Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 31 SVEINNMAR GUNNARSSON + Sveinn Már Gunnarsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1947. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 13. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 26. júlí. AÐ PLANTA hefur sinn tíma, að byggja upp hefur sinn tíma, að leita hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. (Pré. 2-8:3.) Allt þetta og miklu meira til einkenndi líf og starf Sveins Más, þessa eldhuga sem nú hefur svo allt of fljótt yfirgefíð þetta jarðlíf. Ég kynntist Sveini fyrst á fundi í samnorrænu nefndinni um mis- þroska en þar vorum við fulltrúár foreldra og fagfólks á íslandi. Það kom fljótt í ljós að hér fór mikill áhuga- og fræðimaður og það tók Svein ekki langan tíma að afla sér bæði vináttu og virðingar hópsins alls. Þegar við sátum og ræddum + Björgvin Færseth var fædd- ur á Siglufirði 3. febrúar 1916. Hann lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar 22. júlí sl. Foreldr- ar Björgvins voru Agústa Pál- ína Færseth, fædd Sæby, og Einar Andrés Færseth, norskur maður. Systkini Björgvins voru fjórtán og eru níu á lífi. Björg- vin kvæntist 1943 Petrínu R. Guðmundsdóttur frá Grundar- firði, hún lést 22. júlí 1993. Petrína átti einn son, Jóhann Símonarson, skipstjóra. Útför Björgvins fór fram frá Fossvogskirkju 28. júlí sl. VIÐ VORUM vinir, ég og þú. Þú varst stór en ég var lítil. Við bjuggum í gömlu, hvítu timburhúsi, húsinu sem geymir söguna okkar. Söguna af því þegar þú fórst í vinn- una á morgnana á gamla, græna Chryslernum. Ég sat eftir hjá Petu, fylgdist með lífinu líða hjá eftir Borgartúninu. Við drukkum kaffi, borðuðum kandís og lásum dönsku blöðin. Ég alveg einsog fullorðin manneskja. Við vorum vinir, ég og þú. + lngibjörg Alexandersdóttir Olsen fæddist í Reykjavík 6. september 1925. Hún lést í Landakotsspítala 22. júlí og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 28. júlí. INGIBJÖRG Olsen lést á Landa- kotsspítala eftir langvarandi veik- indi, sem hún barðist við af kjarki og æðruleysi. Ingibjörg var ein þeirra fáu fyrstu stúlkna sem gerðist flug- freyja, fyrst hjá Flugfélagi íslands og síðar hjá Loftleiðum, þegar reglubundið utanlandsflug félag- anna hófst. Ingibjörg hafði ung gifst enskum manni og bjuggu þau í Englandi og eignuðust þar eina dóttur, Lönu, sem kom heim til íslands með móð- ur sinni, er hjónin slitu samvistum. Lana varð seinna hjúkrunarkona, falleg og ljúf, en hún er nú látin. Fáum árum síðar giftist Ingi- björg prófessor Níels Dungal lækni, þau eignuðust tvö börn, Harald, sem er læknir, og Irisi, sem er flug- freyja, og eru þau systkini mann- vænlegt fólk. Prófessor Níels Dung- al átti við erfið veikindi að stríða síðari ár, og urðu þau honum að aldurtila. Ingibjörg Olsen hefur alla tíð saman, fórum yfir stöðu mála í löndunum fimm eða skipulögðum dagskrá næsta þings, sat Sveinn gjaman og lygndi aftur augunum rétt eins og hann væri bara að hvíla sig og kæmi spjallið ekki við. En svo skyndilega kom skarpleg at- hugasemd eða leiftrandi fyndni sem sýndi að ekkert hafði farið fram hjá honum af umræðunni og að hann hafði komið auga á óvæntar hliðar málsins. Sveinn hafði hlakkað til þess að hitta nefndarfélaga á fundinum sem haldinn var hér á landi í vor en þegar til kom hafði hann ekki þrek til þess að hitta nema einn úr hópn- um. Foreldrafélag misþroska barna naut einnig krafta Sveins. Hann mótaði stefnu þess, kannski án þess að vita af því sjálfur, með fyrir- lestri á hjálpartækjaráðstefnunni í Borgarleikhúsinu árið 1986 og hann er sá sérfræðingur sem oftast hefur Og þú komst heim í hádeginu og við borðuðum kjötbollur í brúnni sósu með sultu. Þú borðaðir alltaf hratt, miklu hraðar en ég. Það var af því að þegar þú varst ungur maður fengu menn bara hálftíma í matarhlé. Það var nú unnið í þá daga. Við vorum vinir, ég og þú. Og þú fórst aftur í vinnuna, og ég hélt áfram að lesa dönsku blöðin fram eftir degi. Þangað til Peta sagði „nú kemur Venni á hundrað“, með sérstakri áherslu á síðasta orð- ið. Svo fylgdumst við með því þeg- ar Chryslerinn renndi upp að hús- inu. Síðan komst þú inn og spurðir kannski hvort ég vildi koma með til hans Ragnars að sækja blaðið. Og við fórum saman til Ragnars, og þú stalst til að reykja á leiðinni og ég sagði Petu aldrei frá því. Við vorum vinir, ég og þú. Og svo komum við heim og spil- uðum kasjón, við þrjú. Eða kannski manna. Þú varst alltaf svo lúnkinn í manna. Peta sagði að þú svindlað- ir. Hún þoldi ekki manna. Ég held að þú hafir ekkert svindlað. Þegar við spiluðum kasjón lést þú mig verið glæsileg og falleg kona, glað- lynd, myndarleg húsmóðir, dagfars- góð og góð móðir. Eftir lát Níelsar tók Ingibjörg aftur til við flug- freyjustarfíð að nýju hjá Loftleið- um. Á þessum árum var Kristinn Olsen yfirflugstjóri hjá Loftleiðum. Ingibjörg og Kristinn felldu hugi saman og gengu þau í hjónaband áður langt um leið. Kristinn byggði þeim síðan fal- legt heimili í Haukanesi 14, þar sem þau hafa búið síðan, og börn Ingi- bjargar og vinir hafa öll haft gott samband við þau, sem ein fjölskylda væri. Ég samhryggist innilega Kristni vegna hans mikla missis, svo og börnum og ættingjum Ingibjargar. Megi Drottinn styrkja ykkur. Kristín Snæhólm Hansen. verið gestur á fundum félagsins. Á fyrirlestrum hans var húsið ætíð þéttskipað og fyrirspumir og al- mennar umræður héldu foreldrum, fagfólki og öðrum áhugasömum gestum sem límdum við sætin lengi kvölds. Fjölmargir foreldrar hafa leitað til Sveins sem greiningaraðila og ráðgjafa og í þeirra hópi er hans nú sárt saknað. Sveinn vann að því að stofna fagráð foreldrafélagsins. Þar er nú skarð fyrir skildi en eld- móður hans mun lifa áfram með okkur og starfsemi félagsins allri þótt hann sé sjálfur genginn frá verki. Við Heidi urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að eiga samverustundir með Sveini og Lám síðustu árin, bæði heima og að heiman. Þessar stundir em okkur ómetanlegur íjár- sjóður í minningunni. Fyrir hönd samnorrænu nefndar- innar, Foreldrafélags misþroska bama og okkar Heidi þakka ég fyrir allt um leið og við öll sendum Láru og öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Missir- inn er mikill en endurminningin ylj- ar og orðstírinn mun lifa. Matthías Kristiansen. hjálpa til við að reikna út stigin. Þannig lærði ég hugarreikning. Við vomm vinir, ég og þú. Síðan fórst þú inn í stofu og spilaðir á píanóið. Það var mynd af ballerínu fyrir ofan píanóið. Og ég horfði á ballerínuna og hlustaði á þig spila. Svo fór ég fram til Petu og hún sagði „Er nú kallinn farinn að spila.“ Seinna þegar ég fór sjálf að læra á hljóðfæri bauð ég ykkur á tónleika. Þið komuð alltaf. Við vorum vinir, ég og þú. Og á kvöldin horfðum við á sjón- varpið og þá sofnaði ég stundum. En það var allt í lagi því að þú gast haldið á mér yfír í íbúðina til pabba og mömmu. Af því að þú varst stór og ég var lítil og við vomm vinir. Elsku Venni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigrún Erla. Birting afmælis- og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinun- um er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykja- vík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það em vinsamleg til- mæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnsiu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför GUÐMUNDAR V. HJARTARSONAR, Hellisbraut 30, Reykhólum. Guðrún E. Magnúsdóttir, systkini og aðrir nánustu aðstandendur. BJÖRGVIN FÆRSETH INGIBJÖRG OLSEN t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, KARLS JÓNSSONAR frá Hliðarhúsi, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd vandamanna, Ásbjörg Jónsdóttir, Bogi Jóhannsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, FRÓÐI LARSEN, Grashaga 15, Selfossi, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þann 21. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Hulda Brynjólfsdóttir, Bent Larsen, Karl Brynjar Larsen. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JENSDÓTTUR, Efstalandi 18. Maria Elísabet Kristleifsdóttir, Jens Kristleifsson, Björn Kristleifsson, Guðrún Maggý Magnúsdóttir, Þuríður Backman, Magnús Jensson, Kristleifur Björnsson, Sigurður Óli Jensson, Þorbjörn Björnsson, Ragnheiður Sívertsen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför manns- ins mins, föður, tengdaföður, afa og langafa, KONRÁÐS MÁS EGGERTSSONAR frá Haukagili. Lilja Halldórsdóttir Steinsen, Sævar Örn Stefánsson, Eggert K. Konráðsson, Guðrún K. Konráðsdóttir, Ágústína S. Konráðsdóttir, Inga Dóra Konráðsdóttir, Hólmfríður M. KonráðsdóttirAndrés Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Guðbjörg Lilja Oliversdóttir, Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Jónatansson, Halldór Sigurðsson, Aðalsteinn Guðmundsson, t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát BJARNA ÓLAFSSONAR bónda, Króki, Hraungerðishreppi; Baugstjörn 20, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands fyrir einstaka alúð og umönnun. Guðriður Þórðardóttir og fjölskylda. t Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU ÁSLAUGAR ÁRNADÓTTUR, Dalsgerði 1F, áður Aðalstræti 4, Akureyri. Guðrún Björnsdóttir, Skúli H. Jóhannsson, Anna Marý Björnsdóttir, Ásgrímur Ágústsson, Ásdís Björnsdóttir, Jón Friðriksson, Júlía Björnsdóttir, Þorsteinn Arnórsson, Finnur Björnsson, Jóhanna Lilja Valtýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.