verr út úr gengisþróuninni en hin sem hafa dreifðari tekjuskiptingu. Þá hefur góð útkoma úr annarri starfsemi komið á móti tekjusam- drætti hjá sumum fyrirtækjum. Einhver hagnaður „Við erum með einhvern hagnað,“ segir Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi. Hann segir að tap- ast hafi töluverður úthafskarfaafli í verkfalli sjómanna í vor en á móti komi síldarafli sem ekki hafi verið á síðasta ári. Haraldur Böðvarsson seiur tölu- vert af framleiðslu sinni á japönsku jeni og þýsku marki þannig að lágt gengi bandaríkjadals kemur ekki eins illa við fyrirtækið og ýmis önn- ur. Hins vegar eru mjölafurðir fiski- mjölsverksmiðju fyrirtækisins seldar með viðmiðun í pundum. Erfitt kvótaár framundan Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki, segir að endurskoðað uppgjör fyrir fyrrihluta ársins liggi ekki fyrir en hann telur að afkoman standi í járnum. Hann segir erfitt með samanburð við sama tíma á síðasta ári vegna breytinga sem orð- ið hafi á fyrirtækinu og sameiningar við önnur. Þó sé ljóst að afkoman í fiskvinnsiunni sé lakari en áður. Ein- ar segir að í landvinnslunni sé verið að framleiða mikið fyrir markaði sem kaupi í dollurum og pundum og lágt gengi þessara gjaldmiðla hafi því slæm áhrif á afkomuna. Einar segir að kvótasamdráttur- inn í haust verði erfiður. Hjá Fiskiðj- unni Skagfirðingi muni aflaheimildir minnka um 12-13% í þorskígildum reiknað og það muni rýra tekjur fyrirtækisins um 200-300 millj. kr. Óvissa í bræðslunni Innan tíðar er von á hálfs árs uppgjöri hjá SR-Mjöli hf. Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri segir afkomuna þokkalega og reiknar með hagnaði. Hann segir að þótt loðnu- veiðin hafi byrjað seint og. minna komið af loðnu nú en á síðasta ári hafi óvænt síldarkoma komið í stað- inn. Þá hafi hækkað mjöl- og lýsis- verð komið að einhverju leyti á móti lækkun á gengi punds og dollara. Jón Reynir bendir hins vegar á að erfitt sé að spá í framhaldið í þessari grein. Á síðasta ári hafi seinni helmingur ársins til dæmis reynst heldur dapur vegna þess hve lítið hafi veiðst síðustu mánuði árs- ins. Ekki væri gott að segja til um hvort það myndi endurtaka sig nú. Viðunandi „Afkoman hefur verið viðunandi," segir Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Þormóði ramma hf. á, Siglufirði. Annað vildi hann ekki segja um afkomuna fyrr en tölur fyrir fyrstu sex mánuðina yrðu birtar um miðjan ágúst. Róbert segir að lækkun gengis dollara og punds hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins eins og hjá öðrum. Hins vegar hafi Þormóður rammi notið þess að vera með mikla rækjuvinnslu en þar er afkoman þokkaleg. Um sjómannaverkfallið vill hann sem minnst ræða, segist vilja gleyma því sem fyrst. Almennt um stöðu fyrirtækjanna segist Róbert telja að fyrirtæki í blönduðum rekstri korhi betur út úr hræringunum á þessu ári, en þau sem eru stór i bolfiskfrystingu fyrir Bandaríkin og Bretland komi verrút. Þarf ekki að koma á óvart Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., segir að áhrif falls dollarans á afkomu félagsins þyrftu ekki að koma neinum á óvart. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að afkoma ÚA hefði versnað verulega og að óbreyttu yrði tap ársins á annað hundrað milljónir. í samtali við Gunnar í gær tók hann fram að hann gæti ekki staðfest þessar upp- lýsingar enda væri endanlegt upp- gjör ekki frágengið. Gunnar segir að hiutfall tekna ÚA í bandaríkjadölum sé hærra en samsvarandi hlutfall margra ann- arra sjávarútvegsfyrirtækja. Þá bendir hann á að verkfall sjómanna i vor hafi haft gífurleg áhrif á rekst- ur ÚA. Fyrirtækið hafi verið tekju- laust í tæpan mánuð. Hann segir málið ekki svo einfalt þegar hann er spurður að því í ljósi þessa hvort til greina kæmi að dreifa tekjunum meira milli gjaldmiðla. í því sambandi bendir hann á það að kvóti fyrirtækisins og framleiðsla byggist mest upp á þorski og ýsu og aðal-markaðssvæði afurðanna sé í Bandaríkjunum. Þá sé enn skárra að framleiða fyrir þann markað en aðra, þrátt fyrir fall dollarans. Hann segir að ekki virðist vera vilji tii þess að breyta genginu og því verði menn að velta því fyrir sér hvort rétt sé að gera breytingar á fram- leiðslunni. Nefnir að sjófrysting hafi aukist mjög vegna betri afkomu framleiðslunnar, einnig hjá ÚA án þess að það hafi bitnað á land- vinnslu. Til greina gæti komið að auka þann þáttinn. ÚA hefur gert ýmsar ráðstafanir til að draga úr taprekstrinum. Þá segir Gunnar að reksturinn hafi gengið nokkuð vel eftir verkfallið. Til dæmis hafi verið mjög góð karfa- veiði innan landhelginnar og sú framleiðsla er seld í þýskum mörk- um. Þetta hafi hjálpað til. Meira í salt Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj- um hefur verið rekin með hagnaði það sem af er þessu almanaksári. Sighvatur Bjarnason framkvæmda- stjóri segir að vegna dapurrar af- komu í hefðbundinni bolfiskfryst- ingu hafi fyrirtækið dregið úr fryst- ingu og aukið saltfiskverkun sem hann segir að gangi betur um þess- ar mundir. Þorskur og ufsi er saltað- ur, nema smæsti fiskurinn, og einn- ig hefur verið dregið úr framleiðslu á ýsu vegna birgðasöfnunar og verð- lækkunar. Hann segir að frystingin sé því keyrð á karfa að mestu leyti og smærri þorski og ufsa. Þessar ráðstafanir dragi úr áhrifum lækk- andi gengis dollara og punds. Sighvatur segir að saltfiskfram- leiðendur með eigin hráefnisöflun séu ánægðir með sinn hlut en erfið- ara sé hjá þeim sem þurfi að kaupa hráefnið dýrum dómum á fiskmörk- uðum. Vel hafi gengið að selja salt- fiskinn og engar birgðir fyrirliggj- andi. Þá segist Sighvatur vera bjart- sýnn á haustið vegna þess hve eftir- spurn eftir saltfiski er mikil. Póstþjónustan gefin frjáls V esture vrópusambandið Hlutverk VES í endurskoðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.