Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR frá Minna-Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudaginn 27. júlí. Börn hinnar látnu. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI VIGFÚSSON vélvirki, Kirkjubraut 11, Innri-Njarðvík, sem lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 23. júlí verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkur- kirkju mánudaginn 31. júlí kl. 14. Ásta Kristinsdóttir, Georg Árnason, Hrafnhildur Jónsdóttir, Inga Arnadóttir, Sölvi Stefánsson, Valdfs Árnadóttir, Gísli Garðarsson. Hulda Árnadóttir, Guðmundur Halldórsson, Kristín Árnadóttir, Hafþór Jónsson, Ingólfur Árnason, Þóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem . sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför áskærs eiginmanns míns og bróður okkar, SNORRA TÓMASSONAR, Hjarðarhaga 32, Reykjavfk. t Bálför GUÐNA JÓNSSONAR, Skúlagötu 40, verður í Bústaðakirkju mánudaginn 31. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir en þeir, sem vildu minnast hans, láti St. Georgsgildið í Reykjavík njóta þess. Sigurlaug Jónasdóttir og systkini hins látna. Halldóra Þorgilsdóttir, Guðrún Emelía Guðnadóttir, Þorgils Guðnason, Úlfhildur Hafdfs Jónsdóttir, Jón Guðnason, Svava Árnadóttir, Ingólfur Guðnason, Ingigerður Þorgeirsdóttir, Guðni H. Guðnason, Madelene M.-L. Vehkalahti. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓRUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Þórður Einarsson, Kristín Linnet, Sigurður Örn Einarsson, Kristín Þórdfs Ágústsdóttir, Sesselja Edda Einarsdóttir, . Sigurveig Jóna Einarsdóttir, Óskar F. Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR + Arnheiður Gísladóttir fæddist á Torfa- stöðum í Grafningi 18. febrúar 1919. Hún lést í Landa- kotsspítala * að kvöldi miðvikudags 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Arný Valgerður Einars- dóttir, f. 28. desem- ber 1885 á Litla- Hálsi í Grafningi, d. 31. ágúst 1966, og Gísli Snorrason, f. 6. október 1883 á Þórustöð- um í Ölfusi, d. 2. mars 1958. Arnheiður var sjöunda í röð tíu systkina og eru fjögur þeirra á lífi. 22. desember 1942 giftist Arnheiður Jóhannesi Sigmars- syni, f. 19. maí 1916, d. 13. júní 1973, frá Steinsstöðum í Lýtingsstaðarhreppi, Skaga- firði. Fyrir hjónaband eignaðist Arnheiður son með Jóhanni Sveinssyni. Börn hennar eru: Hörður, f. 1940, maki Agnes Karlsdóttir, Sigmar, f. 1943, Sólveig, f. 1945, d. 1995, maki Sævar Larsen, Árni, f. 1946, Val- gerður, f. 1947, maki Þórarinn Grímsson, Jóhanna Sóley, f. 1954, maki Guðjón Skúlason, og Anna Sólrún, f. 1964. Barnabörnin eru 16 talsins og barnabarnabörn 13. Arnheiður og Jóhannes hófu bú- skap að Nesjum í Grafningi 1941 og bjuggu þar til árs- ins 1945, er þau fluttu að Torfastöðum í sömu sveit. Árið 1945 fluttu þau að Fossi i Grímsnesi og bjuggu þar til ársins 1956. Þá fluttu þau að Klængsseli í Gaulverjabæjar- hreppi. Árið 1962 hættu þau búskap og fluttu til Þorláks- hafnar. Þar bjuggu þau til árs- ins 1967, er þau fluttu að Sel- fossi. Eftir lát Jóhannesar flutti Arnheiður til Reykjavík- ur, þar sem hún starfaði við heimilishjálp um tima. Utför Arnheiðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt, að árið hafi verið fjölskyldunni óvenju erfitt. I íjórða skipti er höggvið stórt skarð í frændgarðinn, að þessu sinni 19. júlí sl., þegar tengdamóðir mín Arnheiður Gísla- dóttir lést eftir erfið veikindi, rúm- lega tveimur mánuðum eftir andlát dóttur sinnar Sólveigar. Arnheiður var alla tíð sjálfri sér nóg og lagði kapp á að vera frem- ur gefandi en þiggjandi. Hún hafði skýra og afdráttarlausa skoðun á því sem á góma bar og kom mein- ingu sinni ótvírætt til skila. Þjóð- málin voru henni hugleikin og ræddi hún þau oft og hvernig henni þótti til takast í þeim efnum. Hún lagði mikið upp úr því, að einstakl- ingurinn bæri ábyrgð á gerðum sínum og á sínum málum. Hún var fróðleiksfús að eðlisfari og las þó nokkuð, þegar færi gafst. Hún var mjög ljóðelsk og kunni mörg ljóð, sem hún hafði á hrað- bergi við ýmis tækifæri. Ljóðin voru þá iðulega valin í samhengi við atburðarásina. Arnheiður var rösk til allra verka, þegar hún var upp á sitt besta. Jóhanna minnist þess þegar henni fannst nóg um kraftinn í móður sinni. Þá átti hún það til að hlaupa við fót til þess að koma nýju verki af stað. Þetta háttalag fannst barninu ekki viðeigandi og engar aðrar konur sá hún hlaupa svona. Nú finnst börnum örugglega ekkert athugavert við það, að mæður þeirra hlaupi út um allar trissur. Arnheiður hafði oft á orði síðari árin, þegar ég kom gangandi eða hjólandi til hennar, hve góð hreyfing og útivera væri mikils virði. Arnheiður fylgdist vel með af- komendum sínum. Barnabörnin voru mörg og alltaf stækkaði hópur langömmubarna. Hún tók þátt í áfangasigrum og gladdist með sín- um, þegar vel tókst til. Hún naut þess að vera samvistum við vini og ættingja og hafði mikla ánægju af heimsóknum. Þá var tekið _ á móti gestum með mikilli reisn. Ég fullyrði að fáum tókst jafnvel upp að gera flatkökur og kleinur, enda var borðað meira af því ljúfmeti hjá Arnheiði en maður hafði gott af. Nú heyrir veisluborð Arnheiðar minningunum til og ekki verður oftar hlakkað til veitinganna í Keldulandinu. Jóhannes og Amheiður stunduðu búrekstur lengstan hluta ævi sinn- ar. Það starf átti vel við Arnheiði. Hún tók virkan þátt í bústörfunum jafnt úti sem inni. Börnin komu hvert af öðru, stundum mitt á há- annatímanum, þá var ekki tekinn langur tími til þess að jafna sig, því störfin kölluðu og lítill tími gafst til hvílda. Arnheiður kynntist meðbyr og mótlæti eins og títt er í þessu jarð- lífi. Þau hjónin urðu að bregða búi í Klængsseli í Gaulveijabæjar- hreppi fyrr en ætlað var. Jóhannes var orðinn heilsulítill, þá var flutt til Þorlákshafnar og voru það mik- il viðbrigði að fara úr gróðursælli sveitinni í sandflákana sem þá voru í Þorlákshöfn og nágrenni. Þar eignuðust þau yngsta barnið Önnu Sólrúnu. Arnheiður fluttist til Reykjavíkur eftir að hún varð ekkja. Hún vann um tíma við heimilishjálp og annað- ist vel um þá sem hún vann fyrir. Hún sinnti ýmsum snúningum utan við vinnutíma sinn. Ég varð auk þess var við símhringingar og heim- sóknir skjólstæðinga hennar. Það segir mér mikið um þá lipurð sem hún sýndi í samskiptum við þá. Arnheiður helgaði síðustu æviár- in umhyggju fyrir Rúnu. Þær not- uðu oft tímann til að lesa ljóð, enda ber þroski Rúnu og orðaforði henn- ar þess glögg merki. Rúna flutti á sambýli fyrir tveimur árum. Arn- heiður var þá farin að finna fyrir því, að þrekið var minna en áður. Hún greindist síðan nokkrum mán- uðum seinna með þann sjúkdóm, sem lagði hana að velli. Hún hélt reisn sinni til síðasta dags og vildi að sem minnst væri fyrir sér haft, einmitt í þeim anda sem einkenndi hana. Megi góðar minningar um Arn- heiði lifa með afkomendum hennar, ættingjum og vinum. Guðjón. í minningu um móður mína: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun eg fagna og þjást með þér, og þú skalt vera mín - í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) , Rúna. Okkur systurnar langar til að minnast ömmu okkar, ömmu í Reykjavík, eins og við kölluðum hana alltaf, í nokkrum orðum. Það var alltaf gaman og gott að koma í heimsókn í Keldulandið til ömmu og afa og alltaf mættum við hjá henni hlýhug og góð- mennsku. Þrátt fyrir erfið veikindi undir það síðasta lét hún ekki vanta góðgæti og kræsingar á borðin er maður kom til hennar. Amma var mjög trú og traust sínum og hafði mikla ábyrgðar- kennd. Ef hún tók eitthvað að sér, þá var það ekkert hálfkák, heldur skilaði hún öllu af sér með miklum sóma. Hún kunni vel að meta góða hluti eins og til dæmis góðar bæk- ur. Alltaf fylgdist hún vel með börnum sínurn, barnabörnum og barnabamabörnum og sýndi þeim öllum mikinn áhuga og gladdist yfir hveijum áfanga í lífi þeirra, hvort sem tekin voru próf, fædd börn í þennan heim eða einhver stofnaði til búskapar. Alltaf hafði hún góð ráð á höndum fyrir okkur. Elsku amma, söknuður okkar er mikill, en það er þó huggun í því að vita að nú líður þér vel og þú þjáist ekki lengur. Við þökkum þér fyrir allt það er þú gafst okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Hjördís, Arnheiður, Aðalheiður, Sædís og Kallý. Amma í bænum, eins og við systkinin frá Selfossi kölluðum hana alltaf, er dáin. Mig langar að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Fyrstu minningar lífs míns eru tengdar ömmu og Rúnu. Þær mæðgur bjuggu þá á Guðrúnargöt- unni og ég, tæplega þriggja ára gömul, var þar í pössun á meðan mamma og pabbi voru í Kanada. En minningar tengdar ömmu eru margar og góðar, því samgangur- inn var alltaf mikill. Fyrir u.þ.b. 20 árurn flutti amma í Kelduland 1, í snotra tveggja herbergja íbúð og bjó þar til dauða- dags. Margar voru heimsóknirnar í Keldulandið og þangað var ævin- lega gott að koma. Amma lét sig ekki muna um að taka á móti sex manna fjölskyld- unni frá Selfossi og leyfa okkur að gista. Það var alltaf nóg pláss hjá ömmu. Úr Keldulandinu fór enginn maður svangur og helst ekki þreyttur heldur. Þeir voru margir blundirnir sem ég fékk mér hjá henni, enda andrúmsloftið í íbúð- inni alltaf einstaklega afslappandi og gott. Fleirum en mér þótti gott að blunda hjá ömmu, meðal annarra honum pabba mínum, enda hafði amma útvegað sér góðan kodda til að hafa í sófanum í stófunni fyrir þá sem vildu fá sér smákríu. Amma fylgdist fram á síðustu stundu vel með afkomendum sínum og vissi alltaf hvað við höfðum fyr- ir stafni hveiju sinni. Hún var allt- af ánægð með okkur og stolt af okkur, sama hversu lítið við höfðum afrekað. Mér er minnisstætt þegar við Eiður heimsóttum hana á Heilsuhælið í Hveragerði í úrhellis- rigningu. Ömmu varð tíðrætt um þá heimsókn því henni fannst svo ótrúlegt að við skyldum vera að þvælast til hennar í þessari rign- ingu. En hún var ánægð með að fá okkur í heimsókn, eins og alltaf þegar hún fékk gesti. Elsku amma mín, ég sakna þín. Sakna þess að geta ekki verið í návist þinni, en þú hafðir sérstakt lag á að láta mér líða vel. Takk fyrir allar samverustundirnar. Þín Linda Rut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.