Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréfavísi- tala VÍBísögu- legu hámarki HLUTABRÉFAVÍSITALA VÍB náði á fimmtudag sögulegu há- marki þegar hún fór í 826,35 stig en áður hafði hún farið hæst í 821,15 stig 22. ágúst 1991. Vísitalan var fyrst reiknuð í upp- hafi árs 1987 og var hún þá skráð 100 stig. Upphaflega var hún reiknuð hálfsmánaðarlega út frá gengi bréfa í sex fyrirtækjum, þ.e. Almennum tryggingum, Eimskip, Flugleiðum, Hamiðjunni, Iðnaðarbankanum og Skagstrendingi. Vísitalan er núna reiknuð dag- lega og byggist á gengi hlutabréfa í 16 fyrirtækjum en vægi hvers þeirra er miðað við markaðsverð- mæti bréfanna á hveijum tíma. Hlutabréf Eimskips hafa því mest vægi, eins og sést á myndinni. Heildarmarkaðsverðmæti hluta- bréfa í þessum félögum nam tæp- lega 36,9 milljörðum króna á fimmtudag. íslensk hlutabréf ekki dýr í alþjóðlegum samanburði Ásgeir Þórðarson, forstöðumað- ur verðbréfamiðlunar VÍB, segist fremur eiga von á því að hluta- bréfaverð haldi eitthvað áfrarh að hækka. „Ef afkoma fyrirtækja verður góð á þessu ári gæti næsta ár orðið hagstætt. Hins vegar er það eðli hlutabréfa að þau sveifl- ast í verði og sá dagur mun því koma að tímabil lækkunar fer í hönd,“ sagði hann. Ásgeir benti hins vegar á að miðað við helstu kennitölur væru íslensk hlutabréf ekki orðin dýr í alþjóðlegum sam- anburði. í Bandaríkjunum væri t.d Dow Jones hlutabréfavísitalan einnig í sögulegu hámarki. Ferð til New York VÍB hefur ákveðið að gefa einum viðskiptavini, sem kaupir hlutabréf hjá fyrirtækinu, farseðil til New York og verður nafn hins heppna dregið úr potti um næstu áramót. ,___1 22. ágúst 1991 27. júlí 19951_ I | 821,15 stig 826,35 stigl VIB frá 1987 ——- .... stig 800 700 600 500 400 300 200 100 0 91% Hækkun vísitölunnar innan hvers árs 16% 7% | | 1992 1993 12% 1987 1988 1989 1990 1991 1994 1995 -10% ‘7% ,il27/7 22,5% Vægi íyrintækja í hlutabréta- vísitölu VÍB 27. júlí 1995 §s £ 5 sa UJ 3 § c! '° 10,4% -q 3 8 . I •5C LU 2 ^ 'S2 6,2% 6,2% 6,1%5^go/o o ™ 4,3% 5 C3 OC S 1 CC ■a § 1 £5 1 cc § co 'o 2,2% § § co C3 3 CQ S cc cc a. S S ^ oo 2,9%2,7%p 3% 2 2% nnnnK'H-H^w Afkoma Heklu hf. batnaði um 100 milljónir fyrstu sex mánuði ársins HEKLA hf. skilaði alls um 26,5 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt óendur- skoðuðu milliuppgjöri. Þetta eru mikil umskipti frá árinu 1994 þegar tapið nam um 59 milljónum, og að teknu tilliti til óreglulegra liða _nem- ur batinn um 100 milljónum. Áætl- anir Heklu gera ráð fyrir að afkom- an verði áfram góð á þessu ári þann- ig að heildarhagnaður ársins verði um 50 milljónir. Tölur yfir afkomu Heklu birtast hér í fyrsta sinn opinberlega í 62 ára sögu fyrirtækisins enda hefur það verið lokað fjölskyldufyrirtæki. Eigendur Heklu hafa núna tekið þá ákvörðun að birta upplýsingar úr milliuppgjörum og ársreikningi framvegis í samræmi við þá stefnu- yfirlýsingu að breyta fyrirtækinu í almenningshlutafélag. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar, forstjóra Heklu hf., má í senn rekja þessi miklu umskipti til aukinna tekna og góðs árangurs af sparnaða- raðgerðum sem ráðist var í á síðasta ári. „Starfsfólkið okkar var tiibúið að taka þátt í þessum aðgerðum og við eigum því að þakka að þetta tókst hjá okkur.“ Hann segir rekstrarbatann í raun meiri en hagnaðartölurnar gefi til kynna þar sem inn í uppgjörið í ár komi til gjalda starfslokasamningar að flárhæð 6,7 milljónir og áætlað 7,9 milljóna orlof. Siíku hafi ekki verið til að dreifa á síðasta ári. Að þessu frátöldu hafi af- koma fyrirtækisins batnað um 100 milljónir milli ára. Rekstrarkostnaður skorinn niður um fjórðung Rekstrartekjur fyrstu sex mánuði árs- ins námu alls um 1.887,4 milljónum króna og jukust um nálægt 15% frá árinu á undan. Með umfangsm- iklum hagræðingarað- gerðum tókst að lækka kostnað um nálægt 24% auk þess sem vaxta- gjöld lækkuðu um 10 milljónir frá árinu á undan. I tengslum við endur- skipulagningu rekstrarins í fyrra bauð Hekla hf. út 40 milljóna skulda- bréf á verðbréfamarkaði og aflaði þannig fjár á hagstæðum kjörum til að greiða niður eldri og óhagstæðari lán. Fyrirtækið hefur jafnframt nýtt sér í ríkum mæli framvirka gjald- eyrissamninga og færir jafnan allar erlendar skuldbindingar yfir í íslenskar krónur sem hefur komið sérstak- lega vel út framan af þessu ári þegar gengi japanska jenins hækk- aði verulega. Sigfús segir að veltan hafi aukist á öllum svið- um rekstrarins. Fyrir- tækið sé ekki að selja miklu fleiri bíla en í fyrra en þess í stað séu dýrari bflar að seljast betur. „Við erum sam- keppnisfærari en við vorum fyrir ári síðan. Hækkun á gengi jensins á árinu 1993 gerði það að verkum að Mitsubishi- bílar hækkuðu í verði og urðu ósam- keppnisfærir þar sem Mitsubishi var ekki tilbúið að selja bílana í öðrum myntum. Volkswagen hefur núna komið í staðinn og hefur verið að seljast mjög vel. Þá hefur afkoma véladeildarinnar einnig gjörbreyst með tilkomu Scania-umboðsins því öll aðstaða var til staðar. Það var reyndar tap af rekstri hennar fyrstu sex mánuðina en hún verður komin í góðan hagnað í lok ársins. Við erum síðan lausir við samkeppni við Lands- bankann sem starfrækti rekstrar- leigu á vinnuvélum gegnum dóttur- fyrirtæki sitt, Lind hf. Það rugl er loksins hætt. Við erum því mjög bjartsýnir um reksturinn en erum engu að síður mjög aðhaldssamnir í öllum okkar áætlanagerðum. „Réttlætið náði fram að ganga“ Það var einnig mikill sigur fyrir fyrirtækið að fá endurgreiddar um 30 milljónir frá skattyfirvöldum sem voru ranglega innheimtar af okkur í formi dráttarvaxta og aukaálags vegna virðisaukaskatts af ábyrgðar- viðgerðum. í því máli vorum við bornir þungum sökum bæði af skatt- yfirvöldum, fjölmiðlum og keppi- nautum en höfum núna hreinsað okkur af því. Réttlætið náði þar fram að ganga.“ Hekla hefur umboð fyrir Pana- sonic fax- og símtæki svo og Kenwo- od og General Electric heimilistæki.^ Stefnt er að því að efla þá deild verulega og er í undirbúningi að setja á laggirnar stóra verslun í gamla Hekluhúsinu með þessar vör- ur. Eigið fé Heklu í lok júní nam alls 334 milljónum króna. Hagnaður nam 26,5 milljónum Sigfús Sigfússon Emerald leigir Fokk- er 50 af Flugleiðum EMERALD Air tók á leigu eina af Fokker Friendship 50 vélum Flug- leiða til að flytja farþega í áætlunar- flugi félagsins til Belfast í gær. Karl Sigurhjartarson, umboðsmaður Emerald á Islandi, segist vonast til þess að þetta verði síðasta óreiðu- flugið hjá félaginu og að meiri regla komist á áætlunarflug Emerald í næstu viku með tilkomu Boeing 737-200 vélarinnar sem félagið hef- ur tekið á leigu. Hann segir allt stefna í að hún komist í gagnið næstkomandi þriðjudag. Karl segir sama hvaðan gott komi og það valdi þeim engu hugarangri þó svo að vélin sé tekin á leigu hjá Flugleiðum. Hann segir að vélin hafi farið því sem næst full út, eða með tæplega fimmtíu farþega. „Það má segja að það hafi verið lán í ól- áni að við vorum ekki með fleiri farþega því annars hefðum við ekki getað notað þessa vél.“ Hann segir þessa flugvélategund hafa gefið góða raun í millilandaflugi en flug- tíminn á þessari leið muni hins veg- ar lengjast um tæpa klukkustund, úr rúmum tveimur tímum í þrjá. ---------» » ♦--- Eimskip fjár- festiríHar- aldi Böðv- arssyni BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips, hefur að undanförnu keypt hlutabréf í Haraldi Böðvars- syni hf. á Akranesi fyrir 20 milljón- ir króna að nafnvirði og samsvarar það 5% af heildarhlutafé. Bréfin voru seld á genginu 2,3 og var kaupverðið 46 milljónir króna en með kaupunum verður Burðarás einn af fimm stærstu hluthöfum fyrirtækisins. Bréfin voru að mestu í eigu Haralds Böðvarssonar hf. A síðustu misserum hefur Eim- skip, í gegnum Burðarás, keypt hlutabréf í ýmsum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Burðarás er næst- stærsti hluthafinn í Skagstrendingi hf. með tæplega 12% hlutafjar, en einnig á hann 10% hlut í Árnesi hf. í Þorlákshöfn og 3,4% hlut í Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. „íslenskur sjávarútvegur hefur verið að styrkjast og hafa fyrir- tæki eins og Haraldur Böðvarsson hf. ekki síst átt þátt í þeirri þróun. Það er áhugavert fyrir Eimskip að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum og taka þannig þátt í uppbyggingu þessarar atvinnugreinar," segir Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skips. Lífeyrissjóðir semja við breskt fjárvörslufyrirtæki LÍFEYRISSJÓÐASAMTÖKIN hafa náð samkomulagi við breska fjár- vörslufyrirtækið Gartmore Capital Management Ltd. um umsjón með erlendum fjárfestingum lífeyrissjóð- anna. Að sögn Hrafns Magnússon- ar, framkvæmdastjóra Sambands almennra lífeyrissjóða, er markmið samningsins að gefa iífeyrissjóðun- um nýjan valkost varðandi erlendar fjárfestingar. Hann lagði áherslu á, að lífeyrissjóðirnir myndu þar fyrir utan einnig fjárfesta erlendis með milligöngu íslenskra vérðbréfafyrir- tækja, eða á eigin vegum. Samtök almennra lífeyrissjóða og Landssamband lífeyrissjóða standa saman að samningnum, og hefur undirbúningur staðið í hartnær eitt ár. Hrafn sagði, að lífeyrissjóðirnir kæmu fram sem einn viðskiptavi.nur, og ættu þannig kost á betri ávöxt- un. Hins vegar yrði hver sjóður skráður eigandi að sínum bréfum. „Við fengum breskt ráðgjafafyrir- tæki okkur til hjálpar til að velja samstarfsfyrirtæki," sagði Hrafn í samtali við Morgunblaðið. „Gart- more er eitt þekktasta og virtasta fyrirtækið á sínu sviði, og ég tel að valið hafi heppnast vel.“ Hrafn sagði Gartmore bjóða við- skiptavinum sínum möguleika á fjár- festingum í fjölda verð- og skulda- bréfasjóða. „Við leggjum áherslu á að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í traust- um alþjóðasjóðum, með víða áhættu- dreifingu. Eg vil benda á, að með þessum samningi er ekki verið að kasta rýrð á fjárfestingakosti ís- lenskra verðbréfafyrirtækja, heldur er markmiðið að bjóða með þessu valkost í erlendum fjárfestingum sem öllum lífeyrissjóðum gefst færi á. Þennan kost geta sjóðirnir einnig notað sem ávöxtunarviðmiðun fyrir aðrar erlendar Ijárfestingar sínar,“ sagði Hreinn ennfremur. Joe’s-verslanir opnaðar í Kringlunni og á Akureyri TÍSKUVERSLANIR með vörur frá danska fyrirtækinu Joe’s verða opnaðar í Kringlunni og á Akureyri þann 1. september næstkomandi. Joe’s-verslanir eru víða á Norðurlöndum, og segir Guðmundur Ólafsson, eig- andi Joe’s í Kringlunni, að ætl- unin sé að verslanirnar fylli ákveðið tómarúm á markaðnum, Hann segir að hjá Joe’s sé lögð áhersla á alls kyns tískufatnað fyrir unga menn. „Mér hefur sýnst að tísku- markaðurinn hér skiptist í tvo flokka, flnni verslanir annars vegar og ódýrar verslanir hins vegar, þar sem minni áhersla er oft lögð á gæði,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgun- blaðið. „Joe’s mun staðsetja sig þarna á milli, þar sem um vand- aðar vörur er að ræða, en jafn- framt er nýttur sá sparnaður sem hlýst af verslanakeðjum, og honum skilað til neytenda." í Kringlunni verður Joe’s til húsa á neðri hæð, þar sem nú er versl- unin 1,2, 3, en Guðmundur hef- ur fest kaup á því húsnæði. Verslunin á Akureyri er í eigu Ragnars Sverrissonar kaup- manns, og verður liún við Gránufélagsgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.