Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 15 FleiriJap- anar án atvinnu Tókýó. Reuter. JAPANAR hafa birt skuggalegar tölur um vaxandi atvinnuleysi, sem sýna að það jókst í 3,2% í júní og hefur ekki verið meira. Atvinnuleysið jókst úr 3,l%_í maí og er jafnmikið og í apríl. I júní 1994 voru 2.9% atvinnulausir. Alls voru 2.02 milljónir atvinnu- lausar í júní miðað við 2.08 milljónir í maí og 1.83 milljónir í júní í fyrra. Raunverulegt atvinnuleysi kann að vera meira, því að í Japan eru aðeins þeir sem sækja um vinnu tald- ir atvinnulausir. En þótt margir séu atvinnulausir segja yfirvöld að ekki sé hægt að fullyrða að um framtíðar- þróun sé að ræða. Jafnframt sýna aðrar tölur, sem hafa verið birtar, að 61 starf er í boði fyrir hverja 100 sem sækja um atvinnu og eru það lægstu tölur síð- an í janúar 1987. Japönsk fyrirtæki ráða færra nýtt fólk til starfa en áður í spamaðar- skyni vegna hægs efnahagsbata og neikvæðra áhrifa af styrkleika jens- ins. Einnig má rekja þetta til þess að starfslið fyrirtækja er fjölmennt vegna mikilla mannaráðninga á gróskuskeiðinu á síðasta áratug. Hrávara Verð á kaffi heldur áfram að lækka London. Reuter. KAFFI hélt áram að lækka í gær þrátt fyrir hækkanir fyrr í vikunni þegar Brazilía og fleiri kaffifram- leiðslulönd komust að samkomulagi um að draga úr útflutningi. Septemberverð í London var 2.685 dollarar tonnið í gær, miðað við 2.825 dollara á miðvikudag. Verðið hækk- aði á miðvikudag þegar þær fréttir bárust að samtök kaffiframleiðslu- ríkja (ACPC) hefðu ákveðið að tak- marka útflutning við 60.4 milljónir poka á ári til júní 1996. Áður en viðræður APC hófust var verðið 2.700 dollarar, en vitað var að dregið yrði úr útflutningnum. í júlíbytjun var verðið rúmlega 2.000 dollarar. Sala á gulli jókst í New York síð- degis á fimmtudag og sagan endurt- ók sig í Evrópu í gær. Síðdegis í gær var verðið í London 383,00 dollarar únsan miðað við 385,70 dollara úns- an sólarhring áður. Verðið hefur ekki verið lægra í níu vikur Við lok- un var það 383,05 dollarar. Verð á hráolíu breyttist lítið. í London var það um 16,10 dollarar tunnan, en stutt er síðan það var 15,45 dollarar, hið lægsta í 10 mán- uði. Verð á kopar komst ekki yfir 2.900 dollara tonnið í London i gær. Birgð- ir eru ekki eins rýrar og fyrir viku. en verðbréfafyrirtækið GNI hermir að verðhækkunum sé ekki lokið. Að sögn GNI mun eftirspurn eftir áli hins vegar minnka ört á síðari árshelmingi. Því er einnig spáð að álframleiðsla muni aukast, þar sem ekki muni takast að standa við sam- komulagið um að draga úr fram- leiðslunni. Álverð í London var 1.891 dollar við lokun í gær. Viacom skilar 38 millj- óna dollara hagnaði New York. Reuter. VIACOM — hið kunna kvikmynda-, kaplasjónvarps, myndbands- og bókaútgáfufyrirtæki - hefur skýrt frá vænum hagnaði á öðrum árs- fjórðungi og segir að allar deildir þess séu í örum vexti. Hagnaðurinn nam 38 milljónum dollara, eða 10 sentum á hlutabréf. Að sögn Sumners Redstones stjórn- arformanns sýnir góð afkoma að gefíð hefur góða raun að sameina Viacom Paramount-fyrirtækinu að kvikmyndaveri þess meðtöldu og fyrirtækinu Blockbuster Entertain- ment. Viacom keypti einnig bóka- forlagið Simon & Schuster í fyrra og komst nýlega yfir fyrirtækið Tele-Communications og kaplasjón- varpskerfi þess. Kvikmyndin Forrest Gump er Viacom dijúg tekjulind. Verð hlutabréfa í Viacom lææk- uðu um 1,375 dollara í 50,375 doll- ara í kauphöllum. Hagnaður Commerzbank tvöfaldast Frankfurt. Reuter. COMMERZBANK AG, þriðji stærsti banki Þýzkalands, segir að rekstrar- hagnaður hafi rúmlega tvöfaldazt á fyrri árshelmingi 1995. Rekstrarhagnaðurinn jókst um 105,7% í 897 milljónir marka á fyrstu sex mánuðum ársins. Eigin viðskipti í verðbréfum, er- lendum gjaldeyri o.fl. jókst í 247 milljónir marka úr 87 milljónum á sama tíma í fyrra. Dótturfyrirtækin CISAL í Luxem- borg, Rheinhyp og Hypothekenbank Essen AG áttu einnig mikinn þátt í hinum stóraukna hagnaði, sem sér- fræðingar höfðu spáð að yrði á bilinu 50 til 80%. Danirlækka vexti á ný Kaupmannahöfn. Rcuter. DANSKI seðlabankinn hefur lækkað vexti af skuldabréfum í endursölu um 0,15% í 6,05% vegna stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Bankinn lækkaði þessa vexti síð- ast af sömu ástæðu í 6,20% úr 6.35% 6. júlí. Þá Iækkaði bankinn einnig innláns- og forvexti í 5,75& úr 6,00%. Síðasta vaxtalækkun er talin já- kvætt skref, sem kunni að leiða til fleiri lækkana. Hagfræðingur Jyske Bank spáir annarri lækkun þegar frumvarp til fjárlaga verður kynnt í ágústlok. Þá telur hann að innláns- og forvextir verði lækkaðir um 0,25% og vextir af skuldabréfum í endursölu um 0,15%. Dönsk hlutabréf hafa hækkað í verði við síðustu vaxtabreytingu. Samið við tvo að- ila um Eyrarsund Kaupmannahöfn. Reuter. IBM þróar ódýran vír- ushugbúnað Financial Times IBM er að þróa vírushugbúnað sem er ætlað að verða talsvert ódýrari en sá hugbúnaður sem fyrir er á þessum markaði. IBM segir að forritið ' vinni bug á öllum þekktum tegundum vír- usa, og muni kosta 49 dollara. Norton AntiVirus-forritið frá Symantec, sem er leiðandi á þessum markaði, kostar nú 129 dollara. Friðrik Skúlason hefur náð árangri í útflutningi á vírushug- búnaði, en ekki náðist í Friðrik vegna þessa máls í gær. Hann selur vírusforrit sitt m.a. til Microsoft, helsta keppinautar IBM á hugbúnaðarmarkaði. DANSK-sænska Eyrarsundsfé- lagið hefur undirritað samninga upp á 5.2 milljarða danskra króna um helming framkvæmda við brú yfir Eyrasund og göng undir það. Samningarnar taka til fram- kvæmda Danmerkurmegin brúar- innar og gangnanna. Framkvæmdum lokið árið 2000 Verksmiðjuframleiddum göngum verður sökkt og gervieyja mynduð skammt frá landi sam- kvæmt samningunum. Þar við bætast dýpkunarframkvæmdir og vinna við upphleðslu og upp- græðslu. Að sögn Eyrarsundsfélagsins var samið við tvö alþjóðleg bygg- ingafyrirtæki um framkvæmdir, sem skulu hefjast nú þegar og ljúka á við fyrir mitt árið 2000. Samningur upp á 3.8 milljarða danskra króna um gangnagerð var gerður við Oresund Tunnel Contractors, sem sænsk, frönsk, dönsk, hollenzk og brezk fyrirtæki standa að. Samningur upp á 1.4 milljarða d. króna um dýpkunarfram- kvæmdir o.fl. Danmerkurmegin var gerður við Oresund Marine Joint Venture, hóp danskra, hol- lenzkra og bandarískra bygging- arfyrirtækja. Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.