Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 17 NEYTENDUR Skyndifæði úr dilkakjöti, sem erfitt er í sölu Naggar úr lambakjöti NAGGAR með hrísgijónum og súrsætri sósu. TILBÚNIR lambakjötsbitar í raspi hafa verið settir á markað í 400 g neytendaumbúðum. Bitarnir, sem nefndir hafa verið naggar, eru forsteiktir og því aðeins ætlast til að þeir séu hitaðir upp í ofni eða á pönnu. Naggar eru unnir úr frampörtum, sem hingað til hafa helst verið notaðir í súpukjöt og saltkjöt. Nú eru frampartarnir úrbeinaðir og fituhreinsaðir áður en þeir eru mótaðir í litla bita sem eru hjúpaðir kryddaðri brauð- mylsnu. Kjötiðja Kaupfélags Þing- eyinga framleiðir nagga. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var í gær, voru naggarnir kynntir og kom fram í máli fram- leiðenda að mikið vöruþróunar- starf lægi að baki hinnar nýju afurðar og héfði Kjötiðja KÞ verið í samstarfi við fæðudeild Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins. Guðjón Þorkelsson, forstöðu- maður fæðudeildar RALA, sagði að markmið með vöruþróunar- verkefninu hefði verið að þróa beinlausa, fitulitla vöru, með svip- aða eiginleika og vöðvi. Útkoman væri tiltölulega fitlulítill kjöt- klumpur, með um 15% fitu, sem vinna mætti úr á ýmsan hátt. „Varan hefur gott geymsluþol bæði kæld og frosin. Hægt er að móta hana og skera að vild og er hún því kjörin tii framleiðslu á alls kyns tilbúnum vörum.“ í máli Páls G. Arnar, sláturhús- stjóra Kaupfélags Þingeyinga, kom fram að naggar myndu að öllum líkindum höfða meira til ungs fólks og þeirra sem hingað til hefðu ekki neytt mikils lamba- kjöts. Sagði hann að samstarf við RALA héldi áfram og að fleiri afurðir unnar úr kjötklumpum væru væntanlegar á markað. Kvaðst hann gera ráð fyrir að 20-30 tonn af nöggum seldust á fyrsta árinu og síðan myndi salan aukast um 10% á ári. Jón Erlingur Jónasson, aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra var einnig á blaðamannafundinum og sagðist hann fagna hinni nýju afurð. „Vöruþróun af þessu tagi er nauð- synleg til að svara breyttum neysluvenjum í þjóðfélaginu.“ Verð á 400 g pakkningu er tæplega 500 krónur, en ætlunin er að setja á markað nagga í stærri pakkningum innan tíðar, sem verða hlutfallslega ódýrari. Mismunandi mikill afsláttur í tilboðum matvöruverslana IU :: VnI >*i', IMEYTENDUR .. iivw V*i» ’ u<: ?,oj tn »v». » Mty .....' Jt&Utv«*....................ut>I. WÓKTV.V 4>t V . Vtv'Oo-) >US ) »1-. .......ISi". »'«í*4N«í .Wb:: V*fp.Miv<>K'»xst*:rc ;«.• :.;; w* r««»vxoi H**D*«KAW C --- -------- M-idy.iVrtJeíwJo..........' yj.'*>t>i t twi; kroWí* ...........t;»k/ iii«jjjy»c.so*t»*>t«9;;t hk.; «tC*we 11.«.:«.,..».. Vx<t.»«»»x ■ -v.M»V.: v.;.>.,;«< ... tfwoMtMiý ........" WtJoffcr ■ : : ■ MW: ....M*M..; Ayx-w. >:«*«o:>-«to...... tlV*rtHNv'j»:>« f-1 ór'ti »V í I i'tói' CwllilywitlWj »4«y.« y.l'it U \ ... '>>» :Kiy3t<»r,w m (*4<V.Cp.v^>'< . W8»i#v . : MIOVAVSUP HAFK ABnmt Vk«tSS».(>isy>o " WUV. K)t-tH(K*>5<4*V> Jjý.I ■■■■■■»«,»,. AAVHÍUte #0«V»1*BI*CA O.V>tt'ofc'ooC.Ft, ’ita. .‘>t I .Vlt ttív. ,<■>»",.»• *l< JSiit ;Hxíov:4>Uw.F1»mi44M» tWM. xMÁViWww ÍH j íi»>> CKAGAVtM HF. AXMINII «UI : 1» ■*»',>{»• S ' 'ÍVtÍMMMil. H»oil4» Ww»» ■>« '#»*#:*thK>H4,5«*»r;»»:»». "I (»*>.': >nl«Yt«Íw,*>CMMÍ'>Ú uíu v«> jiu(i >»,• * C»M. isyraj-Mxeofe-FwOMi »5 • 'Niihl'iliiito'íU »M*lr.ít»uit: x» smí s»K«n>,v>.uh (/-'■»• #:<•>..• 114 »; r»VJi+.|-, >>WA4r*‘i»»j>«>>lthAýllM«»» MSilKVl V»h, >V»í«>A rhlj i»« Í>.)V OrrojMiny J«> l««« JfAMUOÍti 8»>«. W.II*' „t^*., 6« rW A»»V»7.’tt.»-»g 'tj*.j W8»B)rl’......... VIKULEGA eru birt í blaðinu tilboð matvöruverslana og eflaust margir sem fylgjast með þeim og gera inn- kaupin þar sem hagstæðustu tilboð- in eru. Víða erlendis birgir fólk sig upp af tilboðsvöru þegar hún er á annað borð notuð á heimilinu og á hana í búrinu eða frystikistunni. En hversu hagstæð eru tilboðin hérlendis? Við fórum í vikunni í verslunarferð með rúmlega mánað- argömul tilboð í töskunni eða sem birtust í blaðinu hinn 22. júni síðast- liðinn. Farið var í tíu matvöruversl- anir og í hverri þeirra var ein vöru- tegund valin af handahófi af til- boðslistanum og athugað hversu mikið hún hafði hækkað frá því hún var á tilboði. í átta tilvikum af tiu hafði varan verið hækkuð og stundum töluvert en á tveimur stöðum var hún enn á tilboði. Pepsí varð fyrir valinu hjá Kjöti og fiski en þó vakti athygli að í glugganum voru svínarif auglýst á tilboði enn ódýrari en fyrir mánuði. Maísbaunir voru ennþá á tilboðs- verði hjá Nóatúni og kostuðu það sama og fyrir mánuði. Einar Jóns- son hjá Nóatúni segir að ákveðið hafi verið að láta tilboðið standa fram yfir verslunarmannahelgi þar sem maísbaunir séu dæmigerð sum- arvara. Þessi könnun segir engan veginn til um hversu mikinn afslátt hvaða verslun býður þvi það er mjög mis- munandi hversu mikill afsláttur er gefinn af einstök- um vörutegund- um og ein vöru- tegund segir lítið um hveija búð. Ljóst er þó af þessu að afslátt- urinn getur verið mjög mismun- andi. Þegar rætt var við nokkra verslunareigend- ur sögðu þeir að yfirleitt væri af- slátturinn allt frá 15-20% en síðan upp í um 60% af sumum vöruteg- undum. Niðurstaðan er að neytendur verða að fylgjast mjög vel með vöru- verði til að átta sig á því hversu hagstæð tilboðin eru hveiju sinni og ef þeir eru í vafa þá er tilvalið að spyija þegar í verslunina er kom- ið hversu mikill afslátturinn sé. Tilboð mat- vöruverslana Helgartiiboð 22. júnf ’95 26. júlí ’95 Mismunur 10-11, Borgarkringlunni H.S. kleinur 148 199 26% Nóatún v/Hringbraut Shop Rite, mafskom (453g) 49 49 0% Fjarðarkaup, Hafnarfirði Hunangs Cheerios (565g) 279 322 14% Bónus, Seltjamarnesi 6 Hi-Ci í pakka 87 115 24% Hagkaup, Kringlunni Tilda, löng hrísgrjón (1 kg) 89 139 36% 11-11, Grensásvegi Prima pizza 279 359 12% Miðvangur, Hafnarfirði Kjarna jarðarberjagrautur (11) 169 169 0% Plús markaður - Melabúðin Findus lasagne (645g) 299 398 25% Garðakaup, Garðabæ Micro plus, þvottaefni (1 kg) 89 169 47% Kjöt og fiskur, Mjódd Pepsi (2I) 119 139 14% LA BAGUETTE Skeifan 7. Opið virka daga 11 -18.30 og laugardaga 10 -16. Morgunblaðið/Golli JÓN Erlingur Jónasson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Guðjón Þorkelsson, deildarsljóri fæðudeildar RALA, Páll G. Arnar, sláturhússtjóri Kaupfélags Þingeyinga og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands, á fundi þar sem lambanaggar voru kynntir. FRANSKT BAKARÍ Komið og smakkiá á kökunum okkar i dag, laugardag, !Skeifunni 7frá kl. 10.00 til kl. 16.00. Sfmi 588 2759. Þessar vörur fást einnig i Sunnubrauði, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði, simi 565 5370. Komdu á Árbæjarsafn og njóttu þess að drekka ilmandi gott RIO kaffi í hlýlegu og notalegu umhverfi I gamla Árbænum. Einnig þarftu að prófafrægu lummu-uppskriftina hennar Sigurlaugar. J Sveitin: Komið í gamla Árbæinn þar sem kusan Reyður er mjólkuð J daglega, hellt upp á Rio-kaffi á gamla máfann og lummur bakaðar. Járn- ■ smiðurinn hamrar heitt jámið og spunnið er á rokkinn á baöstofuloftinu. i J Þorpiö: Skoöiö 19. aldar hús sem eru búin munum þessa tímabils. , Heimili heldra fólks og þess efnaminna. Einnig krambúð þar sem hillur i svigna undan varningi. Dillonshús með Ijúffengt súkkulaði og hnallþórur. Sunnudagur 30. júlí • HEYANNIR Á ÁRBÆJARSAFNI I ■ Heyskapur með gamla laginu. Börn og fullorðnir eru hvött til að mæta > og vippa sér í heyskapinn. Baggar bundnir og fluttir á hestum. J Skemmtileg og fróðleg upplifun fyrir börnin. J Dönsk stórhljómsveit undir stjórn harmonikkusnillingsins, Gitte Sivkjær i leikur viö Hólmsverslun eftir hádegi. Þar geta gestir keypt gamaidags * slikkerí. Muniö eftir nýendurgerðum þvottalaugum í Laugardal Leitiö ekki langt yfir skammt! Komiö f Árbæjarsafniö um helgina og upplifiö skemmtilegan og fróölegan eftirmiödag. ^I'IK ÁRBÆJARSAFN * REYKJAVÍK MUSEUM SÍMI 5771111 -FAX 5771122 0PIÐ10-18 (lokaö mánudaga)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.