Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FLAK KOMSOMOLETS Á 1.680 METRA DÝPI Sprengjutil- ræðið í París Lögregla kannar alsírska öfgamenn París. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR eiga að sögn frönsku lögreglunnar í vandræðum með að átta sig á því hvernig sprengja var notuð í neðanjarðar- lestarstöð í París, en því er þó haldið fram að smíði sprengjunnar minni um margt á handverk öfga- manna úr röðum alsírskra múslima og beinist rannsóknin nú að sam- tökum þeirra. Lögreglan hefur látið gera teikningar eftir lýsngum lögreglu- þjóns, sem kvaðst hafa séð grun- samlega menn, arabíska í útliti, á Chatelet-Les-Halles, næstu braut- arstöð á undan Saint-Michel-stöð- inni, þar sem sprengingin varð. Óbirtingarhæfar teikningar Teikningamar þykja hins vegar ekki nógu góðar til að dreifa þeim meðal almennings. Samkvæmt ónefndum heimildum bendir það að sprengjan var gerð með því að setja sprengiefni í hylki fyrir eldun- argas til þess að alsírskir öfga- menn hafi veri að verki. Alsírskir skæruliðar (þ. á m. Vopnaða músl- imahreyfingin (GIA)) liggja Frökk- um á hálsi fyrir að styðja herfor- ingjastjómina, sem er við völd í Alsír. Ekkert útilokað Fjöldi manns hefur lýst yfir ábyrgð sinni á sprengingunni og lögregla segir að ekkert hafi verið útilokað. Sjö menn létu lífið og 84 særðust í sprengingunni. Mikill öryggisviðbúnaður og eft- irlit er nú um allt Frakkland og lögregla hefur stöðvað fólk af handahófi til að krefjast skilríkja. Nú er hafin ein mesta ferðahelgi ársins í Frakklandi. Svona vilja Rússar koma í veg fyrir að hætta stafi afflaki Komsomolets. Aðferðin er talin minna um margt á þær aðferðir sem notaðar voru til að loka afmengun í Tsjernóbyl-verinu. EITUREFNI - sem koma í veg fyrir — lífræna þróun í flakinu MILLIVEGGUR - sem lokarþeim hluta skrokksins sem geymir tundurskeytinS ■v 'z: MÆLISTOÐ -fylgi með geislamagni umhverfis flakiö, sendir skilaboð til gervihnatta EFNI - til að binda plúton sem lekur úr bátnum Heimild: Focus SVEIGJANLEGIR I/ATNSPOKAR - sem loka götum og rifum á stöðum sem erfitt er að komast að D VERGKAFBÁ TUR - lokar stærri götum með trefjaglersdúk af rúllum ’v’t. .’íj; TÍTANLOK-á tundurskeyta- opunum Kafbátsfiakið við Bjarnarey Meiri geislahætta víða á Kólaskaga NORSKA geislavarnastofnunin tel- ur enga sérstaka ástæðu til að ótt- ast að kjarnorkutundurskeyti um borð í flaki rússneska kafbátsins Komsolets við Bjarnarey muni springa, að sögn Káre Eltervaag, talsmanns utanríkisráðuneytisins í Ósló. Hann segir Norðmenn hafa meiri áhyggjur af geislamengun á Kólaskaga. Rússneskt dagblað sagði fyrir nokkm að rússneskir vísindamenn óttuðust að skeytið gæti sprungið o g valdið þannig mikilli geislameng- un í hafinu. , Eltervaag sagði í samtali við Morgunblaðið ráðuneytið ekki hafa neina tækniþekkingu til að meta slík mál og þess vegna hefði öðrum ráðuneytum og geislavarnastofnun- inni verið falið að kanna þessar fullyrðingar. Niðurstaðan sé að hættan á umtalsverðri mengun sé lítil, jafnvel þótt sprenging yrði í skeytinu. Eltervaag sagðist ekki telja að frekari rannsókn yrði gerð vegna fréttar dagblaðsins. „Við vitum vel að Rússar hafa verið með áætlanir á pijónunum um að tryggja að Komsomolets valdi ekki hættu. Okkar afstaða hefur verið sú að það sé í sjálfu sér ágætt en það séu margir aðrir stað- ir með gömlum rússneskum kjarna- ofnum og öðru slíku á norðursvæð- inu, við Kólaskagann, sem séu miklu hættulegra en Komsomolets- flakið." Bandaríkjamenn efast um mynd- band með játningum andófsmanns Hafa ekki fengið að hitta Wu aftur Peking. Washington. Reuter. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið lýsti í gær efasemdum sínum með áreiðanleika myndbanda sem virðast sýna andófsmanninn Harry Wu við- urkenna að fullyrðingar í heimildar- mynd sem hann gerði fyrir BBC sjónvarpsstöðina séu upplognar. Starfsmönnum bandaríska sendi- ráðsins í Kína hefur ekki tekist að ná tali af Wu að nýju en þeir hittu hann síðast 10. júlí sl. Hann er í haldi í Wuhan í Mið-Kína. Embættismenn í utanríkisráðu- neytinu bandaríska sögðust ekki geta staðfest hvort að maðurinn á myndbandinu væri Wu í raun og veru. Ef svo væri, hefði hann líklega verið þvingaður til að gefa yfirlýs- inguna. „Eg held að allir geri sér grein fyrir því við hvaða aðstæður slík myndbönd eru gerð,“ sagði Nic- holas Burns, talsmaður ráðuneytis- ins. Von um tilslakanir? Annar embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu kvað erfitt að geta sér til um hvað birting myndbandsins þýddi. Hún gæti verið undanfari þess að Kínverjar létu hann lausan þar sem þeir hefðu þvingað hann til játninga. Hins vegar gæti verið að Kínveijar hyggðust rétta í máli Wus til að fá hann dæmdan í fangelsi. Bandaríska sendiráðið í Kína hef- ur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Wu. Samkvæmt milliríkja- samningi mega þeir hitta hann að minnsta kosti einu sinni í mánuði en Bandaríkjamenn hafa óskað eftir því að fá að hitta Wu oftar. Hann er bandarískur ríkisborgari en fædd- ur í Kína og sat í 19 ár í kínverskum fangabúðum. Ekki hætt viðskiptum Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandarikjastjórnar, sagði á fimmtu- dag að bandarísk yfirvöld hefðu ekki uppi nein áform um að hætta við- skiptum við Kínveija til að reyna að þvinga fram lausn Wus. Sagði Kantor það ekki réttu leið- ina að eiga ekki í neinum samskipt- um við Kínveija til að fá Wu lausan. Hins vegar yrði mál Wus efst á lista Warrens Christophers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, þegar hann hitti starfsbróður sinn frá Kína, Qian Qichen, að máli í Brunei 1. ágúst. Reuter Stríðsfangar krefja Japani um skaðabætur FYRRVERANDI stríðsfangar Japana í heimsstyrjöldini síð- ari, hafa höfðað skaðabótamál á hendur japönskum yfirvöld- um um sem nemur um 41,5 milljörðum ísl. kr. vegna skaða sem þeir biðu af vistinni í fangabúðunum. Um 30.000 fangar standa að kröfunni og eru fimm fulltrúar frá Bret- landi, Bandaríkjunum, Astral- íu og Nýja Sjálandi staddir í Tókýó til að bera vitni í mál- inu. Segist fólkið hafa orðið fyrir „ómennsku ofbeldi" sem það beri „andleg ör“ eftir. Krefjast fangarnir fyrrverandi 1,38 milljón kr. í bætur auk afsökunarbeiðni af hálfu jap- anskra yfirvalda. Á myndinni eru tveir fang- anna, Bandaríkjamennirnir Gilbert Hair, fyrir miðju, og Melvin Rosen, t.h. á blaða- mannafundi fyrir réttarhöld í málinu en til vinstri er lög- fræðingur þeirra, Kunito Ait- ani. Yíetnam aðili að ASEAN STJÓRN kommúnista í Víet- nam hefur fengið aðild að ASE- AN, Samtökum Suðaustur- Asíuríkja, en þau voru stofnuð fyrir 28 árum til að sporna gegn útbreiðslu kommúnism- ans. Utanríkisráðherrar aðild- arríkjanna, semfyrir voru, Bru- nei, Indónesíu, Malasíu, Filips- eyja, Singapore og Tælands, fögnuðu mjög aðild Víetnama og sögðu, að hún myndi styrkja samtökin og stuðla að auknum stöðugleika í heimshlutanum. Er meðal annars bent á, að hinn fjölmenni fastaher Víet- nams sé gott mótvægi við hern- aðarstyrk Kínveija. Ósiðseminni úthýst BRESKA ríkisútvarpinu, BBC, verður skipað að taka til hjá sér og draga úr kynlífsatriðum, ofbeldi og klúru orðbragði í sjónvarpsútsendingum. Kemur þetta fram í nýjum reglum, sem ganga í gildi á næsta ári. Tals- maður BBC sagði, að ekki yrði reynt að hafa áhrif á þessa reglugerðarsetningu en áður en hún kemur til má búast við, að margir hneykslist á væntan- legri uppfærslu BBC á leikriti eftir Dennis heitinn Potter og nýrri sjónvarpskvikmynd. Ef marka má blaðafréttir er þar hvert atriðið öðru klúrara. Hörð átök á Sri Lanka TAMÍLSKIR aðskilnaðarsinnar á Sri Lanka guldu mikið afhroð í gær þegar þeir misstu á þriðja hundrað manns í átökum við stjórarherinn. Meira en 3.000 tamílar réðust samtímis gegn fjórum herstöðvum stjórnar- hersins en honum hafði borist njósn um árásina og var við öllu búinn. Stjórnarherinn stendur nú fyrir sókn gegn aðskilnaðarsinnum og hefur orðið vel ágengt. Walesa í sókn NOKKUÐ hefur dregið úr stuðningi við Aleksander Kwasniewski, frambjóðanda kommúnista í forsetakosning- unum í Póllandi síðar á árinu, samkvæmt skoðanakönnunum. Hefur hann nú 23% fylgi en Lech Walesa, núverandi for- seti, nýtur stuðnings 14%. Hef- ur stuðningur við hann aukist um 2 prósentustig frá því í maí en þá ætluðu 26% að kjósa Kwasniewski. Hefur hann lag- að stefnu sína að stefnu vestur- evrópskra jafnaðarmanna og er mikill Evrópusinni. Óöld í Búrúndí ÞÚSUNDIR manna hafa flúið átök, sem geisað hafa í einu úthverfa Bujumbura, höfuð- borgar Búrúndí, milli stjórnar- hersins, sem er skipaður tútsí- mönnum, og vopnaðra sveita hútúmanna. Kennir stjórnar- herinn hútúmönnum um upp- tökin og segir, að þeir láti allt- af til skarar skríða þegar von er á erlendri sendinefnd til landsins. í gær kom Klaus Kin- kel, utanríkisráðherra Þýska- lands, til Bujumbura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.