Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Gunnar ÞYRLA Bandaríkjahers gagnaðist Vestfirðingum í erfiðum verk- efnum. Hún flutti m.a. dráttarvél frá Bolungarvík til Reykjar- fjarðar fyrir björgunarsveitirnar á norðanverðum Vestfjörðum. Drattarvel hengd neðan í risaþyrlu Bolungarvík. Morgunblaðið. FJÖLMENNI fylgdist með er þyrla Bandaríkjahers, sem hér var við heræfingarnar Norðurvíking, hóf sig til flugs með dráttarvél sem hún flutti norður í Reykjarfjörð á Ströndum fyrir björgunarsveitirn- ar á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta var síðasta verkefni þyrl- unnar hér á landi enda heræfing- unum lokið og risaþyrlurnar tvær sem tekið hafa þátt í æfingunum verða því teknar í sundur og flutt- ar aftur vestur um haf, þar sem þeirra bíða vafalaust ný verkefni. Eins og kunnugt er af fréttum þá hafa þessar risaþyrlur, auk þess að taka þátt í heræfingunni, verið lánaðar af Bandaríkjaher til ýmissa verkefna sem erfitt er að framkvæma nema með svona stór- virkum tækjum. Tvö verkefni fyrir björgunarsveitir Fyrir björgunarsveitimar hér á Vestfjörðum voru þyrlurnar notað- ar í tvö verkefni, annars vegar til flutninga á dráttarvélinni norður á Strandir og hins vegar vom tveir radíóendurvarpar fluttir upp á fjöll, annar upp á Snæfjall, sem er hæsti tindur á Snæfjallaströnd, og hinn var settur upp á Homtær við Arnarfjörð. Ungir sem gaml- ir notuðu tækifærið og skoðuðu risaþyrluna meðan dráttarvélin var undirbúin til flugsins hangandi neðan í þyrlunni. Gagnrýni á reglugerð um innflutning kjöts og osta visað á bug Ekki liægt að gera öllum til hæfis GUÐMUNDUR Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, kveðst ekki telja gagnrýni forstjóra Hagkaups á. reglugerð um innflutning unninnar kjötvöm og osta réttmæta og að sumu leyti byggða á misskilningi á reglugerð- inni. Forstjóri Hagkaups gagnrýndi sérstaklega 4. grein reglugerðar- innar, þar sem segir að sú regla gildi að fýrst verði úthlutað vegna umsókna á ostategendum sem ekki eru framleiddar hér á landi og sú vara skuli ganga fyrir sem ætluð er til matvælaiðnaðar. Gert ráð fyrir að innflutt vara sé 30% dýrari en íslensk Guðmundur minnir á að nefnd þriggja ráðuneyta hafí lagt til þessa framkvæmd á lögunum um tollkvóta með það að leiðarljósi að þeir takmörkuðu tollkvótar sem em til ráðstöfunar myndu að öðr- um kosti ekki fullnægja þörfum markaðarins. „Þegar er um að ræða vörur sem fyrirfínnast ekki hér en hafa verið á boðstólum að einhveiju leyti undanfarið, t.d. sérostar sem era ekki framleiddir hér á landi, hefur neytandinn í sjálfu sér ekkert val um að kaupa íslenska osta á lægra verði en þessir ostar yrðu við innflutning, því að þeir eru ekki til. Almennu gjöldin eru það há því að gert er ráð fyrir að innflutta varan sé minnst 30% dýrari en sú ís- lenska," segir Guðmundur. „Þetta er hagkvæmari leið fyrir neytend- ur, miðað við það takmarkaða magn sem er til ráðstöfunar." Eðlileg krafa Kröfu reglugerðarinnar um að innflytjandi tilgreini magn, tegund og framleiðsluland við umsókn sína, segir Guðmundur eðlilega. „Ef innflytjendur em með osta sem em ekki framleiddir hér, þurfa þeir að sjálfsögðu að láta vita um hverjir þeir em og hvar framleiddir til þess að við getum ákveðið tollflokk þeirra. Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar sem þurfa að koma fram við umsókn- ina, vilji innflytjendur fá sinn inn- flutning flokkaðan á viðeigandi hátt en telji þeir hins vegar að þeir séu með almennan ost geta þeir sloppið við þessa sundurlið- un,“ segir Guðmundur og minnir á að nánari útlistun þessa ákvæð- is muni koma fram í auglýsingu ráðuneytisins. Aldrei hægt að fullnægja allri eftirspurn Guðmundur vísar einnig á bug gagnrýni forstjóra Hagkaups þess efnis að tímafrekt og kostnaðar- samt sé að láta útreikninga á til- boðum í tollkvóta fylgja umsókn, sem muni leiða til aukinnar álagn- ingar á vöruna. Þessi aðferð sé í samræmi við vilja Alþingis. Eflaust verði valin sú leið um ein- hveijar af þeim vörum sem reglu- gerðin tiltekur. „Þegar um útdeilingu á kvóta er að ræða getur ekki verið um annað að ræða en einhver telji sig fá lakari útkomu en ef enginn kvóti væri. Aðilar eins og Hagkaup sjá kannski ekki alla kosti við þetta fyrirkomulag en vafalaust em aðr- ir aðilar sem heimta að þeir fái skertan hlut. Það er aldrei hægt að fullnægja allri eftirspurn sem gæti verið til staðar, vegna þess að kvótinn er mjög takmarkaður í samræmi við eðli sitt. Þeim, sem em að framleiða landbúnaðarvör- ur hérlendis, fínnast þessir kvótar vafalaust vera of stórir. Að sjálfsögðu þarf þá sá sem biður um tollkvóta að gera grein fyrir hvað hann vilji greiða fyrir að fá kvóta í tiltekinni vöm og greiða fyrir einingu. Fullyrðing Oskars um óhagræði gagnvart neytendum er atriði sem ég vil ekki taka afstöðu til, það hlýtur að hafa verið gert í meðförum Alþingis." SUMARÚTSALA OIÍS Sumarútsala OLÍS í risatjaldi við þjónustustöðina Álfheimum áður kr. Welding lukt, elaing \ 1347, nú kr. 890 Ferðagasgrill, Bamasundlaug, 4 manna tjald, áður kr. 3490, nú kr. 2600 áður kr. 2758, nú kr. 1689 áður kr. 9451, nú kr. 5900 Tjöld fyrir böm, ^ 2 manna tjald, kr. Sve, Sve; Ferðaborð, áður kr. 4990, nú kr. 3500 iM.M Exact hella, áður ícr. 2995, nú kr. 1990 áður kr. 3241, tíú kr. 2500 áður kr. 23l'9, nú kr. 1689 áður kr. 3Ó04, nú kr. 1990 áður kr. 5860, nú kr. 3400 Þetta eru bara dæmi. Otrúlegur afsláttur á frábærum vörum. verkfæri, sjónauKar, borvélar, barnabílstólar, hengirúm og fleira og fleira. Ekki fara í ferðalagið án þess að koma fyrst í tjaldið til okkar. Það borgar sig. Sumarútsala Olís við ÁlfheimaJ^tkh;A hÁ Opið laugardag og sunnudag frá kh 10-18. LLLLKjP/O””* pBr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.