Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 27 , AÐSENDAR GREINAR Evrópusamtök félaga til stuðnings sjúkum börnum EVRÓPU S AMTÖK félaga til stuðnings sjúkum börnum, Europe- an Association for Children in Hosp- ital (EACH), voru formlega stofnuð í Graz í Austurríki árið 1992 eftir nokkurra ára aðdraganda. í mörg- um Evrópulöndum höfðu áður verið mynduð félög foreldra og fagaðila sem vildu vinna að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Norrænu samtökin Nordisk Foren- ing For Sjuka Bams Behov (NOBAB) höfðu þá starfað í 14 ár með góðum árangri. Hér á landi er Umhyggja, félag til stuðnings sjúk- um börnum, aðili að NOBAB. Segja má að trúin á ávinning af fjölþjóð- legu samstarfi hafi leitt forsvars- menn Evrópufélaganna saman og af þvi hafi sprottið samstarf um stofnun EACH. Aðildarfélög EACH eru frá 18 löndum þ. á m. öllum Norðurlöndunum og flestum löndum Vestur-Evrópu. Leidensáttmálinn Leidensáttmálinn er Evrópusátt- máli um börn á sjúkrahúsum og er tilgangur samtakanna að gera hann að veruleika í aðildarlöndunum. Leidensáttmálinn byggir á tíu þáttum: 1. Sjúkrahúsmeðferð. Barn skal einungis leggja inn á sjúkrahús þegar ekki er hægt að veita því alla þá meðhöndlun og hjúkrun sem það hefur þörf fyrir á heil- sugæslustöð eða í heimahúsi. 2. Tryggja tengsl barna. Barn getur haft foreldra, systkini og vini hja sér á sjúkrahúsinu. 3. Ábyrgð foreldra. Foreldrar bera ábyrgð á barninu þó að barnið liggi á sjúkrahúsi. 4. Upplýsingar. Barni og/eða for- eldrum skulu veittar upplýsingar um veikindi, rrteðferð og hjúkrun bamsins á þann hátt að þær séu þeim auðskiljanlegar. 5. Samákvörðunarréttur. Barn og/eða foreldrar skulu - eftir ítarlegar upplýs- ingar - taka þátt í öllum ákvörðun- um sem snerta meðferð og hjúkr- un bamsins. 6. Friðhelgi. Meðferð bams skal stöðugt byggjast á tillits- semi og skilningi, svo og fullri virð- ingu fyrir friðhelgi einkamála. Hlífa ber börnum við ónauðsynlegum aðgerðum og rannsóknum. 7. Styðja eðlilegan þroska. Barn skal hafa aðgang að leik og kennslu. Yfimmsjón með hinum uppeldislega hluta skal vera í höndum fóstru og kennara með sérmenntun. Starfsemina skal laga að þörf- um hvers einstaklings. Barn fái að þroskast og njóta lífsgæða þrátt fyrir veikindi og meðferð. 8. Aðlagað umhverfi. Bam sem lagt er inn á sjúkrahús á rétt á að vistast í umhverfi sem er útbúið til að mæta þörfum barna hvað varðar innréttingar, húsgögn, útbúnað og starfsfóik. 9. Sérmenntað starfsfólk. Böm skulu vera í umsjá og meðferð hjá starfsfólki sem hefur menntun og reynslu í að mæta líkamlegum, tilfinningalegum og þroskalegum þörfum barns og fjölskyldu þess. 10. Samhengi og heild. Starfs- mannahópur sem ber ábyrgð á hvetju einstöku bami og fjöl- skyldu þess, tryggi samhang- andi atburðarás í hjúkmn og meðferð. Norrænn staðall um umönnun og hjúkrun barna á sjúkrahúsum er Leiden-sáttmálinn lagaður að nor- rænum aðstæðum. Á þinginu fengust upplýsingar um það að hve miklu leyti Leiden-sáttmálinn væri virtur opinberlega í aðildarlöndum EACH. í sumum landanna hafa ákveðnir þættir sátt- málans verið sam- þykktir eða lögbundnir. Annars staðar eru eng- ar samþykktir eða lög til um rétt sjúkra barna, og hvergi er sáttmálinn virtur opin- berlega í heild sinni. Flest aðildarfélaga EACH hafa það í hyggju eða eru nú þeg- ar í samvinnu við heil- brigðisyfírvöld í sínu landi, til að vinna að því að þættir Leiden-sátt- málans eða sambærilegar sam- þykktir fái opinbera staðfestingu. Skilyrði fyrir aðild að EACH Aðildarfélög EACH verða að vera sjálfstætt starfandi og mega ekki vera gróðafélög eða tengd stjórn- málaöflum. Þau verða að hafa þann opinbera tilgang að vinna að bætt- um hag allra sjúkra barna og fjöl- skyldna þeirra, fyrir, í og eftir sjúkrahúsdvöl, auk þess að vinna markvisst að virkri þátttöku for- eldra/forsjáraðila í félaginu. Parísarþing EACH í mars sl. Á þingi sem EACH hélt í París sl. gáfu fulltrúar aðildarfélaganna upplýsingar um starfsemi félaga sinna og áherslur. Má ljóst vera að aðbúnaður sjúkra barna og ijöl- skyldna þeirra er afar mismunandi eftir löndum. Eftirfarandi málefni voru sér- staklega tii umfjöllunar. * Samstarf foreldra og fagaðila og mikilvægi góðra samskipta og gagnkvæmra tjáskipta. Samstarf foreldra og fagaðila virðist ákaflega mismikið og misgott eftir löndum, að mati þátttakenda. T.d. virðast Hvert aðildarfélaganna, segir Helga Braga- dóttir, vinnur sjálfstætt í sínu heimalandi. Svíar og Bretar hafa þróað með sér gott samstarf milli foreldra og fag- aðila með gagnkvæmri virðingu. í Bretlandi kveða lög á um það að samþykki foreldra þurfi fyrir hverri einstakri læknis- og hjúkrunarmeð- ferð, s.s. að gefa lyf eða setja niður magaslöngu, svo dæmi séu tekin. * Undirbúningur barns og fjöl- skyldu fyrir sjúkrhúsvist. Víða er lögð áhersla á fræðslu fyrir foreldra og börn til undirbúnings sjúkrahús- vistar. í þeim tilgangi hafa verið framleiddir bæklingar, bækur, myndbönd og útbúnir kistlar með hjúkrunar- og læknisáhöldum, les- máli og myndum. Þá hafa verið settar saman sérstakar fræðsludag- skrár t.d. heimsóknir á sjúkrahús eða heimsóknir fagaðila með fræðsluefni í leikskóla og skóla. Framkvæmd fræðslunnar virðist hins vegar breytileg og virðist skiln- ingur heilbrigðisstarfsfólks og stjórnenda sjúkrastofnana á mikil- vægi verkefnanna ráða þar mestu um. * Réttur foreldra til að dvelja á sjúkrahúsinu hjá barni sínu. Að- staða og réttur foreldra virðist mis- jafn milli landa og sums staðar milli héraða og sjúkrahúsa í sama landi. í öllum aðildarlöndum EACH er al- gengt að börn og unglingar liggi á fullorðinsdeildum þar sem ekki er tekið mið af þörfum þeirra. Nærri lætur að þetta gildi um helming barna sem leggjast inn á sjúkrahús á ári hverju. I Svíþjóð var réttur barna til nálægðar við foareldra sína og réttur til leikaðstöðu staðfestur í lögum árið 1977. Þar hafa foreldr- Helga Bragadóttir Breytt stj órnskipun ríkisins ÞAU ÓVÆNTU tíðindi gerðust, að nýkjörinn forseti Alþingis kvart- aðí undan rýrnandi áliti Alþingis meðal þjóðarinnar og mæltist til úrbóta. Vel sé honum. Þarna er sjálfum alþingismönnum um að kenna, og er fyrir löngu lcominn tími til aðgerða. Allan lýðveldistímann hafa starf- að stjórnarskrárnefndir til endur- skoðunar á stjórnarskrá ríkisins. Þær hafa verið undir formennsku ýmissa ágætra manna, en hafa eklci skilað öðrum árangri en smá- vegis krukki í kjördæmaskipun og fjölda þingmanna, sem nú hefir endað með að tala þingmanna hefir snúizt við, úr 36 í 63, með verri en engum árangri. Klíkuskapurinn hefir aldrei verið meiri, spillingin aldrei verri. Ár eftir ár úthlutar rík- isvaldið 13.200 milljóna þorskkvót- um (nú 165.000 tonn á árlegu leigukvótaverði, 80 kr/kg.) til sömu vinanna, og útilokar aðra, sem sam- kvæmt stjórnarskrá eiga sama at- vinnurétt. Allt er þetta gert með góðu samþykki Alþingis. Framsal kvótanna er fijálst, og eftirlit ekk- ert. Sem sagt: löggilt spilling. Lög- legt, en siðlaust. Orsök vandans liggur fyrir, þótt lítið sé um hana rætt. Samkvæmt stjórnarskrá ber alþingismönnuin að fara eftir samvizku sinni, og ekki eftir lyrirskipunum annarra. Þvert á þetta stjórnarskrárvarða frelsi stendur síðan svonefnd þing- ræðisregla, sem áskilur að ríkis- stjórn, sem ekki nýtur meirihluta- fylgis á Alþingi skuli víkja. Alþing- ismaður, sem greiðir atkvæði sam- kvæmt samvizku sinni td. gegn kvótakerfinu, og fellir þannig ríkisstjórnina, er talinn hafa brugðist flokki sínum og forystu hans. Hvort á hann að vera trúr sjálfum sér eða flokknum? Oftast víkur frelsi samviz- kunnar. Hlutverk Alþingis er aðallega tvíþætt: Að setja landinu lög og að hafa eftirlit með fram- kvæmdavaldinu. Síð- ara hlutverkið er oftast vanrækt. Gott dæmi um þetta er kvótakerf- ið. Engar upplýsingar liggja fyrir um framsal eða sölu á kvótum, eða hvernig þeim fjármun- um, sem fást fyrir sölu á kvótum er ráðstafað. Ástæðan fyrir að kvót- um er úthlutað á skip er sú, að skipið nýtir kvótann til eigin veiða. Nýti skip ekki kvótann sjálft, ætti kvótinn því að falla niður og verða ráðstafað að nýju til nýs veiðskips. Þetta kæmi í veg fyrir þá spillingu, sem nú á sér stað við úthlutun 'og sölu á kvótum. Framkvæmd þingræðisreglunnar nú felst í því, að formenn flokka koma sér saman um meirihluta á Alþingi til myndunar ríkisstjórnar. Þetta felur í sér, að formenn slíkra flokka í samsteypustjórn hljóta að kreijast aga af flokksmönnum sín- um, og þar með að þingmönnum leyfist ekki að fara eftir samvizku sinni, eða að mjög óverulegu leyti. Þessi framkvæmd þingræðisregl- unnar brýtur þannig gegn stjórnar- skrá lándsins. Jafnframt hefir kom- ið í ljós, að húsbónda- vald forsætisráðherra er ófullnægjandi. Þeg- ar einstakir ráðherrar hafa fengið algjört vald yfir eigin málaflokk- um, er vald forsætis- ráðherra skert óeðli- lega. Forsætisráðherra ætti að hafa vald til að vikja ráðherra úr ríkisstjóm og skipa annan í hans stað, þeg- ar efni standa til. Spurning er því, hvort Alþingi ætti ekki að kjósa forsætisráð- herra, sem síðan skip- aði ráðherra að fijálsii vali til að gegna ákveðnum málaflokkum. Með þeim hætti mætti hugsa sér að slíta tengslin milli framkvæmda- valds og löggjafarvalds, en Alþingi hefði engu að síður á hendi efirlits- hlutverk með framkvæmdavaldinu, t.d. með því að ekki sé farið fram úr fjárlögum o.s.frv. Sjálfsagt væri að forsætisráðherra og aðrir þing- menn, sem tækju ráðherrastöður, myndu víkja úr sæti á Alþingi, þannig að þeir væru ekki að dæma í eigin málum, svo sem nú er. Þá væri einnig hugsanlegt og sennilega æskilegt, að forsætisráðherra gæti valið menn í ráðherrastöður utan raða alþingismanna, og gæti eflaust komið sér vel. Þingræðisreglan hefir reynzt okkur illa. Hún er klúður, af því að hún ruglar saman framkvæmda- valdi og löggjafarvaldi, sem nauð- synlegt er að séu að skilin. Reynzl- an sýnir að Alþingi getur ekki sinnt Aðskilnaður löggjafar- valds Alþingis frá fram- kvæmdavaldinu er for- senda þess, að Alþingi haldi virðingu sinni gagnvart þjóðinni. •• * * Qnundur Asgeirsson segir að afnám spillts kvótakerfis nú sé próf- steinn á heilindi Alþing- is gagnvart þjóðinni. eftirlitshlutverki sínu á fullnægj- andi hátt, jafnframt því að hlýta aga stjórnenda framkvæmdavalds- ins. Því verður að höggva liér á hnútinn. Engin nauðsyn er á að stofna til nýrra kosninga til Alþing- is, þótt tveim eða fleiri flokksfor- menn í ríkisstjórn komi sér ekki saman um áframhaldandi stjórnar- samstarf. Ef forsætisráðherra sæi ástæðu til að segja af sér eða Al- þingi að víkja honum, td. af því að hann gæti ekki staðið við samþykkt fjárlög, gæti Alþingi hæglega valið nýjan. Með núverandi háttum er forsætisráðherra falið vald yfir Al- þingi, sem hann í raun ætti ekki að hafa, heldur meirihluti Alþingis sjálft. Alþingi er eini aðilinn, sem hefir umboð þjóðarinnar, og það Önundur Ásgeirsson ar rétt til að vera frá vinnu í 90 daga á ári fyrir hvert barna sinna vegna veikinda án þess að tapa vinnu eða launum. Víða annars stað- ar mega foreldrar ekki dvelja hjá bami sínu næturlangt en sums stað- ar er það leyft gegn greiðslu. í Þýskalandi er unnið að því að tekið sé tillit til viðveru foreldra og leikaðstöðu sjúkra barna við hönnun barnadeilda. * Verkjameðferð barna. Þekkt er orðið og víða viðurkennt að verkja- meðferð barna er ábótavant. Bent var á að þekking lækna og hjúkrun- arfræðinga væri til staðar en illa nýtt, líklega vegna áhrifa gamalla goðsagna um skert sársaukaskyn barna og skaðleg áhrif verkjalyfja á þau. Stuðningur við Austur-Evrópulönd Náin samvinna er við Austur-Evr- ópulönd. Felst hún fyrst og fremst i stuðningi EACH við endurupp- byggingu barnadeilda og sjúkra- húsa í löndum Austur-Evrópu. Þar standa þó þjóðfélagsástand og tryggingakerfí í vegi fyrir því að foreldrar geti dvalið hjá börnum sín- um á sjúkrahúsum. Þó hefur nokkuð áunnist á undanförnum ámm, ekki síst fyrir tilstilli EACH. Hvert stefnir EACH næstu árin? Mikill hugur er í aðildarfélögum EACH og ljóst að félög frá fleiri Evrópulöndum eru að undirbúa um- sókn um aðild að samtökunum. Stjórn EACH leggur áherslu á að hvert aðildarfélaganna vinnur sjálf- stætt í sínu heimalandi en næstu tvö árin er lagt til að áhersla verði lögð á að gera sjúkrastofnanir sem sinna börnum og unglingum barna- og fjölskylduvænar. Er í því sambandi unnið að því að fá opinbera viður- kenningu á norrænum staðli um umönnun og hjúkrun barna á sjúkra- húsum, hér á landi. Verður fróðlegt að fylgjast með starfi EACH fram að næsta þingi sem verður í Sviss að tveimur árum liðnum því vissu- lega er mikilvægt að vel sé að börn- um búið. Höfundur er starfandi deildar- stjóri á barnadcild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akurcyri. umboð ber að virða. Líka af alþing- ismönnum. Þingrofsheimild forsæt- isráðherra ætti að fella niður, og Alþingi myndi þannig ávallt sitja í 4 ár. Nýtt Alþingi myndi þannig kjósa forsætisráðherra til fjögurra ára, sem bæri alla ábyrgð gagnvart Al- þingi á stjóm ríkisins næsta Iqor- tímabil, ef umboð hans yrði ekki afturkallað. Eðli málsins sam- kvæmt er forsætisráðherra þjónn Alþingis. Eftir sem áður þyrfti for- sætisráðherra að njóta meirihluta- fylgis eða hlutleysis meirihluta á Álþingi, en hann gæti ekki krafizt flokksaga af þingmönnum. Með þessum hætti myndum við nálgast stjórnarskipun Bandaríkjanna, og Alþingi endurjieimta sjálfstæðan ákvörðunar- og eftirlitsrétt, svo sem því ber, og þá jafnframt nauðsyn- lega virðingu þjóðarinnar. Þetta væri einföld lausn, sem menn gætu eflaust fljótlega sætt sig við. Ekki væri ástæða til að krefjast þjóðkjör- ins forsætisráðherra, frekar en nú er, en eðlilegt að hann kæmi úr hópi alþingismanna, og viki af þingi, meðan hann gegndi embætt- inu. Enn yrði þó möguleiki á íhlutun framkvæmdavaldsins í málefni Al- þingis, en það er hlutverk þing- manna að sjá svo til, að virðingar Alþingis sé gætt í því efni. Kvóta- kerfið er einmitt mjög gott dæmi um þá spiilingu, sem ríkisstjórnir hafa þröngvað í gegnum Alþingi, gegn vilja Qölda þingmanna og í trássi við stjórnarskrá landsins. Forseti lýðveldisins yrði áfram þjóðkjörinn, og hér mætti bæta því við, að núverandi forseti myndi gera öllum landslýð greiða ef hún gegndi embættinu eins og tvö kjör- tímabil til viðbótar. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.