Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 23 Lítilsvirðir LÍÚ öryggi sjómanna? ÞAÐ ER til mikillar skammar fyrir Lands- samband íslenskra út- vegsmanna hvernig það bregst við ákvörðun Siglingamálastofnunar og samgönguráðuneyt- isins um lögbundna skyldu til þess að hafa sjálfvirkan sleppibúnað björgunarbáta í skipa- flota landsmanna, bún- að sem hefur bjargað íjölda mannslífa. Lands- samband íslenskra út- vegsmanna leyfir sér að kreijast þess að útgerð- armönnum verði ekki gért skylt að hafa sjálfvirka búnaðinn í bátaflotanum. Hvað er að forystu- mönnum LÍÚ, hvaða peningasjónarm- ið eru í þeim hroka og þeirri lítilsvirð- ingu sem LÍÚ sýnir með þessu móti í garð sjómanna og fjölskyldna þeirra og samfélagsins alls. Á hvaða bylgjulegnd er forysta LÍÚ? Það hefur tekið 14 ár, ég endur- tek, 14 ár að fá hugmynd Sigmunds teiknara og uppfyndingamanns í Vestmannaeyjum viðurkennda end- anlega. Sigmund hefur fundið upp tjölmörg öryggsitæki sem hafa skipt sköpum um aukið öryggi sjómanna, svo sem spilstopparann, hefur hlotið ónot og óþægindi árum saman vegna ótrúlegs rugls um framgang sjálf- virks sleppibúnaðar í bátaflotann. Nær hefði verið að hann nyti þakk- lætis. Það er ástæðulaust að rekja þá sögu, henni verður ekki breytt, en í kjölfar þess að Siglingamála- stofnun fól Iðntæknistofnun að gera tillögu um prófunaraðferð sjósetn- ingarbúnaða sem var samþykkt þá hefur samgönguráðuneytið að tillögu siglingamálastofnunar ákveðið fram- gang málsins. Á annan áratug hefur Jónas Haraldsson lögfræðing- ur Landssambands ís- lenska útvegsmanna tuðað á því að menn hafi farið offari í bar- áttu fyrir framgangi sjálfvirks sleppibúnaðar en fyrr má nú vera að dá hraða snigilsins. Jón- as hefur aldrei getað leynt því að honum finnst fjármagn í þenn- an stórkostlega örygis- búnað bruðl úr vasa út- gerðarmanna. Ég veit með fullri vissu að þorri útgerðarmanna hefur skömm á lög- fræðingi LÍÚ fyrir þennan sérvis- kupúkahátt sinn og hroka og það er náttúrlega ekki boðlegt að formaður LÍÚ sitji undir þessari svívirðingu, eða er einhver vafi um það á hvaða bylgjulengd hann er í málinu? Sigmundsbúnaðurinn stenst einn allar kröfur Eini sjálfvirki sjósetningarbúnað- urinn sem hefur staðist kröfur sem hafa verið að þróast og þroskast í mörg mörg ár, ár mikillar þolinmæði baráttumanna fyrir auknu öryggi sjómanna, er Sigmundsbúnaðurinn. Og losins þegar efanum hefur verið eytt reynir LIÚ að troða sér í skjól i silkinærbuxum regla Evrópusam- bandsins eins og það eigi að ráða ölduhæð, hitastigi, veðri og vindum á íslandsmiðum og sjósókn. Formaður Sjómannasambandsins, Sævar Gunnarsson, hefur fagnað framgangi málsins og harmað kröfur LÍÚ og ekki skil ég í öðru en að Guðjón A. Kristjánsson forseti Far- manna- og fiskimannasambandsins taki í sama streng. í bréfi til LÍÚ til samgönguráðu- Ef einhver manndómur er í forustumönnum LÍÚ hljóta þeir að hvetja sína menn til að setja sjálfvirkan sleppibúnað í báta sína, segir Árni Johnsen og bætir við: og engan moðreyk. neytisins í vor standa þessar ótrúlega setningar m.a.: „Samtökin lýsa sig andvíg því að útgerðarmönnum til- tekinna skipa verði gert skylt að búa skip sín sjálfvirkum sleppibúnaði, heldur verði hverjum og einum það í sjálfsvald sett ... óháð því hvort skip væri ofan sjávar eða neðan, kjöl- urinn upp í loft eða niður, hefur ver- ið lagt mikið kapp á að skylda slíkan búnað í íslensk fiskiskip ... Það hlýt- ur að teljast ámælisvert ef ráðuneyt- ið hefur látið undan pólitískum þrýst- ingi með því að skylda útgerðar- menn, eina ferðina enn, til að setja í skip sín öryggisbúnað sem ekki hefur fengist full reynsla á.“ Hvort skyldu menn sem tala svona bera meiri umhyggju fyrir lífi og öryggi sjómanna eða buddunni sinni? Ef það er einhvern manndómur í forystumönnum LÍÚ þá hljóta þeir að leiðrétta þennan misskilning og hvetja sína menn til þess að ganga nú þegar fram í því að setja sjálfvirk- an sleppibúnað í báta sína og engan moðreyk. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Suðurlands- kjördæmi. Árni Johnsen Einkavæðing Lyfja- verslunar Islands AÐ UNDANFORNU hefur átt sér stað allsér- kennileg umræða um málefni Lyijaverslunar íslands hf. Hefur komið fram í fréttum, að stór- ir fjárfestar hafi gert tilboð í hlutabréf í fyrir- tækinu og _stafi það m.a. af umhyggju fyrir því, þar sem það sé „munaðarlaust" og þurfi að komast í „fóst- ur“, eins og það hefur verið nefnt. Á opinber- um vettvangi hefur ekki verið upplýst, hverjar þessar umhyggjusömu fóstrur séu, sem hafa þetta mikið álit á sjálfum sér. Staðreyndin er nefnilega sú, að traust staða Lyíja- verslunar Íslands hf. í kjölfar einka- væðingar hefur verulega dregið úr gildi slíkrar röksemdafærslu. Á liðnum vetri seldi ríkissjóður hlutabréf sín í fyrirtækinu. Var sú aðferð þá viðhöfð, að bjóða almenn- ingi og starfsmönnum hlutabréfin með ákveðnum kjörum, áður en stærri ijárfestum væri gefinn kostur á að kaupa. Viðtökurnar voru á hinn bóginn slíkar, að bréfin seidust upp áður en til þess kæmi að stærri fjár- festum gæfist færi á kaupum. En áhugi hluthafa fyrir farsæld fyrir- tækisins hefur haldist áfram eins og sögulegur aðalfundur félagsins í vor staðfestir. Þar fjölmenntu hluthafar og kusu fyrirtækinu stjóm, sem fékk ótvírætt umboð hluthafa til að vinna áfram að málefnum félagsins. Áhugi stórra fjárfesta nú hvílir öðru fremur á væntingum þeirra um framtíð fyrirtækisins. Þeir eru að hugsa um arðvæillega fjárfestingu. Fyrirtækinu hefur vegnað vel og flest bendir til að svo verði áfram. „Fóstrurnar" telja greinilega að fyrir- tækið eigi sér bjarta framtíð og vilja auðvit- að eiga þátt í þeirri framtíð. I raun lýsir þessi áhugi stærri ijár- festa þannig ákveðnu trausti á stjórnendum fyrirtækisins. Þeir hafa verið á réttri leið. Um leið hljóta þetta að vera góð tíðindi fyrir al- menna hluthafa. Hluta- bréfm hafa þegar reynst góð íjárfesting. Nú hljóta þeir að ákveða hvort rétti tíminn sé til að selja eða hvort skynsamlegt geti verið að bíða og eiga bréfin áfram. Hefði sú leið verið farin að selja fyrirtækið völdum hópi fjárfesta hefðu þeir einir notið góðrar ávöxt- unar. Nú njóta allir hinir fjölmörgu einstaklingar, sem tóku þátt í einka- væðingunni, þessarar góðu ávöxtunar af bréfunum, ef þeir á annað borð kjósa að selja þau. Hyggilegt er að standa með þessum hætti að málum ef það er á annað borð mögulegt, frekar en að ríkið velji kaupendur úr hópi fárra og stórra fjárfesta. Þannig næst fram eitt markmið einkavæðing- ar, þ.e. að örva þátttöku almennings í atvinnurekstri og hleypa nýju lífi í hlutabréfamarkaðinn. Um leið er ekkert athugavert við það þó að eignarhald þjappist saman í fyrirtækinu í kjölfar einkavæðingar og að hluthafar njóti góðs af því. Það hefur gerst í öðrum almennings- hlutafélögum og þykir ekki tiltöku- mál. Ekki er hægt að fullyrða, að slíkt muni leiða til betri árangurs í rekstri fyrirtækisins. Hér verður að Hefði völdum hópi fjárfesta verið seld Lyfjaverslunin, segir Hreinn Loftsson, hefðu þeir einir notið góðrar ávöxtunar. minnast þess að áhugi stóru ijárfest- anna endurspeglar væntingar þeirra um möguleika fyrirtækisins en ekki einhverja umhyggju fyrir „munaðar- leysingja". Mikilvægt er því nú, að mál fái að þróast með eðlilegum hætti í fyrirtækinu og að stjórnendur og hluthafar fái frið til að ráða fram úr sínum málum sjálfir. Þeir hafa reynst færir um það fram til þessa. Vissulega hlýtur sú aðferð, sem viðhöfð var við einkavæðingu Lyfja- verslunar íslands hf., að koma til skoðunar við þá einkavæðingu, sem framundan er, t.d. þegar kemur að sölu viðskiptabanka í eigu ríkisins. Vitaskuld verður þó að meta aðstæð- ur hveiju sinni og taka ákvarðanir í ljósi þeirra. Vart kemur þó annað til greina en að veita almenningi og starfsfólki færi á kaupum í ákveðinn tíma áður en stærri fjárfestum verð- ur heimilað að bjóða í bréfin. Aðeins með þeim hætti verður unnt að kom- ast hjá þeim illdeilum sem örugglega munu spretta af því ef aðeins fáum útvöldum verður veitt tækifæri til að kaupa hlutabréf í bönkunum. Þá væri líka illa farið með gott tæki- færi til að hleypa raunverulegu lífi í íslenskan hlutabréfamarkað. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Hreinn Loftsson Hrafnaþing kol- svart í holti eða haukþing á bergi? Jón Sigurðsson og endurreisn Alþingis ÞESSA dagana eru liðin 150 ár frá því end- urreist Alþingi sat fyrst á rökstólum í Lærða skólanum í Reykjavík. Það má því teljast við- eigandi að rifjað sé upp með fáeinum orðum, í blaði allra landsmanna, hvernig Jón Sigurðsson tengist undirbúningi og störfum hins nýja ráð- gjafarþings konungs. Raunar má hann kallast nokkurs konar guðfaðir þessarar stofnunar og hann var sá sem framar öllum öðrum lagði línurnar í starfi hennar fýrstu áratugina. Jón var fyrst kjör- inn forseti Alþingis árið 1849 og gegndi hann því starfi í 20 ár og hefur enginn annar gegnt því starfi jafn lengi. Alþingisstaðurinn kurteis. Hann gagn- rýndi dönsku stjórnina hispurslaust, en að jafnaði fór vel á með honum og dönskum ráðamönnum. Báru þeir virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni og kom það oft fram. Á hitt er svo að líta, að mönnum hættir stundum til að gleyma því að Jón Sigurðsson stóð ekki einn á þingi. Með honum völdust til starfa margir hinir mætustu og hæfustu menn og skulu hér að- eins nefndir tveir af þeim, sem fyrstu ár þingsins stóðu eins og klettar með foringja sínum. Þetta voru þeir séra Hannes Stephensen, prestur á Ytra-Hólmi, alþingismað- ur Borgfirðinga og Jón Guðmunds- son, seinna ritstjóri Þjóðólfs, alþing- ismaður Skaftfellinga, sem kallaði Hallgrímur Sveinsson Sem kunnugt er vildu Fjölnis- menn og trúlega lang flestir Islend- ingar af tilfínningaástæðum, að endurreist Alþingi yrði háð á Þing- völlum við Öxará. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, ljúfasti kveðskapur íslenskrar tungu, höfðu haft mikil áhrif í þá átt að þjappa mönnum saman um „haukþing á bergi“ frem- ur en „hrafnaþing kolsvart í holti“. Raunsæismaðurinn Jón Sigurðs- son var ekki sömu skoðunar. Hann vildi að þingið yrði háð í Reykjavík og varð fyrstur til að kveða upp úr með það. Hann hafði mikla aðdáun á Þingvöllum, en færði sterk rök fyrir því að Alþingi yrði háð í verð- andi höfuðstað þjóðarinnar, þar voru til staðar ýmsir þeir hlutir, sem ekki voru fyrir hendi á Þingvöllum, svo sem húsakynni, prentsmiðja og bókakostur, svo eitthvað sé nefnt. Hann taldi einnig að Reykjavík væri allvel fallin til að verá stjórn- sýslumiðstöð landsins og mega Reykvíkingar gjarnan muna það, að Jón Sigurðsson er sá fyrsti sem leggur kröftuga áherslu á gildi og framtíð Reykjavíkur. Sjónarmið Jóns urðu ofan á og er það gott dæmi um foringjahæfí- leika hans hvernig honum tókst að snúa meirihluta þjóðarinnar á sitt band í slíku tilfinningamáli. Menn voru óvanir þingstörfum Jón Sigurðsson lét það álit í ljós eftir fyrsta þingið, að æskilegt væri að Alþingi reyndist aldrei verr. Fyrstu þingmennirnir voru þó flestir óvanir þingstörfum og alþingi stóð miklu lakar að vígi en önnur ráðgjaf- arþing konungs. Ekkert bókasafn hafði það og engar skýrslur um hagi landsins. Húsnæði var ónógt. Skrifarakostur einnig. Þingmenn urðu sjálfír að hreinrita ræður sínar eftir á. Þá vantaði eiginlega þing- sköp og þótti þó furða hve skipulega fundir fóru fram, segir dr. Páll Eggert Ólason. Þakkar hann það röggsamri fundarstjórn fyrsta þing- forsetans, Bjama Þorsteinssonar. Hins vegar þótti hann nokkuð eftir- látur konungsfulltrúa og fylgdi um of bendingum frá honum, segir dr. Páll. Þessi atriði öll stóðu þá til bóta og var það ekki síst að þakka þing- manni Isafjarðarsýslu, sem þó var yngstur manna á fyrsta þinginu. Hann var lífið og sálin í öllum störf- um þar og voru það hans skoðanir sem hvað mest mótuðu þinghaldið fyrstu áratugina og átti það ekki hvað síst við um samband þingfor- seta oig konungsfulltrúa eftir að Jón varð forseti, því hann var alla tíð mjög einarður í máli við fulltrúa konungsvaldsins, en þinglegur og Barátta Jóns Sigurðs- sonar réð miklu um þá ákvörðun konungs, segir Hallgrímur Sveinsson, að endur- reisa Alþingi, sig „skugga" Jóns Sigurðssonar, en hann var raunar sá sem mest mæddi á hér heima í þjóðmálabaráttunni um langa hríð, þar sem nafni hans var búsettur i Kaupmannahöfn megnið af ævi sinni. Einstæðar stjórnmálaritgerðir Það er almennt viðurkennt, að barátta Jóns Sigurðssonar í ræðu og riti hafi haft dijúg áhrif í þá átt að konungur ákvað að endurreisa Alþingi. Sverrir Kristjánsson, sagn- fræðingur, taldi að Álþingisgreinar Jóns Sigurðssonar, sem hann skrif- aði í Ný félagsrit á árunum 1841- 1848, væru ekki aðeins einstæðar í íslenskum stjómmálabókmenntum, heldur var honum til efs, hvort þær ættu sinn líka meðal sams konar rita í Norðurálfunni á þessum árum. í Alþingisritgerðunum hvatti Jón hvem mann til að búa sig undir Alþingi, svo sem hann ætti sjálfur að verða fulltrúi, en draga sig ekki aftur úr „af smámennsku, sérlund eða kvíða“. Eftir fyrsta þingið ræð- ur hann alþýðu til „að hafa gætur á fulltrúum sínum og skapa alþýð- legt álit á málunum". Mundi þetta ekki vera í fullu gildi enn í dag? Höfundur er bóndi á Hrafnseyri og áhugamaður um kynningu á lífi og starfi Jóns Sigurðssonar. MÓRKINNI 3 • Sir-11 588 0640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.