Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C «ngmtH*Mfr STOFNAÐ 1913 170. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 29. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Her Króatíu tekur þátt í sókn inn á yfirráðasvæði Serba í Bosníu Króatar ná tveim mikil- vægum bæjum á sitt vald Reuter Dæmdí lífstíðar- fangelsi SUSAN Smith, 23 ára bandarísk kona, var í gær dæmd í lífstíðar- fangelsi í Suður-Karólínu fyrir að drekkja tveim sonum sínum, þriggja ára og 14 mánaða. Konan hafði verið dæmd sek um að binda drengina í bíl og láta hann renna út í stöðuvatn. Málið vakti mikinn óhug meðal Bandaríkja- manna og kviðdómurinn hefði getað dæmt konuna til dauða ef allir, sem áttu sæti í honum, sam- þykktu það. Myndin var tekin þegar Smith var leidd fyrir rétt- inn í gær; ? ? ? Bandaríkin Gengisfall og minni hagvöxtur London. Reuter. GENGI dollars féll gagnvart þýsku marki í gær eftir að birtar voru tölur um landsframleiðslu í Banda- ríkjunum, sem staðfestu að dregið hefði úr hagvexti. \ Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum fjórðungi ársins var hinn minnsti í 3'/2 ár sökum þess að fyrirtæki gengu á uppsafnaðar birgðir af óseldri vöru. Þyngst veg- ur minni framleiðsla á bílum og vörubifreiðum. Var hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi 0,5% en var 2,7% á þeim fyrsta. Lágt gullverð Hlutabréf hækkuðu í verði í London en lækkuðu í kauphöllum annars staðar í Evrópu. Þá var verð á gulli hið lægsta í níu vikur í London en það hefur verið lágt frá því að Alan Greenspan, banda- ríski seðlabankastjórinn, gaf í skyn fyrir ellefu dögum að lítil hætta væri á að verðbólga ykist eða að efnahagur landsins yrði fyrir ann- ars konar áföllum. Sjá fjárfestar því ekki ástæðu til að auka kaup sín á gulli að svo stöddu. Sarajevo, Zagreb, Washington. Reuter. KRÓATÍSKIR hermenn náðu í gær tveim mikilvægum bæjum á sitt vald í stórsókn inn á yfirráðasvæði Serba í vesturhluta Bosníu. Fall bæjanna er mikið áfall fyrir Serba og 5.000 serbneskir íbúar voru fluttir af svæðinu. Allt að 10.000 manns úr stjórnarher Króatíu tóku þátt í sókninni, sem ásamt liðsflutn- ingum króatíska hersins að Krajina- héraði í Króatíu gæti leitt til alls- herjarstríðs í gömlu Júgóslavíu, að mati embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Króatíska sjónvarpið sagði að Króatar hefðu náð 220 ferkm á sitt vald í fjögurra daga sókn í Bosníu. Króatísku hermennirnir náðu bæj- unum Glamoc og Grahovo eftir harða bardaga. Radovan Karadzic, leiðtogi Bos- Sameinuðu þjóðirnar vara við allsherjarstríði í gömlu Júgóslavíu níu-Serba, setti herlög á serbneska yfirráðasvæðinu og fyrirskipaði allsherjar herútboð til að stöðva sóknina. Heimildarmaður í her Bosníu-Serba sagði að Króatar væru að sækja í átt að Knin, höfuð- stað Krajina-héraðs, sem er á valdi Serba. Knin er aðeins 20 km frá Grahovo. „Þetta er mjög alvarleg og hættuleg hernaðaruppbygging," sagði embættismaður Sameinuðu þjóðanna í Zagreb um liðsflutninga Króatíuhers að Krajina-héraði. „Við óttumst að hernaðaraðgerðir verði hafnar hér í Króatíu á næstunni, hugsanlega innan nokkurra daga." Króatar hófu sóknina í vestur- hluta Bosníu til að einangra Kraj- ina, ná á sitt vald vegum og járn- brautum sem tengja héraðið við yfirráðasvæði Serba í Bosníu og Serbíu. Serbar í Króatíu höfðu hafið sókn inn á Bihac-svæðið í norðvest- urhlutanum, að því er virtist til að hindra árásir Króatíuhers á Krajina. Bandarisk vopn til Bosníu? Franski hershöfðinginn Bernard Janvier, yfirmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í löndum gömlu Júgóslavíu, ræddi i gær við embættismenn NATO um hugsan- legar loftárásir bandalagsins til að vernda svokölluð griðasvæði músl- ima í Bosníu. Janvier sagði að frið- argæsluliðið hefði hvorki umboð né nægilegan styrk til að verja svæði múslima. „En með hjálp NATO getum við hindrað árásir á griða- svæðin." Richard Holbrooke, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær ekkert hæft í fréttum um að Bandaríkjastjórn hefði gerst brotleg við vopnasölubannið á Bosn- íu og stæði fyrir leynilegum vopna- flutningum til bosnískra múslima. Washington Post hafði eftir leyniþjónustumönnum í Evrópu að Bosníu-her hefði fengið vopn fram- leidd í Bandaríkjunum og talið væri að Bandaríkjastjórn stæði fyrir vopnaflutningum múslimaríkja til Bosníu. Reuter Gíslum bjargað SERSVEIT lögreglunnar í Köln réðst síðdegis í gær inn í rútu og skaut vopnaðan mann til bana eftir að hann hafði haldið 20 farþegum í gíslingu í sjö klukkustundir. I rútunni voru lík eins farþega og bílstjóra rútunnar, sem maðurinn hafði drepið um morguninn. Áður hafði hann skotið á lögreglu- mann og sært hann alvarlega. Ekki var vitað hver maðurinn var eða hvað vakti fyrir honum. Einn gíslanna sagði að maður- inn hefði verið farþegi í rút- unni og rifist við bílstjórann, tekið upp byssu og skotið hann til bana. Á myndinni ræðst sérsveitin inn í rútuna eftir að hafa brot- ið rúður með járnkylfum. Tævanir íhuga að afla sér kiamavopna Taipei. Rcuter. LEE Teng-hui, forseti Tævans, sagði í gær að Tævanir myndu kanna hvort þeir þyrftu að afla sér kjarnavopna, en áður hafði hann lofað aukinni vígvæðingu til að fæla Kínverja frá árásum á eyjuna. „Eins og staðan er nú er það mjög stór spurning hvort ekki sé þörf á þessu," sagði forsetinn á þingi Tævans eftir að þingmaður hafði lagt til að Tævanir keyptu kjarnavopn til að efla varnir lands- ins. „Allir vita að við höfðum áður slík áform en þau vöktu athygli umheimsins og höfðu áhrif á ímynd landsins," bætti Lee við. „Varðandi það hvort við þörfnumst verndar kjarnavopna. .. eigum við að kanna þetta mál að nýju með tilliti til hagsmuna okkar til lengri tíma." Kínverjar hóta hernaði Miklir úfar hafa risið með Kín- verjum og Tævönum eftir að kín- verskum eldflaugum var skotið í tilraunaskyni á svæði sem er aðeins 140 km norðan við eyjuna. Hátt settir embættismenn í Tævan hafa sagt að tilraununum hafi verið ætl- að að skjóta Tævönum skelk í bringu og minna þá á hernaðar- mátt Kínverja. Samskipti Tævans og Kína tóku að versna eftir að Lee fór í einkaer- indum til Bandaríkjanna í júní. Kín- verjar hafa síðan veist harkalega að Lee, sakað hann um að vera að undirbúa á laun að lýsa yfír sjálf- stæði Tævans, og ítrekað hótanir um að því yrði svarað með hernað- araðgerðum. Dularfull öskur Lundunum. Reuter. GREINST hafa dularfull hljóð, sem líkjast öskri og stunum, í hlustunarbúnaði dvergkafbáts, sem rannsakar hin myrku djúp Loch Ness-vatnsins í Skotlandi. Þessi furðulegu hljóð heyrð- ust í 30 mínútur og kafbátur- inn var um 150 metrum undir yfirborði vatnsins. „Ég hef oft heyrt hljóð sjáv- arspendýra þegar ég hef kafað í úthöfunum," sagði Alan Whitfield, sem fjarstýrir kaf- bátnum. „En þetta er allt öðru- vísi. Þetta vekur vissulega nokkrar áhugaverðar spurn- ingar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.